Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 2

Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 C FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 DAGLEGT LIF •Valfrelsið er forsenda hamingjunnar • Aldur er vafasamt viðmið á elli #Bitnar langlífið á sjálfræðinu? •Sitja gamlir ekki við sama borð og aðrir? •Verður lögræðislögunum breytt? *Er gömlum mismunað vegna aldurs? fyrir tíu árum og hafa hist reglulega síðan kynntust á fæðingardeild Það var líf og fjör á Hard Rock síðasta sunnudag þar sem sex vinkonur héldu upp á tíu ára afmæli bama sinna. Ama Schram mætti í boðið og fékk að heyra hvemig vinskapurinn þróaðist. A FÆÐINGADEILDUM ríkir oft allsérstakt andrúmsloft. Þar dvelja nýbakaðar mæður í misjöfnu ásig- komulagi eftir fæðinguna og deila. gjarnan með sér sameiginlegri og nýfenginni reynslu. Þeim verður tíð- rætt um fæðinguna, bijóstagjöf, grindarbotnsgliðnun, bleiuþvott, ropvandamál barnanna og margt, margt fleira sem þær myndu eflaust ekki ræða um við hvem sem er undir venjulegum kringumstæðum. Eftir tilfínningaríka og jafnvel erf- iða daga útskrifast þær af fæðing- ardeildinni, fara hver í sína áttina og hittast jafnvel aldrei meir. Daglegt líf fékk hins vegar spurn- ir af sex íslenskum konum sem kynntust á fæðingardeildinni fyrir tíu árum og hafa hist reglulega síð- an þá. Þær segjast vera svo sam- rýndar að þær fái fráhvarfseinkenni líði meira en þijár vikur án þess að þær hittist. Blaðamaður mælti sér mót við þær á Hard Rock í Kringl- unni um síðustu helgi þar sem þær voru með síðbúna afmælisveislu fyr- ir börnin sín. Þegar blaðamann bar að garði voru krakkarnir búnir að sporðrenna matnum, stelpurnar, sem em fjórar, voru roknar eitthvert burt að leika sér, en strákarnir, sem eru tveir, sátu rólegir við borðið og vom að lita. Mömmurnar supu á kaffí og buðu til sætis. Þær Magnea Ragna Ögmundsdóttir, Edda Sóley Óskars- dóttir, Margrét Aðalsteinsdóttir, Hiidur Saivör Backman og Ólöf Árnadóttir voru fúsar að rifja upp þann tíma er þær dvöldu á stofu þrjú á A-gangi á fæðingardeild Landspítalans í byijun júní, árið 1986. Sú sjötta í hópnum, Helga Margrét Backman, systir Hildar, fæddi dóttur sína ekki fyrr en í ágústmánuði sama ár, en var með í hópnum frá fyrstu tíð. Önnurífýlu og hln talaði stanslaust Ólíkt mörgum öðrum mæðmm minnast þær stöllur tímans á fæð- ingardeildinni með mikilli ánægju og jafnvel söknuði. „Stundum þegar ég keyri þama framhjá langar mig helst til að fara inn og leggjast í eitt rúmið á stofu þijú,“ segir Hild- ur og hlær við og hinar eru sam- Morgunblaðið/Kristinn FREMST er Helga Margrét ásamt dóttur sinni Selmu Rut, fyr- ir aftan hana til vinstri er Magnea ásamt dóttur sinni Kristínu, þá kemur Margrét með dóttur sinni Ernu og Hildur með dóttur sinni Töru. Fyrir aftan hana situr Edda Sóley með syni sínum Tryggva og efst er Ólöf með syninum Árna. ellina við aldur fremur en heilsu. Kostir hjúkrunarheimila eru óumdeildir: Þar er öryggi og félags- skapur. En valfrelsið er minna en fyrr í lífínu. íbúar hjúkranarheimila hafa ekki ítök í stjórn heimilanna og innréttingar, litir og gluggatjöld, svo eitthvað sé nefnt, eru ekki eftir þeirra höfði. Jón Eyjólfur Jónsson stingur upp á litlum notalegum hverfisbundnum hjúkrunarheimil- um. Ógnir sem steðja að á efri árum Vilhjálmur Árnason heimspek- ingur vinnur að rannsókn ásamt læknunum Ástríði Stefánsdóttur og Maríu Siguijónsdóttur um stöðu aldraðra á íslandi. Hann bendir á nokkra þætti sem geta ógnað sjálf- stæði fólks á efri árum: a) Skert geta, eða andleg, líkam- leg og félagsleg færni, b) viðhorf til aldraðra, c) íhlutun ættingja, d) forræði fagfólks, e) reglur og starfsvenjur stofnana, f) hópþrýst- ingur á stofnunum, og g) öryggis- leysi einstaklinga. Vilhjálmur kallar það aldursmis- rétti þegar gömlu fólki er mismunað vegna aldurs. „Algengt birtingar- form aldursmisréttis,“ segir Vil- hjálmur „er að ýmsir kvillar og vanheilsa sem hijá aldraða einstakl- inga eru afgreidd með elliskýring- um sem getur orðið til þess að þeir fái ekki þá aðhlynningu sem þeir þarfnast.“ Misréttið felst svo í því að alhæfa „elliglöpin’ um gamla fólkið sem hóp og ráðin eru tekin af því. „Sú alhæfing sem algengust er þegar um aldraða er að ræða er að gamalt fólk sé vanhæft til þess að taka ákvarðanir um ýmsa grunn- þætti i eigin lífi, svo sem um eigin búsetu eða fjármál." Gamalt fólk lendir í raun í svipuð- um viðhorfum og unglingar, þ.e. að aðrir segja til um þarfir þess og Sex mömmur Sjálfræði á efri árum er brigðult SJÁLFRÆÐI öðlast fólk við sextán ára aldur og er það forsenda bæri- legs lífs. Sjálfræði er einfaldlega að ráða sér sjálfur og nýta sér frelsið tii að gera það sem viljinn stendurtil. Upphaf sjálfræðis er meðan flest- ir eru enn háðir foreldrum sínum. Sjálfræði er ævinlega bundið skyld- um og ábyrgð hvers manns gagn- vart öðmm og samfélaginu, og það þarf sífellt að meta hvort eigin ráða- breytni bitnar á öðrum. Sjálfræði er ekki aðeins frelsi til að gera það sem hugurinn stendur til, heldur er það líka vörn gagn- vart öðrum, sem hafa ekki leyfi til að ráðgast með einstaklinganna. Sjálfræði skapar því bæði eiganda sínum og samferðamönnum hans ramma. Hver maður tekur ákvarðanir og velur í raun líf sitt þótt aðstæður setji honum skorður. Góð heilsa og rúm fjárráð opna óhjákvæmilega fleiri möguleika til athafna en heilsubrestur og peningaskortur gera. En hvað með aldur? Getur langlífi bitnað á sjálfræðinu? Hugsanlega, að minnsta kosti þótti ástæða hjá Siðfræðistofnun Háskóla íslands að halda málþing Morgunblaðið/Sverrir um sjálfræði þeirra sem komnir em af léttasta skeiðinu. Þar spurði meðal annars Anna Jónsdóttir fé- lagsráðgjafi hvort aldur væri yfir- leitt gott viðmið. Er 67 ára aldurinn til dæmis ennþá talið gott starfs- lokaár þrátt fyrir að meðalaldur karla og kvenna hafi hækkað veru- lega á síðustu 30 árum, læknisfræð- inni hafi fleygt fram og margir búi við óskerta getu? Ellin ersálræn Þverrandi sjálfræði gamals manns getur birst á eftirfarandi máta: Launin iækka, hann er háður lífeyri og eftirlaunum. Hann býr á dvalarheimili með öðrum í her- bergi, og mestur hluti teknanna fer í greiðslur á heimilið og í lyfja- og hjúkmnarkostnað. Hann býr einnig við tilhneigingu annarra til að stjórna honum, bæði afkomenda og starfsfólks. Hann býr yfir visku áranna um gildin í lífinu en tækniþekkingin er meira metin. Hann glímir við for- dóma um að gáfnastigið hafi hrap- að, starfshæfnin sé lítil, líkaminn ekki upp á marga fiska, og hann standi við dyr dauðans. Margrét Thoroddsen frá Lands- sambandi aldraðra berst fyrir betri aðstæðum gamla fólksins. „Ellin er afstætt hugtak, þú ert jafngamall og þér finnst þú vera,“ segir hún, þrátt fyrir að flestir þurfi að hætta störfum sjötíu ára nema ajþingis- menn, ráðherrar og forseti íslands. Hún segir að stundum geti virkir einstaklingar orðið eins og baggi á þjóðfélaginu vegna „ótímabærrar hrörnunar" sem hlýst af því að setj- ast í helgan stein. Nú er búið að breyta skilgrein- ingu dauðans. Hann felst í heila- dauða en ekki hjartadauða eins og áður. Margrét spyr hvort ekki sé í raun úrelt að miða ellina eingöngu við aldur. Hvernig væri að taka starfsgetu inn í dæmið? Jón Eyjólfur Jónsson öldrunar- læknir segir að nær væri að miða við sálræna elli en líkamlega, því meirihluti gamla fólksins býr við góða heilsu. Það er miklu líklegra að hinir gömlu þurfi að glíma við skert sjálfræði ef lög landsins miða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.