Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.08.1996, Blaðsíða 8
 IWijiirgpiwMiiMli t á. mibvikufa vnxnapn/javiNNuuF FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1996 ftt^rgusiMatiib - kjarni málsins! - kjarni málsins! Breytt og bætt utgafa Islenskra fyrirtækja MIKLAR breytingar verða á út- gáfu bókarinnar Islensk fyrirtæki fyrir næsta ár, en hún kemur þá út í tveimur bindum í stað eins. Bókin Islensk fyrirtæki hefur komið út í 27 ár og verður útgáfan fyrir árið 1997 með breyttu sniði. Hildur Kjartansdóttir, ritstjóri ís- lenskra fyrirtækja, segir að m.a. verði tekið upp nýtt skráningar- kerfí, sem er notað í öllum löndum Evrópusambandsins og á evrópska efnahagssvæðinu. Auk þess verða allar upplýsingar sem fram koma í íslenskum fyrirtækjum aðgengi- legar á alnetinu sem að Hildar sögn „mun stórauka gildi bókarinnar. Ennfremur er útlendingum auð- velduð notkun hennar." Itarlegri upplýsingar í fyrra bindinu sem er fyrir- tækjaskrá, eykst ljöldi fyrirtækja úr 13 þúsundum í 18 þúsund. Grunnupplýsingar verða einnig ít- arlegri en í fyrri útgáfum. Auk nafns, heimilisfangs, póstnúmers, kennitölu og síma bætast við upp- lýsingar um símbréf, starfsmanna- fjölda og stofnár. Þessar viðbætur eru óháðar því hvort viðkomandi fyrirtæki kaupir skráningu í bók- ina. Að sögn Hildar „eru möguleikar á notkun þess pláss, sem fyrirtækj- um gefst kostur á að kaupa til viðbótar, mun fjölbreyttari en áður var, td. með litanotkun í vöru- og þjónustuskrá. “ Alþjóðlegri útgáfa í vöru og þjónustuskrá íslenskra fyrirtækja verður öllum fyrirtækj- um raðað í einn vöru- eða þjón- ustuflokk. Fyrirtæki sem kaupir stjóri íslenskra fyrirtækja. skráningu í ritið getur valið sér til viðbótar flokka eftir hentugleik- um. Flokkunin sem stuðst er við, er greining Hagstofu íslands á vöru og þjónustu, sem er aðlöguð að alþjóðlegu skráningarkerfi Evr- ópusambandsins og ríkja á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Þetta hefur í för með sér að flokkum fjölgar um tæplega helming og verða þeir alls um 3 þúsund talsins. Að sögn Hildar er algengt að fyrirtæki í útflutningi dreifi bók- inni til viðskiptavina á erlendri grundu. Til þess að auðvelda er- lendum aðilum notkun á bókinni verða allir yfirflokkar á dönsku, ensku og þýsku auk íslensku, bæði í efnisyfirliti og í heiti hvers flokks. „Bókin hefur verið aðgengileg í sendiráðum Islands og við fáum talsvert af fyrirspurnum frá út- löndum um hvar hægt sé að nálg- ast hana,“ segir Hildur. íslensk fyrirtæki á alnetinu Hún segir „tengingu á_ alnetið einhverja mestu nýjung í íslensk- um fyrirtækjum, eins og viðskipta- vinir munu sjá á næsta ári og fjöi- breyttir markaðsmöguleikar samf- ara því. Notkun alnetsins til upplýsinga- öflunar af þessu tagi er að auk- ast, og verður innihaldi bókarinnar dreift á alnetið gegnum heimasíðu íslenskra fyrirtækja. Með því öðl- ast skráningarnar stóraukið vægi og leiðin að upplýsingum verður auðveldari. Að auki geta fyrirtæki keypt sérstakt forrit sem er hann- að fyrir Windows umhverfi og nýtist mjög vel sem markaðsgagn. Fyrirtæki sem ætlar að markaðs- setja vöru getur valið sér mark- hópa og prentað út iímmiða með nafni og heimilisfangi, svo dæmi sé tekið.“ Sérrit á fyrirtækjamarkaði Að sögn Hildar hafa íslensk fyrirtæki sérhæft sig á fyrirtækja- markaði þann rúma aldarfjórðung sem þau hafa komið út. „Með breytingunum eru við að skerpa á þessari sérstöðu og helst það í hendur við aukin gæði upplýs- inganna sem við erum að miðla.“ I bytjun ágúst mun starfsfólk frá Fróða hf., útgefanda bókarinn- ar, setja sig í samband við fyr- irtæki og stofnanir og bjóða þeim sérskráningu. Áætlað er að skrán- ingunni ljúki í byijun október en útgáfudagur bókarinnar er 15. janúar 1997. Fólk Breytingar hjá Eim- sldpafélagi Islands NOKKRAR mannabreytingar og tilfærslur hafa að undanförnu átt sér stað hjá Eimskipafélaginu. • PÁLA Þórisdóttir hefur tekið við nýju starfí þjónustustjóra við- skiptaþjónustu Eimskips í Sunda- kletti í Sunda- höfn. Pála lauk B.A. prófí í fjöl- miðlafræði með áherslu á al- mannatengsl og auglýsingafræði frá University of South Caro- lina í Banda- ríkjunum árið 1993. Hún hóf fyrst störf hjá Eim- skip við sumarafleysingar með námi árið 1988 en kom til fastra starfa í júní 1993 sem fulltrúi á þróunarsviði. í september sama ár tók hún við starfi kynningar- fulltrúa og sinnti því þar til hún var ráðin þjónustustjóri í við- skiptaþjónustu í apríl sl. • PJETUR Már Helgason hefur verið ráðinn til starfa sem sölumaður í útflutningsdeild Eimskips. Pjet- ur starfaði sem sölufulltrúi í út- flutningsdeild Samskipa frá árinu 1985 þangað til hann hóf störf hjá Eimskip 1. mars síðastliðinn. Pjetur var forstöðumaður skrif- stofu Hafskipa í Kaupmanna- höfn frá 1982-1985. Áður starfaði hann að ferðamáium m.a. hjá Flugfélagi íslands, Flugleiðum og ferðaskrifstof- unni Úrval. • NÍELS Eyjólfsson hefur ver- ið ráðinn til starfa sem fulltrúi í skiparekstrardeild. Hann út- skrifaðist sem skipatæknifræð- ingur frá Ing- eniörhöjskolen Helsingör Teknikum í Danmörku árið 1983. Níels starfaði hjá ráð- gj af afy rirtækinu Skipatækni hf. við hönnunar- og teiknivinnu fyrir danska fyrirtækið MacG- regor-Navire frá 1985-1987 og 1994-1995. Hann starfaði hjá ráðgjafafyrirtækinu Skipa- hönnun hf. frá 1987-1992, við afleysingar í tæknideild MGN 1992- 1993 og sem verkefnis- stjóri hjá skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts hf. á Akranesi 1993- 1994. Níels hóf störf hjá Eimskip í janúar sl. • SIGURJÓN Aðalsteinsson hefur verið ráðinn til starfa sem fulltrúi í siglingaáætlana- og stórflutninga- deild. Siguijón útskrifaðist sem iðnrekstrarfræð- ingur frá Tækniskóla ís- lands árið 1992. Hann starfaði sem fram- kvæmdastjóri hjá S.Ö. Kjöt- vörum frá 1993 þar til hann hóf störf hjá Eimskip í maí sl. Áður starfaði hann sem yfirbókari hjá útgerðarfélaginu Eyjavík og á sumrin með námi sem yfirmaður afurðalánadeildar Islandsbanka í Vestmannaeyjum. Pála Níels Torgið Umrót á verð- bréfamarkaði ÞAÐ hefur ekki þurft að kvarta yfir við- burðasnauðum tímum á verðbréfamark- aði í vor og sumar. Hlutabréfamarkaður- inn hefur reyndar einkum verið þar í sviðs- Ijósinu, en á skuldabréfamarkaði hafa einnig orðið töluverðar sviptingar. Þar ber hátt mesta endurfjármögnun á skuld- um ríkissjóðs til þes$a þegar sagt var upp þremur flokkum spariskirteina að fjárhæð 17,3 milljarðar sem gefin voru út árið 1986. Eins og fram hefur komið seldi ríkis- sjóður ný ríkisverðbréf að fjárhæð 6,7 milljarðar í skiptiútboði þann 26. júní og 5,5 milljarða á sérstökum skíptikjörum fram til 19. júlí. Fimm milljarðar hafa því leitað í aðra farvegi á markaðnum og hyggst ríkissjóður afla þess fjár á innlend- um markaði með útboðum það sem eftir lifir ársins. Þessi árangur ríkissjóðs hlýtur að teljast ánægjuefni í fjármálaráðuneyt- inu, þar sem í senn hefur náðst að lækka vexti og spara ríkissjóði 2 milljarða í vaxtagjöldum á næstu þremur árum. Jafn- framt olli innlausnin um 0,3% lækkun á spariskírteinum til 10 og 20 ára. En í kjölfarið vakna ýmsar spurningar um hvert stefnir á skuldabréfamarkaði, einkum í Ijósi frétta af batnandi stöðu ríkissjóðs. Eins og fram er komið eru skiptar skoðanir um það hvort auknar tekjur ríkissjóðs og minni lánsfjárþörf muni hafa áhrif til vaxtalækkana á næst- unni. Raunar treysta fáir sér til þess að spá nokkru fyrir um það, en bent hefur verið á að vextir kunni að þokast eitthvað upp á við vegna þenslueinkenna í þjóðfélag- inu. Aðrir vísa þessu á bug og benda á að uppsveifluna í efnahagslífinu megi nú rekja til aukinnar framleiðslu í miklu meira mæli en á fyrri þenslutímabilum, en sé ekki fjármögnuð með erlendu lánsfé eins og stundum áður. Því séu engar efna- hagslegar forsendur fyrir vaxtahækkun- um. Titringur á húsbréfamarkaði Hvað sem öllum spádómum líður hafa langtímavextir heldur þokast upp á við undanfarið og í útboði á spariskírteinum í gær þótti Lánasýslu ríkisins öll tilboð óaðgengileg. Þá gætti nokkurs titrings á húsbréfamarkaðnum í gær þegar Lands- bréf ákváðu að hækka ávöxtunarkröfu húsbréfa úr 5,6% í 5,7%. Önnur verð- bréfafyrirtæki fylgdu ekki í kjölfarið eins og oft hefur gerst áður þannig að óvenju- mikill munur var í gær á ávöxtunarkröf- unni milli einstakra fyrirtækja. Hjá Skan- dia og VÍB var ávöxtunarkrafan 5,53%, en 5,55% hjá Kaupþingi. Ekki er vitað til þess að jafnmikill munur hafi áður verið á ávöxtunarkröfu húsbréfa milli verð- bréfafyrirtækja. Af hálfu Landsbréfa er þessi hækkun rökstudd með því að eftirspurn eftir hús- bréfum hafi verið sáralítil sem engin og því hljóti krafan að leita nýs jafnvægis. Fyrirtækið hafi ákveðið að ríða á vaðið með hækkun til að koma hreyfingu á markaðinn á ný. Raunar hefur krafan oft áður hækkað á þessum tíma einfaldlega vegna sumarleyfa stjórnenda hjá lífeyris- sjóðum og öðrum stofnanafjárfestum. Úr röðum keppinautanna heyrast hins vegar þær raddir að þessa hækkun megi rekja til sölutryggingar Landsbréfa á skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar að fjárhæð 1,6 milljarðar. Fyrirtækið hefur skuldbundið sig til að útvega borginni þetta fjármagn með 8 punkta álagi á ávöxtunarkröfu húsbréfa. En svo háttar til að fyrsti söludagur er í dag. Er fullyrt að verulegur hluti þessara bréfa sé óseld- ur og fyrirtækið hafi því leitast við að þrýsta upp ávöxtunarkröfunni á markaðn- um til að tryggja hagsmuni sína í útboð- inu. Á móti má hins vegar benda á að kjör Reykjavíkurborgar miðast við lægstu ávöxtunarkröfu hjá fimm verðbréfafyrir- tækjum á söludegi. Hækkanir Landsbréfa hafa enga þýðingu nema ávöxtunarkrafan hækki á öllum verðbréfamarkaðnum. Á skammtímamarkaði hefur einnig ver- ið mikið um að vera að undanförnu. Þar skapaðist mikil eftirspurn eftir ríkisvíxlum í kjölfar innlausnarinnar á spariskírteinum í júlí. Er nú svo komið að ríkisvíxlaforði Seðlabankans virðist að mestu uppseldur og sölutilboð eru óvenju lág á Verðbréfa- þingi. Engu að síður heldur Seðlabankinn ávöxtun þeirra svo til óbreyttri og er því borið við að sporna þurfi gegn þenslu. Svo virðist sem bankarnir hafi verið helstu kaupendur þessara ríkisvíxla og þeir séu nú „fullir af peningum" eins og einn viðmælandi blaðsins orðaði það. Þannig jókst ríkisvíxlaeign bankanna um 6 milljarða fram til 19. júlí. Raunar er mikið fjármagn almennt ávaxtað í skamm- tímabréfum um þessar mundir og virðast margir ætla sér að bíða fram á haustið með að festa fjármagnið í langtímabréf- um í þeirri von að vextir hækki frekar fram til þess tíma. Á heildina litið sést að mikið rót er á markaðnum um þessar mundir og erfitt að spá fyrir um vaxtaþróunina á verð- bréfamarkaði á næstunni. Líklega þróun er sú að eftirspurn eftir langtímabréfum muni fara vaxandi með haustinu og vext- ir af þeim fari þá heldur niður á við. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.