Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI íslandsbanki tekur 500 milljón kr. víkjandi lán ÍSLANDSBANKI hf. hefur aflað sér 500 milljóna króna með sölu skuldabréfa með sérstöku víkjandi ákvæði til að styrkja eiginfjárstöðu sína. Þetta er í annað skipti sem bankinn aflar sér fjár með sölu skuldabréfa með víkjandi ákvæði, en það felur í sér að skuldabréfin víkja fyrir öllum kröfum á hendur Islandsbanka öðrum en hlutafé og nýtast því sem eigið fé bankans. í útboðinu voru seld skuldabréf til sjö ára fyrir 275 milljónir króna og bréf til 12 ára fyrir 225 milljón- ir. Kjör bréfanna miðuðust við ávöxtunarkröfu húsbréfa á sölu- tímabilinu að viðbættu ákveðnu álagi og seldust bréf I fyrrnefnda flokknum með 6,44-6,45% ávöxt- unarkröfu en bréf í þeim síðar- nefnda miðað við 6,54-6,55% HLUTABRÉF fyrir rúmar 209 milljónir króna seldust í gær á Verðbréfaþingi og Opna tilboðs- markaðnum og hafa viðskipti með hlutabréf á árinu ekki áður orðið jafn mikil á einum degi, auk þess sem þetta er önnur mestu sala hlutabréfa á einum degi frá upp- hafi. Þá hafa selst hlutabréf í okt- óbermánuði fyrir tæpar 800 millj- ónir króna og hefur sala hluta- bréfa í einum mánuði aldrei áður verið jafn mikil. Það voru einkum viðskipti með hlutabréf í tveimur félögum sem báru uppi viðskipti gærdagsins. Hlutabréf að nafnvirði 15 milljónir voru seld í Tæknivali á genginu 6,50 að söluvirði 97,5 milljónir króna og hlutabréf í HB á Akra- nesi að nafnvirði 11,1 milljón skiptu um eigendur á genginu 6,40, en að söluvirði nemur það rúmlega 71 milljón króna. Þá voru viðskipti með hlutabréf í mörgum öðrum félögum lífleg. Viðskipti með hlutabréf á ein- um degi hafa aðeins einu sinni orðið lítlsháttar meiri en í gær. Það var í janúarmánuði í fyrra þegar sala á hlutabréfum í Lyfja- verslun íslands var í fullum gangi, en þá seldust hlutaberéf á Verð- ávöxtun. Kaupþing var fengið til að annast sölu bréfanna sem er mjög óvenjulegt því hingað til hafa bankarnir látið dótturfyrirtæki sín annast útboð. Bæta þurfti eiginfjárstöðuna vegna aukinna umsvifa Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri hjá íslandsbanka, sagði að frá upphafí hefði það verið yfirlýst stefna íslandsbanka að vera með eiginfjárhlutfall á bilinu 10-11%, sem væri vel yfir því 8% lágmarki sem áskilið væri í lögum. Eftir mikla aukningu viðskipta á fyrri hluta ársins hefði verið ljóst að bæta hefði þurft eiginfjárstöðuna til þess að halda þessu marki og því hefði verið tekin ákvörðun um að gefa út skuldabréf með víkjandi bréfaþingi fyrir 210 milljónir króna. Opin kerfi selja Opin kerfi hf., einn stærsti hlut- hafi Tæknivals hf., seldi í gær um 8% hlut sinn í fyrirtækinu á Verð- bréfaþingi íslands. Bréfin eru að nafnvirði um 9,6 milljónir og voru seld á genginu 6,5 eða fyrir um 62 milljónir. Jafnframt seldi Þróunarfélag ísland hf. helming hlutabréfa sinna í Tæknivali, en þar var um að ræða 4,5% heildarhlutafjár að nafnvirði 5,4 milljónir. Samtals seldust því bréf í fyrirtækinu að nafnvirði 15 milljónir fyrir 97,5 milljónir króna, en það svarar til 12,5% hlutafjár í félaginu. Framhald á samningi við Compaq Sala á hlutabréfum Opinna kerfa hf., umboðsaðila Hewlett Packard, kemur í beinu framhaldi af samningi Tæknivals hf. í síð- ustu viku um að taka við umboði fyrir Compaq-tölvubúnað hérlend- is. Compaq er stærsti söluaðili í heimi á sviði netþjóna og útstöðva í netumhverfi og á í harðri sam- keppni við Hewlett Packard. ákvæði. Víkjandi lán mættu sam- kvæmt reglum vera allt að þriðj- ungur af eigin fé og enn væri tals- vert svigrúm fyrir svona útgáfu, þó þankinn hefði áður ráðist í út- gáfu af þessu tagi en fyrra útboð- ið hefði farið fram í október árið 1993, þegar 600 milljónir króna hefðu verið seldar með víkjandi ákvæði. Tryggvi sagði að mjög góð reynsla hefði verið af útboðinu nú. Það sé mikili styrkur að geta með þessum hætti haldið eiginfjárstöð- unni sterkri, þó umsvifin aukist jafnmikið og þau hafi gert í ár. Erlendir viðskiptavinir bankans mætu það mjög mikils hvað ís- landsbanki væri með sterkt og stöðugt eiginfjárhlutfall og þeim fyndist það styrkleikamerki að GENGIÐ hefur verið frá samn- ingum milli Sjúkrahúss Reykja- víkur og Nýheija hf. um leigu á 100 IBM borðtölvum til notkunar á sjúkrahúsinu til næstu fjögurra ára. Samningur þessi markar tímamót í opinberum rekstri þar sem útgjöldum til kaupa á viða- miklum búnaði er dreift yfir langt tímabil, segir í fréttatil- kynningu um samninginn. Samningurinn tryggir Sjúkra- húsi Reykjavíkur aukna mögu- leika til hagræðingar og sparn- aðar á tímum aðhalds í rekstri um leið og hann jafnar útgjöld stofnunarinnar vegna bætts tækjakosts yfir lengri tíma. Ekki hægt væri að laga eiginfjárstöðuna á innlendum markaði. Tryggvi sagði að ákveðið hefði verið fara ekki þá leið að selja skuldabréfin beint eins og gert hefði verið í fyrra útboðinu fyrir þremur árum síðan. Ákveðið hefði verið að treysta markaðnum fyrir útboðinu og leita eftir tilboðum verðbréfafyrirtækja og hefði það tekist með ágætum. Tilboði Kaup- þings hefði verið tekið, en það hefði verið hagstæðast. Ávöxtun- arkrafan á sjö ára bréfunum hefði verið 0,8 prósentustig yfir ávöxt- unarkröfu húsbréfa og .á 12 ára bréfunum 0,9 prósentustig yfir ávöxtunarkröfu húsbréfa. Þá væri einnig athyglisvert að víkjandi lán- in væru nú til mun lengri tíma en verið hefði í fyrra útboðinu. er aðeins um að ræða hefð- bundna fjármögnun Nýheija á búnaðinum heldur einnig fulla þjónustu allan samningstímann. Tölvurnar frá Nýheija verða nýttar til fjölmargra verkefna á sjúkrahúsinu og koma til viðbót- ar allt að 400 vélum sem þar eru til staðar í dag. Meðal notenda eru læknar, hjúkrunarfræðing- ar, ritarar o.fl. á flestum deildum stofnunarinnar. Um er að ræða tölvur af gerðinni IBM PC 340 Pentium, ýmist með eða án margmiðlunarbúnaðar. Einnig er um að ræða nokkrar IBM PC 365 Pentium vélar með allt að 48 MB vinnsluminni. Qlafur Jóhann Ekkií daglegum rekstri Advanta ADVANTA Corp, móður- fyrirtæki Advanta Informati- on Services sem Ólafur Jó- hann Ólafsson er aðstoðar- stjórnarformaður og meðeig- andi að, er eitt stærsta fjár- magnsfyrirtæki í Bandaríkj- unum. Advanta er einn stærsti útgefandi kreditkorta í Bandaríkjunum og stundar einnig ýmiss konar lánastarf- semi og fjárfestingar. Langur undirbúningur Að sögn Ólafs Jóhanns veltir Advanta um 18 millj- örðum bandaríkjadala á ári eða tæpum 1.300 milljörðum íslenskra króna. „Undirbún- ingur að stofnun AIM hefur staðið yfir í nokkra mánuði en fyrirtækið mun aðallega verða með fjármagnsstarf- semi með rafrænum miðlum s.s. alnetinu þannig að við- skiptavinir okkar þurfa t.d. aldrei að fara sjálfir í banka til þess að greiða reikninga eða taka út peninga." Vel þekktur forstjóri Nýráðinn forstjóri AIM er velþekktur úr bandarísku við- skiptalífi. Hann heitir William J Razzouk og er fyrrum að- stoðarforstjóri Federal Ex- press og forstjóri eins stærsta netfyrirtækis í Bandaríkjun- um, America Online en fyrr á árinu vakti mikla athygli þegar hann hætti störfum þar eftir að hafa starfað hjá fyrir- tækinu í fjóra mánuði. Ólafur Jóhann mun ekki taka þátt í daglegum rekstri AIM en hann á hlut í þremur öðrum fyrirtækjum og sinnir hann stjórnarformennsku í þeim öllum. Fyrirtækin þijú tengjast öll margmiðlun af einhveiju tagi en á ólíkan hátt. Single Track er þrívíddar hugbúnaðarfyrirtæki sem sett var á laggirnar fyrir tveimur árum af Sony og Microsoft er einnig eigandi að. Fyrirtækið dreifir hug- búnaði fyrir bæði fyrirtækin víða um heim. American In- formation Center er alnets- fyrirtæki sem hannar netkerfi fyrir mörg stórfyrirtæki í Bandaríkjunum. Þriðja fyrir- tækið, Mermaid, kemur til með að fjárfesta í og dreifa margmiðlunar skemmti- og fræðsluefni. Hlutabréf fyrir 209 milljónir seldust í gær Stærsti dagur- inn ísölu hluta- bréfa á árinu AÐ LOKINNI samningsgerð; frá vinstri: Kristján Karlsson og Ingi- mar Arndal frá Nýheija og Ólafur Örn Arnarson og Baldur Johnsen frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Sjúkrahús Reykjavíkur leigir 100 IBM-tölvur Navision Financials með því Microsoft* Windows*95 Navision Financials bókhalds- og upplýsingakerfiö getur hannaö eigin skjámynd og þú getur með auðveldum hætti sniðið það að þörfum fyrirtækis þíns. Navision Financials - reiknar með þér! Navision Financials er fyrsta vióskiptakerfið í heiminum sem vióurkennt erfyrir Windows 95 og hlaut gullverðlaun PC User. Allar nánari upplýsingar veita sölumenn okkar. Umbods- og dreifingaraðili: STRENGUR ÁRMÚLA7 • 105 REYKJAVÍK SÍMI 550 9000 • FAX 550 9010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.