Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1996, Blaðsíða 16
16 C ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ INIý ásýnd Flateyrar Ásýnd byggðarínnar á Flateyri mun breyt- ast enn meira en orðið er þegar faríð verður að byggja upp á Eyrinni samkvæmt nýju aðalskipulagi. Áhersla er þó lögð á að við byggingu nýrra húsa verði tekið mið af núverandi byggð og einkennum hennar. Helgi Bjamason skoðaði skipulagið. Morgunblaðið/Kristinn ARKITEKTARNIR Gylfi Guðjónsson og Sigurður J. Jóhannsson hafa unnið að nýju aðalskipulagi fyrir Flateyri. VINNA sú við gerð nýs aðalskipu- lags fyrir Flateyri sem hófst fljót- lega eftir að snjóflóð féll á byggðina fyrir ári er langt komin. Skipulagið var auglýst í sumar og nú er unnið að endanlegri greinargerð sem því þarf að fylgja. Þegar aðalskipulagið hefur verið staðfest verður hafíst handa við endanlega gerð deili- skipulags á grundvelli þess, en frumvinnan hefur þegar farið fram. Arkitektarnir Gylfi Guðjónsson og Sigurður J. Jóhannsson unnu að skipulaginu í samráði við hrepps- nefnd Flateyrarhrepps og Skipulag rikisins. Aðalskipulagið er stefnumörkun sveitarstjórnar í skipulagsmálum til ársins 2015. Kveðið er á um bygg- ingasvæði og gatnakerfi til framtíð- ar. Að sögn Gylfa Guðjónssonar eru helstu breytingarnar þær að gerð verður ný aðkoma um þjóðveginn úr austri og hún betur tengd gatna- kerfi þorpsins, byggð á Eyrinni verður þétt og nýtt byggingasvæði útbúið á fyllingu austan Hafnar- strætis. Skipulagsforsendur breytast Arkitektarnir komu að skipu- lagsvinnunni eftir snjóflóðin. Þá voru þær forsendur gefnar að eng- in byggð yrði norðan Tjarnargötu vegna snjóflóðahættu. Gylfí segir að þeir hafi því einbeitt sér að svæðinu neðar á Eyrinni. Með þétt- ingu núverandi þéttbýlis þar og uppfyllingu við Hafnarstræti hafí, með því að gera ráð fyrir fjölbýlis- húsum á hluta lóðanna, tekist að finna lóðir fyrir samtals um 50 íbúðir. Þessar forsendur breyttust síðar. Stjórnvöld ákváðu að ráðast í bygg- ingu mikilla snjóflóðavarnargarða í fjallinu fyrir ofan Flateyri sem ætl- að er að vernda alla byggðina. „Mannvirkin voru gerð samkvæmt tillögum norsku jarðtæknistofnun- arinnar og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Hér var kominn nýr veruleiki sem skipulagið varð að taka mið af,“ segir Gylfí. Við þetta komu svæðin ofan Tjamargötu aft- ur inn í skipulagsvinnuna, en Gylfí segir að vegna þess að enginn viti hvernig aðstæður verði á svæðinu undir görðunum hafi verið ákveðið að fresta skipulagningu svæðisins. Þó er ljóst að ekki verður byggt upp á því svæði sem snjóflóðið féll yfír, þar á að gera minningarreit um þá sem létust í flóðinu. Þær breytingar urðu einnig á skipulagstímanum að í ljós kom að mestur áhugi væri á lóðum fýrir sérbýlishús og við það að fækka blokkum og fjölga einbýlishúsum fækkaði íbúðunum. Nú er gert ráð fýrir lóðum fyrir 30-40 nýjar íbúðir á Eyrinni. Styrkja núverandi einkenni Á Eyrinni verður byggt á auðum lóðum og í stað húsa sem við fyrstu athugun teljast mega víkja sökum lélegs ástands og takmarkaðs varð- veislugildis. Hér er um að ræða íbúðarbyggð milli Hafnarstrætis og Brimnesvegar og Drafnargötu og Brimnesvegar. í kynningu á skipu- lagstillögunum segir að áhersla sé lögð á að ný hús taki mið af þeirri byggð sem fyrir er hvað varðar grunnflöt, húsagerð, þakform og húsahæðir. Ný hús muni þannig styrkja núverandi einkenni byggð- arinnar. Liður í þessari vinnu er húsakönnun sem Húsverndardeild Þjóðminjasafnsins lagði áherslu á að yrði unnin samhliða skipulags- vinnunni. Gylfí segir eðlilegt að gera það vegna þess hversu sér- stakt verkefnið sé, það er að end- umýja gamlan byggðakjama. Áustan Hafnarstrætis er gerð tillaga um byggingu tveggja hæða einbýlishúsa með litlum forgörðum til vesturs og útsýni til austurs yfír höfnina. Gömlu húsin við Hafnar- stræti eru mikilvægur þáttur í ásýnd Flateyrar, en nýju húsin munu að einhveiju leyti breyta þeirri ásýnd þegar ekið er út Önund- arfjörð og til Flateyrar. I skipu- lagstillögunum er þó lögð mikil áhersla á að viðhalda og styrkja yfírbragð gömlu húsanna, en þar er opinberri starfsemi ætlað að þró- ast. „Yfirbragð Hafnarstrætis sem aðalgötu kauptúnsins verður breytt og reynt að skapa sérstakt yfír- bragð þorpsgötunnar. Gangstéttar og bílastæði verði báðum megin götunnar og akbrautin sjálf þrengd í sjö metra. Nýtt torg verður gert austan götunnar gegnt Hafnar- stræti 11. Þar verður og gangstétt yfír götuna. Leitast verður við að ná fram markmiðum um sérstakt yfírbragð með notkun yfírborðsefna svo sem hellulagna á torgi og bfla- stæðum," segir í kynningu á skipu- lagstillögunni. Eðlilegri aðkoma Gert er ráð fyrir nýrri aðkomu að byggðinni. Gylfí segir að núver- andi aðkoma taki meira mið af byggð ofan Tjarnargötu og hafí beint umferðinni á götuna sem ligg- ur milli skólans og meginbyggðar- innar. Vegna þess að í nýju tillögun- um sé aðaláherslan lögð á byggð á Eyrinni hafí verið gerð tillaga um að aðkoman yrði með aðlíðandi sveigju niður á Eyrina og tengdist þar gatnakerfínu en þvertengingar gerðar út frá henni. Við þetta breyt- ist aðkoman töluvert og kirkjan mun verða áberandi þegar ekið er inn í þorpið. Upp af höfninni, á uppfyllingu sunnan nýju aðkom- unnar gegnt kirkjunni, er gerð til- laga um nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu, bensínsölu og fleira. Norðan nýju aðkomunnar, sunnan kirkjugarðsins, er gert ráð fyrir athafnasvæði, léttum iðnaði og þjónustu. „Lögð er áhersla á að styrkja núverandi byggð á Eyrinni og bæta umhverfismál jafnt í stóru sem smáu. Fullnaðarfrágangur gatna, gangstétta, bflastæða og lítilla op- inna svæða er þáttur í endurhæf- ingu íbúðabyggðarinnar á Eyrinni,“ segir í tillögunum. Hugarfarið breytist Magnea Guðmundsdóttir, fyrr- verandi oddviti á Flateyri og nú varaforseti bæjarstjómar ísafjarð- arbæjar, telur að nýja skipulagið veiti nægilegt svigrúm fyrir þróun byggðar á næstu árum. Hún segir að ekki sé mikil eftirspurn eftir lóð- um eins og er, en nokkuð um það að fólk sem missti hús sín hafí keypt hús á Eyrinni og gert þau upp. „Þetta gerðist snöggt og það tekur mun lengri tíma að vinna upp það sem fór. Það er ómögulegt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Fólk hefur beðið með að hefja fram- kvæmdir, það vildi hjá hvað gerðist í fjallinu. Nú er verið að reisa varn- argarða til að vernda byggðina og ég held að hugarfarið breytist,“ segir Magnea. Morgunblaðið/RAX Skrautlistar Smiðjan Lagfæríng og endurgerð gamalla húsa er vandaverk, segir Bjarni Olafsson. Það getur veríð nauðsynlegt að leita eftir réttrí gerð af listum og gluggarömmum. Gömul gluggagerð með römmum. Svona efni fæst ekki á lager en er vel hægt að búa til. egar byggð voru timburhús hér áður fyrr, á síðastliðinni öld og fram á þessa öld, voru notaðir strikaðir listar umhverfís glugga, dyrakarma, veggjahorn, gólflista og kverkar við loft og víðar í húsun- um. Nú hin síðari ár hafa margir viljað eignast þessi gömlu timbur- hús, og hafa þau mörg hver verið endurbyggð svo að þau hafa fengið fallegt yfírbragð. Þegar slíkar viðgerðir eru unnar kemur í ljós hve strikuð borð um- hverfis glugga og annað tréskraut fegrar útlit þessara húsa. Vanda- samt er að gera við og endur- byggja þessi gömlu hús, ef vel á að takast og er rétt að fólk kynni sér íslensk lög um húsafriðun, áður en það hefst handa við endurgerð. Leiðbeiningarrit Húsafriðunarnefnd ríkisins gaf í sumar út rit til leiðbeiningar um viðgerðir gamalla glugga. Mikið hefur vantað á að nýsmíði glugga í gömul hús hafí verið framkvæmd með viðunandi hætti og hafa mörg eldri hús orðið afskræmd í útliti, eftir að settir hafa verið nýir gluggar í þau. Gluggar hafa mikil áhrif á útlit húsa og er enda óheimilt að breyta gluggum húsa, þótt þau séu ekki gömul. Það þarf að sækja um heim- ild til þeirra breytinga til bygginga- fulltrúa og umsókninni þarf að fylgja útlitsteikning af húsinu með fyrirhuguðum gluggum. Það er því fagnaðarefni að umrætt rit, sem nefnist: TRÉGLUGGAR skuli vera komið út. Leiðbeiningarrit þetta er t.d. fáanlegt í timburverslunum og víðar. Verksmiðjuunnið gluggaefni sem timburverslanirnar eiga á lager er nú mun gildara og efnismeira en áður var. Séu gluggar í gömul hús smíðaðir úr slíku efni verða gluggamir því mjög klossaðir og ljótir, borið saman við gömlu gluggana. Sérunnið efni í áðurnefndu riti um glugga í gömlum húsum er bent á að rétt sé að gera við gömlu gluggana ef þess er kostur, t.d. með því að skeyta við póst eða karm þar sem tréð hefur fúnað. Einnig má benda á að til eru verkstæði sem smíðað geta nýja glugga sömu gerðar og hinir gömlu voru. Þeir gluggar verða ekki mikið dýrari en ef keypt væri lagerefni í timburverslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.