Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 1996 C 7 GREINAR Rækjan á íslandsmiðum: Einn eða fleiri stofnar? RÆKJAN (stóri kampalampi), Panda- lus borealis, er ásamt hrossarækju, Crangon crangon, mikilvægasti kaldsj ávarrækj unytj a- stofn veraldar. Hún finnst aðeins á norð- lægum slóðum eins og nafnið bendir til (bo- realis= norðlægur) og er veidd af um á annan tug þjóða, en íslend- ingar, ásamt fyrrum Sovétríkjunum, Græn- lendingum og Norð- mönnum eru stærstu veiðiþjóðirnar. Rækjuveiðar við ís- land hófust á Vestfjörðum á fjórða áratug þessarar aidar og voru lengi framan af aðeins bundnar við inn- firði. Það var ekki fyrr en í upp- hafi áttunda áratugarins sem út- hafsrækjuveiðar hófust, en fram til Ættartré rækju frá grunnslóð (Arnarfirði, ísafjarðardjúpi, Húna- flóa og Skagafirði), djúpslóð (úthaf, vestan Kolbeinseyjar) og Dohrnbanka Erfða- fjar- lægð —/WV- -AA- ísafjarðardjúp (Jökuif.j-1 - ísafjarðardjúp (ísafj.)-2 Húnaflói (Steingr.fj.)-2 Arnarfjörður-2 -ísafjarðardjúp-3 Arnarfjörður-1 - Húnaflói (Ófeigsfj.)-I -Húnaflói-3 Skagafjörður (Austuraii)-I Skagafjörður (Vesturáii)-2 Skagafjarðardjúp - Sporðagrunn -Norðurkantur-2 Dohrnbanki-7 Kolbeinsey -Norðurkantur-1 -Norðurkantur-3 -Hali -Dohrnbanki-6 - Dohrnbanki-1 -Dohrnbanki-2 - Dohrnbanki-3 -Dohrnbanki-4 - Dohrnbanki-5 ársins 1983 var aflinn frá þessum slóðum að- eins brot af heildar- rækjuveiðinni. Síðan hefur rækjuaflinn auk- ist jafnt og þétt, að undanskildum árunum 1988 til 1991. Heildar- aflinn síðastliðin tvö ár hefur verið yfir 70.000 tonn og skipar rækjan nú veigamikinn sess í heildarafla okkar íslendinga. Aflann sækjum við m.a. frá grunnslóð Ólöf Dóra (firðir) og djúpslóð (út- Jónsdóttir haf í íslenskri lögsögu), en einnig frá Do- hrnbanka (austur af Grænlandi) og Flæmska hattinum (austur af Kanada). Lengi hafa verið uppi vangaveltur um hvort um sama rækjustofn sé að ræða á grunn- og djúpslóð. (Með orðinu „stofn“ er átt við einangraðar rækjueiningar þar sem engin erfðablöndun á sér stað). Rækjan á grunnslóð er ávallt smærri en frænkur þeirra á djúp- slóð og hafa því verið uppi kenning- ar um að rækjan eigi uppeldisstöðv- ar sínar inni í fjörðum, en gangi síðan í úthaf þar sem hún vex og dafnar. Ef svo væri þyrfti að tak- marka veiðar á grunnslóð til að fullnýta þessa auðlind. Stofnerfðafræðirannsóknir Til að kanna samsetningu rækju- stofna þarf að grípa til stofnerfða- fræðirannsókna. Slíkar rannsóknir byggjast á rafdrætti lífhvata (ens- íma) eða greiningu kjarnsýra (DNA). Undirrituð notaði fyrr- nefnda aðferð til að bera saman rækjustofna á grunnslóð (Arnar- fírði, ísafjarðardjúpi, Húnaflóa og Skagafirði), djúpslóð (úthaf, vestan Kolbeinseyjar) og á Dohrnbanka (mynd 1). Leitast var við að kanna hvort um einn stofn væri að ræða, eða hvort fleiri stofnar deildu með sér svæðunum. Niðurstöður slíkrar könnunar hafa mikla þýðingu hvað veiðistjórn varðar, því nauðsynlegt er að þekkja samsetningu stofna til að geta nýtt hveija einingu fyrir sig, en ekki síst til að koma í veg fyrir að gengið sé of nærri stofni sem talinn er tveir aðskildir stofn- ar, en sem stofnerfðafræðilega reynist vera einn. Helstu niðurstöður Niðurstöður rannsókna minna hafa leitt í ljós að um þijá eða fleiri „Dohrnbankarækjan er ekki öll þar sem hún séð, því að rækjan á austurhluta bankans reyndist vera íslensk djúphafsrækja á þeim tíma er sýnataka fór fram,“ skrifar Olöf Dóra Jónsdóttir. „Þessir stofnar eru skyldir, en nægilega ólíkir til að ætla að um tvo stofna sé að ræða, sem nýta má hvorn í sínu lagi.“ aðskilda stofna er að ræða (mynd 2). Rækjan á grunnslóð er aðskilin frá rækjunni á djúpslóð og Do- hrnbanka, og á engin sýnileg stofn- erfðafræðileg blöndun sér stað. Þó er ljóst að grunnslóðar- og djúpslóð- arrækjustofnarnir blandast í Skagafjarðardjúpi, en ekki er um erfðablöndun að ræða. Rafdráttar- greiningin leiddi í ljós að ensím grunnslóðarrækjunnar hafði mun minni breytileika en greindist í öðr- um rækjum, sem getur m.a. orsak- ast af náttúruvali og takmarkaðri stærð grunnslóðarstofns. Þessi ólíki breytileiki er merki um aðskilnað grunnslóðarrækju frá úthafsstofnum. Einnig er mjög lík- legt að stofnarnir í þeim fjórum fjörðum sem kannaðir voru séu aðskildir, en það er ekki fullsannað. Rækjustofnarnir á djúpslóð og Dohrnbanka eru einnig aðskildir, en þó er um einhvern skyldleika að ræða. Breytileiki ensímanna er svip- aður, en þó nægur til aðgreiningar þessara stofna. Ætla má að einhver erfðablöndun eigi sér stað, en í litl- um mæli. Það kom á óvart hversu langt til vesturs íslenska úthafsrækjan dreifði sér, því að í ljós kom að rækjan svo langt sem á 27 'AW (66 7i 50N) tilheyrði íslenska stofn- inum (Dohrnbanki- 7, mynd 2), en það svæði heyrir undir Dohrnbanka. Þetta kann þó að vera breytilegt milli ára, háð göngu rækjunnar og Helstu kostir: • alsjálfvirk • samfellt flæ&i • engin uppsöfnum • bætt yfirsýn yfir framleiöslu • allt að 1 00 tonn á klst. • 99% nákvæmni • sterkbyggð • fyrir fiskimjöl, rækju og skel • löggildingarhæf Höföabakka 9, 112 Reykjavík S6J "" Sfmi: 563 8000 Fax: 8001 Marel flæóivogir fyrir loónu og síld ÞEIM GULA HAMPAÐ Morgunblaðið/Stefán Ólafsson • Grétar Vilbergsson trillukarl á Silfurnesinu frá Höfn í Hornafirði SF hampar rígaþorski. Veiðar smábáta þar eystra hafa gengið vel að undanförnu og leggja margir bátanna upp þjá Borgey hf. sem fiún sýnist, því að rækjan á austurhluta bankans reyndist vera íslensk djúphafsrækja á þeim tíma er sýnataka fór fram. Þessir stofn- ar eru skyldir, en nægilega ólíkir til að ætla að um tvo stofna sé að ræða, sem nýta má hvorn í sínu lagi. Höfundur stundar nú doktorsnám í stofnerfðafræði rækjunnar við fiskifræði- og sjávarlíffræðideild Háskólans í Björgvin, Noregi. straumstyrk Irminger straums til vesturs. Niðurstöður Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta kenningar um aðskilda rækjustofna á grunnslóð, djúpslóð og Dohrnbanka. Engin stofnerfða- fræðileg tengsl voru sýnileg milli rækjunnar á grunnslóð og djúp- slóð, og ættu þeir stofnar því að vera aðskildir í veiðistjórn. Do- hrnbankarækjan er ekki öll þar Myndl: ^ Þrjú svéeði rækjusýnatöku 1. Grunnslóð j 2. Djúpslóð j 3. Dohrnbanki bátar-skip Eignarhlutur óskast Aðili, tengdur fiskvinnslu, hefur hug á að gerast meðeigandi í snurvoðarbát að stærð- inni allt að 70 tonnum. Þeir, sem sjá sér hag í að fá inn meðeig- anda, sendi upplýsingar til afgreiðslu Mbl., merktar: „M - 96“, sem fyrst. KVtilTABANKINN Kvótabankann vantar þorsk til leigu og sölu. Einnig vantar þorskaflahámark til sölu. Ýsa, ufsi og skarkoli óskast til leigu. Sími 565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.