Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 8
VIÐSKIPn AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 Verðbréfa- ogfjárstýr- ingarsvið Búnaðar- bankans SAMTÍMIS sölu Búnaðarbankans á sínum hluta í Kaupþingi hf. til spari- sjóðanna tók bankinn ákvörðun um að byggja upp verðbréfaþjónustu innan bankans. Samtímis eru gerðar skipulagsbreytingar innan bankans og nýtt svið, verðbréfa- og fjárstýr- ingarsvið, stofnað með þremur rekstrareiningum: • ÞORSTEINN Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur er fram- kvæmdastjóri sviðsins. Þorsteinn kemur frá Nor- ræna fjárfesting- arbankanum (NIB) í Helsinki þar sem hann hefur starfað í 10 ár bæði á útlánasviði og fjármálasviði, síðast sem yfírmaður fjármálasviðs bankans. Þar áður var Þorsteinn m.a. framkvæmdastjóri Steinullar- verksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki og bæjarstjóri þar. Þorsteinn hefur einnig starfað sem rekstrarráðgjafi. • FRIÐRIK St. Halldórsson, við- skiptafræðingur, er forstöðumaður markaðsviðskipta og fjárstýringar og staðgengill fram- kvæmdastjóra. Fyrirhugað er að ráða sérstakan for- stöðumann fjár- stýringar og mun Friðrik þá hafa markaðsviðskiptin á sinni könnu. Friðrik hefur verið forstöðumaður verðbréfaviðskipta hjá Búnaðarbankanum frá 1993, en var áður forstöðumaður Draupnis- sjóðsins hf., áætlanadeildar ís- landsbanka hf. og Verðbréfa- markaðar Útvegsbankans hf. • GUÐBJÖRN Maronsson hefur verið ráðinn yfírmaður eignavörslu. Guðbjörn er M.Sc. á fjármálasviði frá Golden Gate Uni- versity og starfaði áður sem fram- kvæmdastjóri hjá dótturfélagi Líf- eyrissjóðs Dags- brúnar og Fram- sóknar og sem for- stöðumaður sjóðasviðs Landsbréfa. Aðalverkefni eignavörslu verður stofnsetning og rekstur verðbréfa- sjóða Búnaðarbankans ásamt um- sjón og eignastýringu verðbréfa- safna. • GUÐMUNDUR Guðmundsson hefur verið ráðinn yfírmaður upplýs- inga og áhættueftirlits. Guðmundur 1 4 RANNIS Rannsóknarráð Islands auglýsir styrki úr eftirfarandi sjóðum með umsóknarfrest til 15. nóvember 1996 Vísindasjóði er hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir. Tæknisjóði er hefur það hlutverk að styðja nýsköpun í íslensku atvinnulífi með því að efla tækniþekkingu, rannsóknir og þróunarstarf. Bygginga- og tækjasjóði er hefur það hlutverk að styrkja tækjakaup og uppbyggingu á aðstöðu til rannsókna í vísindum og tækni. Umsækjendur geta verið: Vísindamenn og sérfræðingar. Háskólastofnanir og aðra vísinda- og rannsóknastofnanir. Fyrirtæki, einstaklingar og samtök er hyggjast vinna að rannsóknum og nýsköpun. Veittir eru fernskonar styrkir úr ofangreindum sjóðum sem hér segir: 1. "Verkefnisstyrkir” til fræðilegra og hagnýtra verkefna. Miðað er við að upphæð styrkja geti numið allt að 5.000 þús kr. 2. "Forverkefna- og kynningarstyrkir" * til undirbúnings stærri rannsókna- og þróunarverkefna, allt að 600 þús kr. * til að fylgja eftir og koma á framfæri niðurstöði verkefna sem lokið er styrkir til undirbúnings umsókna í 4. rammaáætlun Evrópusambandsins, allt að 300 þús. kr. 3. Starfsstyrkir" Veittar verða tvær tegundir starfsstyrkja: * "Rannsóknarstöðustyrkir" eru veittir úr Vísindasjóði til tímabundinna starfa vísindamanna, er nýlega hafa lokið doktorsprófi eða hlotið samsvarandi menntun við viðurkennda háskóla. Styrkir eru veittir til allt að 3ja ára við innlenda stofnun og nema launum sérfræðings. * "Tæknimenn í fyrirtæki" er heiti styrkja sem veittir eru úr Tæknisjóði til fyrirtækja í þeim tilgangi að ráða vísinda- og/eða tæknimenntað fólk til starfa. Styrkir eru veittir til allt að 3ja ára og nema hálfum launakostnaði sérfræðings. * 4. "Bygginga- og tækjakaupastyrkir" * Veittir eru styrkir út Bygginga- og tækjasjóði til að slyrkja kaup á tækjum og búnaði og byggja upp aðstöðu til rannsókna fyrir vísinda- og rannsóknasarfsemi. Eyðublöð á tölvudisklingi og leiðbeiningabæklingur verða tilbúin til afhendingar fímmtudaginn 3. október nk. hjá Rannsóknarráði íslands, Laugavegi 13, sími 562 1320, fax 552 9814. Eyðublöðin er einnig hægt að ná í á Internetinu á heimasíðu RANNÍS. Slóðin er: http://www.centrum.is/rannis/ er M.Sc. í rekstrar- verkfræði frá North Carolina State University og hefur starfað áður sem fram- leiðslustjóri hjá Samsölubakaríi hf., deildarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands og sérfræðingur hjá Small Business and Technology Development Center, Raleigh í Norður-Karólínu. • GUNNAR Árnason, viðskipta- fræðingur, er miðlari í markaðsvið- skiptum með þjón- ustu við stofnanafj- árfesta sem sitt aðalverksvið. Gunnar hefur starfað hjá Búnað- arbankanum síð- an 1994 í lánadeild, gjaldeyrisdeild og innri endurskoðun. • ÁRNI Jón Árnason hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í eigna- vörslu. Árniervið- skiptafræðingur af ijármálasviði og M.Sc. í íjármálavís- indum frá Uni- versity of Strath- clyde. Ámi hefur starfað hjá Búnað- arbankanum með hléum sem sumar- starfsmaður frá 1983 í ýmsum deildum og útibúum og einnig hjá VISA-ísland, 1987-89 og Sjóvá- Almennum, 1989-91. Nýr útibússtjóri hjá Búnaðar- banka • SVANBORG Þórdís Frosta- dóttir hefur verið ráðin útibússtjóri við útibú Bún- aðarbanka ís- lands á Blöndu- ósi. Svanborg er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1984 ogútskrifað- ist sem viðskipta- fræðingur_af markaðssviði frá Háskóla íslands 1993. Hún á tvo syni. Svanborg hóf störf í Búnaðarbanka íslands 1983, fyrst með námi í ýmsum útibúum, en frá árinu 1993 sem sérfræðingur í endurskoðunardeild bankans. * Omar Strange til Sólar • ÓMAR Strange hefur tekið við nýju starfi sem sölustjóri fyrir stór- eldhús á markaðs- og söludeild Sólar hf. Ómar er 35 ára og lauk námi úr Hótel- og veit- ingaskóla íslands árið 1982. Hann starfaði um 6 ára skeið hjá Veitingahöllinni og stofnaði síðan ásamt fleirum veitingahúsið La Primavera og starfaði þar um 5 ára skeið. Ómar á þjú börn og einn fóstur- son og er í sambúð með Ágústu Finnbogadóttur sem er þjónustu- fulltrúi hjá Sparisjóði Hafnaríjarð- ar. Markaðssljóri hjá Tækni- vali hf. • GUNNAR Leó Gunnarsson hef- ur verið ráðinn markaðsstjóri hjá Tæknivali hf. Markaðsstjóri heyrir beint undir framkvæmda- stjóra og er hann ábyrgur fyrir markaðssetningu fyrirtækisins í heild. Gunnar er fæddur í Keykjavík árið 1966. Hann varð stúdent frá Verslunarskóla Islands 1985 og lauk BS-prófi í tölvunarfræði 1989 frá Háskóla íslands. Þaðan lá leið- in til Frakklands þar sem hann lauk MBA-prófi frá Institut Superieur de Gestion. Áður en Gunnar fór til náms í Frakklands vann hann hjátölvudeild Borgarspítalans 1989 til 1991. Hann var ráðinn markaðsfulltrúi netkerfa hjá Tæknivali hf. 1993 oggegndi því starfi þar til hann varð markaðs- stjóri. Gunnar er kvæntur Báru Dagnýju Guðmundsdóttur og eiga þau einn son, Daníel Smára. Torgið Með gát um gleðinnar dyr Það hefur stundum verið sagt að góðæri hafi reynst okkur íslending- um þyngri í skauti en hörðu árin og hversu þversagnakennt sem slík fullyrðing kann að hljóma má finna nokkur rök henni til stuðnings ef litið er yfir sögu síðustu áratuga. Það er til dæmis Ijóst að við glutruð- um niður tækifærum sem velsæld í efnahagslífinu færði okkur upp í hendurnar um miðjan níunda ára- tuginn og það má líka vel halda því fram að vel hafi tekist til í glímunni við niðursveifluna sem fylgdi í kjöl- farið. Þá var tveggja áratuga verð- bólgudraugur kveðinn niður og það með öðru skapaði efnahagslífinu þá viðspyrnu sem til þurfti. Nú er það hins vegar spurning hvort verðbólgudraugurinn sé við það að láta á sér kræla aftur sam- fara því að breyting til hins betra hefur orðið í efnahagslífinu og muni tröllríða íslensku samfélagi á næsta ári í kjölfar nýrra kjarasamninga. í það minnsta er Seðlabanki íslands, sem hefur það hlutverk að varð- veita stöðugleikann með þeim stjórntækjum sem hann hefur yfir að ráða, þeirrar skoðunar að ýmsar blikur séu á lofti og ástæða sé til að fara með mikilli varfærni. I nýút- kominni haustskýrslu sinni, sem var til umræðu á morgunverðarfundi Verslunarráðs íslands í gærmorg- un, segir að afgreiða verði fjárlög næsta árs að minnsta kosti með þeim afgangi sem frumvarpið geri ráð fyrir eða um eins milljarðs króna afgangi. Beita verði ýtrasta aðhaldi í ríkisfjármálum á næstu misserum og einnig sé mjög mikilvægt að kja- rasamningar verði ekki til þess að kynda undir verðbólgu. „Enginn vafi er á því að þessi vetur verður mjög örlagaríkur um framhald þess árangurs, sem náðst hefur í að tryggja stöðugt verðlag," segir í skýrslunni. Formaður bankastjórnar Seðla- bankans, Birgir ísleifur Gunnars- son, fór yfir efni haustskýrslunnar. Hann sagði að Seðlabankinn myndi hafa það að leiðarljósi í sinni starf- semi að stuðla að stöðugu verðlagi hér. Það væri grundvöllur nýsköp- unar og varanlegs hagvaxtar og hefði á undanförnum misserum fengið stöðugt meira vægi við stefnumótun í peninga- og gengis- málum. Það væri bæði vegna áhrifa alþjóðlegrar umræðu um hagstjórn, en einng vegna almennrar viðhorfs- breytingar til verðbólgu hér á landi. Reynslan af mikilli og breytilegri verðbólgu ásamt útbreiddri verð- tryggingu hefði vakið þann skilning hér á landi að farsælast væri fyrir heimili og fyrirtæki að búa við stöð- ugleika í verðlagsmálum. Birgir rakti einnig þróun efna- hagsmála að undanförnu og sagði að aukning innlendrar eftirspurnar á síðustu mánuðum væri meiri en fengi til lengdar samrýmst stöðug- leika. Spurning væri að hve miklu leyti þessi eftirspurn væri vegna tímabundinnar aðlögunar þjóðar- búsins að hærri framtíðartekjum. Niðurstaða Seðlabankans væri að þessi mikla eftirspurn byggði á of bjartsýnu mati á framtíðarhorfum og bankinn rökstyðji það bæði með tilvísan til versnandi viðskiptakjara og einnig til þess að afli á úthafs- miðum eigi líklega eftir að minnka, en þetta tvennt muni vega á móti því jákvæða sem sé að gerast í efnahagslífi okkar, svo sem stækk- un álversins. „Það er þvífull ástæða til þess að ganga hægt um gleðinn- ar dyr á næstunni," sagði Birgir. Hann sagði að horfur í verðlags- málum á næstu misserum mundu að verulegu leyti ráðast í komandi kjarasamningum. 4% launahækk- anir hér samrýmdust því að verð- bólga gæti verið hér um 2% á næsta ári. „Verði launahækkanir meiri eru líkur á að verðbólgan verði meiri og það gæti stefnt stöðug- leika í verðlagsmálum í hættu og því kallað á frekari aðhaldsaðgerðir í peningamálum í því skyni að varð- veita hann," sagði Birgirennfremur. Auk Birgis ræddu einnig efni haustskýrslunnar Þorsteinn Ólafs, framkvæmdastjóri, og Óli Björn Kárason, ritstjóri. Þorsteinn sagði að aðgerðir Seðlabankans í pen- ingamálum í september til að stemma stigu við þenslu hefðu ver- ið óumflýjanlegar og færa mætti rök fyrir því að þær hefðu mátt vera fyrr á ferðinni. Sagði hann að Seðla- bankinn hlyti að velta því fyrir sér hvort ástæða væri til frekari hækk- unar vaxta, því enn gæti mikillar umframeftirspurnar. Sagðist hann geta séð fyrir sér að vextir ættu enn eftir að hækka um allt að 40-70 punkta til viðbótar, en það væri þó mjög háð þróun kjaraviðræðna á næstunni. Óli Björn sagði að í skýrslunni væri ekkert ofsagt, en margt ósagt látið. Sagði hann að í henni gætti lítils frjóleika og gagnrýndi að þar væri ekki fjallað um ýmis mál í efna- hagslífinu, eins og hvað varðaði skattamál, framleiðslustyrki og áhrif auðlindagjalds í sjávarútvegi. Sagðist hann ekki vera að fara fram á að bankinn stundaði pólitíska hagfræði heldur að hann varpaði Ijósi á meinsemdir í íslensku efna- hagslífi. HJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.