Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 1
1996 FIMMTUDAGUR 3. OKTOBER BLAD HANDKNATTLEIKUR GUNNAR Oddsson og Sigurð- ur Björgvinsson hafa verið ráðnir þjáifarar 1. deildarliðs Kef lavíkur í knattspyrnu næstu tvö árin. Báðir léku um árabil með liðinu, Gunnar var hins vegar með Leiftri f Óiafs- firði í sumar og ífyrra en Sig- urður hafði lagt skóna á hill- una. Samningur Keflvíkinga við þá Gunnar og Sigurð er til tveggja ára, með endurskoðunar- ákvæði eftir fyrra árið eins og venja er. „Við þjálfum liðið sam- an, erum jafn valdamiklir og ég ætla jafnframt að spila af fullum krafti,“ sagði Gunnar við Morgunblaðið í gær. Hann hefur leikið með Leiftri í tvö ár, „en ég er kominn með fjögurra manna fjölskyldu og það er erfitt að búa í Keflavík og starfa þar og vera fyrir norðan að spila í fjóra mán- uði á ári. Mér bauðst ný vinna í Keflavík nú í haust og þá var aldrei spurning hvað ég myndi gera. Það var hins vegar mjög gaman í Firðinum," sagði Gunnar og átti við dvölina í Olafsfirði. Að sögn Jóhannesar Ellerts- sonar, formanns Knattspyrnufé- lagsins Keflavíkur, verða allir leikmenn Keflavíkurliðsins áfram hjá félaginu, en sumir hinna ungu hafa verið orðaðir við önnur félög að undanförnu. „Það er að minnsta kosti enginn úr Keflavík- urliðinu á leið í íslenskt félag,“ sagði Jóhannes, en svo gæti farið að Ólafur Gottskálksson færi ut- an. Það mál er þó á byijunarstigi og alveg óljóst hvort af því verður. „Keflavík á mjög efnilegt lið, margir ungu strákanna fengu tækifæri í sumar og sýndu að þeir eru traustsins verðir. Svo er bara að ná að byggja ofan á það sem verið var að gera í sumar,“ sagði Gunnar. „Þeir eru tveir skipstjórar á skútunni - taka sameiginlega við liðinu. Kjartan Másson fyrrver- KJARTAN Másson, fráfarandi þjálfari Keflvíkinga, Sigurður Björgvinsson þjálfari, Jóhannes Ellertsson og Gunnar Odds- son þjálfari þegar samningurinn var kunngjörður í gærdag. andi þjálfari er hættur í þjálfun; telur þetta vera góðan endi á sín- um ferli, en hann hefur unnið með stjórninni í því að koma þessu í kring. Hugmyndin að því að ráða Gunnar var frá honum komin og síðan að fá Sigurð líka,“ sagði Jóhannes Ellertsson for- maður Knattspyrnufélagsins Keflavíkur við Morgunblaðið í gær. Kjartan verður framkvæmda- stjóri knattspyrnudeildarinnar, sér um vallarmál og ýmis önnur verkefni auk þess að vera þjálfur- um og leikmannahópi innan hand- ar, að sögn Jóhanns. Sargic áfram Velimir Sargic frá Júgóslavíu hefur verið endurráðinn yfirþjálf- ari yngri flokka Keflavíkur. „Hann hefur gegnt þessu starfi í sjö ár og við endurréðum hann nú til eins árs í viðbót. Við erum mjög ánægðir með glæsilegt starf hans síðustu árin,“ sagði Jóhann- es Ellertsson í gær. KNATTSPYRNA: HEIMSOKN TIL SKALLAGRÍMSMANNA í BORGARNESI / D4 Einar Þór Daníelsson, landsliðsmaður úr KR, hefur fengið tilboð frá 2. deildarliðinu Rot Weiss Essen í Þýskalandi. Hann heldur utan til Litháen í dag með iandsliðinu en kemur aftur heim um helgina. Fyótlega eftir það ætti að skýrast hvort Einar leikur í Þýskalandi og hvort það verður þá sem lánsmaður í vetur eða hvort hann gerir lengri samning. á Akureyri ÍSLANDSMEISTARAR Akumesinga í knatt- spyrnu hafa augastað á bæði Araari Grétars- syni, landsliðsmanni úr Breiðabliki og Fylkis- manninum Þórhalli Dan Jóhannssyni fyrir næsta keppnistímabil. Félög þeirra Arnars og Þórhalls Dans féllu 12. deild í lokaumferð 1. deildarinnar um síð- ustu helgi og Guðjón Þórðarson, þjálfari í A, hefur rætt við báða leikmennina skv. heimild- um Morgunblaðsins. Gagnkvæmur vilji er fyrir því að þeir færi sig um set og klæðist búningi Akurnesinga næsta sumar, skv. sömu heimild- um. Viðræður eru reyndar á algjöru bjmjunar- stigi og aðeins það Jjóst að viljinn er fyrir hendi. Ekkert hefur t.d. enn verið rætt um peningahliðina. Einar Þór til Þýskalands? Auðvelt gegn Grikkjum ÍSLENDINGAR sigruðu Grikki mjög vel auðveld- lega í undanriðli heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik í KA-heimilinu á Akureyri í gærkvöldi. Lokatölur urðu 32:21 eftir að staðan hafði verið 16:6 í leikhléi. Gústaf Bjarnason skoraði fimm mörk í leiknum, öll í fyrri hálfleik, er hann fór á kostum en hann kom ekki við sögu í seinni hálf- leik. Hann gerir hér eitt marka sinna. Morgunblaðið/Kristján ■ Sigur íslands / D8 KNATTSPYRNA Gunnar og Sigurð- ur þjálfa í Keflavík ÍA ræðir við Amar og Þórhall Dan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.