Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA Reuter LEIKMENN Blackburn fagna öðru marki Chris Sutton og halda uppi Graham Le Saux, þegar þeir lögðu Liverpool að velli og unnu slnn fyrsta sigur í vetur, 3:0. Beardsley hefur engu gleymt PETER Beardsley, fyrirliði Newcastle, hélt upp á 700. deildar- og bikarleik sinn í Englandi með því að skora tvö mörk þegar New- castle skaust upp á toppinn með sigri á Middlesbrough, 3:1. Be- ardsley, sem verður 36 ára í janúar, skoraði fyrra markið úr víta- spyrnu eftir að Neil Cox felldi David Ginola. Beardsley var alltaf á ferðinni, eins og táningur og hann hefur engu gleymt af göldrum knattspyrnunnar. Seinna markið skoraði hann á 70. mín., þegar hann komst fram hjá tveimur vamarmönnum og sendi knöttinn í homið fjær. Robert Lee skoraði þriðja mark Newcastle með skoti af 20 m færi - knötturinn kom við einn varnarmann Middlesbrough áður en hann fór í netið. Þetta var fyrsta mark hans í átján leikjum, eða Beardsley skoraði fyrir son sinn ÞÓ SVO að Peter Beardsley hafi misnotað vítaspyrnu i Evrópuleik gegn Ferencvaros í UEFA-keppninni f sl. viku, tók hann vítaspyrnu og kom Newcastle yfir gegn Midd- lesbrough, 1:0. „Hannhefði aldrei klúðrað vítaspyrn- unni,“ sagði Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle. „Sonur hans, hinn sex ára Drew, var einn af boltastrák- um leiksins. Þið getið ímynd- að ykkur hvað hefði gerst ef hann hefði séð pabba sinn misnota vítaspymu." Beardsley hjjóp beint til sonar síns eftir að hann var búinn að skora og klappaði honum á kollinn - „ég skor- aði fyrir þig.“ síðan í apríl. Danski landsliðsmaður- inn Mikkel Beck skoraði mark gest- anna tveimur mín. fyrir leikslok. Newcastle er nú í efsta sæti hjá veðbönkum í London yfír líklega Englandsmeistara, með líkurnar 11:10. Liverpool er í öðru sæti með 2:1 og Man. United í þriðja, 7:2. „Það þýðir ekkert að vera að stökkva hæð sína og fagna, þó við sérum komnir í efsta sætið. Við vor- um lengi í því sæti síðasta keppnis- tímabil en misstum af meistaratitlin- um á elleftu stundu. Við verðum að stefna að því að vinna leiki eins ör- ugglega og við gerðum nú. Það er alltaf ánægjulegt að fagna sigri í nágrannaslag," sagði Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, sem varð síðast Englandsmeistari 1927. Bryan Robson, knattspymustjóri Middlesbrough, sem var aðdáandi Newcastle er hann var skólastrákur, óskaði leikmönnum Newcastle til hamingju. „Þeir léku mjög vel.“ Þriðji ósigur Man. Utd. í röð Manchester United mátti þola sinn þriðja ósigur í úrvalsdeildinni í röð, tapaði heima fyrir Chelsea fyrir framan 55.198 áhorfendur, sem er met í úrvalsdeildinni. Michael Du- berry og Gianluca Vialli skoruðu mörk Chelsea, David May mark United. Chelsea hefur náð mjög góð- um árangri á Old Trafford, hefur aðeins tapað einni af síðustu 22 við- ureignum liðanna þar. Ósigurinn var sá fyrsti hjá United á Old Trafford síðan 17. desember 1994, er leik- menn Nottingham Forest stóðu þar uppi sem sigurvegarar, 1:2. Þá hefur United ekki tapað þremur deildar- leikjum í röð síðan í apríl 1992. Fyrrum leikmaður United, Mark Hughes, og Italinn Vialli gerðu heimamönnum lífið leitt. Ruud Gullit, knattspymustjóri Chelsea, var ánægður með leik sinna manna, sem léku mjög vel. Hann lék ekki með vegna þess að hann fann til í hné. „Ég tefli aðeins fram leikmönnum sem eru hundrað prósent tilbúnir að leika, það var ég ekki. Ég er í sjö- unda himni með leik minna manna - þeir gáfu allt í leikinn og léku mjög vel. Þetta var sætur sigur,“ sagði Gullit. „Þetta var opinn leikur, sigur Chelsea var verðskuldaður," sagði Alex Ferguson, knattspymustjóri Man. Utd. Arsenal varð að sætta sig við jafntefli í viðureigninni við Wimbledon, 2:2. Ian Wright skoraði fyrir Arsenal eftir aðeins sex mín., eftir sendingu frá Frakkanum Patrick Vieira. Vinnie Jones jafnaði fyrir Wimbledon. Paul Merson kom Arsenal aftur yfír, en Marcus Gayle jafnaði fyrir heimamenn. Loksins sigur hjá Blackbum Blackburn vann sinn fyrsta leik, þegar liðið fékk Liverpool í heim- sókn, 3:1. Leikmenn liðsins fögnuðu tveimur mörkum á fyrstu 24. mín. leiksins - fyrst skoraði Chris Sutton úr vítaspyrnu og þá Jason Wilcox. Sutton bætti þriðja markinu við á 55. mín. og þarf að fara allt aftur til október 1994 til að fínna leik, sem hann hefur skorað tvö mörk í. Robbie Fowler skoraði mark Liverpool. Stuttgart féll á prófinu íSt. Pauli Stuttgart var skotið af toppnum í Þýskalandi, af litla Ham- borgarliðinu St. Pauli, sem vann heima 2:1. Miðvallarleikmaðurinn Christian Springer skoraði bæði mörk St. Pauli, Búlgarinn Krasimir Balakov skoraði mark Stuttgart úr vítaspyrnu. „Þetta var sársaukafull- ur ósigur,“ sagði Joachim Löw, þjálfari Stuttgart. Bayer Leverkusen lagði Mönch- engladbach að velli 3:0. Svíinn Martin Dahlin lék á ný með „Gladbach" og var óheppinn að skora ekki, átti þrjá skalla sem höfnuðu á slá og stöng. Leverkusen skoraði öll mörkin í seinni hálfleik, þó svo að leikmenn liðsins hefðu leikið tíu, eða eftir að varnarmaður- inn Jens Nowotny var rekinn af leikvelli á 25. mín., eftir aðra áminningu. „Strákarnir fengu aukakraft þegar þeir voru orðnir tíu,“ sagði Christoph Daum, þjálf- ari Leverkusen. Mönchengladbach hefur leikið í ellefu klukkustundir, sjö leiki, á útivöllum í 1. deildarkeppninni, án þess að skora. Það er nýtt met í deildinni. 71.000 áhorfendur sáu ná- grannaslag Schalke og Dortmund, þar sem meistarar Dortmund höfðu betur, 1:3. Heiko Herrlich kom meisturunum á bragðið á 15. mín., síðan skoraði svissneski landsliðs- maðurinn Stephane Chapuisat tvö mörk, á 62. og 64. mín., aðeins tíu mín. eftir að hann kom inná sem varamaður. Martin Max skoraði mark heimamanna á 58. mín. Dort- mund hefur unnið fjóra leiki í röð, skorað tíu mörk gegn einu. Uwe Wassmer skoraði þrennu fyrir Duis- burg, sem vann Freiburg 4:1. ■ ÍRSKI landsliðsmaðurinn Steve Staunton hjá Aston Villa, getur ekki leikið með Irlandi gegn Islandi vegna meiðsla. ■ IAN Ross, fyrrum þjálfari Vals, KR og Keflavíkur, sem var rekinn sem knattspyrnustjóri frá skoska liðinu Berwick, hefur fengið þjálfarastarf hjá Aston Villa. Hann er einn af þjálfurum úrvalsdeildarliðs Villa. ■ ALAN Shearer segist vera til- búinn í slaginn þegar Newcastle leikur gegn Middlesbrough í deildarbikarkeppninni 27. nóvem- ber. ■ COLIN Todd, knattspyrnu- stjóri Bolton, hefur verið útnefnd- ur knattspyrnustjóri októbermán- aðar í 1. deild. Hann var einnig knattspyrnustjóri septembermán- aðar. ■ CLAYTON Blackmore, fyrr- um leikmaður Man. Utd. og Wa- les, sem hefur verið í herbúðum Middlesbrough að undanförnu, er kominn til Bristol City. ■ SÁ orðróðmur er nú uppi, að nýr eigandi Leeds, hafi tilkynnt George Graham, knattspyrnu- stjóra liðsins, að hann fái til um- ráða 20 milljónir punda, til að kaupa leikmenn, þannig að Gra- ham geti byggt upp nýtt meistar- alið. ■ BÚLGARSKI landsliðsmaður- inn Krasimir Balakov hefur gert samning við Stuttgart til ársins 2000. ■ THOMAS Helmer og Mario Basler geta ekki leikið með Þýskalandi gegn N-írlandi í undankeppni HM, vegna meiðsla. ■ LEE Clarke, sem hefur leikið 200 leiki fyrir Newcastle, óskaði eftir því á sunnudaginn að vera settur á sölulista. Clarke hefur fengið fá tækifæri að undanförnu. ■ ÞÆR fréttir bárust úr herbúð- um Barcelona um helgina, að lið- ið hafi náð samkomulagi við ít- alska liðið Sampdoría á kaupum á franska landsliðsmanninum Christian Karembeu, sem kemur til Barcelona í desember. Þessi frétt kom nokkuð á óvart, því vit- að var að Real Madrid hafði átt í viðræðum við Karembeu og for- seti Real sagt að hann kæmi til liðsins. ■ BÁÐIR miðverðir Arsenal, Tony Adams og Steve Boulds, þurftu að fara af leikvelli um tíma í leiknum gegn Wimbledon, til að láta sauma saman skurð á höfði. Táningur íaðal- hlutverki 19 ÁRA táningur lék aðalhlut- verkið hjá Mónakó, þegar liðið lagði Bordeaux að velli i Frakk- landi 3:1. Það var Thierry Henry, sem skoraði tvö mörk. Henry, sem er miðherji og geysilegt efni, er undir smásjánni hjá mörgum kunnum liðum í Evrópu - eitt þeirra er Real Madrid. Þess má geta að Bordeaux hefur ekki fagnað sigri í Mónakó í fimmtán ár. Panamamaðurinn Julio Cesar Dely Valdes skoraði tvö mörk fyrir toppliðið Paris St. Germain, sem vann Bastia 3:0. ENGLAND: 2 X 1 X11 1X2 X111 ITALIA: 1 1 X 2 X X 112 2XX1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.