Morgunblaðið - 05.11.1996, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
+
KÖRFUKNATTLEIKUR
Þórenn
án stiga
ÞÓRSARAR eru enn án stiga í
úrvalsdeildinni eftir 102:83 tap
gegn KR-ingum á Seltjarnar-
nesi á sunnudaginn. Akur-
eyringarnir náðu að halda í við
Vesturbæingana lengi framan
af en misstu af þeim á loka-
sprettinum. „Okkur tókst ekki
að stinga þá af því einhvern
veginn slökuðum við alltaf á
þegar við vorum komnir í þægi-
lega stöðu f staðinn fyrir að
ganga frá þeim,“ sagði Bene-
dikt Guðmundsson þjálfari KR
eftir leikinn. „Þórsarar eru ekta
lið sem þú nærð ekki að stinga
af, þeir reyna að svæfa leik-
menn og ná að koma mönnum
niður á sitt plan en það er mjög
skynsamlegt af þeim.“
Fred Williams fór mikinn í upp-
hafi leiks þegar hann gerði níu
fyrstu stig Þórs og tók öll fráköst í
fimm mínútur. En
Stefán KR-ingar náðu átt-
StlfTnsson +"1 °S ,f°ryst!inuni. en
skrifar tokst ekki að hnsta
norðanmenn af sér.
Það var ekki fyrr en leið á síðari
hálfleik, þegar þrír lykilmenn Þórs
voru komnir með fjórar villur og
Fred orðinn þreyttur, að KR-ingar
loks gerðu út um leikinn.
Vesturbæingar voru með betra lið-
ið en slökuðu stundum fullmikið á
þó að sigurinn hafi aldrei verið í
hættu. Þó að David Edwards, nýi
útlendingurinn, sé ekki hár í loftinu,
skilar hann miklu til liðsins, átti til
dæmis 14 stoðsendingar og nýtti
skotin sín vel. Jónatan Bow, sem tók
13 fráköst, var einnig sterkur þó að
hann ætti lengst af í vandræðum
með Fred. Hermann Hauksson var
einnig góður.
„Við höfum tapað öllum leikjum
okkar í deildinni með litlum mun en
strákarnir verða að fara að skilja að
það er ekki nóg,“ sagði Gunnar
Sverrisson aðstoðarþjálfari Þórs eftir
leikinn. „Við erum með ungt lið og
strákarnir leggja mikið á sig auk
þess sem við erum líka með einn
besta útlendinginn en erum að læra
inn á hann. Við ætlum að blása á
spá Torfa Magnússonar fyrrum
landsliðsþjálfara, sem segir að við
munum falla - stigin koma.“ Liðinu
tókst bærilega upp við að ná að
sveigja leikinn að sínum stíl - að
halda leiknum niðri - en þar sem
liðið þarf að keyra að mestu á nokkr-
Herbert með
22 stig
HERBERT Arnarson byrjar vel
með hoilenska liðinu Donar.
Hann hefur nú Ieikið þrjá leiki
með liðinu, á miðvikudaginn
var leikið gegn 2. deildar liði í
bikarkeppninni og gerði Her-
bert 23 stig 129 stiga sigri
Donar. Á sunnudaginn fékk
Donar lið Dunckers í heimsókn
og sigraði 87:66 og gerði Her-
bert 22 stig. „Ég leik aðallega
sem skotbakvörður og síðan
sem þristur en ég hef líka ver-
ið loikstjórriandi í smátíma í
hveijum leik,“ sagði Herbert í
samtali við Morgunbjaðið á
sunnudagskvöldið. „Ég hef hitt
ágætlega í þessum leikjum, var
til dæmis með 62% nýtingu í
leiknum við Dunckers. Ég hef
verið í byjunarliðinu í síðustu
tveimur leikjum og lék í 36
mínútur í dag,“ sagði Herbert
á sunnudaginn. Donar er nú í
2. - 4. sæti.
um mönnum, kom að því að þreytan
segði til sín og liðið tapaði boltanum
27 sinnum. Fred var drjúgur til að
byrja með og tók 20 fráköst en nýt-
ing hans var ekki nógu góð. Hafþór
Lúðvíksson, Konráð Óskarsson og
Böðvar Kristjánsson stóðu sig vel.
Hrikaleg nýting
Skagamenn unnu öruggan sigur
í úrvalsdeildinni á sunnudaginn
er þeir fengu KFI í heimsókn. Eftir
■■■■ jafnan fyrri hálfleik,
Jóhannes þar sem hittni beggja
Harðarson liða var slæm, náðu
skrifar frá Akumesingar að
Akranesi sigla. fram úr í þeim
síðari og lokatölur urðu 76:58.
Jafnræði var með liðunum allan
fyrri hálfleikinn en Skagamenn voru
þó alltaf skrefinu á undan. Það sem
einkenndi fyrri hálfleikinn var lélegur
sóknarleikur beggja liða og engu lík-
ara en leikmenn hefðu sleppt upphit-
un fyrir leikinn því skotnýtingin var
ótrúlega slök og þess má geta að
Skagamenn hittu aðeins úr einu af
þrettán þriggja stiga skoti fyrir hlé.
Það kom því ekki á óvart að hálfleiks-
tölurnar voru lágar, 28:27!
í síðari hálfleik var allt annað að
sjá til Skagaliðsins en ísfirðingar
áttu enn við sama vandamálið að
stríða, Iélega skotnýtingu. Skaga-
menn tóku að beijast í vörn og sókn
og sýndu oft og tíðum skemmtilegan
körfubolta við hrifningu áhorfenda.
Það var góður endir á góðum seinni
hálfleik heimamanna að Bayless
skoraði síðustu körfuna frá miðju um
leið og leiktíminn rann út.
Bayless var sem fyrr mjög sterkur
hjá ÍA og Brynjar Karl átti góðan
seinni hálfleik ásamt Haraldi, sem
spilaði skínandi vörn og hirti mörg
fráköst. Derrick Bryant var sá eini
sem eitthvað kvað að hjá gestunum.
Grindvíkingar á góðu skriði
Grindvíkingar eru komnir á gott
skrið eftir að hafa tapað fyrstu
tveimur leikjum sínum í úrvalsdeild-
■■■^^■■■l inni og hafa unnið
Frimann ííóra > röð- löSðu
Ólafsson Tindastól, 93:75, á
skrifar frá sunnudaginn. Þótt
Grindavik munurinn hafi verið
18 stig í leikslok áttu íslandsmeistar-
arnir í mesta basli með lið Tinda-
stóls. Gestirnir voru yfír mestallan
fyiTÍ hálfleikinn. Herman Myers varð
reyndar að vera á bekknum seinni-
hluta hálfleiksins þar sem hann var
kominn með 3 villur. Heimamönnum
tókst þó að jafna fyrir hálfleik þann-
ig að liðin stóðu jöfn í leikhléi.
Tindastóll byijuði seinni hálfleikinn
með látum og skoruðu fyrstu 6 stigin
og eftir 5 mínútna leik voru þeir yfir,
54:47, eftir þriggja stiga körfu Am-
ars Kárasonar. Þá tók stórskotalið
Grindvíkinga, sem öll lið deildarinnar
óttast, við sér og fór að hitta úr
þriggja stiga skotunum. Á aðeins fjór-
um mínútum skoruðu þeir 19 stig
gegn 4 stigum Tindastólsmanna og
gerðu út um leikinn. Helgi Jónas
og Herman Myers voru bestir heima-
manna. Jeffrey Johnson átti frábæran
fyrri hálfleik fyrir Tindastól, en hvarf
í þeim seinni í höndum Páls Axels
sem spilaði góða vöm á hann.
Auðveldur sigur hjá
Njarðvíkingum
Njarðvíkingar unnu fremur auð-
veldan sigur á Borgnesingum
þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni
■■■^■m í Njarðvík á sunnu-
g'jörn dagskvöldið. Loka-
Blöndal tölur urðu 87:66 eftir
skrifar frá ■ að staðan í hálfleik
Njarðvík hafði verið 42:30.
Leikurinn bauð ekki upp á mikla
spennu þvf Njarðvíkingar tóku öll
völd þegar í upphafi og eftir 10 mín-
Guðmundur
með fimm
stig í röð
GUÐMUNDUR Bragason og
félagar hjá PCJ Hamborg unnu
góðan útisigur á Farbo Pader-
born í 2. deildarkeppninni f
körfuknattleik í Þýskalandi um
helgina, 75:82. Hamborgai'liðið
var í fyrsta sæti fyrir leikinn
og heimamenn í öðru sæti. Guð-
mundur, sem hefur verið veikur
og æfði ekkert í sl. viku, byrj-
aði ekki leikinn, en kom inná
þegar tíu mín. voru búnar og
lék það sem eftir var leiks.
Hann kom mikið við sögu á lo-
kakaflanum, skoraði fimm stig
í röð þegar staðan var 72:76
og gulltryggði sigur sinna
manna. Guðmundur skoraði 12
stig, tók átta fráköst og fékk
þrjár villur í leiknum. „Við höf-
um sett stefnuna á 1. deild,
erum með sterkasta liðið í 2.
deildinni,“ sagði Guðmundur.
útna leik var staðan orðin 24:10.
Eftir það tókst Borgnesingum að
halda í við heimamenn og með góðri
baráttu í síðari hálfleik tókst þeim
að minnka muninn niður í 7 stig,
54:47. En þá tóku Njarðvíkingar við
sér aftur og innbyrtu öruggan sigur
með góðum endaspretti.
„Njarðvíkingar eru með gott lið,
sóknarleikurinn hjá þeim var mjög
góður á meðan lítið gekk hjá okkur.
Mér fannst þeir fá að leika full fast
og það kom niður á leik okkar. En
þrátt fyrir þetta tap finnst mér liðið
vera á réttri leið en það er samt ljóst
að við þurfum að bæta okkur enn
frekar," sagði Terry Robert Upshaw,
þjálfari Borgnesinga, eftir leikinn.
Bestir í liði UMFN voru þeir Torr-
ey John og Friðrik Ragnarsson sem
saman settu 50 stig og þar af voru
10 þriggja stiga körfur. Páll Kristins-
son lék einnig mjög vel. Hjá Borgnes-
ingum var Curtis Raymond sá eini
sem eitthvað hafði að gera í Njarð-
víkinga að þessu sinni.
Blikar skotnir í kaf
Stefán
Stefánsson
skrifar
IR-ingar skutu Blika í kaf með
þriggja stiga skotum í Smáranum
á sunnudaginn og eftir 76:95 signr
heldur ÍR sig í öðru
sæti deildarinnar á
meðan Blikar hafa
enn ekki nælt sér í
stig nú þegar sex
umferðum er lokið. Andre Bowain fór
hamförum í upphafi með tólf fyrstu
stig Blika á fimm mínútum en þá
náðu ÍR-ingar að hægja á honum.
Blikar börðust vel og voru yfir nær
allan fyrri hálfleik en fjögur þriggja
stiga skot Márusar Arnarsonar, rétt
fyrir hálfleik, dugðu til að jafna 40:40.
Eftir hlé komst Andre aftur í ham
en nú voru gestirnir viðbúnir, léku
stíft og tókst að þreyta Blika og þá
var ekki að spyija að leikslokum.
„Við gáfum allt í fyrri hálfleikinn
og lékum vel en síðan urðum við
þreyttir. Við erum samt alltaf að
lengja þann tíma sem við spilum vel
og stigin fara að koma,“ sagði Pálini
Sigurgeirsson, sem átti góðan leik
hjá Breiðabliki. Andre sýndi góð til-
þrif en þreyttist eins og reyndar flest-
ir samheijar hans. Erlingur S. Erl-
ingsson átti góða kafla.
Breiðhyltingum tókst ætlunarverk
sitt; að halda pressu og þreyta bráð-
ina. Liðið spilaði vel saman, boltinn
gekk vel, stoðsendingar voru fjörutíu
og á köflum var vörnin mjög þétt.
Atli H. Þorbjörnsson, Tito Baker,
Eiríkur Onundarson voru góðir og
Márus Amarson dijúgur. Að auki
bauð liðið upp á þriggja stiga skot-
sýningu þar sem 15 af 27 skotum
rötuðu í körfuna og þar hitti Márus
úr fimm af sjö skotum. „Við spiluðum
maður á mann vörn fyrir hlé til að
sjá hvort við gætum stöðvað Bowain
en hann er mjög góður. Eftir hlé
einbeittum við okkur að því að stöðva
aðeins Bowain og það reyndist lykill-
inn að sigrinum því hann varð mjög
þreyttur. Þetta var góður sigur og
við höldum okkur við toppinn, en nú
eru erfiðir leikir framundan," sagði
Antonio Vallejo þjálfari ÍR.
HANDKNATTLEIKUR
\
JÚLÍUS Jónasson gerði usla í vörn E
hér reyna tveir þeirra að stöðva hanr
albúinn að fá boltann ge
SOKNAR-
NÝTING
Laugardalshöll, sunnud. 3. nóv. 1996,
ÍSLAND / EISTLAND
Mðrk Sóknir % / Mðrk Sóknir %
17 28 61 F.h 11 27 41
13 29 45 S.h 11 30 37
30 57 53 Alls 22 57 39
Langskot
Gegnumbrot
Hraðaupphlaup
Horn
Lína
Víti
Voname
EFTIR fremur tilburðalítinn fyrri leik
gegn Eistlendingum á föstudags-
kvöldið náði íslenska landsliðið loks
að hrista af sér slenið í síðari hálf-
leik í síðari leiknum á sunnudags-
kvöldið og sýna hvað íþvíbýr. Sterk-
ur varnarleikur og frábær mark-
varsla Bergsveins Bergsveinssonar
ásamt vel útfærðum hraðaupp-
hlaupum sýndu svo um munar að
það er vonarglæta fái yfirvegun og
leikgleði ráðið ferðinni við úrlausn
á síðustu verkefnum undankeppn-
innar - leikjunum tveimur gegn Dön-
um um næstu mánaðamót. Lokatöl-
ur 30:22 sem sýna ekki rétta mynd
af yfirburðum Islendinga, einkum í
síðari hálfleik.
Fyrir fullu húsi áhorfenda gaf Konráð
Olavson tóninn eftir aðeins tuttugu
sekúndur með laglegu marki úr horninu.
■■■■■■I Margus Varik svaraði um
I hæl fyrir gestina með
Benediktsson marki ur hæKra horninu
skrifar en íslenska liðið svaraði
með tveimur mörkum,
fyrst Konráð á ný og síðan Patrekur Jó-
hannesson úr hraðaupphlaupi. Rífandi
stémmning var í húsinu á meðal áhorf-
enda en fljótlega datt hún niður er í ljós
kom að einhvern neista vantaði í heima-
menn. Vörnin var leikin 3-2-1 og gekk
ekki sem best því Eistar léku sóknarleik-
inn af mikill skynsemi. Léku kerfisbund-
inn handknattleik með löngum sóknum
og fengu þannig varnarmenn íslands nið-
ur á hælana og náðu þá að finna smugur
til að halda í við gestgjafana fram eftir
leikhlutanum. Guðmundur Hrafnkelsson
markvörður átti erfitt uppdráttar við
þessi skilyrði og varði sitt fyrsta skot í
leikhlutanum eftir níu mínútur en stóð
aðeins fyrir fjórum skotum í leikhlutan-
um.
Sóknarmenn íslands náðu sér ekki á
strik framan af, Konráð var að vísu frísk-
ur, en Dagur Sigurðsson virðist ekki vera
orðinn heill eftir meiðsli. Patrekur var
tekinn úr umferð frá fyrstu sókn og fékk
fá tækifæri. Ólafur Stefánsson var ragur
svo og Bjarki. Geir fékk úr litlu að moða.
Nokkuð var um ónákvæmar sendingar
og leiklgeði var lítil. En Þorbjörn Jensson
landsliðsþj álfari sá að við svo búið mátti
ekki standa og eftir tíu mínútur, er stað-
an var 4:3, skipti hann Júlíusi Jónassyni
inn á í sóknina fyrir Dag og við það kom
sú ógnun sem þurfti tH að brjóta ísinn
og hrista gestina af sér. íslendingar náðu
fljótlega fjögurra marka forsytu sem auk-
in var í sex mörk fyrir leikhlé en þá var
staðan 17:11.
í byijun síðari hálfleiks var þráðurinn
tekinn upp með því að leika 6-0 varnar-
leik sem aðeins hafði verið reyndur í fyrri
hlutanum. Bergsveinn skipti við Guðmund
í markinu. Það var sem við manninn
mælt, Eistlendingar lentu í vanda við
ókleifan íslenskan varnarmúr þar sem
járnabindingin var Bergsveinn í markinu
sem fór hamförum og varði fjórtán skot
í leikhlutanum. íslenska liðið sveif áfram
og náði 11 marka forystu, 29:18, þegar
níu mínútur voru til leiksloka. Þegar
þarna var komið sögu slakaði það á
klónni, Þorbjörn dró bit úr sókninni með
breytingum og gestirnir klóruðu örlítið í
bakkann.
Næsta verkefni íslenska liðsins verður
erfiðara en þetta var, það má öllum vera
ljóst. Danir leika ólíkan og betri hand-
knattleik en Eistar auk þess sem undir-
búningur fyrir leikina við Dani verður
skemmri en nú. Með það í huga verður
að skoða þennaii leik við Eista þar sem
Þorbjörn var að reyna ýmislegt sem gæti
komið í góðar þarfir er frændur vorir
koma í heimsókn og í kjölfarið sóttir heim.
Þar mun reyna á hreysti kappanna, þar
verða þeir að vera kvikari, agaðri og glað-
beittari. Þegar allt verður lagt undir duga
30 mínútur ekki.
+