Morgunblaðið - 08.11.1996, Page 7

Morgunblaðið - 08.11.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 C 7 DAGLEGT LÍF 20. aldar hús sem lagt er til að verði vernduð VIGTARSKÝLIÐ við Ægisgarð, er teiknað af Einari VERBÚÐIRNAR við Grandagarð teiknaði Eiríkur HÚSIÐ Bárugötu 2 er dæmi um skrautlegan bygging- Sveinssyni og Gunnari Olafssyni árið 1945 og er að Einarsson og eru þær gott dæmi um byggingarlist arstíl sem einkennir mörg steinsteypuhús í Vesturbæn- mati starfshóps arkitekta einstök bygging. einfaldleika og notagildis. um. Húsið er teiknað af Einari Erlendssyni árið 1926. FÉLAGSGARÐUR við Hávallagötu er hluti af götu- LAUGARVEGUR 34-6 er dæmi um 20. aldar hús sem ÞETTA hús teiknaði Þorleifur Eyjólfsson arkitekt mynd sem tillögur eru uppi um að verði vernduð í mælt er með að verði verndað samkvæmt nýjum tillög- fyrir sig og fjölskyldu sína árið 1930. Merkar innrétt- heild sinni. um um húsvernd í Reykjavík. ingar voru þar í upphafi, m.a. steinsteypt rúm. Brúðkaup að skoskum sið Myndir fjölskylduvinarins Jóhannesar Long ljósmyndara frá brúðkaupi Ástu Kristínar Reynisdóttur og Justin Parkers í Edinborg vöktu forvitni Valgerðar Þ. Jónsdóttur, sem sló á þráðinn til brúðarinnar. BRÚÐKAUP Ástu Kristínar Reyn- isdóttur dýralæknis og Justin Park- ers vélaverkfræðings í Edinborg þann 19. október síðastliðinn var með öllu skoskari blæ en íslenskum, enda brúðguminn skoskur í húð og hár og brúðurin segist vera líkari Breta en íslendingi. „Ég ólst að miklu leyti upp í Bretlandi á náms- árum pabba og þótt ég hafi stundað menntaskólanám á Islandi fannst mér ég alltaf eiga meiri samleið með breskum jafnöldrum mínum en íslenskum. Eftir stúdentspróf frá MH hélt ég til Edinborgar í dýra- læknisnám, kynntist mannsefninu í róðrarkeppni og starfa núna á dýralækningastofu í Nottingham,“ segir Ásta Kristín. Bæðl bíða Á hæðinni fyrir ofan dýralækn- ingastofuna býr Ásta Kristín núna ein og bíður eiginmannsins, sem bíður líka - en hann er í Edinborg og væntir innan skamms svars frá háskóla á Nýja-Sjálandi þar sem hann hyggst krækja sér í mast- ersgráðu. Af svarinu ræðst hversu lengi hjónakornin ætla að búa í Nottingham. Ásta Kristín segir að breskt dýra- læknispróf sé gott vegabréf á starf nánast hvar sem er í heiminum. „Justin þekkir vel til á Nýja-Sjá- landi því hann dvaldi þar áður en við kynntumst og lék með héraðslið- inu Áuckland í ruðningi. Ég býst við að íþróttin eigi stóran þátt í hvert hugur hans stefnir. Éf við förum ekki til Nýja-Sjálands þá er líklegt að við förum eitthvert annað og þá trúlega þangað sem aðstaða til róðrar er góð. “ Róður er mikið áhugamál beggja og á þeim vettvangi lágu leiðir þeirra fyrst saman. Fyrir fjórum árum, þegar Justin kom heim frá Nýja-Sjálandi, gat hann ekki lengur leikið ruðning vegna íþróttameiðsla og sneri sér því að róðri. Ásta Krist- ín hafði þá stundað íþróttina um þriggja ára skeið, en hún hefur fjór- um sinnum orðið skoskur meistari í róðri. Tólf tíma brúðkaup Eftir fjögurra ára kynni ákváðu þau að láta pússa sig saman. Ásta Kristín segir að ekki hafi komið annað til greina en að halda veg- legt brúðkaup. „Að vandlega athug- uðu máli sáum við að ekki gekk upp að hafa athöfnina í Dómkirkj- FAÐIR brúðarinnar, Reynir Tómas Geirsson, ieiðir dóttur sína til kirkju. unni í Reykjavík eins og ég hefði helst kosið. Flestir vinir okkar búa í Bretlandi, fjölskylda mín er ekki mjög stór og að undanskildum móðurforeldrum mín- um, sem því miður gátu ekki komið, töldu nán- ustu ættingjar og vinir ekki eftir sér að koma til Edinborgar.“ Um 150 manns var boðið í litlu hverfiskirkj- una Marchmont St. Giles Parish í Edinborg, þar af komu 80 manns í matarveislu, sem haldin var í Ge- orge Hotel í hjarta borgarinnar og eftir borðhaldið bættust 70 manns við og dönsuðu fram undir morgun. Ásta Kristín segir brúðkaupið hafa verið með hefðbundnu skosku sniði, en þó óvenjulegt að því leyti að tveir prestar; skoskur og íslensk- ur, blessuðu brúðhjónin í kirkjunni. „Við leigðum tvo forn- bíla af Bentley gerð til að flytja annars vegar mig og pabba og hins vegar mömmu og systur mína til og frá kirkj- unni. Þetta var mjög eft- irminnilegur dagur, vel tókst til með skipulagn- ingu og ég held að allir hafi skemmt sér kon- unglega. Frá íslandi komu um tuttugu manns og gistu í nokkra daga, en í heildina stóð brúðkaupið yfir í hálfan sólarhring. Í byrjun veislunn- ar dönsuðu ungir og aldnir Ceilidh, sem er skoskur þjóðdans, en síðan leysti diskótek hljóðfæraleikarana af hólmi." Eins og sönnum Skota sæmlr Ásta Kristín segir að undirbún- ingur brúðkaupsins hefði verið tölu- verður og að ýmsu hefði þurft að hyggja. „Ég byrjaði að skoða brúð- arkjóla um jólin í fyrra og keypti hann skömmu eftir áramót. Fatnað- ur Justins var ekkert vandamál því eins og sönnum Skota sæmir klæddist hann skotabúningi sínum, sem hann notar við öll hátíðleg tækifæri. Pabbi hugleiddi að fá sér íslenskan búning, en ég vildi hafa allt samkvæmt hefðinni og fékk því framgengt að hann tók á leigu svo- kölluð „morning suit“, sem mér finnst afar glæsileg." Ásta Kristín unir sér vel í Nott- ingham enda segir hún borgin mið- stöð róðrarkeppni og róðrarfélaga- samtaka. „Hér er stórt vatn og oft haldin landsmót og alþjóðleg mót. Ég hef þó ekki getað stundað íþrótt- ina neitt að ráði því ég er á vakt þriðju hveiju nótt. Ef við flytjum til Nýja-Sjálands ætlar Justin að æfa ruðning og vonandi fæ ég tækifæri til að keppa í róðri.“ ■ íslenskur dýra- læknir og skoskur meist- ari í róöri giftist skoskum véla- verkfræöingi og ruönings- kappa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.