Morgunblaðið - 18.10.1996, Síða 3

Morgunblaðið - 18.10.1996, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 C 3 DAGLEGT LÍF Morgunbtaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir SELMA Björk Petersen snurfusar eina postulínsdúkkuna sína. búa þær finnst mér þær hafa öðl- ast sinn eigin persónuleika." , Margar konur safna dúkkum Selma segir að það taki þó nokk- urn tíma að búa til eina postul- ínsdúkku; höfuðið og hendurnar séu úr postulíni, sem þurfi að brenna og pússa eftir ákveðinni reglu, en búkurinn sjálfur sé úr taui. „En eitt af því vandasamasta er sennileg að mála andlitið, því það getur verið erfitt að láta báða helminga andlitsins vera SELMA saumar sjálf alla kjólana á dúkkurnar. alveg eins,“ segir hún. Selmu finnst svolítið áhugavert að fylgjast með konunum á nám- skeiðinu hjá henni búa til postul- ínsdúkkurnar, því þær byrji til dæmis alltaf að tala við dúkkurnar sem lítil börn um leið og andlitið er komið,“ segir hún og heldur áfram. „Þá hefur verið áhugavert að sjá hvernig hver og ein setur sinn eiginn persónuleika á dúkk- urnar. Sumar vilja til dæmis hafa dúkkurnar með eins augu og þær voru með þegar þær voru litlar eða eins hár og dætur þeirra voru með,“ segir hún. Selma segir að ef marka megi aðsóknina á námskeiðin hjá henni, þá hafi ótrúlega margar konur áhuga á því að safna dúkkum og búa þær til sjálfar Ami „Tænkeboks" eða minnisbox- ið, sem Ragnheiður hafði í farteskinu til Danmerkur. Ýmislegt í pokahorninu Ragnheiði finnst skreyting Laufeyjar ekki hafa verið það allra skemmtilegasta sem hún hefur fengist við um ævina og alla jafna fari ekki mikill tími hjá henni í bílanostur. Hún seg- ist þó skipta um dekk og þess háttar hjálparlaus og nýverið hafi hún „með sínu lagi“ lagað leka í rúðupissinu. „Annars kon- ar skreytingar höfða mun meira til mín, enda hef ég atvinnu af hönnun af ýmsu tagi, aðallega í tengslum við kynningarefni, bækur, bæklinga, auglýsingar og þess háttar.“ Fyrirtæki sitt í pokahorninu rekur Ragnheiður í stofunnni heima hjá sér. Þar hefur hún unnið um árabil og finnst fyrir- komulagið henta sér prýðilega. Hún hefur næg verkefni og seg- ist eygja aukna möguleika r framtíðinni. „Ég lét tengja tölv- una mína við alnetið, en slíkt ætti að gefa aukið svigrúm til að vinna fyrir erlendar auglýsinga- stofur og fyrirtæki. Þar sem ég hef alltaf verið hrifin af Danmörku, danskri hönnun og flestu sem danskt er, þreifaði ég svolítið fyrir mér, en mér til mikillar furðu komst ég að raun um að Danir eru ekki „tengdir“ í eins ríkum mæli og ís- lendingar. ViAarkassi og orkusteinn Ragnheiður viðurkennir að vera svolítið stolt af hugmynd og hönnun kynningarefnis um sjálfa sig, sem hún hafði í farteskinu til kóngsins Köben. í stað þess að útbúa bækl- BOKARKAPA og boðskort, sem Ragn- heiður hannaði. Hún segist yfirleitt hanna forsíðu og baksíðu sem heild, enda sé mikið fallegra að sjá manneskju lesa slíka bók eða bækling.“ inga með myndum og sýnishornum af verkum sínum fór hún nýstár- legri leið. „Ég vildi kynna mig ná- kvæmlega eins og ég er og eins og ég vinn. Ég þurfti vitaskuld að koma því á framfæri að ég væri hugmyndarík, gæti teiknað, skraut- skrifað, hannað og mér væri ýmis- legt fleira til lista lagt. Mér fannst einhver eigulegur gripur gæti kom- ið skilaboðunum best til skila. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að smíða lítinn viðarkassa, sem hefði að geyma sex þykk pappaspjöld, með gati í miðjunni, áþekk diskling- um. A hvert spjald lét ég prenta mismunandi stikkorð og orðið individet eða einstaklingur- inn ásamt nafni mínu og heimilsfangi. Loks fannst mér upplagt að setja orku- stein úr Snæfellsjökli í gatið í miðju spjaldanna. Neðst í kassann, sem ég kalla tænkeboks, sem mætti þýða minnisbox, setti ég loks miða með helstu upplýsing- um um sjálfa mig.“ Ragnheiður smíðaði all- marga kassa og færði vænt- anlegum viðskiptavinum, sem hún segir að hafi hugn- ast gjöfin vel. „Nú er bara að sjá hvað verður, því efa- lítið eiga Danir eftir að „tengjast“ í auknum mæli. Annars get ég ekki kvartað, ég hef næg verkefni hér heima. Mér finnst mikil vinnuhagræðing og tíma- sparnaður að alnetinu. Núna þarf ég ekki að hend- ast út um allan bæ vegna smáviðvika og hreyfi þvi Laufeyju mun minna en áður. ■ Barninu oftast vaggað á vinstri hlið MÆÐUR alls staðar í heimin- um hafa tilhneigingu til að vagga börnum sinum á vinstri hlið sinni og sérfræð- ingar hafa lengi velt því fyr- ir sér hvers vegna svo sé. Því hefur gjarnan verið haldið fram að þær gerðu það,til að hafa hægri höndina lausa þannig að þær gætu gert aðra hluti á meðan þær héldu á barninu eða þá til þess að ungabarnið heyrði betur sef- andi hjartslátt móðurinnar. En samkvæmt nýlegri skýrslu sem birtist í breska læknatímaritinu The Lancet- hafa læknar á Hammersmith sjúkrahúsinu í Lundúnum fundið það út að ástæðan tengist rödd móðurinnar og heila barnsins. Móðurin haldi barninu á þennan hátt til þess að bæta tjáskipti þeirra. Blæbrigði raddarinnar Þegar mæður tala við börn sín, eru það ekki orðin sjálf sem skipta máli, heldur er ómur og hljómfegurð mál- rómsins. Dr. Harry Sieratzky segir að hægri hlið heilans, sem framleiði og skynji, óm- inn og hljómfegurð, fái flest- ar sínar upplýsingar frá vinstra eyranu. Því haldi mæður börnum sínum ósjálf- rátt að vinstri hlið þeirra, þannig að þær geti talað í vinstra eyrað og gefið því þannig sem besta möguleika á því að heyra blæbrigðin í rödd móðurinnar, þó þau skilji ekki innihald orðanna. Hraust börn Betri námsárangur BHHBI Byltingarkenndar niðurstöður rannsókna sem gerðar jHIÍCTæ voru á breskum skólabörnum, hafa leitt í ljós að rétt bætiefni auka einbeitingu og úthald og hafa þar með áhrif á námsgetu. Niðurstöðurnar sem birtust í hinu virta læknau'mariti „Lancet“, sýndu greinilega fram á að með reglulegri neyslu vítamína jókst námsgeta nemenda til mikilla muna. BARNA VIT eru bragðgóðar fjölvítamín- og steinefnatöflur fyrir börn og unglinga til að tyggja eða sjúga. Fast í heilsubúðum, apótekum og heilsuhillum matvörubúða Éh, leilsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.