Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 D 3 FRÉTTIR Tvö íslensk skip munu hefja veiðar á tannfiski og smokkfiski við Falklandseyjar innan skamms SÉRSTAKT fyrirtæki, Island Fish- eries Holdings Ltd., hefur verið stofnað um útgerðina við Falklands- eyjar og er það í eigu fjögurra fyrir- tækja, þriggja íslenskra en eins með aðsetur á Falklandseyjum, JBG Falklands Ltd. íslensku fyrirtækin eru Grandi hf., Kristján Guðmunds- son hf. á Rifi og Sæblóm ehf. Útgerðar- og framkvæmdastjórn fyrirtækisins verður í höndum Is- lendinga. Sæblóm ehf. mun annast daglegan rekstur fyrirtækisins og verður sérstakur útgerðarstjóri á Falklandseyjum. Framkvæmda- stjórn verður hins vegar í höndum Stefáns Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra Nýsis hf. í Reykjavík. Island Fisheries Holdings (IFH) mun gera tvö skip út við Falklands- eyjar í vetur. Línubáturinn Tjaldur II. SH hefur verið keyptur af Krist- jáni Guðmundssyni hf. og Engey RE hefur verið leigð af Granda hf. Tjaldur mun aðallega stunda veiðar á tannfiski og öðrum djúpsjávarfiski með línu en Engey verður aðallega á smokkfiskveiðum að sögn Stefáns. Tjaldur er nú á leiðinni til Falklands- eyja og er áætlað að hann hefji veið- ar 15. nóvember. Engey verður siglt suður á bóginn í desember og mun hún hefja veiðar í byijun janúar. Stefán segir að skip IFH verði að hluta til mönnuð Islendingum, yfirmenn og lykilmenn á dekki verði íslenskir en Chilemenn muni líklega gegna öðrum störfum. Aflinn verður unninn um borð í báðum skipunum og er vinnslan í sjálfu sér einföld. Tannfiskurinn verður afhreistraður, hausaður og sporðskorinn, smár fiskur verður heilfrystur en stærri fiskur verður flakaður með roði og beinum. Smokkfiskurinn er stærðarflokkaður og heilfrystur eða slitinn í sundur, bolur og armar aðskildir frá höfði og fiskurinn síðan frystur. Gott samstarf við Falklendinga Eyjarnar eru bresk nýlenda en íbúar þeirra hafa heimastjórn og ráða m.a. fiskveiðum við þær. Fisk- veiðar eru stundaðar við eyjarnar árið um kring og virðast Falklend- ingar hafa borið gæfu til að stjórna veiðunum með farsælum hætti að sögn Stefáns. „Smokkfiskveiðarnar eru árstíðabundnar en aðrar veiðar á botnlægum fiski eru helst stund- aðar síðari hluta ársins. Samstarfið við Falklendingana hefur verið gott en tekið langan tíma. Þótt Island Fisheries Holdings Ltd. sé falklenskt fyrirtæki var t.d. mjög flókið og tímafrekt að afla allra tilskilinna leyfa frá heimastjórninni og er greinilegt að hún er mjög varkár í slíkum málum. Skýringin er sú að fjölmargar þjóðir, t.d. Spánvetjar, Japanir og Kóreumenn, sækjast fast eftir að fá að stunda veiðar við eyj- arnar.“ Afurðlr á Asíumarkað Ekki hefur verið gengið frá því hvernig sölu afurða IFH verður hátt- að en viðræður standa yfir við Söl- umiðstöð hraðfrystihúsanna um að hún taki þær inn í sölunet sitt. Gott verð fæst fyrir smokkfisk og tann- fisk á Asíumörkuðum og Stefán á von á að fiskurinn verði seldur þang- að. „Það eru góðir markaðir í Asíu fyrir þessar tegundir, sem veiðast við Falklandseyjar, og það ætti því að vera áhugavert fyrir SH að taka þær inn í sitt kerfi.“ Áhætta en töluverð gróðavon Stefán vill litlu spá um aflahorfur eða hagnað af fyrirtækinu en segir að stefnt sé að því að veiðar Tjalds skili allt að 500 tonnum af afurðum úr tannfiski. „Gangi allt að óskum gæti verðmæti aflans numið nokkr- um hundruðum milljóna króna á fyrstu sex mánuðunum hjá báðum skipum. Við leigjum Engey til sex mánaða og því má segja að það verði eins konar reynslutímabil. Síð- an verðum við að sjá til hvernig gengur. Það getur auðvitað ótal margt farið úrskeiðis og við höfum helst áhyggjur af því að fiskiríið bregðist, afurðirnar falli í verði, kostnaðarliðir hækki óvænt eða að við fáum samkeppni frá öðrum út- ENGEY RE, sem hér sést, hefur verið leigð af Granda hf. og línubáturinn Tjaldur II SH keyptur af Kristjáni Guðmundssyni hf. Tjaldur mun aðallega stunda veiðar á tannfiski og öðrum cyúpsjávar- fiski með línu en Engey verður aðallega á smokkfiskveiðum. Tjaldur er nú á leiðinni til Falklands- eyja og Engey verður siglt suður á bóginn í desember og mun hefja veiðar í byijun janúar. í víking á fjarlæg fiskimið Ráðgj af arfyrirtækið Nýsir hf. vinnur að því að afla íslenskum útgerðaraðil- um verkefna á fjarlægum veiðislóðum. Þetta starf hefur skilað þeim ár- angri að þrjú íslensk fyrirtæki taka þátt í stofnun útgerðarfyrirtækis á Falklandseyjum. Kjartan Magnússon ræddi við Stefán Þórarinsson fram- kvæmdastjóra Nýsis um sóknarfæri í erlendum sjávarútvegi. gerðaraðilum. Áhættan er til staðar en við ger- um okkur líka vonir um góðan hagnað ef vel gengur." Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Stefán kann- ar möguleika á veiðum á fjarlægum veiðislóð- um en fyrri tilraunir hafa þó gengið misjafn- lega. Árið 1990 vann hann að því ásamt fleir- um að hleypa útgerðar- fyrirtæki í Burma í Ásíu af stokkunum fyr- ir bandaríska aðila. Að sögn Stefáns komst fýrirtækið þó aldrei af stað vegna óróa og stjórnmálasvipt- inga í landinu. Einnig voru kannaðir möguleikar á útgerð í Oman en sú tilraun gekk ekki upp. Best heppnaða tilraun Nýsis hing- að til er stofnun sérstaks fyrirtækis, Seaflower Whitefish Corporation, um veiðar og vinnslu við strendur Namibíu í sunnanverðri Afríku. Fyr- irtækinu var hleypt af stokkunum árið 1993 en íslenskar sjávarafurðir hf. gengu til liðs við það 1994. íslenskar vörur kynntar Stefán er ekki í vafa um að íslend- ingar eigi mörg sóknarfæri í erlend- um sjávarútvegi og þau beri að nýta. „Einn stærsti vaxtarbroddur ís- lensks sjávarútvegs er án efa útrás á fjarlæg fiskimið og þar er stór akur óplægður. Víða eru möguleikar en íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru ólík og verða að bera niður þar sem líklegas^ er að reynsla þeirra njóti sín best. Aukin umsvif íslendinga á fjarlægum miðum hafa ekki síst komið þjónustufyrirtækjum við sjáv- arútveginn til góða og þá uppsveiflu, sem á sér nú stað þar, má m.a. rekja til þeirra. Ég tel líklegt að þjónustu- fyrirtækin eigi eftir að hafa enn meiri ávinning af þessari útrás en útgerðaraðilarnir þegar upp er stað- ið. Skipstjórarnir taka t.d. með sér net frá Hampiðjunni og toghlera frá Jósafati Hinrikssyni. Þegar vel gengur úti og heimamenn sjá að Islendingar eru þeim fremri í veiði- tækni fara þeir að spyrjast fyrir um búnaðinn og biðja um að þeim sé komið í samband við framleiðandann. Með veiðunum er því verið að kynna íslenskar framleiðsluvörur er- lendis og sú kynning gæti leitt til viðskipta, sem gætu skilað arði um langa framtíð, í mörgum tilvikum mun lengur en þær veiðar væru stundaðar, sem leiddu til þeirra. Marg- feldisáhrifin eru gífur- leg og sem dæmi má nefna að á þremur árum hefur Seaflower Whitefísh 5 Namibíu keypt vörur og þjónustu af íslenskum fyrirtækjum fyrir a.m.k. hálfan milijarð króna. Þetta sýnir hvað eitt slíkt fyrirtæki getur verið mikilvægt." Kvótakerfið forsenda útrásar Stefán segir að það kvótakerfi, sem íslenskur sjávarútvegur búi við sé forsenda þess að íslenskar útgerð- ir geti farið í víking á fjarlægum miðum eins og hann orðar það. „Ef við byggjum ekki við kvótakerfi með framseljanlegum kvóta þá hefðu út- gerðarmennirnir nánast enga mögu- leika til að setja skip sín í þessar veiðar. Aflamarkskerfið hefur nú þegar gert okkur að yfirburðafisk- veiðiþjóð í Norður-Atlantshafí og gefur okkur kost á því að eflast enn frekar. Sóknarkerfið, sem t.d. Norð- menn og Danir hafa búið við fram að þessu gerir það að verkum að útgerðarmennirnir halda öllum flot- anum á heimaslóðum til að geta sótt af sem mestum krafti á veiði- svæðin þegar þau eru opin. Þetta gerir að verkum að útgerðin verður óhagkvæmari en ella og lítið sem ekkert svigrúm er til að senda skip úr flotanum á fjarlæg mið. Til að bregðast við þessu hafa norsk stjórn- völd veitt ríkisstyrki til þeirra út- gerðarfyrirtækja, sem leita fyrir sér erlendis. Þegar íslenska og norska kerfið eru borin saman liggur í aug- um uppi hvað íslendingar eru heppn- ir að búa við fiskveiðikerfi, sem ger- ir útgerðunum kleift að hefja sókn á fjarlæg mið án ríkisstyrkja og án þess að þurfa að draga saman segl- in á heimaslóðum í staðinn. Á meðan Engey er að veiðum við Falklands- eyjar ráðstafar Grandi veiðiheimild- um hennar á önnur skip sín og út- gerð fyrirtækisins verður þannig hagkvæmari. Á sama hátt geta eig- endur Kristjáns Guðmundssonar hf. á Rifi flutt hann yfir á önnur skip sín. Væri ekki hægt að framselja kvótann með þessum hætti er líklegt að fyrirtækin hefðu ekki treyst sér til að missa þessi fiskiskip í aðrar heimsálfur." Gott starfsumhverfi mlkilvægt Það eru næg viðskiptatækifæri fyrir íslenska útgerðarmenn í öðrum löndum að mati Stefáns en hann leggur áherslu á að kapp sé best FRÁ Falklandseyjum Stefán Þórarinsson. með forsjá. Þá segir hann að mikil- vægt sé að stjórnvöld leggi sig fram um að auðvelda útrásina. „Stjórn- völd hafa stutt mjög vel við bakið á okkur hingað til og veitt okkur ómetanlegan stuðning með því að halda góðu stjórnmálasambandi við þau lönd sem við erum að vinna og fjárfesta í. Forsætisráðherra, utan- ríkisráðherra, sjávarútvegsráðherra og samgönguráðherra hafa t.d. allir verið í góðu sambandi við stjórn- völd í Namibíu og lagt sig fram við að mæla með starfsemi íslenskra fyrirtækja þar. Slíkt styrkir mjög stöðu íslensku fyrirtækjanna í land- inu og gerir það að verkum að þau njóta meiai trausts og virðingar en ella væri. Þetta er mikilvægur þátt- ur og kostar litla peninga. Það er gott að hiutverk stjórnvalda sé með þessum hætti og það væri að mínu mati slæmt ef þau færu að veita beina ríkisstyrki í þessu skyni. Þar með væru þau farin að vasast í þessu og gera upp á milli verkefna og manna.“ Stefán telur nauðsynlegt að stjómvöld endurskoði skattamál þeirra íslensku sjómanna, sem eru nú á fömm á fjarlæg fiskimið. „Þótt undarlegt sé þá er líklegt að þeir sjómenn, sem fara út á vegum IFH verði ekki meðhöndlaðir á sama hátt skattalega. Sjómennirnir á Tjaldi II. munu missa sjómannaafsláttinn vegna þess að skipið er formlega selt úr landi til erlends fyrirtækis. Skipveijar á Engey munu hins vegar halda hcnum þar sem hún er leigð. Þetta þarf að laga enda eru bæði skipin á veiðum, sem eru fjárhags- lega hagkvæmar fyrir land og þjóð. Starfsemin veitir íslenskum sjó- mönnum vinnu, afurðirnar em seldar af íslensku fyrirtæki og ef vel geng- ur mun stór hluti arðsins skila sér til íslands með einum eða öðrum hætti.“ Stefán segir einnig að það sé bagalegt að þeir starfsmenn ís- lenskra fyrirtækja, sem þurfi að skrá sig erlendis tímabundið, falli um leið úr almannatryggingakerf- inu. „Þótt þeir séu aðeins skráðir erlendis um skamma hríð þá tekur það sex mánuði fyrir þá að öðlast þessi réttindi aftur. Það er óeðlilegt að þeir starfsmenn, sem hafa greitt skatta alla ævi, en grípa atvinnu- tækifæri erlendis í nokkra mánuði þurfi að bíða svo lengi eftir að öðl- ast réttindin að nýju. Ég hygg því að nauðsynlegt sé að stjórnvöld finni einhveija leið fyrir slíka starfs- menn.“ íslendingar láni tll sjávarútvegs erlendis í leit sinni að sóknarfærum í sjáv- arútvegi víða um heim segist Stefán hafa tekið eftir því hve Islendingar séu framarlega í greininni miðað við margar aðrar þjóðir. „Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart enda byggjum við á eldri fískveiðihefð en margar aðrar þjóðir. Atvinnulífið og þjóðfé- lagið sjálft snýst að miklu leyti um sjávarútveg þannig að það er ekki óeðlilegt að innan þess sé að fínna útgerðarmenn og þjónustufyrirtæki, sem eru í fremstu röð í heiminum. íslenskar fjármálastofnanir eru eng- in undantekning þar á og sérsvið þeirra eru lán til sjávarútvegsfyrir- tækja. Innan íslenskra banka og Qárfestingalánasjóða er gífurleg þekking á sjávarútvegi og það hlýtur að vera þessum stofnunum umhugs- unarefni hvort ekki sé ástæða til að nýta hana til að lána til sjávarútvegs í öðrum löndum þar sem arðsemi gæti verið mjög mikil. Dæminu væri heldur betur snúið við ef íslendingar kæmust í þá stöðu að nota þekkingu sína til að ávaxta fé erlendis í stað þess að þurfa endalaust að sjá á eftir háum fjárhæðum í vexti til er- lendra lánadrottna." Stefán segir að Falklandseyja- verkefnið sé krefjandi og hafi mikia vinnu í för með sér en neitar því ekki að Nýsir sé með fleiri járn í eldinum. „Við erum að kanna fleiri möguleika í erlendum sjávarútvegi en þau mál eru á viðkvæmu stigi og því get ég ekki upplýst hvar við erum að leita hófanna eða með hvaða hætti," segir hann að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.