Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 1
~r* \- ■ DRUSLAN HÚN LAUFEY/2 ■ POSTULÍMSDÚKKUR í HVERJU HORIMI/3- ■ BAIMDARÍSKUR UÓSMYIUPARIOG DÆTUR SÖGUEYJUMMAR/4 ■ ÚTI- VINNAIMDI KONUR í SÓKN Á KOSTNAÐ KARLA/6 ■ MYNDASAGA/8 ■ RISAEÐLUR í REYKJAVÍK VEL hönnuð risaeðlusýning veitir innsýn í horfinn heim. Spurningar vakna um voðann sem getur óvænt steðjað að teg- undum. Eftir að eðlurnar hurfu svo skyndilega gafst spendýrum færi til þróunar. En hvernær rennur þeirra tími út? Um 18 þúsund gestir hafa komið á sýninguna og margir skólahópar koma utan opnunar- tíma enda nota kennarar sýning- una til að vekja áhuga nemenda á ýmsum þáttum í náttúrufræði. Gestir geta skoðað 22 eðlur af 18 tegundum, eina má hreyfa með fjarstýringu, það má snerta eftirlíkingu af steingervingum í möl, sitja við tölvur með marg- miðlunarefni og horfa á mynd- band frá Dinamations sem fram- leiðir dýrin, teikna, lita og fleira. ■ í fatabúð til að klippa og lita hár HARSTOFAN Animal er á óvenjulegum stað. Hún er inni í fatabúðinni Spútnik á Hverfisgötunni í Reykjavík. Þegar farið er í klippingxi eða háralitun, getur maður fylgst með búðargestum skoða og máta notuð föt sem þar eru til sölu og búðargestim- ir geta sömuleiðis fylgst með því hvernig klipping- unni miðar áfram. En til að njóta meira næðis, ætti maður kannski frekar að fara í stólinn lengst til vinstri. Á hárstofunni, sem var formlega opnuð í júlí síðastliðnum, vinnur „Animal-tímið", svokallaða, en það eru tvímenningarnir Mummi og Maggý. Á næstunni munu þeim þó bætast tveir liðsaukar, þeir Magni og Biggi. Hárgreiðslusveinninn Mummi, rekur hárstofuna og segir hann í samtali við Daglegt líf að með hárstofunni sé verið að reyna að höfða til fólks sem ekki nenni að fara á venjulegar hárgreiðslustof- ur.„Hér emm við fyrst og fremst að reyna að skapa sérstakt en um leið þægilegt andrúms- loft,“ segir hann og heldur áfram. „Mark- mið okkar er að vinna saman sem ein heild og að móta okkar eigin stíl í hártískunni á íslandi. Þótt margir komi á hárstofuna og biðji um sömu hlutina þá reynum við að útfæra það á annan hátt, svo ekki verði allir eins. Við munum sérhæfa okk- ur í klippingu og háralitun, þó einn- ig sé boðið upp á permanent. „Hár- lagning er hins vegar ekki á boðstóln- um,“ segir hann. Mummi segir að sú hugmynd að hafa hárgreiðslustofu inni í fatabúð hafi blundað í honum í nokkurn tíma. „En mér og vini mínum datt þetta eiginlega í hug þegar við vorum í hár- greiðslunámi í Lundúnum fyrir tveimur árum,“ seg- ir hann. „Þar tókum við eftir því að innan um hina ýmsu fatamarkaði, voru lítil hárgreiðsluhorn og Morgunblaðið/Ámi Sæberg fannst okkur það mjög sniðugt. Hugmyndin varð síðan að veruleika síðastliðið sumar, þegar Þura eigandi Spútniks veitti okkur pláss í verslun sinni. Hárstofan hefur hlotið góðar undirtektir, sem sést best á því að verið er að bæta við tveimur starfs- mönnum," segir Mummi að síðustu. ■ Frosið slátur J 3 stk. lifrarpylsa Á 1 stk. blóðmör 1 Helgartilboð M Fjölskyldubrauð < r Kjötfars Húsavíkurjógúrt^ uftlfWfw trmTom r j TjJ njmrTaWJ | iíjuuD - m} tSFcnj í fu I S' nTyp IWmnTf rtiffifii nH ft"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.