Morgunblaðið - 08.11.1996, Page 3

Morgunblaðið - 08.11.1996, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 C 3 ALLIR þarfnast frelsis til að freista gæfunnar. vilja. Reiknaðir eru út staðlar sem eiga að gilda fyrir alla aldurhnigna. Gallinn er bara sá að hinir gömlu eru ekkert líkari innbyrðis en kyn- slóðin á eftir þeim. „Stefnan hefur verið sú, að búa öldruðum áhyggju- laust ævikvöld á stofnunum sem sinna stöðluðum þörfum fremur en að efla fólk til sjálfshjálpar og gera því kleift að halda reisn sinni og sjálfsvirðingu eins lengi og kostur er,“ segir Vilhjálmur. Gæfunnar frelstað Fólk á efri árum ævi sinnar þarf að glíma við ýmiskonar ógnir. Nán- ir ættingjar geta farið að ráðskast með það, til dæmis hvar best sé að búa, og hvort hitt eða þetta sé skyn- samlegt. Ástæðan er ef til vili sú að virðingin fyrir persónunni gleym- ist vegna þess að hlutverk hennar í samfélaginu er óljóst. Hinir gömlu þurfa oftar að reiða sig á aðra en ekki eins oft og þeir halda. Flestir kjósa að búa heima hjá sér sem lengst og því brýnt að styðja það val vegna þess að heim- ili á stofnun lýtur öðrum reglum og gangast þarf undir aga sem ekki var. Niðurstaðan af málþingi Sið- fræðistofnunar var sú að benda þyrfti hinum kynslóðunum á sjálf- ræði aldraðra: Þeir eigi að geta ráðið ráðum sínum sjálfir, að ald- urstalan segi fátt um sálargáfur og hæfileika og varasamt sé að af- greiða fólkið eftir fyrirfram skil- greindum þörfum þess sem hóps. Hve lengi er sjálfræði virt samkvæmt íslenskum lögum? GAMLI maðurinn og barnabarnið, e. Ghirlandaio. Elsta kynslóðin getur verið til- tölulega hamingjusöm og glöð svo lengi sem samfélagið býður upp á val og óþvingaðar aðstæður með sjálfræði sem nýtist. Svo lengi sem hún hefur frelsi til að freista gæf- unnar að eigin vild. ■ Gunnar Hersveinn ÁSTRÍÐUR Stefánsdóttir læknir og heimspekingur og Stefán Ei- ríksson lögfræðingur þjá Dóms- málaráðuneytinu fjölluðu á mál- þingi Siðfræðistofnunar um ís- lensk lög sem snerta gamla fólk- ið. Ástríður um hvernig sjálfræði þeirra birtist í íslenskri löggjöf og hvar úrbæta væri þörf, og Stef- án gerði grein fyrir hugmyndum sem fram eru komnar um breyt- ingar á lögræðislögunum. Árið 1993 skipaði dómsmála- ráðherra nefnd til að vinna að endur- skoðun lögræð- islaga, en þau lýsa hinu „lagalega sjálfræði“. Nefnd- in hefur talið nauðsynlegt að í lögræðislögum væri að finna mildari úrræði en lögræðissviptingu þegar einstakling- ar eiga óhægt um vik með að sjá um persónuleg og/eða fjárhags- leg málefni sín. Svipting lögræðis felur nefnilega í sér mjög afdrifa- ríka skerðingu á grundvallarrétt- indum einstak- linga til að ráða sér sjálfir. Stefán Eiríks- son greindi frá þremur hugmynd- um sem nefndin hefur í hyggju að gera tillögu um. í fyrsta lagi að unnt verði að tíma- binda lögræðissviptingu. Núna er hún ótímabundin og menn fá ekki lögræði sitt aftur nema gera kröfu um það með dómi. „Hér er um að ræða mildara úrræði en ótímabundna sviptingu," sagði Stefán. „Einnig má nefna að lög- ræðissvipting, og þá sérstaklega sjálfræðissvipting, er oft liður i því að skapa grundvöll til að koma mönnum í meðferð á sjúk- rastofnunum." Onnur hugmyndin sem Stefán greindi frá felst í því að unnt verði að binda fjárræðissviptingu við tilteknar eignir. Hún merkir því ekki allsherjar sviptingu fjár- ræðis, heldur takmarkaða og beinist að skráðum eignum eins og fasteign, bifreið og fjármunum hiá innláns- stofnunum. Umsjón Þriðja hugmyndin sem eianfl í hann upplýsti um vakti talsverða athygli á mál- nonaiim þinginu. „Hún gengur út ráðsmanns á það að fjárráða maður sem óhægt á með að sjá um fjármál sín vegna veikinda eða fötlunar, geti óskað eftir því við sýslumann," sagði Stefán, „að honum verði skipaður aðstoðar- maður, sem samkvæmt hugmynd- um nefndarinnar er kallaður ráðsmaður.“ Það yrði með öðrum orðum hægt að fela ráðsmanni þessum umsjón tiltekinna eigna sinna og yrði fjárhald hans undir opinberu eftirliti yfirlögráðanda. Megin- rökin fyrir því að koma á fót slíku ráðsmannskerfi hér á landi eru að þetta úrræði er vægara en svipting fjárræðis. Nefndin gerir ráð fyrir að aldraðir verði í meiri- hluta þeirra sem kjósa að notfæra sér þetta kerfi, að sögn Stefáns. Ástriður Stefánsdóttir beindi sjónum sínum að lögum um mál- efni aldraðra, en þau gera meðal annars grein fyrir uppbyggingu og skipulagi hinnar félagslegu þjónustu og heilbrigðisþjónustu sem eldri borgarar eiga rétt á. Það er ekki skilgreint í lögunum hvað átt er við með hugtakinu „aldraðir“ en giska má á að það séu einstaklingar 67-70 ára og eldri. í fyrsta kafla laganna er greint frá yfirstjórn öldrunarmáia; Samstarfsnefnd um málefni aldr- aðra, öldrunarnefnd og þjónustu- hópur aldraðra. Ástríður benti á að ekki sé gert ráð fyrir fulltrúa gamla fólksins í þessum nefndum. Hún benti einnig á orðalag i fjórða kafla laganna, 19. grein um vistun á stofnunum: „Hafi aldrað- ur einstaklingur verið lengur en sex vikur á sjúkrahúsi án sérs- takrar meðferðar skal þjónustu- hópur aldraðra meta þörf ein- “taklingsins fyrir vistun á ldrunarstofnun.“ Henni umst gleymast að minnast vilja einstaklingsins. Einn- ' má efast um hvort gamla ilkið sitji við sama borð og ðrir þegnar þjóðfélagsins: Stli viþ'i þessa einstaklings geti stangast á við metna þörf þjónustuhópsins á vistun? Einnig vaknar spurning um mis- munandi meðhöndlun milli hins 66 ára og 67 ára. Fimmti kaflinn fjallar um kostnað við öldrunarþjónustu. Vistmenn skulu greiða dvalar- kostnað sinn að hluta eða öllu eftir tekjum sínum umfram 11. þúsund á mánuði. Hinsvegar eiga þeir aðeins einn fulltrúa á fund- um með málfrelsi og tillögurétt. Salmone Þorkelsdóttir fyrr- verandi alþingismaður gagn- rýndi þessar greiðslur gamla fólksins á sínum tíma: „Þegar aldraðir þurfa hjúkrunar við eiga þeir að greiða slíka hjúkrun á þjúkrunarheimilum en almennir sjúklingar á sjúkrahúsum þurfa þess ekki hversu góðar tekjur sem þeir hafa.“ Að lokum má benda á óheppi- legt orðalag í markmiðsgrein núgildandi laga um málefni aldr- aðra: „Eftir því sem kostur er skal sjálfsákvörðunarréttur aldr- aðra í þvi efni (stofnanaþjónusta) virtur og möguleikar þeirra til ráðstöfunar eigin eigna og lífeyri ef þess gerist þörf.“ Þarf að taka það fram að gamla fólkið býr við sama sjálf- ræði og aðrir Islendingar? ■ BÖRNIN átta mánaða. F.v: Erna Margrét Amardóttir, Selma Rut Ingvarsdóttir, Kristín Erla Jóns- dóttir, Tara Lind Gísladóttir, Tryggvi Stefánsson og Árni Böðvar Barkarson. mála henni um að þetta hafi verið yndislegur tími. Hildur ól dóttur sína að kvöldi dags þann 1. júní, 1986 og skömmu síðar var hún lögð inn á títtnefnda stofu á sængurkvennadeildinni. Hin- ar ijórar komu síðan hver á fætur annarri þá um nóttina. Margrét kom síðust af þeim öllum og segir að sér hafi reyndar ekki litist á blikuna í fyrstu. „Magnea virtist vera í fýlu og var með tjald dregið fyrir rúmið sitt og Hildur talaði og spurði svo mikið að ég hélt að hún ætlaði aldr- ei að hætta," segir Margrét og kím- ir. „Á endanum var ég hins vegar svo þreytt eftir fæðinguna að ég steinsofnaði," bætir hún við. En ekki leið á Iöngu þar til þær náðu saman og gátu spjallað og ráðfært sig hver við aðra. „Og þá var mikið hlegið," segir Margrét og rifjar upp þegar maðurinn hennar fékk að skipta á kúkableiu í fyrsta skipti. „Þegar ég var ófrísk kveið hann nefnilega mest fyrir því að skipta á barninu," segir hún og heldur áfram. „Eitt sinn þegar barn- ið var búið að gera sitt í bleiuna, var ég svo þreytt að ég ákvað að bíða eftir eiginmanninum og leyfa honum að spreyta sig á föðurhlut- verkinu, enda var hans von stuttu síðar. Ég var búin að segja stöllum mínum á stofunni frá þessum kvíð- boga hans og við biðum allar spennt- ar eftir því að hann kæmi. Þegar á hólminn var komið gat hann nátt- úrulega ekki skorast undan því að skipta á barninu. Fórst honum það reyndar vel úr hendi þrátt fyrir að fímm mæður fylgdust grannt með honum,“ segir hún og hinar hlæja dátt að frásögninni. Þegar leiðir þeirra lágu saman á fæðingardeildinni fyrir tíu árum voru þær allar að eignast sitt fyrsta barn nema Edda Sóley, en hún átti tveggja ára stelpu fyrir. „Hún var yfirleitt mjög róleg og yfirveguð og skildi ekkert í því hve við hinar vorum stressaðar," segir Magnea um Eddu Sóleyju. „Og við nýttum okkur óhikað reynslu hennar og spurðum hana ráða í tíma og ótíma, enda komum við aldrei að tómum kofunum," bætir Hildur við. Edda Sóley brosir að þessu öllu og segir reyndar að það hafi komið sér vel hve stutt var á milli barnanna henn- ar, „því þannig mundi ég vel öll ráðin sem ég hafði lært þegar ég átti mitt fyrsta bam“, segir hún. Eiglnmennlrnlr fá stundum að vera með Aðspurðar af hveiju þær hafi haldið áfram að hittast eftir að þær vom útskrifaðar af spítalanum, benda þær allar á Hildi. „Það má eiginlega segja að það sé henni að þakka,“ segir Magnea. „Hún fékk símanúm- erið hjá okkur öllum þegar við kvöddumst á spítalanum og stakk upp á því að við myndum hittast seinná meir. Mánuði síðar hringdi hún í okkur og við hittumst allar með börnin á Nýja kökuhúsinu. Þar sátum við svo heillengi, og ræddum um sameiginleg áhugamál, eins og til dæmis barnauppeldi, á meðan við gáfum bömunum bijóst," segja þær. Uppfrá því hittust þær alltaf mánaðarlega með bömunum. „Hvers vegna? Jú, vegna þess að við erum svo skemmtilegar," segja þær brosandi. Tveim árum síðar fór þeim reyndar að finnast skemmti- legra að hittast einar, án barnanna, og hafa þær til að mynda tekið upp á því að fara í sumarbústaðaferð á hveiju hausti, sem þær kalla „hús- mæðraorlofið". „Umræðuefnin hafa að sjálfsögðu breyst með áranum og í dag era þau mun meira krass- andi en áður,“ segir Magnea. Þær segjast einnig gera ýmislegt saman ásamt eiginmönnunum og bömunum. „Til dæmis förum við yfirleitt í fjölskylduferðir á sumrin og stundum höfum við boðið mönn- unum með okkur út að borða," segja þær „Þá er verið að undirbúa árshá- tíð „Mömmuklúbbsins“ í janúar nk. þar sem ýmislegt óvænt verður á boðstólum," bæta þær við leyndar- dómsfullar á svip og neita að láta meira uppi. Reynslan samelnaðl okkur í dag era börnin í „Mömmu- klúbbnum" orðin fimmtán talsins og hafa þær stöllur því allar komið aftur við á fæðingardeildinni, nema Hildur. „Ég hef látið mér þetta eina bam nægja,“ segir hún brosandi. Olöf segir að þær hafi strax orð- ið mjög samrýndar á fæðingardeild- inni og sé það í raun með eindæm- um, því hún hafí ekki uppiifað slíkt í seinni skiptin. Þær segjast ekki hafa nein svör við því hvers vegna þær hafi náð svona vel saman, en það gæti hafa spilað inn í að þær hafi komið inn á fæðingardeildina á sama sólarhring og útskrifast sama dag. „Oft kynnast konur ekk- ert að ráði á fæðingardeildinni, því þær koma og fara á víxl,“ segja þær. Þær segjast allar vera mjög ólík- ar að eðlisfari og því hafi reynslan tvímælalaust sameinað þær í upp- hafi. „Smám saman þróaðist svo vinskapurinn og nú er svo komið að mjög kært er á milli okkar allra,“ segir Ólöf. Þær segja að krökkunum hafi ávallt komið vel saman og finn- ist ekkert sjálfsagðara en að þau hafi verið saman á fæðingardeild- inni. „Þau eru hvert með sínu sniði en samt ákaflega góðir félagar," segir Magnea. „Og ég er sannfærð um að tengsl þessara krakka verði mjög sterk í framtíðinni,“ segir Hild- ur að síðustu. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.