Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 B 3 FYRIR rúmlega einu og hálfu ári var samkeppni í bifreiðaskoðun gefin frjáls hér á landi, en Bif- reiðaskoðun íslands hafði þá haft einokunarstöðu á þessum markaði allt frá því að Bifreiðaeftirlit ríkis- ins var einkavætt árið 1988. Margt hefur breyst frá því að samkeppnin var gefin fijáls. Verð á skoðun hefur lækkað, langir bið- listar sem áður tíðkuðust á höfuð- borgarsvæðinu hafa horfið og þjónusta við viðskiptavinina batn- að verulega. Hins vegar er áformuðum breytingum þó ekki að fullu lokið, því enn hefur Bifreiðaskoðun ís- lands einokun á sérskoðunum sem og umsýslu ökutækjaskrár. Sömu- leiðis virðist talsverð óvissa ríkja um skoðunarmál úti á landsbyggð- inni. Þrír aðilar stunda nú bifreiða- skoðun á höfuðborgarsvæðinu, en það eru Aðalskoðun, Athugun og Bifreiðaskoðun íslands. Verð á skoðun hefur lækkað nokkuð frá því að samkeppni hófst. Þannig var verðið hjá Bifreiðaskoðun íslands rúmar 2.900 krónur þegar sam- keppni hófst, en hefur nú lækkað í 2.750. Aðalskoðun býður skoðun- ina á 2.890 krónur en Athugun er ódýrust með 2.500 krónur. Guðmundur Guðmundsson, markaðsstjóri hjá Bifreiðaskoðun, bendir á að einnig hafi tilboðum af ýmsu tagi farið fjölgandi og sé fyrirtækjum t.d. yfirleitt boðinn magnafsláttur, auk þess sem ein- staklingar sem þurfi að láta skoða einhvern fjölda bíla geti leitað til- boða hjá skoðunarfyrirtækjunum, og fengið þá einhvern afslátt frá uppsettu verði. Bifreiðaskoðun áfram með bifreiðaskráningar Einkavæðingarnefnd hefur haft málefni Bifreiðaskoðunar til um- Qollunar að undanförnu, og mun nefndin væntanlega skila endan- legum tillögum sínum nú um mán- aðamótin. Hins vegar hefur nefnd- in lagt fram hugmyndir um hvern- ig að aðskilnaði skoðunar- og skráningarstarfsemi Bifreiðaskoð- unar skuli staðið. í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir því að Bifreiðaskoðun verði í raun skipt upp í þijá hluta. Verður skráningarhlutinn aðskil- inn frá skoðunarhlutanum að fullu og stofnað um hann nýtt fyrir- tæki. Eignarhald þess yrði hins vegar það sama og er á Bifreiða- skoðun í dag, þ.e. ríkið ætti 50% hlut, en tryggingafélögin, Bíl- greinasambandið og fleiri aðilar skipta með sér afgangi hlutafjár- ins. Eina breytingin fælist í því að rekstur þessara tveggja hluta fyrirtækisins yrði betur aðskilinn. Þá leggur einkavæðingarnefnd til að þriðji hlutinn, sem væri svo- kölluð bíltæknideild, yrði breytt í deild í ráðuneyti, Umferðarráði eða Vegagerð. Að lokum er síðan gert ráð fyrir því að ríkið muni selja hlut sinn í Bifreiðaskoðun, eins og fram kom í máli Þorsteins Pálsson- ar dómsmálaráðherra á Alþingi nú í vor. Eftir stendur að Bifreiðaskoð- un yrði áfram með einkaleyfi á skráningu bifreiða hér á landi. Skekkir samkeppnisstöðuna Að sögn Bergs Helgasonar, framkvæmdastjóra Aðalskoðunar, skekkir einkaleyfi Bifreiðaskoðun- ar á skráningu bifreiða sam- keppnisstöðuna á þessum markaði talsvert. Samkeppnisráð hafi bent á þetta atriði, og raunar fleiri sem betur mættu fara, árið 1994 en enn hafi þessi aðstöðumunur ekki verið jafnaður. „Þetta er í raun óbreytt frá því að við byijuðum, þrátt fyrir að til hafi staðið að breyta þessu fyrir- komulagi og standi ennþá til. Til dæmis átti það að ganga í gegn 1. maí sl. að við fengjum að sinna sérskoðun og breytingaskoðun en það hefur hins vegar ekki enn gerst,“ segir Bergur. BITIST UM BÍLANA Fréttaskýring Samkeppni í bifreiðaskoðun hefur skilað til- ætluðum árangri. Verðið hefur farið lækk- andi og þjónustan hefur batnað. Minna hef- ur þó borið á samkeppni úti á landsbyggð- inni enn sem komið er. Nú stendur fyrir dyrum fullur aðskilnaður skráningar- og skoðunarhluta Bifreiðaskoðunar íslands hf. en fyrirtækið mun þó áfram eitt sinna skrán- ingu bifreiða hér á landi. Reikna má með því að það fyrirkomulag muni falla í grýttan jarðveg hjá samkeppnisaðilunum. Þorsteinn Víglundsson kynnti sér þennan markað. Velta í bifreiðaskoðun 1995 Bifreiðaskoðun íslands 179,6 milljónir kr. Aðalskoðun * 37 milljónir kr. Athugun* 18 milljónir kr. ^ Starfa aðcins a a • ■. ■ ^ höfuðborgar- oAIVIIALo: svæðinu 234,6 milljónir kr. Bifreiðaskráningar hjá Bifreiðaskoðun íslands 218,9 milljónir kr. Hann segir eðlilegra að skipta Bifreiðaskoðun upp í skráningar- fyrirtæki og skoðunarfyrirtæki, þannig að fyrirtækið njóti ekki yfir- burðarstöðu á markaðnum vegna einkaleyfisþátta í rekstri sínum. Hann bendir á að Bifreiðaskoðun hafi u.þ.b. 140 milljónir króna á ári af eigendaskiptum fyrir utan aðra umsýslu með ökutækjaskrá. „Eigendaskiptin kosta jafnmik- ið og skoðun á bíl, en í þeim felst miklu minni vinna því aðeins þarf að slá inn nýja kennitölu á bílinn. Engu að síður er velta Bifreiða- skoðunar vegna þessarar starf- semi svipuð og velta allrar al- mennrar skoðunar á höfðuborgar- svæðinu.“ Bergur segist telja það mjög óeðlilegt að fyrirkomulagið á skráningum bifreiða sé með þess- um hætti. „Þó svo að áfram yrði haldið utan um Ökutækjaskrá á einum stað, t.d. hjá Skýrr, þá væri alveg hægt að koma skrán- ingunni fyrir hjá fleiri aðilum. Til dæmis gætu bílasalar allt eins séð um umskráningar og því yrði að- gengið að umskráningu og nýskráningu miklu betra. Þetta þyrfti því alls ekki að vera bundið við skoðunarfyrirtækin." Viðskiptahvetjandi fyrir Bifreiðaskoðun Þar að auki bendir Bergur á að enn sé farið með öll númer sem klippt séu af bílum upp í Bifreiða- skoðun og þurfi Aðalskoðun því að sækja númer þangað fyrir sína viðskiptavini. „Auðvitað er þetta viðskiptahvetjandi fyrir Bifreiða- skoðun að fá þessi númer til sín, því fjölmargir hugsa með sér að þar sem númerin séu þarna sé ein- faldast að fara með bílinn þangað í skoðun. Þess vegna höfum við m.a. lagt út í talsverðan kostnað með því að bjóða mönnum að sækja númerin ókeypis upp í Bif- reiðaskoðun. Svona skráningarfyrirtæki á í raun ekki að vera annað en þjón- ustufyrirtæki við skoðunarstöðv- arnar, og á að sjá sinn hag í því að sú þjónusta gangi sem best fyrir sig. En af því að það koma þarna inn hagsmunaárekstrar á milli skráningarhlutans og skoð- unarhlutans, þá er ekki vilji til þess að þjónusta okkur eins og eðlilegt væri. Okkur hefur því ekki fundist að samskiptin við Bifreiða- skoðun hafi verið eins og best yrði á kosið,“ segir Bergur. Sverrir Þórarinn Sverrisson, framkvæmdastjóri Athugunar hf., tekur í sama streng og segir brýnt að þessi aðstöðumunur verði jafnaður sem fyrst. „Um helming- ur tekna Bifreiðaskoðunar í dag kemur frá starfsemi sem fyrirtæk- ið hefur einokunarrétt á og það gefur auga leið að samkeppnis- staða þessara fyrirtækja er ekki jöfn við þau skilyrði. Hins vegar hefur verið rætt um að skilja að skráningu og skoðun alfarið. Vonandi verður það gert því það að eitt skoðunarfyrirtæki hafí umsjón með skráningarmál- um og umsjón með ökutækjaskrá er ekki eðlileg samkeppnistaða.“ Bifreiðaskoðun hlynnt aðskilnaði Eins og sjá má beinast spjótin enn nokkuð að Bifreiðaskoðun og þá sér í lagi þeirri starfsemi sem fyrirtækið hefur enn einokun á. Guðmundur Guðmundsson, mark- aðsstjóri Bifreiðaskoðunar, segir að fyrirtækið sé þó ekki síður áfj- áð í að umsjón ökutækjaskrár verði aðskilin frá skoðunarrekstr- inum, enda fylgi henni margt neik- vætt fyrir fyrirtækið. „Það er ýmislegt sem kemur upp í kringum skráninguna, eins og t.d. þegar klippa þarf númer af bílum, sem setur skugga á skoð- unarstarfsemina, án þess þó að hafa nokkuð með hana að gera. Við viljum að sjálfsögðu geta keppt á jafnréttisgrundvelli eins og aðrir, hvað þetta varðar. Það á eftir að eiga sér stað einhver breyting. Hver hún verður er síðan aftur spurning. Það er hins vegar ekkert ólíklegt að ökutækjaskrán- ing fari á einn eða annan hátt aftur til ríkisins." Enn lítið borið á samkeppni úti á landi Þegar samkeppni í bílaskoðun var gefin fijáls á sínum tíma var þeim nýju fyrirtækjum sem voru stofnuð gert skylt að hefja skoðun úti á landi innan tiltekins tíma, í réttu hlutfalli við markaðshlut- deild þeirra á höfðuborgarsvæð- inu. Enn er þó ekki mikið farið að bera á samkeppni úti á landi. Bifreiðaskoðun hefur nú um 55% markaðshlutdeild, Aðalskoð- un 30% og Athugun 15%, eftir því sem næst verður komist. Að sögn Bergs, hjá Aðalskoðun, hefur fyr- irtækið verið að fikra sig áfram með skoðun úti á landbyggðinni og hefur fyrirtækið framkvæmt skoðanir reglulega á Ólafsfirði og á Búðardal. Athugun hefur hins vegar enn ekki farið með starfsemi sína út á land. Sverrir, framkvæmda- stjóri Athugunar, segir að enn hafi ekki verið ákveðið hvað verði gert í þeim efnum en í það minnsta sé ekki komið að því ennþá að fyrirtækið hefji skoðun úti á landi „Það er gerð sú krafa til skoðun- arfyrirtækja að þau stundi skoðun úti á landi í réttu hlutfalli við markaðshlutdeild þeirra á höfuð- borgarsvæðinu. Hins vegar er það spurning hvort þetta geti talist eðlilegt. Það mætti t.d. spyija hvort það sé samrýmaniegt eðli- legum viðskiptaháttum að maður sem stofnar verslun á Laugavegin- um sé skikkaður til þess að bjóða upp á sömu vöru úti á landi í réttu hlutfalli við sölu hans á höfuðborg- arsvæðinu.“ Kemur til með að vanta skoðun á landsbyggðinni Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasam- bandsins sem er hluthafi í Bif- reiðaskoðun íslands, segir að kostnaður við bifreiðaskoðun í dag sé á þriðja hundrað milljónir króna á ári. Hins vegar sé Ijóst að þessi kostnaður komi til með að hækka, ef viðhalda eigi því flókna faggildingarkerfi sem not- ast sé við í dag. Sér í lagi þegar skráningarhlutinn verði aðskilinn frá Bifreiðaskoðun íslands, enda sé alveg ljóst að tekjurnar af þeirri starfsemi geri fyrirtækinu kleift að niðurgreiða kostnað við bifreiðaskoðun úti á landi. „Eðlilegra væri að skoða hvort hægt væri að komast af með ódýr- ara kerfi með því að reyna að nýta betur þá fjárfestingu sem fyrir er á þessum stöðum, í stað þess að auka sífellt á fjárfestingu eins og nú er gert. Þá má líka benda á að margir fara í dag í mjög reglubundið eftirlit og við- hald hjá bifreiðaverkstæðum. Við- bótarkostnaður við skoðun í fram- haldi af því þyrfti því ekki að vera svo ýkja mikill. Við höfum því lagt til að það væri einhver skoðunarstöð í Reykjavík og hugsanlega einnig á Akureyri, en síðan yrði notuð sú aðstaða sem fyrir væri á hverjum stað fyrir sig, inni á verkstæðum eða þá í aðstöðu sem heimamenn kæmu upp. Síðan væri hægt að kalla til farandskoðunarmenn í þeim tilfellum þar sem ekki væri hægt að framkvæma skoðun af heimamönnum.“ Jónas segir að hafa þurfi það í huga að ef Bifreiðaskoðun hætti að skoða á þeim stöðum úti á landi þar sem það sé fjárhagslega óhag- kvæmt og ekki sé greitt með skoð- uninni, þá fari að vanta skoðun mjög víða. „Slíkt gæti komið til strax á næsta ári og fjárhagslegur grundvöllur fyrir lítil skoðunar- fyrirtæki á landsbyggðinni er varla fyrir hendi. Sömuleiðis er fjár- hagslegur grundvöllur fyrir sam- keppni í skoðun um allt land lítill." Guðmundur segir að í dag telji menn tvímælalaust að þessi sam- keppni sé af hinu góða. Hún hafi skilað sér í meiri þjónustu og ekki síður í ánægðari viðskiptavinum. „Við sjáum að viðskiptavinirnir eru ánægðir og það er það sem skipt- ir hvað mestu máli. Umræðan hefur líka spunnist nokkuð um gæði skoðana. Það eru ákveðnar gæðakröfur í gangi en ég held að allir skoðunaraðilar reyni hvað þeir geta til þess að standast þær. Þessi samkeppni á því ekkert að þurfa að koma niður á gæðum. Við sjáum líka að þjónustan hefur batnað, biðlistar hafa styst sem er mjög gott fyrir viðskipta- vinina."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.