Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 D 3 Fólk Endur- skipulag- ning hjá Meistar- anum UNNIÐ hefur verið að endur- skipulagningu Meistarans í kjöl- far eigendaskipta. Meistarinn hf. flutti fyrir skömmu í nýtt hús- næði í Dugguvogi 8, aukin áhersla hefur verið lögð á markaðsmál, endurbætur gerðar á framleiðslu- sviði og nýir starfsmenn ráðnir í nokkrar lykilstöður. Helstu fram- leiðsluvörur Meistarans eru unnar kjötvörur og ýmis önnur matvæli, fyrir veitingahús, mötuneyti og neytendamarkað. •GUÐRÚN Björnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Meistarans hf. Guðrún er stúdent frá Menntaskól- anum í Reykja- vík árið 1984. Eft- ir stúdentspróf starfaði hún hjá ferðaskrifstofunni Úrval-Útsýn hf. og á söludeild Flugleiða hf. 1985-1987. Hún varð innkaupa- stjóri hjá KRON og síðar Mikla- garði 1987-1991. Guðrún hóf nám við viðskiptadeild Háskóla VIÐSKIPTI íslands 1991 og útskrifaðist árið 1995 af fjármálasviði. Hún var ráðin til hagdeildar Össurar hf. 1984, varð framkvæmdastjóri Össur Lux. S.A. í Lúxemborg í byrjun árs 1996 og gegndi því starfi þar til hún varð fram- kvæmdastjóri Meistarans. Guðrún er gift Jóhanni Erni Ólafssyni, danskennara og eiga þau einn son. • JAKOB V. Finnbogason hefur verið ráðinn framleiðslustjóri Meistarans hf. Jakob lauk 4. stigs prófi frá Vélskóla Islands 1983 og útskrifaðist sem rekstrartækni- fræðingur frá Od- ense Teknikum 1990. Hann vann hjá Pósti og síma 1990-1991 og Skýrr 1991-1994 við rekstur á vélbúnaði í tölvuvélasal. Árið 1994 var Jakob ráðinn framleiðslustjóri hjá Össuri hf. og starfaði þar uns hann réð sig til Meistarans hf. Hann annast framleiðslustýringu, áætlanagerð fyrir innkaup og framleiðslu og birgðastýringu. Jakob er kvæntur Katrínu Har- aldsdóttur, kerfisfræðingi og eiga þau eina dóttur. • AUÐUR Eyvinds tók við starfí skrifstofustjóra Meistarans hf. í september síðast- liðnum. Auður er stúdent frá Menntaskólan- um í Kópavogi 1990 og viðskipta- fræðingur frá Há- skóla Islands 1995. Hún varvið- skiptafræðingur hjá aðalendur- skoðun Pósts og síma 1995 til 1996 og aðstoðarmaður sjóðs- stjóra hjá Landsbréfum hf. frá byijun þessa árs er hún tók við skrifstofustjórn Meistarans hf. í starfí hennar felst meðal annars umsjón með bókhaldi, launaút- reikningar og ýmis sérverkefni. Auður er gift Þorkeli Rafni Sig- urgeirssyni, viðskiptafræðingi og eiga þau einn son. • KARL Ómar Jónsson hefur verið ráðinn sölumaður hjá Meist- aranum hf. með mötuneyti og veit- ingahús sem sér- svið. Karl lauk prófi í matreiðslu fráHótel-og veitingaskóla ís- lands 1986. Hann hefur unnið sem matreiðslumaður á Pottinum og pönnunni, Eldvagninum og Hót- el Bifröst. Karl rak veitingasölu golfskálans í Grafarholti 1992- 1994. Karl er kvæntur Berglindi Tryggvadóttur og eiga þau einn son. •DAVÍÐ Gestsson hefur verið ráðinn sölumaður hjá Meistaran- um hf. Hann starfar einkum við að afla nýrra við- skiptavina og ann- ast tengsl við landsbyggðina. Davíð lauk námi í kjötiðn frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1988 og varð meistari í iðninni 1991. Hann starfaði hjá Síld og fiski hf. með námi og nokkur ár þar á eftir, var eitt ár hjá Varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli og í tvö ár hjá Kjöt- smiðjunni hf. áður en hann kom til starfa hjá Meistaranum hf. Davíð er ókvæntur og á einn son. Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari uppiýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. 9 LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Ótrúlega ríkulegur staðalbúnaður í Explorer Executive V6 4.0 Iftra 160 hestafla vól, sjálfskipting 4 gíra meö Over Drive, vökvastýri, læsivaröir hemlar (ABS), hemlaljós I afturglugga, rafknúnar ruöur aö framan og aftan, samlæslng, rafstýröir hliöarspeglar, hraöastillir (cruise), 15" álfelgur & 31" dekk, Premium útvarp/segulband meö fjórum hátölurum og klukku, loftkaeling (AC), tveir loftpúöar aö framan, veltistýri, leöurklætt stýrishjól, höfuðpúöar að framan og aftan, hæöarstillt bílbeltl, sóriitaö gler, tregöulæsing á afturdrifi, toppbogar, lúxusinnrótting meö plussáklæöl á sætum, rafknúnar stillingar á framsœtum, rafknuln mjóhryggsstilling, „high series" stokkur milli framsæta með 2 glasahöldurum, armpúöa og stjómborði fyrir útvarp, miöstöö og ioftkælingu fyrir farþega i aftursæti, stokkur í iofti meö lesljósum, áttavita og útihitamæli, fjarstýring fyrir samlæsingu, þjófavöm, þokuljós I framstuöara, hraöanæmar framþurrkur, mottur og hlff yfir farangursgeymslu. Explorer BXECUJJVE er sjilfskiþtur ineð 4.0 lílra V6 vél og kostar: 3.498.000! EKECimVE ergríðarlega vel búinn ó frábceru verði. BRIMB0RG FAXAFENI 8 • SllVli 515 7010 8jðundl hlmlnn 1986

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.