Alþýðublaðið - 10.12.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.12.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Geílð út af A.iþýdtaflokknttm. 1920 Föstdaginn 10 desember. 285. töiubl. Velferí þjöDartnnar. Skaðsemi of margra milliliða. (Nl.) Manni verður á að spyrja: Er þetta heilbrigt viðskiftalíf? Hvernig getur þetta þrifist? Fyrri spurningunni hlýtur hag- Ifræðin að svara neitandi. Rvfk getur hæglega komist at með ioo verzlanir, og þá fengjust ioo—150 g[óðar fjölskylduíbúðir, því það mun vart svo óvegleg verzlun, að ekki hafi hún yfir að ráða góðu Jbúðarplássi handa einni íjölskyldu. H/að segja menn um það í hús aæðisleysinu? Verzlanir hafa á stríðsárunum risið upp hver á tfætur annari, og gera enn, og all- ar þrífast, en á sama tíma aukast ihúsnæðisvandræðin, svo heilsu og eignum manna stafar stórtjón af. Það er ófyrirgefanlegt slíkt skeyt ingarleysi valdhafanna um velferð borgaranna, sem það, að nota sér -ekki gildandi lög, sem banna að bréyta fbúðum í verzlanir eða þessháttar, en það er öllum vitan- iegt að mikið hefir verið gert að því síðustu árin, afskiftalaust af öllum. Svarið við síðari spurningunni er, að allar þessar verzlanir geta þrifist af því þær leggja sérstak- lega á vörur sínar. En því á verð lagsnefndin að aftra. Hún er beint til þess orðin. Hún hefir ekki miklu til leiðar komið ennþá, sem held- ur ekki er von, því það er svo stutt síðan hún tók til starfa; en hún hefir þó sett hámarksverð á sykur, og þar skamtar húa kaupm. 40 aura fyrir hvert kg. sem selst í smásölu I Það er afar fróðlegt að vita eftir hvaða mælikvarða þessi skömtun er mæld 40 aura fyrir að selja 1 kg. af sykri! Fyrir stríð var sykur seldur í stnásölu 64 au. pr. kg. Þá voru kaffi, export og sykur þær teg- ^ssdir sem minst var lagt á, en venjul. álagning á nauðsynjavörur mun hafa verið 10%; þó þessar tegundir hafi aldrei náð svo hárri álagningu. Ef við segjum nú að kaupm. hafi fengið 10% eða 3 20 fyrir að selja 50 kg. í smásölu fyrir stríð, þá er ekkert samræmi í því, að þeir fái nú 20 kr. fyrir að selja 50 kg., vegna þess, að ef maður má fara eftir vitnis- burði, sem verzlunarmenn gefa húsbændum sínum, munu laun starfsmanna varla hafa þrefaldasti Það mun vel í lagt að segja að allur kostnaður við verzlun hafi fjórfaldast og átti þá kaupm., með sömu álagningu og fyrir stríð, að fá kr 12,80 fyrir að selja 50 kg. í stað þess hefir verðlagsnefndin heimilað kaupm. að sexfalda á- lagninguna á þessar vörutegundir. Af þessu fer manni að verða Ijóst, að ef þessu er haidið áfram, þá geta verzlanirnar allar þrifist. Mælikvarði verðlagsnefndar á að vera: Hvað getur kaupm. með (sem Moggi kallar) neinstaklings fyrirhyggju og dugnaði“ afsett mikið á dag að jafnaði? og skamta svo álagninguna eftir því, en ekki að taka til fyrirmyndar .sviplausa meðalmenskuna" (eins og Moggi segir). Ef viðskiftalífið væri heilbrigt, þá væru ekki fleiri verzlanir en svo, að venjulegast væri nóg að starfa í hverri búð allan daginn, hvað tæplega kemur fyrir, varla um helgar. Verzlunarmenn eiga, eias og aSrir starfsmenn þjóðarinnar, að starfa. Bæjarfélagið hefir ekki efni á að ala upp húkandi hengilmæn- ur í hundruðum verzlana. Bæjar- félagið hefir ekki efni á að ala upp ómenni á þennan hátt! Enda munu Iangflestir verzlunarmenn óska þess, að þeir hefðu nóg að gera allan daginn. Menn verða að gá að því, að þetta er alvörumál, meira en marg- ur hefir ætlað, því of margir milli- liðir auka byrðarnar, og þær koma þungt niður á fátæklingunum. Yfir höfuð koma þær þungt niður á öllum. Þær koma þungt niður á opinberum starfsfnönnum, koma þungt niður á sjómönnum, verkamönnum og iðnaðarmönum, Þeir fyrnefndu reyna að velta byrðinni, að svo miklu leyti sena unt er, yfir á bæjarsjóð og ríkis- sjóð, en hinir síðari yfir á atvinnu- rekendur, en að lokum er þa3 framleiðslan, sem ber allan kostn- aðinn. M. V. J. Dóiur í Ipfnaðarmálinii. Tveir fá betrnnarhússvisfc. Fjórir dæmdir npp á vatn og branð. Sex fá biðdóm. JÞrír sýknaóir. Dómur er nú fallinn í þjófa- aðarmáiinu mikla, sem verið hefir undir rannsókn sfðan t sumar. Rannsóknin hefir verið mjög flókin og margt komið til greina, sem sjá iná af þvf, dómurinn er rúmar 20 vélritaðar síður í stóru broti. í 12 mánaða betrunarhússvinnti voru dæmdir Kristján Daði Bjaraa- son og Gústaf Sigurbjarnarson f 9 mánuði, -báðir fyrir stórþjófnað. Upp á vatn og brauð vora dæmd: Viðar Vik i 4X5 daga. Anna Lydia Theil i 3XS daga, Guðjón Guðmundssoa í 3X5 daga og Ólafur Magnússon í 1X5 daga, öll fyrir það, að hafa keypt ýmsan varning af þjófunum. Skilyrðisbundinn dóm fengu. þessir unglingar: Siggeir Siggeirs- son 6X5 daga vatn og brauð, Jón Einarsson sXS^daga, Helgi Skúlason 2X5 daga, Albert Sv. Ólafsson 3X5 daga, Brynjólfur Magnús Hannesson iX5 daga og' Steingrímur Klingenberg Guð- raundsson 3 daga vatn og brauo, Verði piltar þessir ekki brotlegir við hegningarlögin í næstu 5 ár, losna þeir við að taka út dóm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.