Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR íslendingar í Evrópukeppninni i handknattleik KA - Herstal Liege Leika á Akureyri 10. nóv. og í Liége í Belgíu 17. nóv. KA-menn lljúa lil Lúxemborgar á laugardegi, aka lil Belgiu og koma heim á mánudegi Rússland Moskva Stjarnan - Sparkasse Bruck Leika báða leikina í Austurríki Flug til Lúx. miðvikudaginn 6. nóv. og a.m.k. 12 tíma rútuferð til Bruck. Leika 8. og 10. nóv., aka til Lúxem- borgar slrax að leik loknum og ná tlugi heim mánudaginn 11. nóv. Leika 9. nóvember í París en í Hafnarfirði 16/17. nóv. Haukarnir fljúa lil Lúxemborgar á föstudegi, taka rúlu til Parisar og koma heim á sunnudegi Montpellier - CSKA Moskva Geir Sveinsson og félagar leika í Frakklandi 9/10. nóv. og í Rússlandi 16/17. nóv. & *! ■ MARTHA Ernstsdóttir hlaupa- kona úr ÍR varð önnur í Amster- dam maraþoninu um helgina, kom í mark á 2:39.33 klst. ■ JASON Ólafsson handknatt- leiksmaður og leikmaður Leuters- hausen í Þýskalandi var á ferð og flugi síðustu daga. Hann kom til landsins á þriðjudaginn og æfði með landsliðinu í_ tvo daga en sökum þess að HSÍ átti ekki rétt á að nota hann í landsleikjunum gegn Eistlendingum fór Jason til Þýskalands á fimmtudag. Þar lék hann með sínu liði á föstudag og kom á ný til íslands á laugardag og fylgdist með landsleiknum á sunnudagskvöld. Því næst fór hann aftur til Þýskalands. ■ TVEIR íslenskir knattspyrnu- menn hafa verið við æfíngar hjá skoska 2. deildarliðinu Ayr, sem er efst í deildinni. Það eru þeir Jakob Jónharðsson og Grétar Hjartarson. Það er umboðsmaður- inn Kake Duncan sem sér um að koma þeim að hjá skoskum liðum. ■ WILLUM Þór Þórsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Þróttar í knattspyrnu. Hann tekur við starfi Ágústs Haukssonar, sem er á förum til Noregs til að þjálfa. ftrimiR FOLX ■ HARALDUR Ingólfsson kom inná sem varamaður hjá Aberdeen, er liðið lék gegn Celtic í Glasgow. Heimamenn unnu 1:0. ■ JÓN HELGI Bragason varð sigurvegari í Freyjumótinu í keilu og keppir í heimsbikarkeppni ein- staklinga, sem verður á N-írlandi eftir tvær vikur. Jón Helgi vann Halldór Ragnar Halldórsson í úrslitaleik. ■ AÐALSTEINN Aðalsteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Sindra frá Höfn í Hornafirði fyrir næstu leiktíð í knattspyrnunni. Sindri vann sig upp í 3. deild í sumar og er stefnan sett á að vera þar í eitt til tvö ár áður en haldið verður í 2. deild. Aðalsteinn þjálfaði lið Víkings í Reykjavík framan af síðasta sumri. ■ TVEIR rúmenskir knattspyrnu- menn létust um helgina þegar bíll sem þeir óku lenti í árekstri. Bíllinn hentist útaf veginum við árekstur- inn, rakst á tré og við það kviknaði í bílnum. Cristian Igescu var 23 ára en Bodgan Lita tvítugur. ■ ÞAÐ gekk mikið á á Maracana- leikvanginum í Rio de Janeiro á sunnudaginn en þar mættust lið Vascos da Gama og Botafogo. Síðarnefnda liðið komst í 1:0 og þá rauk forseti Vasco útá völlinn og hundskammaði dómarann í einar tíu mínútur. Það var Eurico Mir- anda sem þetta gerði, en hann er stjórnarmeðlimur og þingmaður. Vasco skoraði því næst tvívegis og við það rauk forseti Botafogo inná og skammaði dómarann í aðrar tíu mínútur. ■ FJÖRIÐ byijaði þó nokkuð fyrr er þjálfari Vasco æddi inná völlinn með halarófu af lögregluþjónum, stjórnarmönnum og útvarpsmönn- um á hælunum. Það tókst að stöðva hann áður en hann náði til dómar- ans. ■ GEORGE Foreman, 47 ára, varð WBU-meistari (World Boxing Union) í þungavikt, er hann lumbraði á landa sínum, Crawford Grimsley í Tókýó. EINSDÆMI |örgum hefur eflaust brugð- ið þegar tilkynnt var að frítt yrði á seinni landsleik íslands og Eistlands í riðlakeppni heims- meistaramótsins .í handknattleik, sem fram fór í Laugardalshöli í fyrrakvöld. Heims- meistarakeppni þykir almennt með meiri við- burðum í íþróttum og halda mætti að færri kæmust að en vildu, burtséð frá miðaverði, en annað kom á daginn um helgina. Sárafáir létu sjá sig í Höilinni á föstudagskvöld en fyrrnefnd ákvörðun Handknatt- leikssambands íslands í kjölfarið varð til þess að húsið fylltist tveimur kvöldum síðar. Þetta gefur augljóslega tvennt til kynna. Í fyrsta lagi að fólk borgar ekki fyrir að sjá íslenska landsliðið í handknattieik í leik á móti fyrirfram töldu lakara liði. í öðru lagi mætir sama fólk þeg- ar íslenska iandsliðið í handknatt- leik tekur á móti fyrirfram töldu lakara liði, sé því boðið á völlinn. í sjálfu sér kemur þetta ekki á óvart. íþróttasinnaður almenn- ingfur kemst hvorki yfir né hefur efni á að sækja alla viðburði sem í boði eru. Hann verður að velja og hafna - og oft er það buddan sem á síðasta orðið. Aðeins hörðustu stuðnings- menn félagsliðs láta sig hafa það að fylgja því eftir í blíðu sem stríðu. AC Milan hefur t.d. teflt fram einu besta liði heims i knatt- spyrnu undanfarin ár og áhang- endur þess hafa fyllt pallana. Að undanfömu hefur árangurinn ekki staðið undir væntingum og þó liðið yrði að sigra mótheijana frá Gautaborg í Svíþjóð á heima- veili í Meistaradeild Evrópu í lið- inni viku til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlakeppninni sátu fylgjendur heima. „Aðeins" um 30.000 manns mættu á völlinn sem tekur um 86.000 í sæti og er þekktur fyrir að vera þétt set- inn. Mikill metnaður hefur fylgt Frítt inn á leik í heims- meistarakeppni hlýtur að koma við HSÍ störfum HSI varðandi landsliðið í rúman áratug og á þeim tíma hefur stefnan ávallt verið að vera í fremstu röð. Almenningur hefur líka stutt vel við bakið á strákun- um og vill sjá þá í keppni þeirra bestu en skilaboð helgarinnar eru þau að takmörk eru fyrir því hvað hægt er að borga fyrir. Því skal ekki gleymt að landsliðið gerði jafntefli við gríska landsliðið í öðrum leik liðanna fyrir mánuði. Landsliðið þakkaði stuðninginn á sunnudag en viðbrögð áhorf- enda og ekki áhorfenda hljóta að koma við HSÍ. Illa er komið fyrír íþróttinni ef hún er ekki söluvara. Það kemur ekki aðeins við rekst- urinn heldur hiýtur að særa stoit allra sem hlut eiga að máii, ekki síst leikmanna og þjálfara, sem eru þekktir fyrir að leggja mikið á sig. Staðreyndin er sú að HSÍ hefur ekki efni á að hafa opið hús í heimsmeistarakeppni, hvemig sem á það er litið. Slíkt gengur einfaldlega ekki og sambandsins vegna verður að vona að þetta sé ekki fordæmi þess sem koma skai heldur aðeins einangrað til- felli til að skapa stemmningu fyr- ir leikinn gegn Dönum eftir fjórar vikur, leik sem skiptir öllu um framhaldið. Steinþór Guðbjartsson Erhandknattleiksmaðurinn GEIR SVEINSSOIM að hætta íatvinnumennsku? Vill enda í Þýskalandi HANN hefur klæðst landsliðsbúningi íslands þrjú hundruð sinnum á tólf ára ferli með landsliðinu, oftar en nokkur annar íslenskur handknattleiksmaður. Á þessum tíma hefur hann tekið þátt ífjórum heimsmeistaramótum, tvennum Ólympíu- leikum, verið valinn í heimsliðið í handknattleik og svo mætti lengi telja. Þá er hann atvinnumaður í íþrótt sinni og leikur nú í Frakklandi með Montpellier. Maðurinn sem um er rætt er Geir Sveinsson fyrirliði fslenska landsliðsins í handknattleik. Eftir Ivar Benediktsson Geir segir fyrsta landsleikinn ekki vera minnisstæðan en hann var gegn Dönum á Norður- landamóti í Finn- landi. „Ég fékk ekkert að koma inná,“ segir Geir. Fyrsta keppnis- ferðin er öllu minnisstæðari en hún var til Tékkóslóvakíu og var mjög erfið. „Ég fór alla þessa leið og fékk ekki einu sinni að sitja á bekknum. Það eina sem ég fékk að gera var að bera boltapokann." Nú leikur þú með Montpellier, hvernig kom það til? „Þegar ég kom heim frá Spáni og fór að leika með Val, átti ég alveg eins von á því að fara ekk- ert út á ný. Síðan kom boð frá nýkrýndum meisturum í Frakk- landi og mér Ieist vel á það og sé ekki eftir að hafa tekið því þó ég sé ekki allskostar sáttur við franskan handknattleik." Að hvaða leyti? „Það býr margt gott í frönskum handknattleiksmönnum en mér fínnst þá þó vanta meiri metnað. Þetta kann eflaust að hljóma ein- kennilega þar sem þeir eru heims- meistarar en ástandið á landsliðinu lýsir þessu eflaust best. Enginn metnaður hefur verið til að halda landsliðinu á toppnum síðan það varð heimsmeistari. Slakur árang- ur á Evrópumeistaramótinu og á Ólympíuleikunum undirstrikar það. Ég er að kynnast svipuðu ástandi hjá mínu félagsliði eftir að það varð franskur meistari árið 1995.“ Eru flestir bestu handknatt- leiksmenn Frakka að leika í Þýskalandi? Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson GLAÐBEITTUR fyrirllAI landsliAsins, Geir Sveinsson, að loknum 300. landslefk sínum á sunnudagskvöldið. „Það hefur orðið svipuð þróun í Frakklandi og hér á landi. Flest- ir þeir bestu fóru til Þýskalands. Marseille-liðið, meistararnir í vor, var leyst upp í sumar vegna fy'ár- hagserfiðleika og góðir leikmenn urðu samningslausir. Þeir dreifð- ust á milli liða og þar með varð deildin jafnari." Eru fjárhagserfiðleikar hjá frönskum liðum? „Það eru vandræði hjá sumum og nokkur hafa þurft að herða ólina. En áhugi á handknattleik hefur aukist og til marks um það eru áhorfendur mun fleiri nú en á sama tíma í fyrra, þannig að yfir því er ekki hægt að kvarta." Hvernig hefur ykkur vegnað? „Við erum í sjöunda sæti af ijór- tán liðum að loknum sjö umferðum og það er nokkurn veginn það sem við bjuggumst við. Eg væri hins vegar nokkuð sáttur værum við i fímmta sæti. Fyrir keppnistímabil- ið misstum við átta leikmenn en fengum fjóra í staðinn sem eru ekki eins sterkir svo í heildina erum við með slakara lið en í fyrra.“ Hvert stefnir hugur þinn þegar samningurinn rennur út í vor? „Ég hef áhuga á að leika erlend- is í tvö ár til viðbótar, en hvað verður er óvíst. Ég neita því ekki að mig hefur lengi dreymt um að leika í Þýskalandi og mig langar til að leika þar áður en ég legg skóna á hilluna. Framtíðin með landsliðinu er óráðin en ég vil leggja mitt lóð á vogarskálina til að við komumst í fremstu röð á ný.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.