Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.08.1996, Blaðsíða 10
10 C MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ *F/skveró heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Alls fóru 121,7 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 4,0 tonn á 85,02 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 21,1 tonn á 80,69 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 96,7 tonn á 109,74 kr./kg. Af karfa voru seld alls 72,8 tonn, ekkert í Hafnarfirði. Á Faxamarkaði á 75,00 kr. (1,01) og á 67,80 kr. (71,71) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 84,0 tonn. í Hafnarfirði á 38,12 kr. (0,91), á Faxagarði á 37,73 kr. (4,61) og á 51,95 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (78,51). Af ýsu voru seld 82,7 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið var 63,69 kr./kg. Ufsi Krikg 60 30 Júli Áq. 29.v| 30.v) 31 .v 132.v 133.v 13Áy1 20 Fiskverð ytra Júlí 29. vika 32. vika 33. vika KrTkg 100 34. vika Seldur var fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 400,6 tonná110,43 kr. hvert kíló. Af þorski voru seld samtals 53,7 tonn á 110,43 kr./kg. Af ýsu voru seld 220,0 tonn á87,17 kr. hvert kíló, 44,1 tonn af kola á 166,93 kr./kg og 15,8tonnafkarfa á 94,89 kr./kg. Þorskur mm—m Karfi Ufsi mmmmm Eitt skip, Már SH 19, seldi „Smuguþorsk" í Hull í síðustu viku og var aflinn samtals 221,6 tonn. Þar af voru 221,0 tonn af þorski á 90,93 kr./kg. Ekki bárust upplýsingar um sölur í Þýskalandi í síðustu viku. Aukiiin sfldarinnflutnmgur til ESB ákveðinn í haust ÁKVÖRÐUN um hvort leyft verður að flytja inn aukalega 40.000 tonn af síld til Evrópusambands- ins, ESB, verður tekin af ráðherraráðinu í september eða október. Verð- ur hér um tollfrjálsan innflutning að ræða en mikill ágreiningur hefur verið með aðildarríkjunum um hve mikill þessi kvóti skuli vera. Síldarhrunið í Norðursjó þrýstir á um meiri kaup Tillagan um 40.000 tonna auka- kvóta í viðbót við þau 34.000 tonn, sem kveðið er á um samkvæmt GATT-samningnum, var lögð fram í júlí og tilgangurinn með henni var að tryggja síldarverkendum hráefni eftir að síldarkvótinn í Norðursjó var skorinn niður um helming. Fiskifræðingar vöruðu við því í júní, að yrði sóknjn í Norður- sjávarsíldina ekki minnkuð véru- lega nú strax, væri hætta á, að stofninn hryndi eins og gerðist á áttunda áratugnum. í kjölfar þess voru allar síldveiðar bannaðar í fjögur ár. Hollendinga vantar hráefni Búist hafði verið við, að fram- kvæmdastjórn ESB samþykkti 40.000 tonna aukakvótann 22. júlí sl. en af því varð ekki vegna ágreinings meðal aðildarríkjanna. Hollendingar, sem eru með stærsta síldariðnaðinn innan ESB og mestu síldarneytendur í sambandinu, hafa rekið áróður fyrir enn stærri kvóta þótt þeir verði um leið að taka tillit til sinna eigin síldveiði- skipa. Skoska sjómannasambandið hefur hins vegar áhyggjur af aukn- um innflutningi og telur, að hann geti komið sér illa fyrir útgerðina á sama tíma og hún á í erfiðleikum vegna lítils veiðikvóta. Gera Skotar þá kröfu, að í það minnsta verði beðið með aukinn innflutning þar til skoski flotinn sé búinn að ná sínum síldarkvóta en enn sem kom- ið er -eru það aðeins Danir, sem hafa veitt það, sem þeir mega. Líklegt þykir, að áfram verði deilt um hve stór nýi innflutnings- kvótinn verður en almennt er búist við, að sæst verði á 40.000 tonnin að lokum. Benda embættismenn innan ESB á, að þau ríki, sem vilja stærri kvóta, verði að gera sér grein fyrir, að það gæti tekið nokk- uð langan tíma að samþykkja hann en 40.000 tonnin verði hins vegar afgreidd í síðasta lagi í október. Þá er haft eftir breskum embættis- manni, að viðbótarkvóti verði síðan aftur ákveðinn í nóvember vegna eindreginna óska síldariðnaðarins. Samtök síldarkaupenda í Bret- landi eru meðal þeirra, sem krafist hafa aukins innflutnings á síld, og þau gagnrýna það mjög, að í fyrir- huguðum 40.000 tonna kvóta sé ekki gert ráð fyrir heilfrystri síld og frystum síldarflökum en þessar afurðir eru nauðsynlegar fyrir breska iðnaðinn. Hafa samtökin hvatt til, að kvótanum verði skipt upp í ferska, kælda og frysta síld eins og er með 34.000 tonna kvót- ann. Bretar vilja heilfrysta síld Orðrómur hefur verið um, að mest af 40.000 tonna kvótanum kæmi frá Kanada og eitthvað frá Bandaríkjunum og Rússlandi en haft er eftir heimildum í síldariðn- aðinum, að það sé mjög ólíklegt. Kaupendum finnst sennilegast, að Norðmenn muni standa best að vígi hvað varðar innflutninginn auk þess_ sem lítill hluti kvótans kæmi frá Islandi og Kanada. Búist er við, að vandamál síld- arsjómanna verði rædd á fundi ráð- herraráðsins í október og eru það einkum Hollendingar, sem þrýsta á um það. Hafa fulltrúar hollenskra sjómanna krafist bóta vegna niður- skurðarins á síldarkvótanum og lík- legt er, að síldarsjómenn í Bret- landi og Danmörku muni taka und- ir þá kröfu. Þessar bótakröfur hafa samt hlotið lítinn hljómgrunn innan framkvæmdastjórnar ESB, sem vill reyna að standa við ijárlögin eins og þau hafa verið ákveðin. Benda sumir á, að sjómenn geti sótt um styrk úr sjóðum, sem ætlað er að styrkja fiskveiðistjórnunina, en aðrir og raunar flestir segja, að þessir sjóðir séu fyrst og fremst hugsaðir tii að auðvelda úreldingu fiskiskipa og eigi ekki við í þessu tilfelli. Þótt síldarkvótinn hafi verið skorinn niður, þá sé ekki verið að úrelda skipin. Ekki bætur fyrir rányrkju Fulltrúar sumra aðildarríkja ESB halda því fram, að staðan hjá síldarsjómönnum sé nú sú sama og hjá spænsku skipunum, sem bann- að var að veiða innan lögsögu Marokkó um tíma á síðasta ári. Voru útgerðum spænsku skipanna og áhöfnum þeirra greiddar bætur meðan unnið var að nýjum fisk- veiðasamningi í Marokkóstjórn. Fulltrúar síldveiðiþjóðanna segja, að tímabundnir erfíðleikar í síldveiðinni réttlæti, að leitað verði að fé til að brúa bilið en talsmenn framkvæmdastjórnarinnar segja aftur á móti, að hér sé um að ræða langtímavandamál. Það felist í því, að flotinn sé allt of stór, sóknin allt of mikil og því geti viðkomandi ríkisstjórnir kennt sjálfum sér um rányrkjuna. Þess vegna sé það út í hött að verðlauna hana með skaðabótum. IMoregur Kanna g’aldurinn við saltfiskverkun í TROMS0 í Noregi hafa farið fram rannsóknir á saltfiskverkun þar sem meðal annars hefur verið leitað skýringa á því hvers vegna íslenskur saltfiskur er jafnan betri en sá norski og í hærra verði á erlendum mörkuðum. Norskir verkendur hafa stundum kennt saltinu um lélegan fisk en þeir, sem stóðu að rannsókninni, vísa þeirri viðbáru á bug. Segja þeir, að nota þurfi gott salt að sjálfsögðu en það, sem skeri úr um gæði fisksins, sé gott hráefni og góð verkun. Að fiskurinn sé vaskað- ur með réttum hætti. Ætti þessi niðurstaða ekki að koma neinum á óvart en Norðmenn hafa lengi furðað sig á því, að íslenskur saltfiskur skuli ávallt vera talinn betri en norskur og það þótt betur sé staðið að verkuninni í Noregi en áður var. Á síðasta ári voru 40% af öllum bolfiski, sem landað var í Nor- egi, sett í salt og voru útflutningsverðmæti afurðanna um 15 milljarð- ar ísl. kr. Síldveiðar, vinnsla og útflutningur norðmanna 1992-1994 Afll « þús. tonn K pns H '92 '93 '94 Afli mlllj.Nkr. M '92 '93 '94 Utflutningur þús. lonn 160 120 80 40 0 '92 '93 '94 630 Utflutningur millj.Nkr. 420 210 '92 '93 '94 300 Útflutningur > miUj.Nkr. sS .S 2002-Es'§1 S'í.sS _ J il I jJ J T 1992 1993 1994 Utflutningur árið 1994 millj.Nkr. EU Annað Helstu lönd: Pólland: 238 millj. Nkr. Rússland: 116milljNkr. Þýskaland: 110 millj. Nkr. Fullvinnsla Innflutningur á fullunnum fiskafurðum til Bretlands Janúar-apríl 1996 Frá: TONN: Thailandi HHHHHHESZQ Danmörku HHHH 4.045 íslandi WMH 3.859 Filippseyjum IIBMMÉ 2.408 Solomoneyjum Wffli 1.715 Indónesíu ISi 1.639 MauritiusiH 1.521 HollandijH 1.507 Innflutningnr Breta eykst BRETAR flytja töluvert inn af tilbúnum réttum úr fiski og skel- fiski. Um er að ræða pakkningar fyrir neytendamarkaðinn svo sem stórmarkaði og veitinga- hús. Fyrstu fjóra mánuði ársins fluttu Bretar inn 44.600 tonn af þessum afurðum, _sem er svipað og árið áður. Frá íslandi fluttu Bretar inn 3.860 tonn, sem er aukning um þúsund tonn frá sama tíma í fyrra. Þarna er mest um að ræða rækju og ýms- ar fullvinnslupakkningar. Bret- ar kaupa reyndar langmest af þessum afurðum frá Tælandi, um 8.800 tonn og er það mest eldisrækja. Þá koma Danir næst- ir með 4.000 tonn, sem er aukn- ing um 800 tonn milli tímabila. Hlutur Tælands hefur hins veg- ar minnkað. Fullvinnsla Innflutningur á ýsu til Bretlands Janúar-apríl 1996 Frá: Noregi íslandi Færeyjum Danmörku Rússlandi T0NN: 3.605 1.777 1.284 ] 1.941 SAMTALS: Öörum ríkjum j]316 17.145 tonii INNFLUTNINGUR Breta á ýsu jókst verulega fyrstu fjóra mán- uði ársins. Þá höfðu þeir flutt inn um 17.150 tonn, en 11.870 á sama tíma í fyrra. Norðmenn selja Bretum langmest af ýs- unni, eða um 8.200 tonn. Það er rúmlega 3.000 tonna aukning frá síðasta ári. Hlutur Islands er um 3.600 tonn, sem er nánast það sama og í fyrra. Rússar, Færeyingar og Danir koma næstir með innan við 2.000 lonn og auka allar þjóðirnar hlut sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.