Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Rökstuddur grunur um hýrudrátt“ KÆRA hefur borist Alþýðusam- bandi Vestfjarða á hendur útgerð togarans Kans BA frá Bíldudal vegna brota á kjarasamningi sjó- manna. Farið hefur verið fram á leiðréttingu á uppgjöri útgerðarinn- ar. Verði það ekki gert, verður leit- að til dómstóla með málið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa borist kvartanir af minnsta kosti tveimur íslenskum skipum, sem ekki hafa veiðileyfi innan lögsögunnar og eru að veið- um á Flæmingjagrunni. Á þessum skipum munu samningar hafa verið brotnir, bæði hvað varðar kaup og kjör. Brot á kaupákvæðum kjara- samningsins munu vera hvað alvar- legust og herma heimildir að þar sé um töluverðar upphæðir að ræða, allt að þriðjungs skerðingu á kaupi. Ekki fengið skýr svör Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, segir að uppgjör frá útgerð togarans Kans BA frá Bíldudal séu í athugun þessa stundina. Hann segir að líklega séu þar ekki notuð rétt hlutföll í skipt- um en hinsvegar eigi reiknimeistar sambandsins eftir að fara ofan í kjölinn á málinu. „Það er í mesta lagi hægt að það sé rökstuddur grunur um að þarna sé ekki rétt staðið að málum. Þetta hefur tekið tíma og við höfum ekki fengið nógu skýr svör frá viðkom- andi útgerð um skipta- og aflaverð- mæti. Það er hinsvegar ljóst að fáum við ekki þessar upplýsingar með góðu verður gripið til annara aðgerða," segir Pétur. Hjá Farmanna- og fiskimanna- sambandi íslands fengust þær upp- lýsingar að þar væru slík mál í at- hugun og þess hafi verið farið á leit við viðkomandi útgerðir að upp- gjör sjómannanna verði leiðrétt. Verði það ekki gert verði farið með málið fyrir dómstóla. TÓKU AF SKARIÐ Á BÁRUIMNI •SVEITARFÉLÖG sameinuð- ust á Vestfjörðum fyrir skömmu. Menn hafa orðið þess lítið varir að þeir búi í samein- uðu sveitarfélagi, því fátt virðist benda til þess. En til eru menn sem sýna frumkvæði og það hafa skipverjar og skipstjóri á Bárunni gert með því að merkja bátinn þvi sveitarfélagi sem hann tilheyrir í dag. Utgerð Bárunnar er á Suðureyri, og var báturinn merktur því sveitarfé- lagi áður. Aðspurðir um afla- brögð þá sögðu þeir á Bárunni að þetta væri búið að vera hálf- Morgunblaðið/Egill Egilsson gert skrap í sumar. Bakborðs- megin á Bárunni frá ísafjarð- arbæ, sem stödd var í höfninni á Flateyri, stendur Óskar Haf- þórsson vélstjóri, en aðrir áhafnarmeðlimir voru fjarver- andi. Fimmtíu bátar eiga á hættu að missa veiðileyfin Humar- vertíðin fram- lengd Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að framlengja yfír- standandi humarvertíð til loka ágústmánaðar. Ákvörðun þessi er tekin að beiðni útgerða í Þorlákshöfn og Grindavík að fenginni umsögn Hafrann- sóknastofnunar, sem sam- þykkti framlengingu vertíðar- innar. Humarvertíðin í ár hefur gengið mun betur en í fyrra, en þá gengu veiðarnar mjög illa. Vertíðin í ár er samt sem áður ekki nema í slöku meðal- lagi. Úthlutaðar aflaheimildir fyrir humar á þessu fiskveið- iári voru 462 tonn af humar- hölum. Frá árinu áður voru fluttar heimildir upp á 132 tonn. Leyfilegur heildarafli á þessu fiskveiðiári er því 594 tonn, en aðeins höfðu 465 tonn veiðzt um síðustu mánaðamót. Töluvert er því ónýtt af heim- ildum, en þó ekki meira en svo, að líklega verður hægt að flytja allar ónýttar heimildir yfir á næsta ár. FISKISTOFA hefur nú sent viðvaranir til eigenda um 50 báta og skipa, sem eiga á hættu að missa veiðileyfi og aflahlutdeild, þar sem viðkomandi hafa veitt minna en helming úthlutaðra aflaheimilda þetta og síðasta fiskveiðiár. Fyrirsjáanlegt er að einhvetjir missa þannig leyfí til veiða, en aðrir geta bjargað sér. Þarna er um að ræða báta, sem hafa leigt frá sér aflaheimildir og báta, sem stund- að hafa veiðar á tegundum utan kvóta eins og á grásleppu og ekki hirt um að nýta mjög takmarkaðar aflaheimildir í kvótabundnum tegundum. Hafa veitt innan við 50% aflaheimilda sinna tvö fiskveiðiár í röð Jóhannes Haraldsson á Reykhól- um er einn þeirra, sem fengið hafa viðvörun frá Fiskistofu. Hann segir í samtali við Verið að sér finnist þetta einfaldlega hlægilegt. „Ég keypti bátinn minn án aflaheimilda en með veiðileyfi til að stunda grá- sleppuveiðar. Fyrri eigandi hefur greinilega ekki veitt helming afla- heimilda sinna á síðasta fiskveiðiári og í ár hef ég ekki hirt um annað en grásleppu. Nú er staðan þannig, að ég verð að útvega mér heimildir í bolfiski og skella mér á veiðar til að eiga möguleika á að halda leyfi til grásleppuveiða. Mér finnst það einkennileg ráðstöfun að þvinga menn til veiða á þorski með þessum hætti, til þess að halda leyfi til veiða í atvinnuskyni innan lögsög- unnar,“ segir Jóhannes. Þór Guðmundsson hjá Fiskistofu segir að þar sé einfaldlega verið að framfylgja gildandi lögum um fiskveiðar í landhelgi íslands. Veiði menn minna en helming úthlutaðra aflaheimilda tvö ár í röð, missi þeir bæði aflahlutdeild og leyfi til veiða í atvinnuskyni. Talið sé rétt að vara þá útgerðarmenn við, sem ekki hafa náð þessu marki, svo þeir eigi möguleika á að bjarga sér, takist það ekki missi þeir leyfið. Undanþága vegna veiða utan landhelgi Þetta ákvæði laganna kom inn fyrir tveimur árum, meðal annars til að sporna við því að útgerðir leigðu frá sér megnið af kvóta sín- um ár eftir ár. Ákvæði er á þá leið að veiði fiskiskip minna en 50% af samanlögðu aflamarki sínu í þorskígildum talið tvö fiskveiðiár Lögnm verði ekki beitt fyrr en eftir gildistöku VIÐBÓTARLÖG um stjórn fisk- veiða, krókabátalögin svonefndu sem samþykkt voru á Alþingi 5. júní, taka gildi 1. september nk. Þegar lögin voru samþykkt var ákveðið að smábátasjómenn skyldu hafa tilkynnt Fiskistofu um val sitt á veiðikerfi fyrir 1. júlí sl. Smábáta- | eigandi, sem ekki átti þess kost að tilkynna val sitt fyrir tilskilinn tíma > og fór sjálfkrafa í þorskaflahámark- j skerfí, sótti um heimild til Fiski- stofu um að fá að róa í sóknardaga- í kerfi en var hafnað. Hann leitaði i með sín mál til Kristjáns Stefáns- sonar, hrl., sem segir að þarna sé verið að beita lögum sem ekki hafi öðlast gildi. Fiskistofa hafi auk þess sent út ákvarðanir og sett á menn kvaðir á grundvelli laga sem ekki hafí verið búið að staðfesta. Allar ákvarðanir sem byggi á þessum j lögum orki tvímælis. Umræddur smábátaeigandi var < ekki á landinu þegar Fiskistofa sendi út dreifibréf þar sem smá- ; bátaeigendum var greint frá tíma- ■ takmörkum um valið. Hann kom ekki til landsins fyrr en að þeim tíma liðnum og var því ekki fær um að svara bréfinu. Hann fór því sjálfkrafa í þorskaflahámarkskerfi. Hann óskaði eftir því hjá Fiskistofu að fá heimild til að róa í sóknar- dagakerfí en Fiskistofa úrskurðaði hinsvegar að hann hefði ekki til- kynnt um valið innan tímamarka laganna og því yrði veiðikerfí hans ekki breytt. Lögln eru ekkl afturvirk Smábátaeigandinn undi þessu illa og leitaði til Kristjáns Stefáns- sonar, hrl. Segir Kristján að eftir samþykkt laganna á Álþingi, hafi verið send út dreifibréf til allra smábátaeigenda á landinu þar sem þeim var gerð grein fyrir því vali sem þeir stóðu frammi fyrir og umrædd tímatakmörk kynnt. For- seti hafí hinsvegar ekki skrifað undir lögin fyrr en 19. júní. Því hafi verið bytjað að vinna eftir lög- unum áður en að þau voru stað- fest. Ákvæði í lögunum segi enn- fremur að þau öðlist ekki gildi fyrr en 1. september. „Það er megin- regla að lögum verði ekki beitt fyrr en eftir gildistöku þeirra, þau eru ekki afturvirk. Þá er þetta spurning um hvort þær ákvarðanir sem byggt hafa á þessum lögum, standist,“ segir Kristján. I dreifibréfi Fiskistofu var heim- í röð fellur veiðileyfi þess og afla- hlutdeild niður. Skal við mat á þessu hlutfalli miðað við verðmæti einstakra tegunda í aflamarki skips samkvæmt ákvörðun ráðu- neytis í upphafi árs. Viðmiðunar- hlutfall, sem ákveðið er í þessari málsgrein, lækkar þó um 5% fyrir hvetja fulla 30 daga sem skipi er haldið til veiða utan fiskveiðiland- helgi íslands á fiskveiðiárinu. Tefj- ist skip frá veiðum í sex mánuði eða lengur innan fiskveiðiárs vegna tjóns eða meiri háttar bilana hefur afli þess fiskveiðiárs ekki áhrif til niðurfellingar aflahlut- deildar eða veiðileyfis samkvæmt þessari grein. Miðað er við af la úr sjó, reiknaðan til þorskígilda 50% hlutfallið miðast við það aflamark, sem kemur til úthlutunar vegna aflahlutdeildar fiskiskipsins og ræðst af aflahlutdeild viðkom- andi skips annars vegar og leyfileg- um heildarafla hins vegar. Breyt- ingar, sem verða á leyfilegum heild- arafla innan fiskveiðiárs, hafa því áhrif að þessu leyti. Úthlutanir á aflamarki, sem byggjast á öðrum sjónarmiðum en framangreindum, hafa ekki áhrif hvað varðar „50% regluna". Má ild þess efnis að hægt væri að vísa ágreiningsatriðum um veiðikerfav- alið til kærunefndar innan eins mánaðar en lög um kærunefndina taka hinsvegar ekki gildi fyrr en 1. september. Magnús segir að lög- in séu því ekki framkvæmanleg, verið sé að mæla mönnum réttindi og skyldur eftir lögum sem ekki séu komin í gildi. „Þar með hefur mað- ur ástæður til að ætla að þær ákvarðanir sem stjórnvöld hafa ver- ið að taka séu marklausar og eigi sér ekki lagastoð," segir Magnús. Um lagatúlkun að ræða Magnús segir að hér sé um laga- túlkun að ræða, en þarna séu ákveð- sem dæmi nefna úthlutanir úr Jöfn- unarsjóði. Niðurstaðan er því sú, að eftir 1. september 1994 verður fiskiskip að veiða a.m.k. 50% af úthlutuðu aflamarki sínu annað hvert fisk- veiðiár. Að öðrum kosti fellur leyfi skipsins til veiða í atvinnuskyni og aflahlutdeild þess niður í upphafi þriðja fiskveiðiársins, nema sýnt sé fram á að tjón á skipinu, bilun þess eða veiðar utan lögsögu eigi að leiða til annarrar niðurstöðu. Skýringardæml 1. Hafi skip veitt minna en 50% af úthlutuðu aflamarki sínu fisk- veiðiárið 1. september 1994 til 31. ágúst 1995 verður það að veiða 50% eða meira af úthlutuðu afla- marki sínu fiskveiðiárið 1. septem- ber 1995 til 31. ágúst 1996, að öðrum kosti fellur veiðileyfi þess og aflahlutdeild niður í upphafi fiskveiðiársins sem hefst 1. sept- ember 1996. 2. Hafi skip veitt 50% eða meira af úthlutuðu aflamarki sínu fisk- veiðiárið 1. september 1994 til 31. ágúst 1995 þarf það ekkert að veiða á fiskveiðiárinu 1. septeem- ber 1995 til 3. ágúst 1996 en held- ur samt veiðileyfi sínu og aflahlut- deild næsta fiskveiðiár á eftir. in vandkvæði á ferðinni og hann segist ekki sjá að þær ákvarðanir sem Fiskistofa er að taka núna varðandi þessi mál, eigi sér laga- stoð. Því sé óvíst hvort þeir aðilar sem hafi svarað Fiskistofu fyrir til- skilinn tíma hafi unnið sér einhvern rétt með því. Magnús segir að málinu verði vísað til kærunefndar þegar hún taki til starfa 1. september. Núna verði framvinda þessa máls vísast sú að senda sjávarútvegsráðherra bréf þar sem athygli hans verði vakin á þessum annmarka laganna auk þess sem hann muni óska þess að umbjóðandi sinn fái að velja á milli veiðikerfanna. Harla fjarlæg túlkun Ari Edwald, aðstoðarmaður sjáv- arútvegsráðherra, segist ekki hafa séð gögn um þessa túlkun og lík- lega yrði ekki fallist á túlkun á þessum nótum, en ef komi til dóms- máls vegna þessa, muni það hafa sinn gang í kerfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.