Morgunblaðið - 01.11.1996, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER1996 C 3
IÞROTTIR
KNATTSPYRNA
Markaregn
á Anfield
Roadí
Uverpool
Reuter
LIVERPOOL lenti í kröppum
dansi, þegar leikmenn liðsins
glímdu við svissneska liðið
Sion á Anfield Road í Evrópu-
keppni bikarhafa í gærkvöldi.
Svisslendingarnir komu svo
sannarlega á óvart, með þvf
að skora tvö fyrstu mörk
leiksins, voru 0:2 yfir eftir 22
mín. Þá settu leikmenn Liv-
erpool á fulla ferð og sökktu
Sion, 6:3.
Þegar staðan var 2:3 fyrir gest-
ina gerðu þeir John Barnes
og Fowler þrjú mörk á sex mín.
- fyrst jafnaði Barnes og síðan
komu tvö mörk frá Fowler á 70.
og 71. mín., 5:3 og Tékkinn Pat-
rik Berger gulltryggði sigurinn á
89. mín.
Stórsigur í París
Evrópumeistarar bikarhafa,
leikmenn Parísarliðsins St.
Germain náðu því sem þeir ætluðu
sér, að vinna stórsigur á tyrkneska
agna sigri Liverpool á Sion á Anfield Road. Markahrókurinn Robbie Fowler kemur hlaupandi til að
_____taka þátt í gleðinnl,_________________________________
Lið Skallagríms í molum, algjört baráttuleysi í Borgarnesi
„Kannski eni þeir að reyna
að losa sig við mig
U
Theodór Þórð-
arson
skrifar
Skagamenn unnu auðveldan sig-
ur á vægast sagt slöku liði
Borgnesinga 68:86 í Borgarnesi í
gærkvöldi. Elstu
menn muna ekki
eftir jafn lélegum
leik hjá Skallagrími.
„Það vantar allan
liðsanda í liðið“, sagði Tarry Robert
Upshaw, þjálfari Skallagríms, „Ég
átta mig ekki á því hvað er að, einu
leikmennirnir sem náðu sér á strik
voru Reymond Curtis og Tómas
Holton. Eg veit ekki af hveiju menn
gáfu sig ekki í þennan leik, kannski
eru þeir að reyna að losa sig við
mig, ég veit það ekki.“
„Við unnum þennan leik á góðri
vörn“, sagði Alexander Ermol-
inskij, þjálfari og leikmaður
Skagamanna. „Ronald Bayless
var góður og allt liðið lék mjög
vel saman. Það er eitthvað að hjá
Skallagrímsmönnum en ég geri
mér ekki grein fyrir því hvað það
er.“
Það er ekki hægt að hafa mörg
orð um framistöðu liðsmanna Skal-
lagríms í þessum leik. Leikur liðsins
var vægast sagt ömurlegur fyrir
utan fyrstu mínúturnar í hvorum
leikhluta. Þeir einu sem virtust vera
með lífsmarki voru Reymond Curtis
og Tómas Holton. Það var sárt fyr-
ir dygga stuðningsmenn liðsins sem
fylltu áhorfendapallana, ásamt
stuðningsmönnum Skagaliðsins, að
horfa upp á algjört baráttuleysi og
áhugaleysi liðsmanna Skallagríms.
Liðsheild Skagamanna var mjög
góð og náði liðið vel saman. Þeir
nýttu sér ráðaleysi heimamanna og
léku sinn leik í friði án mikillar
fyrirhafnar. Bestu menn ÍA voru
Ronald Bayless og Alexander Er-
molinskij en einnig voru Dagur
Þórisson og Brynjar Karl Sigurðs-
son ágætir.
Guðbrandur
Guöbrandsson
skrifar frá
Sauöárkróki
Enn tapar Tindastóll
á elleftu stundu
Enn máttu Tindastólsmenn bíta
í það súra epli að tapa með
eins stigs mun á heimavelli þegar
þéir fengu ÍR-inga í
heimsókn í gær-
kvöldi. Eftir að liðin
höfðu skipst um að
halda forystunni
sigu Reykvíkingar fram úr á síð-
ustu mínútunni og sigruðu 85:86.
Fyrri hálfleikur byijaði fjörlega
þar sem mikill hraði var í leiknum
og mikið skorað en lítið um varnir.
Gestirnir höfðu þó alltaf forystu og
leiddu lengst af með nokkrum stig-
um en þegar sex mínútur voru eft-
ir af fyrri hálfleik komust Sauð-
krækingar yfir og héldu áhorfendur
í Síkinu að heimamenn ætluðu að
ná afgerandi forystu, sem dygði til
sigurs. En þá kom Tito Baker ÍR-
ingur til skjalanna með þijár glæsi-
legar þriggja stiga körfur, sem kom
ÍR aftur í forystu.
Ekki voru lætin minni í upphafí
síðari hálfleiks og náðu Tindastóls-
menn forystu strax í byijun, sem
þeir héldu þar til fjórar mínútur
voru eftir af leiknum. Þá náðu
Reykvíkingar að jafna og komast
síðan yfir, 78:80. Mikil spenna var
í lokin þar sem liðin skiptust á að
hafa forystu, en það voru gestirnir
sem náðu að eiga síðasta orðið.
Jeffrey Johnson var yfirburða-
maður í liði Sauðkrækinga og hefðu
samheijar hans mátt nýta krafta
hans betur í sóknarleiknum því
hann fékk ekki úr nógu miklu að
moða. Lárus Dagur Pálsson var
góður fyrir hlé.
Hjá IR var Tito í aðalhlutverki
en Atli Þorbjörnsson, fyrrum leik-
maður Tindastóls, lék prýðilega.
liðinu Galatasaray í París, 4:0,
eftir að tafa tapað 2:4 í ístanbúl.
34.000 áhorfendur voru vel með á
nótunum á Parc des Princes-leik-
vellinum og fögnuðu þegar S-
Ameríkumennirnir Leonardo og
Julio Cesar Dely Valdes skoruðu
í fyrri hálfleik. Leonardo, sem lék
ekki með í ístanbúl, lagði síðan
Upp þriðja markið, sem Loko skor-
aði. Það var svo Brasilíumaðurinn
Rai sem gulltryggði sigurinn.
Anselmo Robbiati var hetja
Fiorentína, skoraði jöfnunarmark-
ið, 1:1, gegn Sparta í Prag og kom
liði sínu í 8-Iiða úrslit.
50 þús. áhorfendur í Belgrad
sáu Giovanni Silva skora jöfnunar-
mark, Barcelona gegn Red Star,
1:1, aðeins sextíu sek. eftir að
heimamenn skoruðu sitt mark.
Moratti vill
meira
ÞAÐ virðast ekki mikil tak-
mörk fyrir því hvað ítölsk
félög geta ausið peningum í
nýja leikmenn. Inter keypti
til dæmis leikmenn fyrir um
einn og hálfan milljarð króna
í sumar og nú vill Massimo
Moratti, forseti félagsins,
meira. „Við erum staðráðnir
i að styrkja Inter enn frekar
og það er ljóst að það munu
koma til okkar sterkir leik-
menn og aðrir fara," sagði
hann í gær. Blöð á Italíu
hafa látið að því liggja að
hann sé að tala um Roberto
Mancini sóknarmann þjá
Sampdoria og einnig hefur
verið rætt um Gianfranco
Zola hjá Parma.
Haft er eftir Moratti að
hann sjái eftir því að hafa
ekki keypt Ronaldo, snilling-
inn unga frá Brasilíu, þegar
tækifæri gafst. „Barcelona
fór fram á allt of mikla pen-
inga og þar sem við höfum
ekki Fiat eða önnur stór-
fyrirtæki á bak við okkur sá
ég ekki að ég gæti staðið við
slík kaup. En eftir að hafa
séð mörkin sem piltur er að
gera er ég farinn að leita
betur í buddunni," sagði
Moratti.
GERÐU LAUGARDAGIRim AÐ
sölukössum lokad
14:00 laugardag
1»1
ivl
Velkomin að netfangi WWW. TOTO. IS
Nýr
hópleikur
2. nóv. - 4. jan
10 vikur, árangur 8 bestu gilda