Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ » KNATTSPYRNA Vonbrigði í VHnius Litháen vann ísland 2:0 í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspymu. Stein- þór Guðbjartsson var á leiknum í Vilnius á laugardag og varð fyrir vonbrigðum með --------------------------------------- úrslitin eins og aðrir Islendingar á staðnum. Hlutskipti ísiendinga í alþjóða knattspyrnukeppni hefur oft- ar en ekki verið að verjast og treysta á gagnsóknir. Ekki síst á útivelli þegar mótheijamir hafa verið af sterkara taginu. Veganest- ið í Vilnius á laugardag var á þessa lund, en frá byijun var ljóst hver valdið hafði. Litháar eru með sterkt landslið, lið sem hefur reynst mjög sterkum knattspymuþjóðum erfitt heim að sækja, en íslenska landslið- ið hafði ekki áhyggjur af því. Það var komið til að ná hagstæðum úrslitum, gerði það sem það gat til þess en umdeildur vítaspymudómur um miðjan fyrri hálfleik gerði það að verkum að íslensku strákarnir, sem vom miklu betri en mótheijam'- ir, urðu að sækja stíft og það hent- aði heimamönnum. Þeir hreinlega lögðust í vörn, sáttir við sitt, og innsigluðu óréttlátan 2:0 sigur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Breytlng Rúmenar varkárir GAVRIL Balint, aðstoðar- landsliðsþjálfari Rúmena og fyrrum miðherji landsliðsins, fylgdist með ieiknum í Vil- nius og hrósaði ísienska lið- inu. „Það lék mjög vel og mun betur en ég átti von á. Leikurinn var mjög harður en íslendingar gáfu ekkert eftir og stóðu sig vel. Vítið virkaði vafasamt en erfítt var að sjá hvað gerðist ná- kvæmlega." Balint sagði að Rúmenar hefðu ekki staðið undir vænt- ingum í úrslitakeppni EM í sumar en hugur væri í mönn- um að bæta fyrir það. „Það var allt á móti okkur á Eng- landi en við eigum að geta staðið okkur vel í þessari keppni. Litháen var ekki með sitt sterkasta lið í Rúmeníu og ég á von á að leikurinn á íslandi verði mun erfiðari." Allir, sem fylgjast með knatt- spyrnu, vilja sjá sitt lið sækja til sigurs. Sjaldan hefur það verið aðal íslenska landsliðsins en að þessu sinni sýndi það svo sannarlega mik- inn baráttukraft og sigurvilja. Frá fyrstu mínútu réð það gangi leiksins en erfiðlega gekk að skapa góð marktækifæri. Eðlilega, því móther- jarnir þjöppuðu sér saman í eigin vítateig og hugsuðu fyrst og fremst um að veijast, ekki síst eftir vítið. Gífurlegur kraftur var í íslensku strákunum og ekki leyndi sér hvert stefnan var tekin. Vörnin var mjög sterk og miðjumennirnir sem kóng- ar í ríki sínu en þrátt fyrir gott spil á stundum og margar góðar sóknir tókst ekki að setja punktinn yfir i-ið. Það er viss höfuðverkur að ná ekki að skapa almennileg færi en þessi mannskapur á að geta unnið úr því. Geta meira Vftið tóm uitleysa Eftir að íslendingar höfðu ráðið ferðinni í liðlega 20 mínútur fengu þeir dæmda á sig víta- spymu. Guðni Bergsson og Vaid- otas Slekys reyndu að ná boltan- um og virtist Guðni vera með hann en Slekys féll við og belg- íski dómarinn dæmdi umsvifa- laust vítaspymu. „Eg stökk upp með honum og hann féll við,“ sagði Guðni við Morgunblaðið, svekktur og sár. „Ég verð að taka þá sök á mig ef um sök er að ræða en ég held að þetta hafi verið leikaraskapur hjá honum. Ekkert var í gangi en úr því sem komið er verður að taka þessu.“ Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, tók í sama streng. „Þetta var mjög harður dómur. Vera má að Guðni hafi komið við hann en oftar en ekki er ekki dæmt á svona. En það verður ekki aftur tekið.“ Benjaminas Zelkevicius, þjálf- ari Litháa, vitnaði í knattspyrnu- reglurnar. „Leikmaðurinn ýtti mínum manni með báðum hönd- um og það er víti á þessu stað.“ og er alls ekki tilbúinn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla, þó hann hafi verið nálægt því að skora með skalla undir lokin. Að sjálfsögðu eru menn aldrei sáttir við tap og alls ekki þegar þeir eiga annað skilið. Eflaust segja sumir að þetta sé alltaf sama tugg- an, góð barátta og vilji en tap, en nú verður að árétta að úrslitin segja lítið sem ekkert um gang leiksins. Litháar eru með sterkt lið og sér- staklega var vængmaðurinn Armin- as Narbekovas skemmtilegur en lánið lék við heimamenn að þessu sinni. Þeir voru mjög bjartsýnir fyr- ir leikinn en fengu mun meiri mót- spyrnu en þeir áttu von á. Fimm horn íslendinga gegn einu í seinni hálfleik segja sína sögu og sú stað- reynd að íslendingar voru lengstum með boltann undirstrikar yfirburð- ina. En mörkin ráða og á morgun verður mun erfiðara verkefni gegn Rúmenum á Laugardalsvelli. Með sama hugarfari og í Vilnius er samt ástæðulaust að óttast. íslenska liðið hefur alla burði til að ná betri úr- slitum en i fyrstu tveimur leikjum HM að þessu sinni. > ,u i »i ia&téti&é.i-i: H SIGURÐUR Jónsson lék vel á miðjunni í Vilnius og stöðvaði mótherjana mörku, að finna fyrir ákveðnl íslendlngslns sem Mótheijar íslendinga hafa stund- um haft á orði að þeir væru óþarf- lega harðir, jafnvel grófir. Að þessu sinni var harkan heimamanna og komust þeir upp með mörg ljót brot en hart var látið mæta hörðu. Þetta var leikur fyrir Ólaf Þórð- arson enda kom hann sterkur inn en því miður of seint. Arnar Gunn- laugsson kom inná í seinni hálfleik 1B^\Litháar sóttu upp vinstri kantinn ■ Mi 'og boltinn kom fyrir mark ís- lands. Guðni Bergsson og Slekys stukku upp til að reyna að ná til boltans, Litháinn datt og dómarinn dæmdi víti. Edgaras Jankauskas skoraði af öryggi út við stöng niðri, hægra megin við Birki í markinu á 22. mínútu. 2B#%Arminas Narbekovas tók hom IVI _________'frá hægri. Slekys kom á ferð- inni inn í teiginn og óvaldaður skallaði hann upp i þaknetið á 73. mínútu. Lokað fyrir hljóðlínu LANDSLEIKUR íslands og Litháen var í beinni útsendingu sjónvarps í báðum lönd- um en ekki var hægt að lýsa fyrri hálfleik til íslands þar sem ekki var aðstaða fyrir Arnar Björnsson, íþróttafréttamann RÚV, til að tala frá vellinum. Eftir mikið rifrildi var hætt við beina útvarpsútsendingu í Litháen að loknum fyrri hálfleik og fékk Arnar línuna en aðstaðan var ekki eins og um hafði verið samið. Landsliðið á síð- ,,j§mi - V' asta snúningi ÍSLENSKA landsliðið var óvenju fljótt að koma sér í burtu frá vellinum eftir leikinn í Vilnius. Ástæðan var sú að hópurinn var í Ieiguflugi með Fokkervél Flugleiða og flugvellinum var lokað klukkan 22 en leiknum lauk liðlega 20.30. Ivanauskas lék ekki með Morgunblaðið/Steinþór LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari íslands, var allt annað en sáttur með gang mála undlr lok lelksins í Vllnius en landslið- ið hefur fengið eitt stig úr tveimur leikjum. VALDAS Ivanauskas, miðherji HSV, lék ekki með Litháen eins og til stóð. Lands- liðsþjálfarinn sagði að hann væri ekki al- veg búinn að ná sér eftir meiðsli og því hefði hann ekki tekið áhættuna að láka hann leika. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.