Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.09.1996, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA Fáheyrðir yfirburðir ÞEIR örfáu áhorfendur, sem lögðu leið sína á Laugardalsvöllinn til að sjá kvennalandsleik íslands og Þýskalands, urðu vitni að fáheyrðum yfirburðum þýsku stúlknanna. Þetta var fyrri viður- eign þjóðanna í baráttunni um laust sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar og Ijóst að Þjóðverjar komast þangað því þeir unnu 3:0 í gær og varla verða yfirburðirnir minni á heima- velli eftir tæpar tvær vikur. , Skúli Unnar Sveinsson skrifar Kristinn Bjömsson þjálfari lagði greinilega upp með að veijast og vonast til að læða síðan inn einu marki. Sjálfsagt ágætis aðferð í sjálfu sér en alls ekki fyrir áhorfendur en það kom vart að sök í þessu tilviki því mjög gaman var að fylgjast með þýsku stúlkunum sem eru mjög góðir knattspymumenn. Enginn framheiji var í íslenska lands- liðshópnum og því greinilegt að vonir landsliðsþjálfarans um að skora voru ekki miklar enda kom það á daginn. Til að sýna yfírburði Þjóðveija er nægilegt að benda á að markvörður þeirra kom einu sinni við boltann í fyrri hálfleik og einum fimm sinnum i þeim síðari, alltaf úti á miðjum vall- arhelmingi sínum. Sigfríður Sophus- dóttir, markvörður |slands, hafði hins vegar nóg að gera. íslenskur leikmað- ur snerti fyrst boltann á vallarhelm- ingi Þjóðveija eftir 10 mínútna leik og sjö mínútum síðar komust stúlk- urnar aftur fram fyrir miðju, en í bæði skiptin stöldruðu þær ekki lengi við. Vöm Islands var vel skipulögð enda má segja að í fyrri hálfleik hafí átta leikmenn verið inni í vítateignum og þrír á vítateigsboganum. í síðari hálf- leik lék liðið örlítið framar - þessar átta voru í kringum vítateigslinuna og hinar þijár örlítið þar fyrir fram- an. Gegn svona vöm hlýtur að vera erfitt að leika og þrátt fyrir mikla yfirburði þýsku stúlknanna á öllum sviðum knattspyrnunnar sköpuðu þær sér ekki mörg marktækifæri. Eftir látlausa sókn skoruðu Þjóð- veijar fyrsta markið á 24. mínútu og var markið heldur klaufalegt en viðbúið. Fimm mínútum fyrir leikhlé átti íslenska liðið einu umtalsverðu sókn sína og var það í raun fín sókn. ^jj Á 24. mínútu gaf A Katja Bornschein enn einu sinni fyrir markið frá vinstri kantinum og að þessu sinni kom fyrirliðinn, Martina Voss, aðvífandi á móts við stöngina íjær og skoraði. Oa^J^Þýsku stúlkurnar ■ ^_fengu aukaspyrnu við hægra vítateigshornið á 68. mínútu. Boltinn barst að hægra markteigshorninu þar sem Fitschen skallaði til baka á Martinu Voss sem skoraði með föstu skoti sitt annað mark í leiknum og 20. landsliðsmark sitt. Oa^jFimm mínútum fyrir »*!#leikslok náði vara- maðurinn Steffi Jones fremur lausu skoti rétt utan við víta- teig. Boltinn stefndi í hægra homið - og Sigfríður var komin þangað - en fór í Auði Skúla- dóttur og skoppaði f bláhornið, vinstra megin. Boltinn gekk manna á milli og loks gaf Magnea Guðlaugsdóttir fyrir markið frá hægri. Markvörður Þjóð- veija kom út fyrir markteiginn en Katrín Jónsdóttir náði að skalla áður en markvörðurinn náði knettinum - en langt fram hjá. Þrátt fyrir að leika nokkrum metr- um framar í síðari hálfleik var ís- lenska liðið ekki líklegt til afreka. Þjóðveijar reyndu að skjóta og skjóta en skutu oftast í varnarmenn - enda óvenju mikið um þá - og ef skotin komust í gegnum múrinn varði Sig- fríður. Annað markið kom á 68. mín- útu og fimm mínútum fyrir leikslok það þriðja sem var klaufalegt og óþarft. Sigfríður lék vel í markinu en hefði átt að koma í veg fyrir fyrsta markið. Yfirburðir Þjóðveija voru svo miklir að trúlega kæmist aðeins ein íslensk stúlka í landsliðshópinn hjá þeim þýsku, Ásthildur Helgadóttir, sem átti ágætan leik. Þjóðvaijar, sem eru núverandi Evrópumeistarar, áttu engan stórleik. Stúlkurnar létu bolt- ann ganga vel en íslenska vörnin lokaði svæðum ágætlega og þær þýsku komust ekki langt. En trúlega hefur þýska liðið verið með boltann upp undir 80% af leiktímanum sem er mjög óvenjulegt í knattspyrnu. Morgunblaðið/Þorkell KATRÍN Jónsdóttir var heldur einmana í fremstu víglínu í gær og var lengstum í vörn eins og félagar hennar í liðinu. Sáttur við vömina ÍÞfémR FOLK Leikurinn þróaðist svipað og ég átti von k og við urðum að liggja í vörn. Ég er í sjálfu sér sátt- ur við vörnina og skipulag hennar en hefði gjarnan viljað sleppa með 2:0. Þýska liðið er mjög sterkt, lætur boltann ganga vel manna á milli og við supum seyðið af því,“ sagði Kristinn Björnsson landsliðs- þjálfari að leik loknum. Sigfríður Sophusdóttir, mark- vörður Breiðabliks og íslands, hafði í nógu að snúast en Blikar hafa fengið á sig þijú mörk í sumar, jafn mörg og hún fékk á sig í gær- kvöldi. „Það liggur við að ég hafí fengið jafn mörg skot á mig í þess- um leik og í öllum leikjunum í sum- ar,“ sagði Sigfríður eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað gerðist í fyrsta markinu, boltinn kom svo snöggt að ég náði ekki til hans. Annars hreinsuðum við of mikið fram á miðjusvæðið þannig að þær náðu alltaf skotum strax til baka. Það hefði verið betra ef við hefðum náð að hreinsa fram kantana," sagði Sigfríður. Stúlkumar fá 20 þúsund krónur fyrir þrennuna Stilling hf. tilkynnti í gær að fyrirtækið ætlaði að greiða þeim stúlkum sem gerðu þijú mörk í leik, bæði í sumar og eins á næstu leiktíð. í leikhléi í gær var samning- ur fyrirtækisins og KSÍ undirritaður vegna þessa. Júlíus Bjarnason hjá Stillingu sagði að 20 þrennur hefðu verið gerðar í deildinni í sumar og þar af hefðu tvær stúlkur þrívegis gert þrennu, Ásthildur Helgadóttir og Kristrún L. Daðadóttir báðar úr Breiðabliki. Still .ig mun greiða 20.000 krónur fyri, j„e,„uuna og að auki verðlauna þrennudrottningu deildarinnar að loknu leiktímabilinu. ■ ERLA Hendriksdóttir verður væntanlega ekki með í för landsliðs- ins til Þýskalands í síðari leikinn. Hún fékk að líta rautt spjald fyrir að lemja mótheija undir lok leiksins í gær. ■ ÁSTHJLDUR Helgadóttir verð- ur líklega ekki heldur með í hópnum. Hún fékk gult spjald í gær og sögðu fróðir menn að hún hefði þegar ver- ið búin að fá eitt gult í keppninni, og yrði því í banni í næsta leik. ■ IZTAN Zsótér frá Ungverja- landi, sem verið hefur til reynslu hjá körfuknattleiksliði UMFT, er á heimleið eftir tíu daga dvöl á Sauð- árkróki þar sem hann stóð ekki undir væntingum. ■ SAUÐKRÆKINGAR verða einnig að sjá á eftir Joseph Ogoms, sem er Kanadamaður með enskt vegabréf, því hann er að öllum lík- indum með slitin liðbönd í þumli en að sögn Halldórs Halldórssonar hjá UMFT hefði dvöl hans orðið lengri. Aðeins ÍA- KR í lokin MÓTANEFND KSÍ hefur ákveðið í samráði við 1. deild- ar félögin að færa fjóra leiki í 18. og síðustu umferð fs- landsmótsins af sunnudegin- um 29. september og yfir á laugardaginn 28. september. Leikur í A og KR verður hins vegar á áður auglýstum tíma kl. 14. á sunnudeginum. Hin- ir fjórir leikirnir sem færðir hafa verið fram um einn dag, eru: Keflavík-ÍBV, Leiftur- Grindavik, Stjarnan-Breiða- blik og Valur-Fylkir. Þessir leikir hefjast kl. 14. Fjogur hja Ravanelli ÍTALSKI landsliðsmaðurinn Fabrizio Ravanelli skoraði fjögur mörk þegar Midd- lesbrough vann stórsigur á Hereford í deildarbikar- keppninni 7:0 í gærkvöldi. Hann hefur skorað tíu mörk fyrir „Boro“ síðan hann kom til liðsins. Brasilíumennirnir Emerson og Branco skoruðu sitt hvort markið. George Graham, knatt- spyraustjóri Leeds, sá lið sitt gera aðeins jafntefli við 3. deildarliðið Darlington. Tony Cotte skoraði mark fyrir West Ham, sem gerði jafntefli við Barnet, 1:1. Liam Daish tryggði Coventry jafntefli heima gegn Birmingham, með marki tveimur mín. fyrir leikslok, 1:1. TBR lagði St. Truiden SVEIT Tennis- og badminton- félags Reykjavíkur sigraði í fyrsta leik sínum í Evrópu- keppni félagsliða í gær. Keppt er í Hollandi og í riðli TBR eru Taby frá Svíjóð, Brat- islava frá Slóvakíu, Estreito frá Portúgal og St. Truiden frá Belgíu. í gær sigraði TBR síðastnefnda liðið 4:3, Tryggvi Nielsen sigraði í þremur lotum í einliðaleik, Sveinn Sölvason tapaði hins vegar í sínum einliðaleik, einnig í þremur lotum. Elsa Nielsen sigraði í einliðaleik og einnig Vigdís Ásgeirdóttir. Tryggvi og Njörður Ludvigs- son töpuðu í tvfliðaleiknum en Vigdís og Elsa sigruðu í tví- liðaleik og tryggðu sigurinn. Njörður og Katrín Atladóttir töpuðu tvenndaríeiknum. ísland - Þýskal. 0:3 Laugardalsvöllur, fyrri leikur liðanna um laust sæti í 8-liða úrslitum EM, miðvikudag- inn 18. september 1996. Aaðstæður: Allhvass af suðaustri, horn i horn á vellinum. Þurrt að mestu og völlur góður. Mörk Þjóðverja: Martina Voss (24., 68.), Steffi Jones (85.). Gult spjald: Ásthildur Helgadóttir (75.) fyrir brot. Rautt spjald; Erla Hendriksdóttir (86.) fyrir að slá mótherja. ísland: Sigfríður Sophusdóttir - Ragna Lóa Stefánsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Auð- ur Skúladóttir - Magnea Guðlaugsdóttir (Ásdis Þorgilsdóttir 87.), Ásthildur Helga- dóttir, Guðrún Sæmundsdóttir, Erla Hend- riksdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Inga Dóra Magnúsdóttir 58.), Sigrún Ótt- arsdóttir - Katrín Jónsdóttir. Þýskaland: Nadine Angerer - Doris Fitsc- hen, Sandra Minnert, Bettina Wiegmann - Kerstin Stegemann (Claudia Lubbers 83.), Ariane Hingst, Renate Lingor (Steffi Jones 76.), Katja Bornschein - Heidi Mohr (Inka Grings 59.), Martina Voss, Birgit Prinz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.