Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ KNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 B 7 Keflvíkingar lögðu Skagamenn íslandsmeistarana áttu meira skilið Það voru miklar sveiflur í leik íslandsmeistara Grindvíkinga við nágranna sína og keppinauta síðan í úrslitakeppn- Frímann inni í vor. Heima- Ólafsson menn náðu 24 stiga Sknfarfrá forskoti eftir 13 Gnndwík m.nútna )eik en gestirnir úr Keflavík unnu forskot- ið upp og fóru með sigur af hólmi, 108:103, í skemmtilegum og spennandi leik í Grindavík. Grindvíkingar fóru á kostum í byrjun leiksins og léku sér að Kefl- víkingum sem vissu ekki hvað á þá stóð veðrið. Það virtist vera sama hver fékk boltann því ofan í fór hann. Grindvíkingar nýttu sér vel hæðarmuninn á liðunum og spiluðu upp að körfunni. Þar áttu Keflvíkingar ekkert svar. Páll Axel var dtjúgur og Helgi Jónas ásamt Mareli sáu um langskotin. Ekki bætti úr skák að Damon Johnson Keflavík fékk sína 3. villu á 7. mínútu. Keflvíkingar eru þó þekkt- ir fyrir annað en að gefast upp og þeir bitu í skjaldarrendur. A skömmum tíma breyttu þeir stöð- unni úr 30:54 í 51:58, vel studdir af áhorfendum sem fylgdu þeim úr Keflavík. Þeir jöfnuðu síðan leik- inn á 6. mínútu seinni hálfleiks og litu ekki til baka eftir það. Smá spenna hljóp í leikinn þegar Grind- víkingar jöfnuðu 94:94 þegar 3 mínútur voru eftir en Keflvíkingar áttu svar við því og stóðu uppi sem sigurvegarar. Guðjón Skúlason, Damon Johnson og Falur Harðar- son áttu mjög góðan leik í liði þeirra en leikurinn vannst fyrst og fremst í vörninni. „Við byijuðu virkilega illa í leikn- um og spiluðum enga vörn. Síðan fórum við að spila í vörninni og snerum dæminu við. Ég er mjög sáttur við að fara héðan úr Grind- vík með sigur því hann sækja ekki mörg lið hingað. Mér fannst leikur- inn skemmtilegur og liðin í hörku- þjálfun," sagði Sigurður Ingimund- arson þjálfari Keflvíkinga í leikslok. Það er hægt að taka undir orð Friðriks Inga Rúnarssonar þjálfara Grindvíkinga sem sagði eftir leik- inn að hans menn ættu eitthvað í land með að ná fyrri styrk því þeir náðu ekki að fylgja góðri byijun eftir og oft var vandræðagangur í liðinu í seinni hálfleik. „Við virð- umst eiga erfitt með að halda for- skoti í leik. Þeir settu á okkur pressuvörn og komust inn í leikinn. Því var viðbúið að þeir mættu grimmir í seinni hálfleik og fullir sjálfstrausts. Við spiluðum illa í vörninni og skytturnar hjá þeim léku lausum hala,“ sagði Friðrik eftir leikinn. Glæsikarfa Tómasar Holton færði Skallagrím sigur Fyrsti heimaleikur Tindastóls á keppnistímabilinu var hörku- spennandi og skemmtilegur og úr- slitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndu, þegar Tómas Holton, sá gamalreyndi leik- maður Skallagríms, skoraði sigur- körfuna, 86:85, um leið og leik- tíminn rann út. Þegar frá upphafsmínútu var leikurinn hraður og skemmtilegur. Wayne Melgrave var mjög sterkur, og Tómas Holton og Grétar Guð- laugsson léku vel á meðan Tinda- stólsliðinu gekk illa að ná saman. Tindastólsmenn komust þó smám saman inn í leikinn, Arnar Kárason og Ómar Sigmarsson léku vel en útlendingarnir féllu ekki nógu vel inn í liðsheildina. Þó átti Cesare Piccini ágætan leik í vöm- inni. Björn Björnsson skrífar frá Sauðárkróki Bæði lið léku hratt og fast og á tólftu mínútu var staðan orðin jöfn, 17:17. Það sem eftir lifði hálfleiks- ins skiptust liðin á að hafa forystu og var munurinn lengstum 1-3 stig og í hálfleik voru gestirnir yfír 43:46. í síðari hálfleik var ljóst að hvor- ugt liðið ætlaði að gefa nokkuð eftir og hjá Tindastólsmönnum kom nú Jeffrey Johnson til skjalanna, small inn í liðið og raðaði inn stigunum og hirti fjölda frákasta. Þeir Yorick Parke og Cesare Picc- ini áttu einnig ágætan leik. Eins og í fyrri hálfleiknum skipt- ust liðin á um að hafa forystu og var munurinn nánast aldrei meiri en 5 stig en í þessum slag reyndist Grétar Guðlaugsson Tindastóls- mönnum erfiður; skoraði sex þriggja stiga körfur og með flestum þeirra náði hann að koma liði sínu yfir. Þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka voru gestirnir yfir 83:84 og Tindastólsmenn hófu leik, en sunnanmenn gáfu hvergi færi. Að lokum var brotið á Yorick Parke sem kom heimamönnum yfir með því að skora úr tveimur vítaskotum, og töldu nú flestir að sigur væri í höfn enda um 5 sekúndur eftir. En gestirnir voru á öðru máli. Wayne Melgrave lék upp hægri kantinn og sendi boltann á Tómas Holton, sem skoraði af miklu harð- fylgi um leið og leiktíminn rann út og innbyrti þar með sigurinn við gífurlegan fögnuð samheijanna. „Við komum hingað til þess að vinna í þessum leik, andinn 1 liðinu var góður og við vissum að við gátum þetta en það gat nú svo sem varla verið tæpara,“ sagði Tómas Holton á eftir. „Wayne var fljótur upp með boltann á lokasekúndun- um og ég varð að skjóta, ég vissi að með því að hitta myndum við vinna og það hjálpaði mér að klára þetta,“ sagði Tómas. Morgunblaðið/Kristinn HERBERT Arnarson, ÍR-ingur, hafði sig ekki mikið í frammi gegn Þórsurum. Hann tók þó góða rispu undir iokin og gerði alls 19 stig í ieiknum. Hér er hann að brjótast í átt að körfunni. Jóhannes Þór Harðarson skrífar frá Akranesi Haukar unnu annan leik sinn í úrvalsdeildinni er þeir sóttu Skagamenn heim á sunnudags- kvöldið. Leikurinn var jafn allan tím- ann og úrslitin réð- ust ekki fyrr en á síðustu mínútunni en gestirnir unnu 77:70. Það voru heimamenn sem byij- uðu betur og virkuðu mjög frískir á upphafsmínútunum. En um miðj- an fyrri hálfleikinn sigldu Haukam- ir fram úr og voru yfir það sem eftir lifði hálfleiksins, þó Skaga- menn hafi aldrei verið Iangt undan. í hálfleik var munurinn aðeins þijú stig, 37:40. I upphafi síðari hálfleiks fékk Ermolinski, þjálfari og leikmaður Skagamanna, sína fjórðu villu og gat lítið beitt sér eftir það. Læri- sveinar hans tvíefldust og með góðri baráttu náðu þeir að jafna leikinn. Gestirnir voru þó alltaf skrefmu á undan og er staðan var 70:70, og ein mínúta eftir, skoraði Sigfús Gizurarson þriggja stiga körfu. Skagamenn fengu boltann en mis- notuðu sókn sína og fengu dæmda á sig frekar vafasama ásetnings- villu. Jón Arnar skoraði úr báðum vítaskotunum og eftir það var aldr- ei spurning hvar sigurinn lenti. Skagamenn geta verið nokkuð ánægðir með þennan ieik þrátt fyr- ir tap. Þeir spiluðu oft skynsam- lega, tóku langar sóknir og voru ekki of bráðir sem oft hefur ein- kennt leik þeirra. Bjarni Magnússon var geysisterkur í liði heimamanna, sérstaklega í fyrri hálfleik. Andre Bondarenko var dijúgur og Dagur Þórisson kom sterkur inn í síðari hálfleik. Haukarnir geta sjálfsagt spilað mun betur en í þessum leik. Þeir eru með geysisterkt lið en áhugaleysi virtist ríkjandi að þessu sinni. Shawn Smith var þeirra langbesti maður og klikkaði vart úr skoti innan teigs og Sigfús Gizur- arson átti ágætis seinni hálfleik. Ætluðum að senda skilaboð Við komum rétt stemmdir í þenn- an leik og ætluðum að senda viss skilaboð því það hefur verið tal- að um að við séum Stefán ekki með gott lið en Stefánsson sýndum nú að KR, skrifar sem á að vera eitt af bestu liðunum, getur ekki komið hingað og farið létt með okkur, sagði Hrannar Hólm þjálfari Njarðvíkinga eftir 87:80 sig- ur á KR í Njarðvík á sunnudaginn. Njarðvíkingar voru frá upphafi mun betri, léku snarpa maður á mann vörn og nýttu færin sín á meðan ekkert gekk upp hjá Vest- urbæingum þar sem vörnin var sein og hittni afleit. Náðu heimamenn góðu forskoti, mest 22 stigum. Eftir hlé héldu Njarðvíkingar í horfínu fram undir miðjan hálfleik. Þá bytj- uðu þeir að gefa eftir og KR-ingar gengu á lagið. Stöðugt saxaðist á forskotið sem varð fjögur stig er rúm mínútu var eftir af leiknum en þá fannst Njarðvíkingum nóg komið og gerðu flmm stig. Njarðvíkingar unnu rækilega fyrir stigunum með frábærri vöm og öflugum sóknarleik. Það munaði ekki síst um Torrey John sem nýtti öll tólf skot sín inni í teig og liðið fær prik fyrir að nýta hann vel. Páll Kristinsson var einnig frábær og Friðrik Ragnarsson og Jóhannes Kristbjörnsson áttu góðan dag. „Ég er mjög ósáttur þvi við hittum illa og engin barátta var í fráköstun- um. Við eigum að vera með sterkt lið en það er ekki nóg að mæta í suma leiki og ná í tvö stig - það þarf karakter og vilja. Þegar okkar mönnum var síðan stillt upp við vegg í lokin átti að bjarga hlutunum en þá var það of seint,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR eftir leik- inn. KR-ingar voru á hælunum næst- um allann leikinn, varla er meira hægt að segja um það. Hermann Hauksson gafst þó aldrei upp og Ingvar Ormarsson átti góðan sprett en aðrir sáust varla. Fyrsti sigur KFÍ í Úrvalsdeild Leikur Breiðabliks og KFÍ í Smár- anum á sunnudagskvöld var mjög sveiflukenndur framan af en verulega spennandi Halldór þegar líða tók á síð- Bachmann ari hálfleik þó ekki skrifar hafi verið leikinn ris- hár körfubolti. KFÍ hafði sigur á endasprettinum, 75:78. Gestirnir skoruðu fyrstu fimm stigin en eftir það tóku heimamenn við sér og skoruðu næstu 12. ísfirð- ingum gekk illa að notfæra sér hæð- armun inni í teig og gekk Evan Ro- berts ótrúlega illa að koma boltanum ofaní körfuna. Heimamenn höfðu forystu í hálfleik, 43-33. Þeir héldu svo áfram að bæta við forystuna í upphafi síðari hálfleiks og var mun- urinn mestur 15 stig þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þá tóku Isfirðingar til bragðs að setja Andrew Vallejo, Bretann í liði sínu, til höfuðs Andre Bovain og var það vendipunktur í leiknum. Bretinn, sem er góður varnarmaður, náði að úti- loka Bovain töluvert frá leiknum og riðlaði það leik Biika, sem skoruðu ekki stig í 6 mínútur. Þegar átta mínútur voru eftir voru gestirnir allt í einu komnir einu stigi yfir, 58:59, og eftir þetta var leikurinn í járnum en gestirnir mörðu sigur. Andre Bovain, sem skoraði 41 stig og lék góða vörn, hélt Breiðabliks- mönnum á floti í þessum leik en ljóst er að þeir eiga erfiðan vetur fyrir höndum. KFI var betri aðilinn þótt ekki gengi það átakalaust fyrir þá að sigra. Segja má að KFÍ hafi sigr- að á breiddinni en fjórir leikmenn liðsins, þeir Evan Roberts, Guðni Guðnason, Friðrik Stefánsson og Baldur Jónasson, skoruðu 15 stig eða meira. Auk þeirra léku Andrew Vallejo, sem áður er getið, og Hrafn Kristjánsson vel í vöminni. Það er þó ljóst að KFI má sýna á sér betri hliðar en liðið gerði í Smáranum á sunnudagskvöld ef það ætlar að halda sér í deildinni. Breiðhyltingar komnir á blað Lið ÍR sigraði Þór frá Akureyri, 91:76, í Seljaskóla. Heimamenn hófu leikinn með því að beita svæðis- vöm og virtust ætla Edwin Sera út um leikinn Rögnvaldsson strax í byijun. Hinn skrifar nýi erlendi leikmaður ÍR, Tito Baker, hélt sýningu fyrir áhorfendur með troðsl- um og skemmtilegum hreyfingum í sókn auk þess sem hann varði nokk- ur skot Þórsara með tilþrifum. Þórsarar vöknuðu loks til lífsins þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður og var Fred Williams helsti máttar- stólpi þeirra, en hann gerði nærri helming allra 35 stiga Þórs í fyrri hálfleik. Bestu leikmenn ÍR, þeir Tito Baker og Herbert Arnarson, voru utan vallar þegar leikmenn Þórs höfðu sig hvað mest í frammi. Norðanmenn voru mun betri aðil- inn í upphafi síðari hálfleiks og skor- uðu fjórar fyrstu körfurnar - jöfnuðu 43:43. Þá vöknuðu ÍR-ingar af vond- um draumi og reyndu að hrista Þórs- ara af sér, en munurinn var aldrei meiri en fjögur stig þar til síga tók á seinni hluta síðari hálfleiks. Aldrei komust Þórsarar samt yfír. Fred Williams lék vel í liði Þórs og fékk sér aldrei sæti á bekknum - nema ef vera kynni í leikhléum. Hann var ötull við að halda sínum mönnum í seilingarfjarlægð frá heimamönnum, en hann var allt í öllu hjá Þórsurum og brá sér stöku sinnum í hlutverk leikstjórnanda þegar bakverðir liðs- ins höfðu komið sér í villuvandræði. Þegar um þijár mínútur voru til leiksloka var staðan 78:74, ÍR-ingum í hag, en eftir það skoruðu Þórsarar aðeins eina körfu og það kann alls ekki góðri lukku að stýra. Tito Baker var besti maður heima- manna, en hann skoraði 40 stig og tók 14 fráköst. Herbert Arnarson lét lítið á sér bera, en tók góða rispu undir lokin og gerði alls 19 stig. Eríkur Önundarson var traustur og skoraði úr öllum sex skotum sínum - gerði 15 stig. Fred Williams var langbesti maður Þórs og gerði alls 29 stig. Þórsarar söknuðu Konráðs Óskarsson, besta bakvarðar síns, en hann tók út leikbann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.