Alþýðublaðið - 10.12.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.12.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ I. S. 1 1 s. i íma verður háð miLJi Glímufélagsins Ármanns, Reykjavík og íþróttafélagsins Hörður, Akranesi, sunnudaginn 12. þ. m. kl. 4 síðdegis í Iðnó. — Húsið opnað kl. 372. — Keppendur 8 frá hvoru félagi. — Aðgöngu- miðar seldir í bókaverzlun ísafoldar allan laugar- daginn og á sunnud. frá kl. 1—4 s.d., og ltosta betri sæti kr. 4,00 og almenn sæti kr. 3,50, en stæði 3,00. Malýðsfélögin i Rvik hafa ákveðið að haida kvöldskemtun ásamt hlutaveitu sunnud. 12. des. Þeir, sem hefðu í hyggju að gefa muni, eru vinsamlega beðnir að koma þeim í Alþ.húsið fyrir föstud.kvöld. Allir áhugasamir félags- menn og konur styðjið félagsskapinn. Nánar auglýst síðar. ■— Nefndín. Hangikjöt, Hakkað kjöt, Kjötfars, Medisterpylsur, Wínarpylsur fást nú daglega í Matardeild Sláturféíagsins. Kappg andinn. Amensk /ctndnemasaga. (Framh) Hann var að hugsa um, hvort ekki mundi réttast að fara með þær niður í gjána, þar sem þær væru þó í bráðina óhultar, þegar elding, að hoaum virtist, leyftraði yör höfði hans, og — eldflugu laust niður í kofaþakið. Þessi sending og fleiri þuí líkar, sem á eftir kornu, styrktu Roland i því áformi að fjarlægja systur sína og Telie úr rústunum, því þó varla gæti kviknað í blautu straþakinu, þá vörpuðu Iogandi örvarnar þó birtu yfir rústirnar og gátu hæglega sýnt óvinunum hina veiku afstöðu þeirra félaga Hann fór því þegar i stað með stúlkurnar niður í gjána og faidi þær í kjarrinu Ur rústunum var auðveit að komast vegna þess, að húsið stóð á gjárbarminum og fult var af bjálkum, er skýldu hjá. Þegar Roland hafði búið um stúlkurnar, sem bezt hann gat, hélt hann aftur til rústanna, til þess að verja innganginn í gjána svo lengi sem unt var. Brátt sloknaði á eldflugunum á rennvotu þakinu og komu þær rauðskinnum að litlum notum, því þær báru enga birtu. Þeir hættu því bráðlega þessari bardagaaðferð. Því meiri áhyggjum olli það Ro- land, að tunglið tók við og við að gægjsst undan skýjunum. Þrír eða fjórir rauðskinnar, sem kom- ist höfðu inn í rústirnar, skutu viðstöðulaust á kofann; en þar sem enginn var í honum gerði það engan skaða, tækist þeim aftur á móti að komast þangað i'nn, gat stafað af því hinn mesti háski, því úr hoa’irn var hægt að komast í gjána. N -than var nú farinn fyrir hálfri annari klukkustund, og Ro- land fór að vona, að hann hefði sloppið „Ef honum hefir hepnast að komast undan“, hugsaði Roland, „hlýtur hann að vera kominn í nánd við náttstaðinn. Bara að eg geti varið gjána eina stund enn; — Guði sé lofl — Tunglið hverf- ur aftur bak við skýin, og þrum- urnar taka till“ Þykknið í loftinu óx í raun og veru og faldi tunglið, svo myrkr- ið varð enn þá svartara en áður; leyftrin köstuðu þó bjarma við og við yfir landslagið. Rauðskinnar minkuðu skothríðina og hættu loks alveg. Roiand notaði tæki- færið og fór niður að ánni til þess að svala þorsta sínum og sækja samferðafólkinu vatn. Með- an hann var að drekka leit hann yfir ána, sem varnaði honum flótta. Hún rann í háum gljúfrum og höíðu stærðar björg hrunið úr þeim, út í ána, sem sauð og vatl á flúðunum. Neðan við gljúfrin breikkaði áin aftur töluvert, og hefði vatnið vel getað sefast þar aftur, en eyja, sem var í miðri ánni, viði vaxin og þakin rekaldi, gerði fleyg sem klauf vatnið £ tvent, svo það valt áfram með enn þá meiri hraða sinn hvore megin við hana, en að þv£ er virtist flúðalausf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.