Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Ronaldo ígegn áSpáni Brasilíumaðurinn Ronaldo fór á kostum þegar Barcelona vann Compstela 5:1 í spænsku deildinni um helgina. Hann gerði tvö glæsi- leg mörk og lagði upp önnur tvö fyrir efsta liðið og var hreint óstöðvandi, en þessi tvítugi piltur frá 22. september sl. hefur slegið í gegn á nýhöfnu tímabili á Spáni. íslendingar kynntust þessum leikmanni af eigin raun vorið 1994, þegar þeir töpuðu 3:0 fyrir Bras- ilíumönnum í æfingalandsleik í Florianapolis. Romario, sem þá var 17 ára, gerði fyrsta markið og var besti maður vallarins, en skömmu áður hafði hann leikið fyrsta lands- leik sinn. Margir snillingar Margir snillingar í knattspyrnu leynast í Brasilíu og Jairzinho, fyrrum landsliðsmaður, tók eftir Ronaldo þegar hann lék með Sao Cristovo í keppni innanhúss. Ron- aldo er frá úthverfi Rio de Janeiro og draumur hans var að leika með Flamengo en vonin varð að engu þegar félagið neitaði að aðstoða hann við að borga strætisvagna- ferðir á æfingar. 15 ára var hann lykilmaður í 17 ára landsliði Brasil- íu, sem varð Suður-Ameríkumeist- ari, en pilturinn var markahæstur með átta mörk. í kjölfarið fékk Jairzinho félagið Cruzeiro til að greiða jafnvirði um 40 millj. kr. fyrir piltinn og hann var fljótur að borga fyrir sig, gerði 22 mörk í 18 leikjum svæðakeppninnar og 12 mörk í úrslitakeppni lands- deildarinnar. Ronaldo, sem var í landsliðshópi Brasilíu í HM í Bandaríkjunum 1994, fór til PSV Eindhoven í Hollandi eftir keppnina fyrir um 400 millj. kr. Reyndar bauð Ajax 455 millj. kr., hann vildi frekar fara til PSV Einhoven, fyrst og fremst fyrir orð Romarios, landa síns og fyrrum leikmanns Eindhov- en, og gerðj 30 mörk í hollensku deildinni en var lítið með í fyrra vegna meiðsla. Ronaldo er prakkari EIÐUR Smári Guðjohnsen kynnt- ist Ronaldo hjá PSV og ber hon- um vel söguna. „Hann er mikill prakkari og var stöðugt að grín- ast, sérstaklega eftir að hann komst inn í málið,“ sagði íslenski landsliðsmaðurinn, sem hefur verið frá síðan í vor vegna meiðsla. „Ronaldo missti mikið úr á liðnu tímabili vegna meiðsla og tók því illa, sérstaklega með Ólympiuleikana í huga, en ég held að hann hafi aðeins leikið 12 Ieiki með okkur,“ sagði Eiður Smári. „En þetta er ótrúlegur drengur og hann fór beint inn í liðið enda sterklega byggður, fljótur, teknískur og skoraði grimmt. Mörkin sem hann gerði fyrir Barcelona um helgina voru dæmigerð fyrir hann - hann getur auðveldlega unnið leiki upp á eigin spýtur." Eiður Smári sagði að Ronaldo væri sérstakur leikmaður. „Hann á það til að sjást ekki í leikjum en svo fær hann boltann einu sinni og skorar. Hann var líka svona á æfingum, jafnvel latur, en þegar hann fékk boltann færðist líf í hann. Ekki er hægt að segja að hann vinni mikið fyr- ir liðið en sem einstaklingur er hann frábær.“ íslenski landsliðsmaðurinn er tveimur árum yngri en sá brasil- íski og þegar Ronaldo ákvað að fara til Barcelona opnaðist hugs- anlega greiðari leið fyrir Eið Smára inn í lið PSV. „ Að sumu leyti má segja það en ég á ekki mikla möguleika fyrr en ég fæ mig góðan af meiðslunum." „Ræður við þetta“ Þegar Barcelona keypti Ronaldo á liðnu sumri fyrir tæplega 1,3 milljarða kr. var hann næstdýrasti leikmaður knattspyrnusögunnar, en Bobby Robson, þjálfari spænska liðsins, sagði að þótt framherjinn ætti vísar tæplega 70 milljónir kr. á ári næstu átta árin, ætti það ekki að hafa áhrif á leik hans. „Hann ræður við þetta og hugsar ekki um peningana. Hins vegar er þetta mjög góð fjárfesting fyrir félagið því það hefur tryggt sér ofurstjörnu næsta áratuginn.“ Þess má geta að þegar Eind- hoven keypti Ronaldo, gerði Inter Mílanó samning við Eindhoven, að liðið hefði forgang á að kaupa kappann þegar samningur hans væri úti hjá Eindhoven. Ronaldo, sem ætlaði sér alltaf að gerast leik- maður á Ítalíu eða Spáni, var hjá Inter í rúma viku í sumar sem leið. Þegar Bosman-málið kom upp, var ljóst að Ronaldo gæti ráðið hvert hann færi og hann var mjög spenntur þegar tiboð frá Barcelona kom. Forráðamenn Eindhoven gáfu Inter tækifæri til að bjóða betur en Barcelona. Inter var ekki tilbúið að gera það - gaf eftir í kapphlaupinu um Ronaldo. RONALDO, brasilíski framherjinn frábæri sem farið hefur á kostum með Barcelona. Geröu laugardaginn aö tippdegi! Beinu ensku útsendingarnar eru hafnar! l* , miHjónir I pottinu,n ...ef pú spilar til að vinnal Velkomin aí> netfangi WWW. TOTO. IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.