Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 7

Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 D 7 BÖRN OG UNGLINGAR Framarar sóttu HANDKNATTLEIKSDEILD Fram sendi tvö lið úr 3. flokki karla og kvenna til Danmerkur til þátttöku á „Litlu Ólympíuleikana 1996“ eins og mótið var kallað í dönsku fjöl- miðlunum, en það fór fram í tilefni af 100 ára afmæli danska íþrótta- sambandsins dagana 5.-11. ágúst. Mikið var greint frá þessu móti opinberlega og var m.a. sýnt frá opnunarhátíðinni og einstökum íþróttaviðburðum í sjónvarpi. Keppt var í 36 íþróttagreinum á þessu móti og voru um fjögur þúsund þátttakendur komnir saman. Piltarnir komust taplaust I gegn- um riðlakeppnina og helstu viður- eignir þar voru gegn Cochs frá Finnlandi, en Framararnir sigruðu í þeim leik, 17:14. Þá sigruðu þeir einnig danska liðið Avedöre, 21:15. Þeir léku svo í undanúrslitum gegn Tævan og sigruðu Framarar, 17:15, í ævintýralegum leik, en jafnt var í leikhléi, 9:9. Þess má geta að leikur Fram og Tævan var sýndur tvívegis í sjónvarpi meðan á mótinu stóð og var þá margsýnd- ur leikkafli er Fram náði að halda jöfnu þremur færri í fyrri hálfleik. I úrslitum léku Framarar gegn Kolding frá Danmörku og var jafnt á öllum tölum þar til í lokin, en þá gerði Kolding þijú síðustu mörk- in og sigraði, 19:16, og drengirnir úr Safamýri þurftu því að sætta sig við annað sætið. Veittir voru veglegir verðlaunapeningar, en þeir eru lítillega breytt eftirlíking af Ólympíupeningunum. Stúlknalið Fram í 3. flokki hófu keppni gegn norsku meisturunum og áttu afleitan leik - töpuðu stórt, en þess má geta að norska liðið sigraði mjög örugglega í öllum við- ureignum sínum og m.a. Grua frá Noregi með níu marka mun í úr- slitaleik. Framstúlkur háðu síðan harða baráttu um annað sætið í riðlinum, en urðu að gera sér 3. sætið að góðu vegna þess að markatala þeirra var lakari en keppinautanna. Þær tryggðu þó rétt ti! að leika um 5. sætið með því að leggja Aalborg KFUM að velli, 19:17. Stúlkurnar töpuðu aft- ur á móti í leiknum um 5. sætið fyrir Værlöse, 17:18. Silfurlidið SILFURLIÐ Framara. Efri röð f.v., Einar Björnsson farar- stjóri, Sigurður Þorvalds- son liðsstjóri, Guðjón Drengsson, Pálmi Jónsson, Vilhelm Sigurðsson, Heigi Sveinsson, Jakob Sigurðar- son og Heimir Ríkarðsson þjálfari. Neðri röð f.v., Vign- ir R. Vignisson, Davíð Þor- valdsson, Magnús G. Er- lendsson, Birgir Guðmunds- son og Einar Jónsson. Bikarinn á Hlíðar- enda VALSSTÚLKUR sigruðu fyrir skömmu í bikarkeppni 2. flokks kvenna á Suð- vesturlandi. Valsararnir sigruðu Skagastúlkur í úr- slitaleik, 4:0, sem fór fram á Valbjarnarvelli. Á myndinni til hliðar má sjá bikarmeist- ara Vals. Efri röð f.v., Ágúst Grétarsson sjúkraþjálfari, Kathryn E. Aikens, Arndís Stefánsdóttir, Marin Sarens, Hildur Guðjónsdóttir, Katrín Þórarinsdóttir, Ásdís Péturs- dóttir, Eva Halldórsdóttir, Gary Wake þjálfari og Helgi Þórðarson, sem einnig er þjáifari. KVENNALIÐ 3. flokks Fram, sem tók þátt á „Litlu Ólympíu- ieikunum". Efri röð f.v., Sigríður Sigurjónsdóttir, Hanna K. Bjarnadóttir, Lára K. Lárusdóttir, Bjarney Ólafsdóttir, Arn- þrúður Felixdóttir, María Kjartansdóttir og Aníta Ólafsdótt- ir. Neðri röð f.v., Ásta B. Malmquist, Katrín Gunnarsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Auður Guðmundsdóttir og Ebba Þorgeirsdóttir. Fremst á myndinni er þjálfari stúlknanna, Reynir Stefánsson. Eric Cantona er bestur!“ TIMABILI ut- anhússknatt- spyrnunnar hér á landi er nú að ljúka, en þess sjást eng- in merki hjá yngstu knatt- spyrnuiðk- endunum. Á mörgum knatt- spyrnuvöllum er linnulaust fjör og þar eyða sumir ungir og upp- rennandi fót- boltamenn mestum hluta dagsins ásamt félögum sínum og leðurbolta. I liðinni viku hitti Morgunblaðið tvo unga og áhugasama knatt- spyrnumenn að máli - þá Atla Stein Stefánsson og Harald Anton Sófusson, en þeir leika ATLI Steinn og Haraldur. knattspyrnu með 7. flokki HK í Kópavogi. Það var glatt á hjalla hjá þeim enda eru þeir miklir fjörkálf- ar og leika knattspyrnu af hjartans lyst. Þeir voru í marki til skipt- is og létu bylm- ingsskotin dynja hvor á öðrum. Að þeirra mati er Frakkinn Eric Cantona hjá Manchester United besti knattspyrnu- maður heims, en þeir eru einnig hrifnir af Liverpool-liðinu. Af tilþrifum þeirra að dæma fylgj- ast þeir vel með knattspyrnu- leikjum í sjónvarpi. Valsstúlkur haustmeistarar HAUSTMÓT Knattspyrnuráðs Reykjavíkur fyrir 5. fiokk kvenna fór fram á KR-vellinum 14. og 22. september síðastliðinn. Vals- stúlkur sigruðu í keppni A-liða, en þær skoruðu 17 mörk og fengu ekkert á sig. Keppni B-liðanna var jöfn, en henni lauk með sigri Fjölnis úr Grafarvogi. Á myndinni hér til hliðar gefur að iíta lið A-lið Valsstúlkna. Efri röð f.v., Arndís Stefánsdóttir aðstoðarþjálfari, Margrét Jónsdóttir aðstoðarþjálfari, Edda Guðrún Sverrisdóttir, Dóra María Lárusdóttir, íris Björg Jó- hannsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari. Neðri röð f.v., Ragnhildur Erna Arnórsdóttir, Hjördís Harðardóttir, Valgerður Stella Kristjánsdóttir, Dóra Stefánsdóttir og Ósk Stefánsdóttir. Daniheim *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.