Morgunblaðið - 25.10.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 25.10.1996, Síða 1
Morgunblaðiö/Halldór FOSTUDAGUR 25. OKTOBER 1996 ■ LEIKFIMI í SKÓLASTOFU/3 BLAÐ B ■ FÓLK OG FYLGIHLUTIR/4 VINSÆLDIR bakpokanna sem hafa verið í tísku um alllangt skeið, virðast nú vera að dvína, en í þeirra stað eru komnar stórar ferkantaðar og linar töskur með löngum böndum til að hafa á öxlunum. Þettakomst Daglegt líf á snoðir um þegar tösku- markaðurinn var kannaður í gær. Að sögn afgreiðslufólks ýmissa tískuvöruverslana í Reykjavík eru hlið- artöskurnar ýmist úr leðri, leðurlíki, næloni eða plasti. „Svartar nælontösk- ur virðast vera vinsælastar, en einnig er nokkuð um dökkbrúnar eða svartar töskur, ýmist úr glansandi plasti eða leðri,“ sagði ein afgreiðslustúlkan og bætti því við að þessar töskur væru yfirleitt lokaðar með rennilás og væru umfram allt þægilegar; rúmgóðar og auðvelt að bera þær. Sjötti áratugurinn vinsæll Erlend tiskublöð gefa einnig til kynna að bak- pokarnir séu ekki lengur í hávegum hafðir í heimi tískunn- ar en í þeirra Fyrirsætukeppni karla stað séu hlið- ar- tösk- urnar að hefja innreið sína. Litlar handtöskur með stuttum handföngum, eins og tíðkuðust á sjötta áratugnum virð- ast einnig vera afar vinsælar um þessar mundir, „en það er í sam- ræmi við svokallaða Jackie Kennedy tísku sem nú á upp á pall- borðið hjá mörgum konurn," sagði ein afgreiðslustúlka tískuvöruversl- unar í Reykjavík. „Þessar handtösk- ur eru til í ýmsum litum eins og til dæmis svörtum, rauðum, bláum eða hvítum og eru úr svipuðu efni og hliðartöskurnar eða úr plasti, næloni eða leðurlíki," sagði hún ennfremur. Hér til hliðar heldur konan á dæmigerðri hliðartösku sem nú er í tísku en litlu handtöskurnar fékk Daglegt líf lánaðar hjá verslun- inni Sautján. ■ FIMM karlmenn fá samninga við erlendar umboðsskrifstofur í kjöl- far fyrirsætukeppninnar „Herra Model Look ’96“ sem haldin var á Tunglinu fyrir viku. Skóli Johns Casablancas hafði veg og vanda af keppninni og að sögn Kolbrúnar Aðalsteinsdóttur er ætlunin að hún verði árlegur viðburður hér eftir. Tilgangurinn sé að kynna íslenskar karlfyrirsætur fyrir erlendum umboðsskrifstofum. Blaðamaður Daglegs lífs fylgdist með fyrirsætukeppninni síðastlið- ið föstudagskvöld og ræddi við dómnefndina, keppendur og 0% breska sjónvarpskonu. ■ tm SKRIÐDYR A FERÐ UM LAIUDIÐ/6 LIFRÆNAR SNYRTI- VORUR/6 MEÐ AUGUM LANDANS/7 ■ EGILSSAGA/8 Hliðartöskur vinsælli en bakpokar Kelloggs All-Bran Goða saltkjöt 1. flokkur. Rófur Pelmo hálfbaui

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.