Morgunblaðið - 21.09.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.09.1996, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JMtfrgmtÞIiifrtó C 1996 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER BLAD KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Golli KAMPAKÁTIR leikmenn Skallagríms, sem tryggðu Borgnesingum sæti í fyrstu deild 1997 í fyrsta skipti í sögu deildarinnar frá 1955. Aðeins eitt lið af Vesturiandi hefur leikiö í deildinni áður, ÍA. Stór stund í sögu Borgnesinga Fögnuðurinn var mikill í Borgarnesi í gærkvöldi þegar ljóst var að Skalla- grímsmenn höfðu unnið Völsunga á Húsavík og um leið tryggt sér sæti í 1. deild í fyrsta sinn. Það verður að teljast frábær árangur hjá svo litlu bæjarfélagi að eiga lið á meðal þeirra bestu. Liðið fór ekki léttustu leiðina en sýndi mikinn styrk með því að vinna upp tveggja marka for- skot Húsvíkinga í leiknum í gærkvöldi og gera gott betur - bættu við tveimur mörkum í 4:2 sigri. „Þetta er stór stund í lífi mínu og ör- ugglega allra Borgnesinga," sagði Valdi- mar K. Sigurðsson, fyrirliði Skallagríms, í gærkvöldi. „Við vorum tveimur mörkum undir og sáum möguleikana á fyrstu deildarsætinu fjarlægjast en rifum okkur síðan upp. Við höfðum það markmið í sumar að hafa gaman af því að spila og ekki endilega að fara upp á meðan stóru félögin settu stefnuna beint upp. Við höfum ekki farið neðar en í þriðja sæti í deildinni í sumar. Við leikmennirnir vorum líklega þeir einu sem höfðum trú á að liðið gæti farið upp og það voru ein- mitt við sjálfir sem komum okkur upp - ekki aðrir. Það var líka gaman fyrir leik- menn að hirða sætið af Þrótturum, sem töldu sig með annan fótinn í fyrstu deild,“ bætti Valdimar við. Betra að hafa þá duglega en snillinga „Það var ólýsanlegt að sigra í lokin,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Skalla- gríms. „Við fréttum að Þróttur væri yfir í hálfleik á móti Víkingum og vissum því að við yrðum að leggja allt undir, enda varð alger hugarfarsbreyting í leikhléinu. Við breyttum því ekki sókninni heldur hugarfarinu. Völsungar voru sterkir fyrir hlé en brotnuðu við jöfnunarmarkið. Við höfðum fyrir leikinn unnið með einu, tveimur, þremur og fímm mörkum svo að ég sagði að nú myndum við vinna með ijórum én átti reyndar við fjögur gegn engu. í Skallagrímsliðinu eru dug- legir menn og ég hef ekki þurft að biðja menn um að beijast í sumar. Það er held- ur ekki mikið um snillinga en leikmenn hafa vilja og dugnað, sem sýnir að hægt að fara langt á því. Það er oft betra að hafa duglega leikmenn en snillinga innan- borðs,“ bætti Ólafur við. Enn er óráðið hvort hann verður áfram þjálfari liðsins í 1. deildinni næsta sumar. Birgir Leifur í átta manna úr- slit á Ítalíu BIRGIR Leifur Hafþórsson, íslandsmeistari í golfi frá Akranesi, hélt sigurgöngu sinni áfram á Opna ítalska mótinu í gær - tryggði sér rétt til að leika í átta manna úrslitum, eftir tvo spenn- andi leiki gegn Hollendingnum Germer og Þjóð- verjanum Scherer, þar sem úrslit í 18 holu holu- keppni réðust á síðustu holunni í báðum viður- eignunum. „Leikirnir voru æsispennandi ogtóku á taugamar,“ sagði Björgvin Þorsteinsson, kylfusveinn Birgis Leifs, sem byrjaði áþví að vinna Germer 2:0, þá lagði hann Scherer, 1:0, á síðustu holunni. „Birgir Leifur lék ágætlega gegn Hollendingnum, bætti sig gegn Þjóðveijan- um,“ sagði Björgvin. Birgir Leifur leikur gegn sænskum kylfingi í átta manna úrslitum í dag, sá sem fagnar sigri í holukeppni mætir norskum eða dönskum kylfingi í undanúrslitum eftir há- degi. „Möguleikar Birgis Leifs gegn Svíanum eru jafnir,“ sagði Björgvin. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun, 36 holu holukeppni. Ólafur Rafnsson for- maður KKÍ um samning- innviðStöð2og Sýn Metum samn- inglnn á 25 milljónir KÖRFUKNATTLEIKSSAMBANDIÐ, Stöð 2 og Sýn undirrituðu í gær samning til fimm ára um forgangsrétt sjónvarpsstöðvanna til að sýna frá körfuknattleik á íslandi, jafnt deildar-, bikar- og landsleikjum. KKÍ metur samninginn á 25 milljónir. Við teljum hagsmunum okkar best borgið með því að gera þennan samning. Stöð 2 hefur verið körfuboltastöð og verður nú al- hliða körfuboltastöð," sagði Ólafur Rafnsson, fomaður KKI, við undirritunina. Hann sagði KKÍ meta samninginn á 25 milljónir en vildi ekki tjá sig nánar um það mat. Hann sagði að hvorki sambandið né sjónvarpsstöðvarnar hefðu haft áhuga á einkaréttarsamningi. Páll Baldvin Baldvinsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2, sagði að skilin milli einkaréttar- og forgangsréttarsamning væru ekki ijós og að Is- lenska útvarpsfélagið hefði talið eðlilegt að hafa samningtil svo langs tíma ekki þrælbundinn. „Samningsvettvangurinn hefur gjörbreyst með tilkomu fleiri sjónvarpsstöðva. Við sóttum fast að fá þennan samning meðal annars vegna þess að Stöð 2 kom sterk inn með kynningu á körfu- knattleik þegar byijað var að sýna frá NB A á sínum tíma og við við teljum nauðsynlegt fyrir okkur að ná víðtæku samstarfi vð sérsambönd og KKÍ hefur verið í fararbroddi varðandi okk- ur,“ sagði Páll Baldvin. Ólafur Rafnsson var spurður hvort hann teldi ekki möguleika sérsambanda minni við að afla fjár þegar gerður væri svona langur samningur, sérstaklega með tillitis til þess að sjónvarpsstöðv- arnar leita til fyrirtækja til að fá kostun á útsend- ingu frá íþróttaviðburðum. „Ég held í sjálfu sér að samningstíminn breyti engu þar um, en því er ekki að neita að, eftir að samkeppni sjónvarps- stöðvanna harðnaði, höfum við fundið fyrir að það er erfiðara að fá fé. Hins vegar veitir svona langur samningur okkur tækifæri til að skipu- leggja allt okkar starf mun betur og lengra fram í tímann,“ sagði Ólafur. Samningurin felur í sér lágmarksfjölda leikja á hveiju ári og þar sem sjónvarsstöðvarnar eru tvær er búist við talsvert meiri umfjöllun en verið hefur undanfarin ár. „Það kemur til dæm- is sterklega til greina að sýnt verði beint á Sýn á fimmtudögum," sagði Hermann Hermannsson, rekstrarsfjóri Fjölmiðlunar hf., en ekki er enn búið að ganga nákvæmlega frá hvernig sam- starfi Stöðvar 2 og Sýnar verður háttað. ÓLYMPÍUIMEFIMD ÍSLAIMDS HELDUR UPP Á 75 ÁRA AFMÆLIÐ í DAG / C2, C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.