Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
2 C
FOSTUDAGUR 18. OKT’OBER 1996
r
DAGLEGT LIF
Dúkkur úr
postulíni eru í
hverju horni heimilisins
..
v
ÞAÐ er kunnara en frá
þurfi að segja að þegar
litlar stúlkur vaxa úr
grasi hætta þær flest-
ar í dúkku- og öðrum
þykjustuleikjum, en
aðrir og alvarlegri leik-
ir taka við. Gömlu
dúkkurnar týnast eða
þeim er í besta falli
komið fyrir í geymslu
þar sem þær mega
dúsa og safna ryki þar
til ný kynslóð kemur
til skjalanna og vill fá
að leika við þær á ný.
Daglegt líf fékk hins
vegar spurnir af
tveggja barna móður á
Álftanesinu, Selmu
Björk Petersen, að
nafni sem hefur alltaf
haft mikinn áhuga á
dúkkum og fór fyrir
alvöru að safna þeim
fyrir nokkrum árum. í
fyrrasumar ákvað hún
að fara til Svíþjóðar á
námskeið í postulínsdúkkugerð og
má með sanni segja að postul-
ínsdúkkur ýmis konar prýði nú
hvert horn heimilis hennar. Und-
anfarna mánuði hefur hún haldið
kvöldnámskeið í postulínsdúkku-
NOKKRAR af þeim postulínsdúkkum sem
prýða heimili Selmu.
gerð, en auk þess hefur hún gert
tilraun til að selja postulínsdúkkur
í nokkrum búðum í Reykjavík.
„Ég var mjög mikið fyrir dúkk-
ur þegar ég var lítil og sat oft
heilu kvöldin, ásamt einni vinkonu
minni, og saumaði
ýmis konar klæðnað á
Barbie-dúkkurnar mín-
ar,“ segir Selma í samtali
við Daglegt líf og bætir
því við að áhugi á dúkk-
um hafi svo sannarlega
ekki minnkað síðan þá.
„Það var hins vegar
ekki fyrr en í fyrra-
sumar sem mér datt í
hug að læra að búa
til postulínsdúkkur,“
segir hún og heldur
áfram. „Það bar
þannig til að ég var
stödd ásamt ijöl-
skyldu minni í Tívolíinu
í Kaupmannahöfn og
var að bíða eftir
krökkunum mínum
þegar ég tók eftir ,
gamalli konu í litlum
skúr sem var að búa til
postulínsdúkkur. Eftir því
sem ég beið lengur eftir krökk
unum, því meira heillaðist ég af
handverki gömlu konunnar. Ég
velti því fyrir mér hve gaman það
væri að geta búið til slíkar dúkkur
og gaf mig því á tal við hana. í
gegnum hana komst ég að því
hvar ég gæti lært postulínsdúkku-
gerð og nokkrum mánuðum síðar
byijaði ég á námskeiði hjá
X konu einni í Svíþjóð," segir
hún.
Erf itt að láta
dúkkurnar frá sér
Selma segist hafa farið á
námskeiðið með það í huga
að geta sjálf kennt postul-
ínsdúkkugerð seinna meir,
enda kostnaðurinn við það að
koma sér upp grunnaðstöðu
all dýr. „Þegar ég byrjaði
varð ég til dæmis að
kaupa mér brennsluofn,
andlitsmót og ýmis
verkfæri sem til þarf.
Allan efnivið í dúkk-
urnar fæ ég hjá
sérstökum postul-
ínsdúkkufyrir-
tækjum í Þýska-
landi, eins og til
dæmis augun sem
eru úr gleri, augn-
hárin og hárkoll-
urnar, sem eru
ýmist úr alvöru eða
gervihári,“ segir
hún, en nefnir
einnig að öll fötin
saumi hún sjálf.
Selma segir að
markmiðið sé
einnig að selja
postulínsdúkk-
| urnar,“ „Því það
eru jú takmörk
fyrir þvi hve
W margar dúkkur
komast fyrir á einu
heimili," segir hún
brosandi. „Ég verð þó
að viðurkenna að
mér finnst erfitt
að láta þær frá
mér, því þegar
ég er búin að
GLERAUGU postulíns-
dúkkunnar og aðra
fylgihluti pantar Selma
hjá þýsku postu-
línsdúkkufyrirtæki.
Laufey
er drusla og
ekki í neinu uppáhaldi
KARLARNIR á
bílaverkstæðum
borgarinnar, þar
sem Laufey dvelst
endrum og sinnum
og æ oftar í seinni
tíð, halda að hún
hljóti að vera eig-
anda sínum einkar
kær. Eigandinn,
Ragnheiður Kristj-
ánsdóttir, neitar
því þó eindregið og
segist ekki halda
sérstaklega mikið
upp á Laufeyju, líti
bara á hana sem
hveija aðra druslu
áþekka þeim sem hún hefur átt frá
því hún eignaðist sinn fyrsta bfl.
Stundum ósýnileg
Ragnheiður hefur farið nosturs-
legum höndum um Laufeyju og
Laufey er engri lík. Á hráslagaleg-
um haustdögum er hún næstum
ósýnileg. Umlukin laufblöðum eins
og hinir bílamir er
hún svo samlit
umhverfinu að
Ragnheiður segist
stundum ekki
'koma auga á hana
strax. Munurinn á
Laufeyju, sem er
Escord árgerð
1984, og öðrum
bílum er samt sá
að flest laufblöðin
á Laufeyju bærast
hvorki í golu né
vindi. Þótt Ragn-
heiður ítreki að
hún beri ekki
nokkrar tilfinning-
ar til Laufeyjar eyddi hún nýverið
heilmiklum tíma í að dytta að henni
á alla lund. Verkið fullkomnaði hún
síðan með því að að mála á hana
laufblöð. Laufey er því orðin hin
skrautlegasta og vekur hvarvetna
mikla athylgi.
„Núna halda allir að ég sé óskap-
lega áhugasöm um bíla og allt sem
Skrautlega málaður
bíll við hús eitt í
Skipasundi vakti at-
hygli Valgerðar Þ.
Jónsdóttur, sem
bankaði upp á og
spjallaði við eigand-
ann, Ragnheiði
Kristjánsdóttur.
Morgunblaðið/Kristinn
RAGNHEIÐUR Kristjánsdóttir undir stýri á Laufeyju,
þeim viðkemur. í rauninni er mér
alveg sama hvernig bílum ég ek.
Einu kröfurnar eru að þeir komi
mér á milli staða. Nafngiftin, Lauf-
ey, er komin frá strák á bílaverk-
stæði og hefur einhvern veginn loð-
að við. Sjálfri dytti mér aldrei í hug
að gefa bíl svona fallegt nafn.“
Stóri draumur Ragnheiðar er
fjarri því að eiga nýjustu árgerð
af einhverri drossíunni. „Þá er mað-
ur bara með stöðugar áhyggjur af
að rekast einhvers staðar utan í eða
rispa dýrgripinn. Ég hef átt Lauf-
eyju í þijú ár og hef aldrei kippt
mér upp við þótt hún dældist smá-
vegis.“
Loks kom þó að því að ryðblett-
irnir og dældimar særðu fegurðar-
skyn Ragnheiðar svo mjög að hún
ákvað að láta hendur standa fram
úr ermum. Fæturnir þvældust hins
vegar fyrir, því hún var fótbrotin
og þurfti stundum að vera í kúnst-
ugum stellingum við lagfæringarn-
ar. Aðspurð um fótbrotið segir hún
að einhvers misskilnings hafi gætt
milli sín og hests.
Pússað, úðað og skreytt
Ragnheiður er grafískur hönnuð-
ur og sem slíkur segist hún hafa
fremur næmt auga fyrir útliti hluta
af flestu tagi — líka bíla. „Ég tók
enga áhættu því bíllinn gat vart
orðið óhijálegri útlits. Fyrst pússaði
ég og grunnaði ryðblettina, úðaði
grárri og svartri málningu yfir hann
allan og loks hófst ég handa við
skreytinguna. í fyrstu ætlaði ég
bara að mála laufblöð yfir blettina,
en nennti ekki að eltast við þá þann-
ig að ég hafði laufblöðin bara út
um allt.“
Ragnheiður segir að verkinu hafi
miðað ágætlega, enda fagmann-
legri tækni beitt. Hún fékk sér stórt
pappaspjald, teiknaði á það nokkrar
mismunandi gerðir laufblaða,
klippti þau út eins og dúkkulísur,
setti útklippt spjaldið á bílinn og
„dúppaði" bata í sex litum með
svampi. „Afar einfalt," segir hún
og bætir við að útlitið segi ekki
alla söguna, því innst inni sé Lauf-
ey sama druslan og tímaspursmál
hvenær hún renni sitt skeið á enda.