Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Skellurinn gegn Man. Utd. einungis byrjunarörðugleikar Bjartsýni hjá IMewcastle Bikarþyrstir aðdáendur enska úrvalsdeildarliðsins Newc- astle sneru heim sárir og svekktir í kjölfar 0:4 tapleiks liðsins gegn ensku meisturunum Manchester United um góðgerðarskjöldinn síð- astliðinn sunnudag en þrátt fyrir áfallið gegn United eru Ieikmenn og aðstandendur Newcastle engan veginn búnir að gefa upp vonina um meistaratitilinn næsta vor. Knattspymustjóri liðsins, Kevin Keegan, hefur keypt til sín nýja leikmenn á síðustu fjórum ámm fyrir hvorki meira né minna en 6 milljarða íslenskra króna og munar þar að sjálfsögðu mest um dýrasta knattspymumann heims, Alan Shearer. Verður því að teljast lík- legt að eftir ákveðna byijunarörð- ugleika muni vélin hrökkva í gang fyrr en síðar á St. James’s Park en spurningin er einungis sú hvort milljarðalið Newcastle muni ná að standast kollegum sínum hjá Manchester United, köppum á borð við Eric Cantona, Peter Schmeichel, Jordi Cruyff, Karel Poborsky og Ryan Giggs, snúning í vetur. Einnig gætu fleiri lið átt eftir að blanda sér í toppbaráttuna og má þá hugsanlega fyrst telja Liverpool, með þá Patrik Berger, Robbie Fowler, Stan Collymore og Steve McManaman í broddi í fylk- ingar, Middlesbrough, sem hefur á að skipa stjörnum á borð við enska landsliðsmanninn Nick Barmby, Brasilíumennina Emer- son og Juninho og ítalska silfurref- inn, Fabrizio Ravanelli, og Chelsea, með ítalana Gianluca Vialli og Roberto Di Matteo og Frakkann Frank Leboeuf innan sinna raða að ógleymdum knatt- spymustjóranum hollenska, Ruud Gullit. Fleiri lið gætu einnig átt eftir að gera þeim sigurstrangleg- ustu skráveifu og það verður því vafalítið bæði spennandi og skemmtilegt að fylgjast með þegar boltinn byijar að rúlla í ensku úr- valsdeildinni, sem nú hefur á að skipa mörgum af snjöllustu knatt- spymumönnum heims, að nýju. Maradona í Sviss Reuter DIEGO Maradona, þekktasti knattspyrnumaður heimsins síðustu ár, kom í fyrrakvöld til Genfar í Sviss þar sem hann hyggst dvelja á hæli til að losna undan eiturlyljafíkn. Þegar Maradona lék með Napolí á Ítalíu fyrir fáeinum áram ánetjaðist hann eitri, fékk á sínum tíma hjálp vegna þessa en upplýsti um helgina að hann hefði fallið og vildi reyna að losna við fíknina fyrir fullt og allt. Aðspurður hvers vegna hann hefði farið til Sviss í þessum tilgangi, kvað Maradona vin sinn hafa mælt með umræddu hæli, og hann hefði hvort sem er viljað fara utan til þessa; læknar sem hefðu hjálpað honum í Argentínu hefðu einungis gert það til að græða pen- inga, ekki í þeim tilgangi að losa hann við eitrið. Tveir Frakkar fara til Arsenal Bayern sigraði BAYERN Munchen sigraði á óvenjulegu knattspyrnumóti á Ólympíuleikvanginum í Berlín í vikunni. Þrjú Iið mættu til leiks og léku inn- byrðis, og stóð hver Ieikur í tvisvar sinnum 22 og hálfa mínútu þannig að hvert lið lék samtals í 90 minútur þetta kvöld. Bayern sigraði París SG 2:0, Parisarliðið sigraði svo AC Milan 2:1 og Milan lagði Bayern 2:1. ÖU sigruðu liðin því i einum leik en Bayem var með bestu markatöluna. Klinsmann í stuði JÚRGEN Klinsmann gerði 611 þrjú mörk Bayem á ofan- greindu móti og er sagður í n\jög góðri æfingu um þessar mundir, eins og hann var á Evrópukeppninni i sumar þar til hann meiddist. Bayera var reyndar með unnin leik, eins og sagt er, gegn AC Milan en Italirair skoruðu tvívegis á síðustu minútunni. Marco Simone og Hollend- ingurinn Edgar Davis skor- uðu fyrir MUan gegn Bayera og Roberto Baggio gerði mark Milan gegn PSG. Basler meiddur MARIO Basler, sem Bayera keypti frá Werder Bremen í sumar, verður varla með í fyrsta leik liðsins i þýsku 1. deildinni á morgun, gegn St. Pauli. ítalski landsÚðsmaður- inn Paolo Maldini braut iUa á Basler í fyrmefndum leik liðanna í vikunni með þeim afleiðingum að hann meidd- ist á fæti. Þjálfararn- ir veðja á Bayern ÞJÁLFARAR Iiðanna í þýsku I. deUdinni veðja flestir á að Bayern Miinchen endur- heimti meistaratitUinn þar í landi þegar keppnistimabU- inu lýkur í vor. í kosningu sem nýbúið að birta fékk Bayem 14 stig, Dortmund II, Gladbach 2 og Stuttgart fékk 1 stig. Gríðarleg- ur áhugi í Þýskalandi ALDREI hefur verið selt eins mikið af ársmiðum I Þýska- landi og fyrir keppnistíma- bilið sem hefst á morgun. Fjögur félag hafa hætt sölu slikra miða; Dortmund, sem búið er að selja 32.000 árs- miða en völlur félagsins tek- ur rúmlega 50.000 áhorfend- ur. Sömu segja er að segja af Bayem MUnchen, sem búið er að selja 20.000 miða, Freiburg (18.000) og Gladbach (15.000). Þá hefur Werder Bremen selt 18.000 en ársmiðar em enn í boði þar á bæ. ENSKA úrvalsdeildarfélagið Arsenal gekk í gær frá kaupum á frönsku landsliðsmönnunum Patrick Vieira frá AC Milan og Remi Gardes, sem hafði lausan samning frá Strasbourg, einungis 48 klukkustundum eftir brottrekstur knattspymustjórans Brace Riochs. Vieira er þekktari, var valinn í franska landsliðshópinn fyrir Ólymp- íuleikana í Atlanta, en gat ekki ieik- ið vegna meiðsla. Hann kom í fyrra til Milan frá Cannes. Enn hafa forráðamenn Arsenal ekkert viljað tjá sig um hver sé efst- ur á óskalistanum sem eftirmaður Riochs en líklegast er talið að það muni verða fyrrum þjálfari Mónakó, Arsene Wenger. Enska deildar- keppnin hefst klukkan þijú á laugar- dag og Peter Hill-Wood, stjórnar- formaður Arsenal, gaf í skyn í gær að ólfklegt væri að formlega yrði til- kynnt um eftirmann Riochs fyrir þann tíma en það yrði gert eins fljótt og kostur yrði. „Það hefur verið mik- ið um vangaveltur en ég er því mið- ur ekki í þeirri stöðu að geta bætt við þær nú. Þegar ég get, geri ég það,“ sagði Hill-Wood. Stjórnarformaðurinn sagði í við- tali við Sun í gær að aðalástæðan fyrir brottrekstri Riochs hefði verið „samskiptaleysi," eins og það var orðað. „Hann talaði varla við okkur. Við vissum ekki hvað var um að vera eða hveijar hugmyndir hans vora og það kann ekki góðri lukku að stýra.“ Arsene Wenger, sem er 47 ára, er samningsbundinn jap- anska félaginu Grampus Eight til loka september en skv. fréttum blaða í Englandi og Frakklandi vilja for- ráðamenn Arsenal samt fá hann. Eru sagðir tilbúnir að bíða. faúnw FOLX ■ PATRIK Berger knattspyrnu- maður frá Tékklandi sem gekk til liðs við Liverpool eftir EM í sumar frá Dortmund er klár í slaginn með sínum nýju félögum á laugardaginn gegn Middlesbrough. Beiðni hans um atvinnuleyfi fékk forgangsaf- greiðslu hjá yfirvöldum í Englandi og fékk hann í gær bráðabirgðaleyfi. ■ ÁSTÆÐAN fyrir flýtiafgreiðsl- unni er sú að forráðamönnum Liv- erpool var mikið í mun að Berger væri orðinn löglegur með félaginu í Evrópukeppninni en í dag er síðasti dagur til að tilkynna leikmannahóp þeirra félaga sem taka þátt í keppn- inni. ■ ROY Evans knattspyrnustjóri Liverpool kættist að vonum mjög í gær þegar honum bárast fréttirnar um að Berger væri orðinn löglegur með Liverpool á öllum vígstöðvum. „Við höfum notið aðstoðar margra aðila til þess að mál Bergers fengi farsælan endi í tíma og við eram þakklátir fyrir það.“ sagði Evans. ■ OTTO Rehagel, sem rekinn var úr þjálfarastarfi hjá Bayern Miinch- en síðastliðið vor, fær 2,8 miljónir þýskra mark í skaðabætur frá félag- inu vegna þessa. Það jafngildir 126 miljónum króna. Hann vildi fá 5 miljónir marka en þetta var niður- staðan. ■ FIMMTÁN stuðningsmönnum ítalska 1. deildarfélagsins Piacenza var nú nýverið bannað að mæta á leiki félagsins í vetur í kjölfar óláta þeirra og dólgslegrar framkomu_ á knattspyrnuvöllum víðs vegar á ft- alíu á síðasta keppnistímabili. ■ ROY Keane, leikmaður ensku meistaranna Manchester United, hefur nú loksins hlotið náð fyrir augum írska landsliðsþjálfarans Mick McCarthys og er Keane í undirbúningshópi írska landsliðsins fyrir HM-leikinn gegn Liechten- stein í lok ágúst. ■ KEANE var settur út úr lands- liðshópnum eftir að hann mætti ekki í vináttulandsleik gegn Portúgal í maí síðastliðnum en hann hefur nú sæst við McCarthy og gæti því allt eins orðið í liði íra, sem mæta mun íslendingum í nóvember. Venables ræður TERRY Venables, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga var á mánu- dag fenginn til að taka sæti í stjórn enska 1. deildarfélagsins Ports- mouth, hafa yfíramsjón með knattspymuhlið þess en Terry Fenwick sér áfram um þjálfun og verður sem fyrr titlaður knattspyrnustjóri (manager). Venables segist þó ráða ferðinni, Fenwick geti leitað til sín ef með þurfi en hann vilji ekki troða honum um tær, að minnsta kosti ekki um of eins og hann orðaði það. Venables gaf jafnframt í skyn að hann tæki ef til vill algjörlega við rekstri félagsins af stjórnarfor- manninum Martin Gregory. „Fólk hefur spurt mig hvers vegna ég valdi Portsmouth," sagði Venables, sem reiknað var með að tæki jafn- vel við þjálfun þekkts erlends félagsliðs. „Ég hef mig fullsaddan af öllu álaginu og langar að sameina starf og skemmtun að nýju.“ Skipuleg slátrun? KNATTSPYRNUYFIRVÖLD í Paraguay era nú full grunsemda í garð kollega sinna frá Argentínu í kjölfar þess að tveir af öflugustu lands- liðsmönnum Paraguay meiddust nokkuð illa í leikjum með félagsliðum sínum í Argentínu fyrir skömmu, einungis tæpum mánuði áður en Paraguay og Argentína munu mætast í undanriðli heimsmeistaramóts- ins. „Við viljum ekki trúa því að Argentínumenn meiði landsliðsmenn okkar af ásettu ráði en þó er engu líkara en að í gangi sé skipuleg slátrun og allt sé reynt til þess að koma þeim á sjúkralistann fyrir HM-Ieikinn,“ sagði Jimmy Irala, talsmaður knattspyrnusambands Paraguay. Fjórir landsliðsmenn Paraguay leika I Argentínu, þar á meðal markvörðurinn skapmikli Jose Chilavert, sem er í herbúðum meistaraliðsins Velez Sarsfield.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.