Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.10.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 1996 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ fFiskverð heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja 413,00 Karfi 80 60 -4.9- ---(foA.....— ...... ._^ 4A 34.v j 35.v|36.vT37.v l36.v T39.v| Alls fóru 93,1 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 21,6 tonn á 86,10 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 27,7 tonn á 91,45 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 43,8 tonn á 116,64 kr./kg. Af karfa voru seld alls 55,8 tonn en ekkert á Fiskmarkaði Hafnarfjarðar. Á Faxamarkaði á 413,00 kr. hvert kíló (0,21) og á 63,60 kr. (55,71) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 40,2 tonn. í Hafnarfirði á 48,86 kr. (2,31), á Faxagarði á 48,29 kr. (1,21) og á 59,09 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (36,81). Af ýsu voru seld 80,4 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið var 90,05 kr./kg. Fiskverð ytra Þorskur —mmmm Karfi mmmmm Ufsi Ekki bárust upplýsingar um sölur í Þýskalandi í síðustu viku. Ekki bárust upplýsingar um sölur í Bretlandi í síðustu viku. Fyrirtælqastefnumót leiddi til 140 funda á tveimur dögum Beinu sambandi komið á milli íslenzkra og erlendra fyrirtækja UM fimmtíu íslensk fyr- irtæki og 45 erlend tóku þátt í Interprise Iceland, sem fram fór dagana 19.-21. september á Grand Hótel Reykjavík í tengslum við sjávarút- vegssýninguna. Alls voru skráðir yfir 140 fundir milli þessara fyrir- tækja, en auk þess áttu fyrirtækin óformlega fundi sín á milli á sýning- unni. Af skráðum fundum voru flestir á sviði fiskviðskipta og vinnslu, en aðrir dreifðust nokkuð jafnt á pökkun, veiðitækni, ráðgjöf, rannsókn- ir, þróun og þjónustu. Verkefninu var ætlað að auka samstarf fyrirtækja í sjávarútvegi á sem flestum sviðum. Interprise Iceland 1996 var fyrirtækjastefnumót íyrir fyrir- tæki, sem starfa í sjávarútvegi og tengdum greinum. Tilgangur þess var að skapa íslenskum fyrirtækj- um vettvang til að komast í beint samband við fyrirtæki í nágranna- löndunum sem starfa við útgerð, fiskvinnslu og framleiðslu á tækj- um og búnaði í þeim tilgangi að koma á samstarfi sín á milli. Sam- starfið er opið og getur verið á hvaða sviði sem er, svo sem rann- sókna og þróunar, markaðssetn- ingar, fjármögnunar, tæknisam- vinnu og þjónustu. Eflir samstarf lítilla og meðalstórra fyrirtækja Interprise er samnefnari fyrir vissa aðferðafræði, sem ryður sér æ meira til rúms í Evrópu hjá eig- endum lítilla og meðalstórra fyrir- tækja. Undir formerkjum Inter- prise geta forsvarsmenn fyrirtækja átt stefnumót við „kollega“ sína hjá fyrirtækjum, sem áhugasöm eru um að þróast í vissa átt eða starfa innan ákveðinna atvinnu- greina, í þessu tilfelli sjávarútvegs. Markmið Interprise áætlunarinnar er að styðja aðgerðir, sem miða að því að efla samstarf lítilla og meðalstórra fyrirtækja i Evrópu i tilteknum starfsgreinum eða fag- sviðum með því m.a. að veita styrki til samstarfsmiðlunar þar sem fyr- irtæki geta fundað sín á milli um áhugaverð samstarfsverkefni. Á Grand Hótel Reykjavík var komið upp fundaaðstöðu fyrir þessi stefnumót og vegna nálægðarinnar við sjávarútvegssýninguna í Laug- ardalshöll var hægt að flytja áhugasama aðila með föstum ferð- um á hálftíma fresti milli staðanna þannig að þeir gætu sinnt báðum þessum merku atburðum. Jafn- framt var efnt til kynningafunda og fyrirlestra tvo daga í röð, 20. og 21. september. Stuðlað að fjárfestingu útlendlnga hérlendis Fyrri daginn var íjallað um fjár- festingarmöguleika á íslandi og íslenskt viðskiptaumhverfi á veg- um Fjárfestingarskrifstofu Is- lands. Fjárfestingarverkefni á sviði matvælavinnslu er nú í gangi hjá Fjárfestingarskrifstofunni og fleiri aðilum, m.a. Iðnþróunarsjóði, at- vinnumálanefnd Akureyrar, Iðn- þróunarfélagi Eyjafjarðar og hér- aðsnefnd Eyjafjarðar. Verkefninu er ætlað að stuðla að fjárfestingu erlendra aðila í matvælavinnslu á íslandi. Gerð hefur verið úttekt af Ernst &_Young í London á mögu- leikum Islands til að laða til sín íjárfestingu á þessu sviði. í þeirri úttekt er bent á nokkrar undir- greinar matvælavinnslu sem taldar eru hafa möguleika hér á landi. Sumt eru greinar, sem íslensk fyr- irtæki eru þegar að vinna í, en dæmi eru um nýjar greinar eins og frostþurrkun matvæla. Bent er á mikilvægi þess að vinna með ís- lensku fyrirtækjunum og virkja þau til samstarfs. Nokkur fyrir- tæki hafa þegar sýnt áhuga og er nú verið að vinna frekar í því að fá þau til samstarfs. I fyrirlestrinum var rekstrarum- hverfið á íslandi kynnt, sérstak- lega breyting á lögum um erlenda fjárfestingu sem tók gildi í maí sl. Breytingarnar auka verulega möguleika erlendra aðila á að fjár- festa í vinnslu á fiskafurðum. Heimilt er nú að fjárfesta í niður- suðu, niðurlagningu, súrsun og reykingu fískafurða. Ennfremur er nú möguleiki á óbeinni eignarað- ild erlendra aðila, allt að 25-33%, í veiðum og frumvinnslu. Richard Searle flutti erindi um ástæður fjárfestingar Nutra Swe- et/Kelco í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum og reynslu fyrirtækis- ins af þeirri fjárfestingu. Sú stutta reynsla, sem hann hafði af því að starfa hér á landi, var jákvæð. Sagði hann að það hefði komið til greina að kaupa hlut í fyrirtækinu fyrir nokkrum árum síðan, en þá hefðu aðstæður í umhverfinu verið óhagstæðar, mikil verðbólga og óróleiki á vinnumarkaði, en nú væru flest þau vandamál horfin. Uppi eru hugmyndir um eflingu fyrirtækisins og þróun fleiri af- urða, m.a. í samvinnu við við- skiptavini þess. Grímur Valdimars- son frá Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins flutti erindi um tækifæri í matvælageiranum með sérstakri áherslu á fiskinn. Hann lagði áherslu á hreinleikann og það að við veiddum fisk í hafinu sem veldi sjálfur sína eigin fæðu. Það gæfi margvíslega möguleika í markaðs- starfi. Hann fjallaði einnig um möguleika á loðnuvinnslu fyrir Japansmarkað og þörungavinnslu svo eitthvað sé nefnt. Síðari fyrirlestradaginn var haldin kynning á vegum Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins um verkefnið Aflabót, sem dregur upp ákveðna framtíðarsýn fyrir ís- lenskan fiskiðnað. í tengslum við það, kynntu vélaverkfræðingarnir Rúnar Birgisson og Pétur Snæ- land nýtt forrit fyrir fiskvinnslu sem gerir notendum kleift að prófa sig áfram með mismunandi skurðarmynstur á fiskflökum og auka þannig verðmæti framleiðsl- unnar. Verkefnið hlaut nýsköpun- arverðlaun forseta íslands í febr- úar sl. íslendingar hefðu mátt vera virkari Þeir aðilar, sem unnu að undir- búningi verkefnisins innanlands, eru Samtök iðnaðarins, Samtök fiskvinnslustöðva, Iðntæknistofn- un íslands, Útflutningsráð íslands, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Samstarfsvettvangur sjávarút- vegs og iðnaðar. Auk þess tók Andrés Magnússon, starfsmaður iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins í Brussel virkan þátt í undirbún- ingnum. Að sögn Guðbjargar Péturs- dóttur, verkefnisstjóra, verður að leggja árangur fundanna undir mat þátttakenda sjálfra sem aftur hljóti að byggjast á þeim niður- stöðum, sem fundirnir leiða til. Það væri því of snemmt á þessu stigi að meta heildarárangurinn af verkefni sem þessu. Ýmsir kost- ir væru við að halda svona fundi í tengslum við stórar alþjóðlegar sýningar, en það væri líka ókostur að mörg fyrirtækin væru mjög upptekin af því að sinna sínum málum á sýningunni sem bitnaði á þátttöku þeirra í Interprise. Að mati mati aðstandenda Interprise hefðu íslensku fyrirtækin sérstak- lega mátt vera virkari í að panta fundi við þau erlendu. kg/klst. 550- 500 450 “ 400~ 350- 300 - 250 - 200- 150- 100 - 50- 0 Rækja á Flæmingjagrunni Meðaftö|ínare,nm9U (k9/k,St-) ann 1993 011996 1993 4994 [V ) islenskra og norskra skipa A QQC 1 999 1096 Þorskur Markaðsverð á leigukvóta fiskveiðiárið 1995-1996 kr./kg Þorskur Sveiflur í kvótaleigunni MJÖG mikil eftirspurn var eftir þorskkvóta til leigu í byrjun september í fyrra þegar verðið var 75 krónur sem var það verð sem þorskur var leigður á í lok fiskveiðiársins 94/95. Þegar verðið var komið upp í 95 krón- ur leigðist töluvert af þorski. Um miðjan október tók síðan svo til alveg fyrir leigu. Mjög mikið framboð var af þorski á 95 krón- ur. Um miðjan nóvember lækk- aði verðið og í lok mánaðarins var þorskur boðinn á 88 krónur, en eftirspurn var sáralítil. í des- ember jókst svo aftur eftir- spurnin og verðið hækkaði í 94 krónur. Frá janúar til júlí var verðið á bilinu 90 til 95 krónur, en hækkaði síðan upp í 100 krón- ur. Síðustu daga ágústmánaðar lækkaði síðan verðið og í lok mánaðarins var það komið niður í 80 krónur. Markaðsverð á leigukvóta | fiskveiðiárið 1995-1996 Ýsa kr./kg LÍTIL eftirspurn og framboð var af ýsu í september til nóvem- ber. Verðið var 10 krónur í upp- hafi fiskveiðiársins en hækkaði síðan í 12 krónur. Frá áramótum lækkaði verðið úr 11 krónum niður í 4 krónur í júlí, en í byrj- un ágúst hækkaði það svo aftur og endaði í 7 krónum. Talsvert var leigt af ýsu í lok fiskveiðiárs- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.