Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.08.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVTKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ Fiskverð he/ma n Alls fóru 22,7 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 3,4 tonn á 99,19 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 12,2 tonn á 95,75 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 7,2 tonn á 104,60 kr./kg. Af karfa voru seld alls 22,4 tonn. Enginn í Hafnarfirði, en á Faxamarkaði á 30,00 kr. (0,11) og á 75,34 kr. (22,31) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 7,1 tonn. í Hafnarfirði á 35,95 kr. (2,31), á Faxagarði á 35,17 kr. (0,61) og á 46,84 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (4,21). Af ýsu voru seld 21,1 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið var 116,09 kr./kg. Fiskverð ytra / Þorskur Karfi Kr./kg 180 160 140 120 100 80 60 -40 Ekki bárust upplýsingar um sölur í Bretlandi í síðustu viku. Ekki bárust upplýsingar um sölur í Þýskalandi í síðustu viku. Miklar sveiflur í framboði og verðlagningu á surimi MIKILL upp- Hugsanlega má nota flestar verið í surimi- fisktegundir í framleiðsluna SSSíS&u1 á síðustu árum en markaðurinn fyrir hana er fyrst og fremst í Japan. Fyrir hálfu öðru ári var hins svo komið, að um offramboð var að ræða og síðan hefur verðið lækkað verulega. Nú er aftur að komast á nokkurt jafnvægi en þessi saga sýnir það enn einu sinni, að miklar hækkanir á afurðaverði geta verið bjarnargreiði við framleiðendur því að oftar en ekki lýkur þeim með skyndilegu verðhruni. Hátt gengi japanska jensins olli lagast. Nú í vor var verðið farið að því, að surimi, fiskmarningur, sem er mótaður og bragðbættur til að líkjast öðrum afurðum, til dæmis krabba, var í mjög háu verði snemma árs 1995. Þá fengust um 82 ísl. kr. fyrir pundið og þá barst til Japans sannkölluð flóðbylgja af surimi frá Bandaríkjunum, Chile, Argentínu og Suðaustur-Asíu. Fljótlega lækkaði verðið í 68 kr. pundið en þá voru til miklar birgð- ir, sem keyptar höfðu verið á hærra verði. Það var hins vegar meira en japanskir neytendur voru tilbúnir til að borga og allt í einu fór þessi fiskneysluþjóð, sem Japanir eru, að kunna að meta nautakjöt og kjúkl- inga. Salan á surimi hrundi, birgð- irnar söfnuðust fyrir í frystigeymsl- um og bankarnir voru farnir að ókyrrast. Upp úr síðustu áramótum var verðið fyrir surimi úr Al- askaufsa komið niður í rúmar 50 kr. pundið. Minni frameiðsla Það var svo ufsinn sjálfur, sem bjargaði stöðunni, því að kvótinn í honum á þessu ári er töluvert minni en í fyrra. Surimiframleiðslan hefur því minnkað af þeim sökum og einn- ig vegna þess, að framleiðendur hafa lagt meiri áherslu á flökin en verði á þeim hefur verið gott og stöðugt. I Japan hefur surimineysl- an líka jafnað sig nokkuð á hruninu í fyrra og birgðastaðan hefur því hækka en framhjá því verður ekki horft, að hún hefur verið á hægri niðurleið árum saman. Eins og áður segir er surimi- markaðurinn langstærstur í Japan og þar á eftir kemur síðan Suður- Kórea. Hann hefur þó farið vaxandi í öðrum heimshlutum. í Bandaríkj- Smokkfiskur unum kom þessi afurð fyrst á mark- að nokkru eftir 1980 og á næstu árum jókst hann gífurlega. Síðan jafnaðist eftirspurnin mikið en hef- ur þó haldið áfram að vaxa nokkuð á ári hverju. Eftirspurnin hefur líka aukist í Evrópu, Kína og Suðaustur- Asíu en þótt þessir markaðir séu litlir í samanburði við Japan og Kóreu þá hafa þeir áhrif á framboð- ið þar. Alaskaufsinn bestur Japanir eru sjálfir stærstir í sur- imiframleiðslunni en á eftir þeim koma síðan Bandaríkjamenn. Er hráefnið aðallega Alaskaufsi, sem þykir bestur, og einnig Kyrrahafs- lýsingur. Fyrir hann fæst nokkuð lægra verð og er mest af honum Dauft yfir veiðum og verð í hærra lagi VEIÐAR á smokkfiski gengu misvel á fyrri hluta þessa árs. Um er að ræða þrjá meginstofna þessa „fisks“ í sunnanverðu Atlanthafi. Illex, martialia og loligo. Veiðar á illex-smokki við Falkland skiluðu 80.000 tonnum á móti 64.000 á sama tíma i fyrra. Veiðarnar á hinum tegundum brugðust hins vegar nær alveg svo og veiðar á illex við Argentínu. Þá brást veiði á risasmokki við Perú. Fyrir vikið hefur verið á smokkfiski verið hátt á mörkuðum í Evrópu og hefur kíló af „illex-kápu“ verið í kringum 190 krónur. Þetta er 10 til 15% verðhækkun frá sama tíma í fyrra. Verð á heil- um smokki hefur hins vegar verið lágt, 66 krónur á kíló og eftir- spurn lítil. Japanir hafa aukið innflutning á smokkfiski þetta tímabil um 18% og nam hann nú um 9.300 tonnum. Mest kaupa þeir frá Marokkó, 3.100 tonn fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Þá hefur dregið úr innflutn- ingi Japana á kolkrabba vegna minnkandi framboðs frá Spáni, Má- ritaníu og Marokkó. Verð á kolkrabbanum hefur því hækkað mikið og fór upp í um 550 krónur á kílóið. flutt til Kóreu. Þá má líka nefna, að einn bandarískur framleiðandi er farinn að nýta afskurð, sem til fellur við flökun á þorski, til surimi- framleiðslu. I Chile og Argentínu er hráefnið aðallega lýsingur og hokinhali í Nýja Sjálandi. Margar aðrar fisktegundir eru notaðar í surimi, til dæmis hafa Norðmenn og Færeyingar verið að gera tilraunir með kolmunna í sam- vinnu við Japani, en engin þeirra stenst Alaskaufsanum snúning. Það eru eiginleikar fiskholdsins eða marningsins, sem ráða því, en í Japan, Bandaríkjunum og víðar er unnið að tilraunum, sem hugsan- lega eiga eftir að valda byltingu í þessum iðnaði. Ekki er ólíklegt, að hægt verði að nota miklu fleiri teg- undir en nú og kannski flestar til surimiframleiðslu og það gæti bætt nýtinguna verulega. Lengi vel voru það Japanir einir, sem vissu leyndarmálið á bak við surimiframleiðsluna, og raunar var það aðeins tiltölulega fámennur hópur innvígðra manna, sem gætti þessarar 900 ára gömlu hefðar. Eftir 1980 hefur það hins vegar verið á allra vitorði og er nú jafn- vel notað í kjúklingaiðnaðinum. Óttast ofveiði Rússa Á síðustu árum hafa Rússar kom- ið inn í surimiframleiðsluna meir og meir og ufsaframboðið frá þeim er almennt svo mikið, að miklum áhyggjum veldur í Bandaríkjunum. Við Alaska hefur ufsakvótinn verið skorinn niður ár eftir ár til að koma í veg fyrir rányrkju en fiskifræðing- ar telja, að hluti stofnsins, ungfisk- urinn, gangi inn í rússnesku efna- hagslögsöguna. Óheftar veiðar þar gætu því haft afdrifaríkar afleiðing- ar fyrir veiðarnar við Alaska. Heimild: Seafood International Verðþróun á útfluttum fiski og fiskafurðum frá Bretlandi frá apríl 1995 til apríl 1996 Mm'akevc í pundum á tonn Verðþróun á innfluttum fiski og fiskafurðum til Bretlands frá apríl 1995 til apríl 1996 Meðalverð í puiKuim á fstrni Apríl Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. Jan. Feb. Mars Apr. ■+ 2.000 Ferskur fiskur \ qqq Fryst flök Annar freðfiskur g Verkaður fiskur ftprí| j/jaí jQn; jý|f ftg- sept_ o^. nóv. Des. Jan. Feb. Mars Apr. Ferskur fiskur Innflutt til Bretlands í janúar-apríl 1996: Ferskur og ísaður fiskur Frá: Tonn: Færeyjum írlandi íslandi Danmörku Hollandi 2.593 ____1.474 Öðrum rikjnm I 11.987 7.264 SAMTALS: Bretar auka kaup á fiski BRETAR hafa aukið innflutning á ferskum fiski lítillega fyrstu fjóra mánuði þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. Nú nemur þessi innflutningur um 25.700 tonnum, sem er um 10% aukning milli ára. Mest af ferska fiskinum kaupa þeir frá Færeyj- um, 7.300 tonn, sem er tæplega 2.000 tonna aukning milli ára. Næstir koma Irar með 6.900 tonn, sem er 2.000 tonna sam- dráttur milli ára, en þarna er fyrst og fremst um makríl að ræða. Loks kemur Islands 5.500 tonn og er það um 1.500 tonna aukning milli ára. Önnur lönd í þessum hópi eru svo Danmörk með 2.600 tonn og Hollendingar með 1.500 tonn. Frystur fiskur Innflutt til Bretlands í janúar-apríl 1996: Frystur fiskur og fiskaf. Frá: Tonn: ~ Noreai Rússlandi teratBBBjal 11.186 íslandi BBB 8.196 Færeyjum I 14.527 Danmörku g|g) 3.960 Þýskalandi □ 2.627 W » Kínai) 1.463 HollandiQ1.077 Öðrum ríkjum I I SAMTALS; 5g 788 tonn _______________________________ INNFLUTNINGUR Breta á frystum fiski er mjög svipaður milli ára og var nú eftir fjóra mánuði alls 59.800 tonn. Hlutur Norðmanna í þessum innflutn- ingi er langstærstur eða um 20.000 tonn, sem er um 7.000 tonnum meira en í fyrra. Rússar koma næstir með um 11.000 tonn og Islendingar þar á eftir með 8.200 tonn og er um nokkrum samdrátt hjá báðum að ræða. Loks koma svö Færeyingar með um 4.500 tonn og Danir með 4.000, en báðar þessar þjóðir auka lilut sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.