Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 B 3 ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR íslendingargerðu aðeinsjafntefli, 20:20, á móti Grikkjum í síðari viðureign þjóðanna í HM „Allt of fáir vom að leika eins og þeir geta best“ ÍSLENDINGAR urðu að bíta í það súra epli að fá aðeins eitt stig er þeir mættu Grikkjum í Aþenu á sunnudag, í síðari við- ureign liðanna í undanriðli heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. íslendingar sigruðu örugglega ífyrri leikn- um, sem fram fór á Akureyri í síðustu viku, en úrslitin urðu 20:20 á sunnudag. orbjöm Jensson, landsliðsþjálf- ari, var hvorki ánægður með úrslitin né leik sinna manna, enda verður að segjast eins og er að það kom á óvart að íslenska liðið skyldi ekki fylgja eftir góðum sigri í fyrri leiknum. „Þetta var ekki góður leikur, en í sjálfu sér skiptir þetta engu upp á framhaldið. Það er alveg óbreytt að við þurfum að vinna Dani þó við höfum tapað þessu eina stigi. Við hefðum þurft að gera það hvort sem er til að sigra í riðlinum," sagði þjálfarinn við Morgunblaðið. „Þeir spiluðu mjög vel í byijun og komu okkur að mörgu leyti á óvart. Þeir léku öðruvísi en hér heima, vamarleikurinn var til dæm- is ekki eins „aggressívur“ og sókn- arleikurinn miklu skipulagðari. Sóknir þeirra vom mun lengri núna. Fyrir vikið snérist þetta miklu meira um vöm en í leiknum á Akureyri. Strákarnir þurftu að standa miklu meira í vöm nú en þar,“ sagði þjálf- arinn. ísland gerði fyrsta markið en heimamenn tóku síðan forystu, höfðu mest þrjú mörk yfir í fyrri hálfleiknum, 8:5, en eftir góðan leikkafla náði íslenska liðið að jafna fyrir leikhlé, 10:10, með mikilli bar- áttu. íslendingar byijuðu seinni hálfleikinn betur, komust í 15:12 en misstu þá mann út af og þá fór að halla undan fæti. Þeir héldu þó forystunni lengi vel, og það vom Grikkirnir sem gerðu tvö síðustu mörkin. Staðan var sem sagt 20:18 fyrir ísland á tímabili. „Síðustu tíu mínúturnar vora mjög slakar hjá okkur. Þá voram við tvisvar sinnum tveimur færri, fjórir útispilarar gegn sex, og segja má að Guðmundur Hrafnkelsson hafi bjargað okkur fyrir hom í rest- ina. Hann varði þá meðal annars tvö vítaskot undir lokin og fleiri mikilvæg skot; gerði það í raun að verkum að þeir náðu bara að jafna," sagði Þorbjörn. KORFUKNATTLEIKUR Hjörtur í háskóla lið í Kentucky Hjörtur Harðarson, bakvörður í úrvalsdeildarliði Keflavík- ur í körfuknattleik, fer til Kentucky í Bandaríkjunum á morgun þar sem hanri ætlar í háskóla og spila með skólaliðinu. Hjörtur, sem varð íslandsmeist- ari með Grindvíkingum á síðasta keppnistímabili, gekk til liðs við Keflavík á nýjan leik í sumar en staldrar sem sagt stutt við. Hann var í háskóla í Salem í Vestur-Virginíu veturinn 1994 til 1995 en þar sá þjálfari Kentucky- skólans hann leika og hafði sam- band um helgina þegar hann vant- aði mann í liðið. IÞROTTIR FATLAÐRA ÓLAFUR J. SVEINN ÁKI Sveinn Áki tekur við af Ólafi Olafur Jensson, sem hefur verið formaður íþróttasambands fatlaðra frá 1984, gaf ekki kost á sér til endurkjörs á ársþingi sam- bandsins, sem var haldið á Akur- eyri um helgina. Undir forystu Ól- afs hefur starfsemi sambandsins aukist ár frá ári hvað varðar fjölda þátttakenda í íþróttastarfi. Sveinn Áki Lúðvíksson, sem hefur verið í stjórn ÍF í áraraðir og formaður Ólympíuráðs ÍF undafarin ár, tekur við formennsku. Aðrar breytingar í stjórninni eru að Sigurður Bjömsson og Sigríður Sæland gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Nýir í stjórn eru Guð- inundur Grímsson, Erlingur Jó- hannsson og Margrét Hallgríms- dóttir. Þjálfarinn sagði að brottrekstr- amir hefðu farið mjög illa í sitt lið. „Þá kom mikill glundroði í allt spil, Grikkirnir léku þá líka maður á mann vörn og þannig gekk okkur illa að eiga við þá.“ Hann upplýsti líka að síðari hluta leiksins fóra þeir að leika vörnina mun framar en áður, líkt og þeir gerðu í leiknum á Akureyri." Þorbjöm sagðist ekki gera sér grein fyrir því hvort um vanmat gæti verið að ræða af hálfu íslensku leikmannanna. „Við töluðum að minnsta kosti mikið um að vanmeta Grikkina alls ekki, en það er samt oft eins og vanti pínulitla einbeit- ingu þegar búið er að vinna með ellefu marka mun áður. Ég bendi líka á að við erum ekki þeir einu sem lendum í þessum. Við eram líka að sjá óvænt úrslit í öðram riðl- um keppninnar, eins og að Rúmen- ar gera jafntefli heima gegn Belg- um og tapa svo í Belgíu. Og eins að Norðmenn geri jafntefli í Tyrk- landi. Það er býsna erfítt að spila í Grikklandi - það var all svakalega heitt í höllinni, og lætin gífurleg - og ég er ekkert endilega viss um að Danirnir vinni þarna niður frá.“ í heildina sagði þjálfarinn að leik- urinn hefði verið slakur. „Allt of fáir í liðinu vora að leika eins og þeir geta best. Þeir eiga að geta miklu betur og verða bara að mæta öflugri til næstu fjögurra leikja. Það verður ekkert elsku mamma í þeim leikjum!" Guðmundur markvörður Hrafn- kelsson var besti maður íslands í Aþenu, að sögn Þorbjamar. Þá var Ingi Rafn Jónsson góður. „Hann stóð sig vel þangað til hann fékk högg á augabrún og skarst. Þá varð Ingi að fara út af um tíma, en kom svo aftur inn í lokin. Við tókum besta mann þeirra úr um- ferð, þann sem skoraði mest á Ak- ureyri; Ingi sá um það og gerði það mjög vel og svo lék hann líka ágæt- lega í sókninni. Þá stóð Geir Sveins- son fyrir sínu í vörninni að vanda. Við lékum í raun ágætis vöm en það var sóknin sem var mjög slök. Við fengum aðeins á okkur 20 mörk en eigum auðvitað að skora meira en 20 mörk hjá þessu liði,“ sagði Þorbjöm Jensson. KNATTÞRAUTIR í leikhléi á laugardalsvelli 9. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.