Morgunblaðið - 22.10.1996, Síða 3

Morgunblaðið - 22.10.1996, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1996 C 3 Haraldur gerði tvö mörk fyrir Aberdeen SKAGAMAÐURINN Haraldur Ing- ólfsson fór skyndilega til Skotlands á sunnudag og lék með Aberdeen á móti Glasgow Rangers í keppni varaliða í gærkvöldi. íslands- og bikarmeistarinn greip tækifærið, gerði tvö mörk í 3:0 sigri og klöpp- uðu um 800 áhorfendur honum lof í lófa þegar hann var tekinn af velli átta mínútum fyrir leikslok. íþróttafréttamaður hjá Press and Joumal í Aberdeen sagði við Morg- unblaðið að Haraldur hefði leikið nyög vel. „Enginn vissi hvaða leik- maður þetta var vinstra megin á miðjunni en aðeins var sagt að hann væri til reynslu. Hins vegar vissu allir hver hann var eftir fyrri hálf- leikinn en þá hafði hann gert tvö mörk, það fyrra eftir að hafa leikið á markvörðinn og hið síðara með góðu skoti utan vítateigs. Honum var líka vel fagnað þegar hann gekk af velli.“ Haraldur er samningsbundinn ÍA til 31. desember nk. en hann hefur áhuga á að leika erlendis og fór til Skotlands með leyfi Skagamanna. Landsmót haldið íGraf- arvogi 1998 NÆSTA Unglingalandsmót Ung- mennafélags Islands verður haldið á svæði Fjölnis í Grafarvogi árið 1998. Þetta var tilkynnt á sam- bandsráðsfundi UMFÍ sem var haldinn í Borgamesi um helgina. Þetta verður fyrsta Landsmótið á vegum UMFÍ í Reykjavík síðan árið 1914. Linda í KR LINDA Stefánsdóttir, ein besta körfuknattleikskona landsins, hefur gengið frá félagaskiptum úr ÍR í KR. Linda, sem hefur leikið með ÍR allan sinn feril nema í hitteð- fyrra er hún lék með Val, verður ekki lögleg með KR-ingum fyrr en eftir mánuð. Ljóst er að KR mun verða með sterkt lið í vetur og ekki skemmir fyrir félaginu að Linda ákvað að leika með því. Bjarki í liði vikunnar BJARKI Gunnlaugsson fékk 1,5 í einkunn hjá þýska íþróttablaðinu Kicker fyrir frammistöðu sína í leik Mannheim á föstudaginn en þá lagði félagið lið Hertu Berlin 2:1. Bjarki var valinn í 2. deildarlið vik- unnar hjá blaðinu og er þetta í fyrsta sinn sem hann kemst í það lið. Eyjólfur Sverrisson lék ekki með Hertu Berlin. Einar Þór er kominn heim aftur EINAR Þór Daníelsson, knatt- spyrnumaður úr KR, æfði í síðustu viku hjá þýska félaginu Rot Weiss Essen og kom heim um helgina. I þýska íþróttablaðinu Kicker segir að Einar Þór hafi ekki verið talinn nægilega góður og því væri hann farinn heim til íslands á ný. IÞRÓTTIR vera valinn" „Átti ekkert frekar von á að Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUNNAR Oddsson, fyrirliði og ein aðaldriffjöður Leifturs, var valinn besti leikmaður 1. deiidar karla í knattspyrnu af leikmönnum deild- arinnar, en valið var kunngjört í lokahófi knattspyrnumanna á föstudgskvöldið. „Ég átti ekkert frekar von á því að vera valinn. Maður hafði heyrt þetta svona utan að sér að ég gæti hugsanlega átt einhvern möguleika, en hefðin hef- ur verið sú að þeir sem hljóta þenn- an sæmdartitil komi úr liðum sem hafa orðið íslands- eða bikarmeist- arar,“ sagði Gunnar Oddsson í sam- tali við Morgunblaðið. „Mér leið n\jög vel þegar nafn mitt var nefnt og ég þakka bara fyrir að ég þurfti ekki að halda ræðu - það hefði sjálfsagt ekki komið mikið af viti út úr manni þá,“ sagði Gunnar. Ásthildur Helgadóttir úr hinu sigursæla Iiði Breiðabliks var valinn besta knattspyrnukona Iandsins, en Ásthildur varð markahæst í deildinni í sumar og þjálfarar liðanna í deildinni völdu liana besta á dögunum. Bjarni Guðjónsson úr ÍA og Hrefna Jóhannesdóttir úr KR voru valin efnilegustu leikmenn deildanna og Bjarni varð í öðru sæti í keppninni um markakóngs- titilinn og hlaut silfurskó Adidas fyrir. Flest mörk í deildinni gerði Ríkharður Daðason úr KR, 14 alls, og hlaut gullskóinn. Bronsskóinn hlaut félagi hans í KR, Guðmundur Benediktsson. Kristinn Jakobsson var valinn besti dómari tímabilsins og er þetta í annað sinn sem leikmenn telja Kristin besta dómara lands- ins. Á myndinni eru þau bestu, Gunnar Oddsson og Ásthildur Helgadóttir, og Hrefna Jóhann- esdóttur úr KR, efnilegasta stúlk- an í 1. deild er á minni myndinni. Bjarni Guðjónsson var fjarver- andi. KNATTSPYRNA Kristján í úrvalsdeildina KRISTJÁN Jónsson og félagar hjá sonar, tryggði sér rétt til að leika heimildum Morgunblaðsins hefur Elfsborg sigruðu í sínum riðli í 1. við það lið sem verður í 12. sæti Váseterás sýnt Einari áhuga og vill deildinni sænsku um helgina og eru úrvaJsdeildarinnar um laust sæti þar fá hann fyrir næsta leiktímabil, en þar með komnir í úrvalsdeildina. Elfs- næsta keppnistímabil. Hammarby þá leikur liðið í úrvalsdeildinni þar borg gerði markalaust jafntefli við sigraði Sirius 3:0 en með því liði sem það sigraði öðrum riðlinum í 1. botnlið Kalmar, en það dugði. leikur Einar Brekkan. Sirius féll við deildinni. Hammarby, lið Péturs Marteins- þetta tap í 2. deild. Samkvæmt KORFUBOLTI Fyrsti sig- ur Larissa Larissa, lið Teits Örlygssonar í grísku fyrstu deildinni í körfu- knattleik, vann sinn fyrsta leik í deildinni á laugardaginn. Teitur og félagar brugðu sér þá til Aþenu og mættu Peragos og sigruðu 67:64. Teitur var ekki í byijunarlið- inu en lék í 32 mínútur og gerði 12 stig, átti tvær stoðsendingar og stal knettinum einu sinni. Larissa var 12 stigum yfír í leikhléi en heimamenn náðu að minnka mun- inn í síðari hálfleik og er það í rauninni ekkert nýtt því Teiti og félögum hefur gengið mjög vel í fyrri hluta þeirra leikja sem búnir eru í deildinni, en misst niður damp- inn eftir hlé. Forráðamenn félagsins hafa ákveðið að senda bandaríska leik- manninn Ray Jackson heim og fá annan bandarískan leikmann í staðinn. Þetta er fyrst og fremst gert til að ná í leikstjómanda, en tvítugur grískur leikmaður hefur séð um að stjóma leik liðsins í síð- ustu leikjum. Á morgun leikur Lar- issa við Appolon Patras á útivelli í bikarkeppninni en Appolon vann Larissa um fyrri helgi með einu stigi og tapaði síðan fyrir Panathin- aikos á laugardaginn með þremur stigum. Guðmund- urogfé- lagar á toppinn Guðmundur Bragason og félag- ar í BCJ Hamburg lögðu Lichterfelde 78:70 á útivelli á laugardaginn og á sama tíma vann Bochum lið Farbo Paderborn 84:72. Þessi úrslit þýða að Ham- burg er eitt á toppi norðurhluta 2. deildar, hefur 10 stig en næstu lið era tveimur stigum á eftir. „Leikurinn var jafn framan af en við vorum sterkari í síðari hálfleik og náðum að hrista þá af okkur þannig að sigurinn var öruggur," sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðmundur sagði að sér hefði gengið vel, gert tíu stig, tekið 15 fráköst og „stol- ið“ boltanum fjórum sinnum. í kvöld mæta Guðmundur og félagar liði 1846 Giessen í bikarkeppninin og sagði Guðmundur að hann hlakkaði mikið til því Giessen væri í 1. deildinni og það yrði gaman að fá að reyna sig gegn því liði. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KVENNA Fyrsta stig IBA í rúnrrt ár HANDKNATTLEIKSLIÐ íþróttabandalags Akureyrar fékk fyrsta stigið, eftir rúmlega árs baráttu í 1. deild kvenna, þegar það gerði 20:20 jafntefli við Fram íSafamýrinni á laugardaginn. í baráttuleik í Víkinni skildu Vikingur og FH einnig jöfn, 20:20, en á Seltjarnar- nesi sigruðu KR-stúlkur Fylki 17:16 með marki úr vftakasti á síð- ustu sekúndu. Hart var barist í Víkinni og kom það niður á gæðum leiksins þar sem mikið var um mistök. Vamir beggja liða voru góð- Stefán ar og markverðir í Stefánsson miklum ham svo að skrifar sóknarleikurinn varð hálfgert hnoð. í síðari hálfleik kom- ust hafnfirsku stúlkumar yfir þegar einum leikmanni Víkinga var vikið af leikvelli og bættu við marki rétt á eftir þrátt fyrir að þær væru einum færri sjálfar svo að það leit út fyrir sigur þeirra. En með mikilli baráttu náðu Víkingar að klóra í bakkann og jafna. Hjá Víkingum var Helga Torfadótt- ir markvörður í miklum ham, varði 23 skot og færði öðrum fremur liðinu stigið. Sigríður Snorradóttir átti einn- ig góða spretti þegar til þurfti að taka og spilaði prýðilega vöm. Best FH-inga var Þórdís Brynjólfsdóttir en markvörðurinn, Dalia Dabulskiene, var einnig góð. „Ég get lítið um þenn- an leik sagt, hann var mjög slakur,“ sagði Viðar Símonarson þjálfari FH eftir leikinn. „Stefna okkar er að komast í átta liða úrslit, ég geri ekki meiri kröfur en það en liðið er ungt.“ ÍBA missti niður góða forystu Leikur Fram og ÍBA var baráttu- leikur og jafn. Fram hafði 13:11 for- ystu í leikhléinu en með mikilli bar- áttu tókst Akureyringum að jafna og ná fjögurra marka forskoti þegar 8 mínútur voru eftir. En þá kom til kasta leikreynslunnar sem Fram- stúlkur hafa í meira mæli og náðu að jafna. Stigið er ÍBA kærkomið því allt síðasta keppnistímabil fékk liðið ekkert stig. Dóra Sif Sigtryggs- dóttir fyrirliði ÍBA var samt ekki alveg sátt. „Ég er auðvitað sátt við fyrsta stig okkar en samt óánægð með að fá ekki bæði. Við komum í rútu og lékum erfiðan leik deginum áður og í lokin í þessum leik kom einnig að reynsluleysi okkar. En þetta er allt að koma, við erum með nýjan þjálfara sem hefur breytt miklu, við höfum bætt úthald, hraða og tækni þannig að sjálfstraustið er að koma líka. Við sjáum nú að við getum unnið leik því sjálfstraustið hefur alltaf vantað." Sigurmark á síöust sakúndu Jafnt var á flestum tölum á Sel- tjarnamesi þar sem KR og Fylkir léku. Staðan var 9:9 í leikhléi. Það var ekki fyrr þijár sekúndur voru til leiksloka að Edda Kristinsdóttir skor- aði sigurmarkið úr vítakasti. Vest- urbæingar léku án Helgu Ormsdóttur og munar um minna en hún verður með í næsta leik.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.