Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 23. 0KTÓBER1996 Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson AÐ MATI framkvæmdastjóra Skipasmíðastöðvarinnar, gæti verið skynsamlegt af stjórnvöldum að heimila mönnum að tvöfalda rúmmálsstærðir skipa og báta gegn því að smíðin færi fram innanlands. Slík stjórnvalds- aðgerð myndi styðja við innlendan skipasmíðaiðnað án þess að kosta fjárveitingavaldið krónu. FÓLK Jóhanna í stjóm Hafnarsam- bandsins •ÁRSFUNDUR Hafnar- sambands sveitarfélaga var haldinn í síðustu viku, dagana 17. og 18. október, á ísafirði að þessu sinni. í átta manna stjórn sam- bandsins voru sjö endurkjörnir, þeir Árni Þór Sigurðs- son frá Reykjavík, Gísli Gísla- son frá Vest- urlandi, Krislján Þór Júlíusson frá Vestfjörð- um semjafn- framt er stjórnarformaður, Brynjar Pálsson frá Norð- urlandi vestra, Guðmundur Sigurbjörnsson frá Norð- urlandi eystra, Þorvaldur Jóhannsson frá Austurlandi og Olafur M. Kristinsson frá Suðurlandi. Ný inn í aðal- stjórn Hafnarsambands sveit- arfélaga var kosin Jóhanna Reynisdóttir fyrir hönd Reykjaness, sveitarstjóri í Vatnsleysustrandarhreppi, en áður sat hún í varastjórn. Næsti ársfundur Hafnar- sambandsins verður haldinn að ári í Reykjavík, m.a. í til- efni af 80 ára afmæli Reykja- víkurhafnar. Verkefnastjóri hjá Tæknivali • ÞÓRÐUR Víkingur Frið- geirsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá Tæknivali hf. Starf verkefnis- stjóra heyrir beint undir fram- kvæmda- stjóra og annast hann samhæfingu og samræm- ingu marg- víslegra verkefna milli deilda fyrirtækisins, einkum þeirra sem snúa að gæðakerfum, aðallega í sjávarútvegi. Þórð- ur fæddist í Bolungarvík árið 1957. Hann lauk rafvirkja- námi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1980. Eftir að hafa starfað við iðn sína í nokkur ár fór Þórður til frekara náms í Danmörku og útskrifaðist sem rekstrar- og sjávarútvegsverkfræðing- ur frá háskólanum í Álaborg árið 1990. Að loknu fram- haldsnámi hefur Þórður eink- um sinnt störfum tengdum sjávarútvegi. Árið 1991 tók hann við starfi forstöðu- manns eftirlitssviðs Ríkis- mats sjávarafurða og á ár- unum 1993 til 1996 var hann forstöðumaður gæðastjórn- unarsviðs Fiskistofu. Hann var einnig stundakennari við Tækniskóla Islands frá 1990 til 1996. Frá 1993 hef- ur Þórður verið stjórnarform- aður verkfræðistofunnar og byggingafélagsins Stefnis ehf. Þórður er kvæntur Helgu Kristjánsdóttur og eiga þau eina dóttur. Kristján Þór Júlíusson Jóhanna Reynisdóttir Þórður Víkingur Friðgeirsson Ný tækni eykur samkeppnishæfnina Sparnaður næst með fækkun vinnustunda MEÐ nýrri tækni hefur Skipa- smíðastöðinni hf. á ísafirði tekist á mettíma að smíða nýjan fimmt- án metra langan bát, sem að öllum líkindum verður afhentur eigend- um sínum um miðjan nóvember. Skipasmíðin hefur aðeins tekið rúma fjóra mánuði og hefur hönnunin verið í höndum verkfræðinga á ísafirði og verkfræð- ingsins Gísla Ólafssonar, sem hefur aðsetur í Seattle í Bandaríkjunum, en með hjálp alnetsins hefur hann getað verið í beinum tengslum við samstarfs- menn sína á íslandi þó búsettur sé víðs fjarri. Hér er um að ræða fyrstu nýsmíði stálfiskiskips, sem reynd hefur verið á íslandi í langan tíma, en hjá stöð- inni á Isafirði var síðast smíðaður nýr bátur árið 1989. Það er útgerðarfyrir- tækið Tindur hf. á Sauðárkróki sem ákvað að láta nýsmíðina fara fram innanlands, en nýi báturinn kemur í stað Sandvíkur SK sem verður úrelt fýrir þennan nýja 30 tonna stálbát. íslensk pappírslaus hönnun og smíði Báturinn er að öllu leyti hannaður, teiknaður og smíðaður innanlands ef vinna Gísla í Seattle er undanskilin. Hver einasti stálhlutur, sem fer í smíð- ina, er skorinn með þar til gerðri sjálf- virkri tölvustýrðri skurðarvél og gerir það að verkum að teikningarnar, sem unnar eru, fara nánast beint úr tölvu og í vinnslu. Þessi tækni hefur tíðkast í flestum stærri skipasmíðastöðvum um heim allan þó íslendingar hafi ekki . tileinkað sér hana að ráði ennþá. Að sögn Sigurðar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Skipasmíðastöðvarinn- ar hf. „Áður voru skipshlutarnir teikn- aðir í fullri stærð á blað og menn voru þá gjarnan sknðandi á fórum fótum á gólfinu við það þar sem arkirnar, sem til þurfti, voru mjög stórar. Síðan var ljósnemi keyrður eftir teikningun- um. Þessum millilið náum við að sleppa með því að taka myndina beint út úr tölvunni í 100% nákvæmni og sér skurðarvélin síðan um að skera stál- hlutana rétt. Pappír er þvi í reynd óþarfur með öllu við hönnunina og smíðina.“ Sigurður telur að ekki hefði tekist að hanna og smíða bátinn á svo skömmum tíma ef þessari nýju tækni væri ekki til að dreifa og sömuleiðis telur hann stöðina hafa getað smíðað skipið fyrir minna fé en ella hefði ver- ið hægt. „Ég er á því að þetta sé eina leiðin, sem við höfum, til þess að keppa við erlend niðurgreidd verkefni, en spamaðurinn felst fyrst og fremst í verulegri fækkun vinnustunda. Við emm að reyna að auka afköstin án þess að fjölga mannskap. Við erum alveg harðákveðnir í að sækja fleiri samninga og halda áfram á þessari braut, en við komum til með að halda okkur undir 25 metra löngum skipum til að byrja með. Ýmislegt er í athugun þó frekari samningar um nýsmíði séu enn ekki fastir í hendi.“ Erum að mjakast upp á við Skipasmíðastöðin hf. var stofnuð árið 1994 upp úr gjaldþroti Skipa- smíðastöðvar Marselíusar hf. og hjá henni starfa nú um 25 manns við nýja skipið og ýmis viðhaldsverkefni. „Það er engin stórkostleg uppsveifla í gangi þó að þær skipasmíðastöðvar, sem í landinu em, séu að afla sér einhverra verkefna til að mjaka sér í gang. Þetta er ekki svipur hjá sjón miða við það sem var fýrir tíu til tuttugu árum. Þetta eru lítil fyrirtæki með lítinn mannskap og engin stórkostleg upp- sveifla er í gangi. Við emm samt, tel ég, að mjaka okkur upp á hnén, en vegna langvarandi niðursveiflu, vantar nú orðið alveg heila kynslóð inn í stétt skipasmiða." Sigurður segir að samkeppnishæfni íslenskra skipasmíðastöðva mótist af hefðbundnum ytri aðstæðum, eins og samkeppnishæfni annarra fyrirtækja. í því sambandi gæti íslenski skipa- smíðaiðnaðurinn litið björtum augum til samþykktar Efnahags- og fram- farastofnunar Sameinuðu þjóðanna, OECD, um afnám niðurgreiðslna í skipaiðnaði á næsta ári. Aftur á móti segist Sigurður ekki leyna þeirri skoð- un sinni að fiskiskipaflotinn væri orð- inn of gamall og í raun stórhættuleg- ur, en endurnýjun væri annmörkum háð vegna rúmmálsreglugerðar stjórn- valda sem nauðsynlegt væri að endur- skoða þar sem nánast allar fisktegund- ir væru komnar í kvóta. „I ljósi þess ætti að gefa skipasmíðar frjálsar frá rúmmálsreglum. Ég tel að skynsam- iegt geti verið, til að byrja með, að stjórnvöld geri mönnum kleift að tvö- falda rúmmál báta og skipa gegn því að smíðin færi fram innanlands. Þar með gætu íslensk stjórnvöld stutt við íslenskan skipasmíðaiðnað án þess að það kostaði ijárveitingavaldið eina ein- ustu krónu. Slík stjórnvaldsaðgerð myndi gefa okkur svigrúm til að koma okkur af stað. Við erum b'æði fáir og smáir og myndum sennilega ekki ná að bylta hinum íslenska fiskiskipaflota þó við hefðum okkur alla við,“ segir Sigurður að lokum. Ostjórn í fiskveiðum •RÖGNVALDUR Hannes- son, prófessor við Verslunar- háskólann í Bergen, hefur sent frá sér bókina Óstjórn fiskveiða, þar sem hann legg- ur fram rannsóknir sínar á fiskveiðistjórnun þjóða við Norður-Atlantshaf. Einkum er fjallað um fískveiðistjórn- un Nýfundnalands, íslands, Noregs og Færeyja, sem eiga það öll sameiginlegt að hafa misst stjórn á fiskveið- um innan sinnar lögsögu, að mati Rögnvalds. I bókinni leitast Rögnvaldur við að svara því hvers vegna sjávar- útvegur þessara þjóða hafi tilhneigingu til að ofveiða fiskistofna og eyðileggja eigin auð- lindir og hvers vegna stjórnvöldum hafi mistek- ist að stjórna fiskveiðum á efnahagslega skynsaman hátt. Þá er einnig komið inn á fiskveiðistefnu Evrópusam- bandisins í bókinni sem og nýlega samþykkt Sameinuðu þjóðanna um veiðar á úthöf- unum. Rögnvaldur Hannesson Djúpsteiktur karfi „Orly“ AÐ ÞESSU sinni býður Verið upp á djúpsteiktan karfa í orlydeigi, en það skal strax tekið fram að í stað rwMMj karfans má nota annan fisk eftir SÍJyiUALUJJi smekk. Fiskurinn er sem sagt skorinn í strimla og settur út í orlydeigið. Siðan er fiskurinn tekinn upp með gaffli, einn biti í einu og settur var- lega í 180 gráðu heita olíu í um það bil þrjár mínút- ur. Bera má fiskinn fram heitan eða kaldan með sal- ati, sósu og soðnum kartöflum. í orlydcigið þarf: 250 g hveiti 1 egg 3 dl. pilsner 1/2 dl. olía 1/4 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1/4 tsk sykur vatn ef þarf Sósuna út á fiskinn má búa til úr einum dl. af sýrðum rjóina, eiimi teskeið af mangó chutney, hálfu epli, smátt söxuðu, smávegis af sykri og ögn af sítrónusafa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.