Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR12. NÓVEMBER1996 D 3 HANDKNATTLEIKUR Haukartöpuðu með sex mörkum Sex marka tap Hauka Við vorum ekki að leika eins og við getum best og vorum klaufar að missa leikinn niður í sex mörk í lokin," sagði Sigurður Gunn- arsson, þjálfari Hauka, en á laugar- daginn töpuðu hans menn fyrri við- ureign sinni í Borgarkeppni Evrópu fyrir franska liðinu Creteil 24:18. Það er því ljóst að Haukar eiga á brattann að sækja í'síðari leik lið- anna í Hanfarfirði á laugardaginn. „Nú er bara hálfleikur og við eigum möguleika, en það er alveg ljóst að síðari leikurinn verður erfiður og við verðum að leika mun betur til þess að komast áfram." Sigurður sagði að Haukar hefðu verið yfir fram í miðjan fyrri hálf- leik en þá hafi komið slæmur kafli. Leikmenn Creteil náðu frumkvæð- inu og komust yfir. Staðan í hálf- leik var 13:10. I byrjun síðari hálf- leiks kom slæmur kafli hjá Haukum og þegar við bættist að þeir voru tveimur leikmönnum færri um tíma náðu leikmenn Creteil fimm marka forskoti, 17:12. Haukum tókst að laga stöðuna í 18:15 en lengra kom- ust þeir ekki þrátt fyrir að eiga góð færi. „Við vorum klaufar í lokin og lékum illa, en það var engin ástæð- an til þess að missa þá svona langt fram úr okkur," sagði Sigurður. „Við vissum að þeir væru sterkir og í efsta sæti deildarinnar í Frakk- landi. Þeir eru hávaxnir, sterkir og eru í mjög góðri æfíngu. Ekkert í þeirra leik kom mér á óvart," bætti Sigurður. „En fyrst og fremst vor- um við ekki að leika eins og við getum best." Sigurður sagði sigur Creteil hafa verið verðskuldaðan. Fyrsti sigur IBA KVENNALIÐ fþróttabandalags Akureyrar vann sinn fyrsta deildarsigur í handbolta er liðið lagði ÍBV að velli í 1. deildinni í KA-heimilinu sl. laugardag. Lokatölur leiksins urðu 23:22. Þetta er annað keppnistimabilið sem ÍBA tekur þátt í deildinni. Önnur úrslit um helgina urðu þau að Víkingur sigraði Fram 18:15, Stjarnan lagði KR 25:14 og FH vann Fylki í Árbænum, 25:22. Nánar verður sagt frá þessum leikjum á morgun. Morgunblaðið/Kristján SERGEJ Zlza, Rússlnn í liðt KA, komlnn í gegnum vörn belgíska liðslns. Hann skoraðl þrfvegls. PATREKUR Jóhannesson Patrekur með áttamörk Patrekur Jóhannesson gerði átta mörk fyrir Essen sem vann Héðin Gilsson og samherja í Fred- enbeck, 26:20, í þýsku deildinni um helgina. „Við gerðum út um leikinn 5 seinni hluta fyrri hálfleiks þegar við náðum að leika sterka vörn og hraðaupphlaup fylgdu í kjölfarið," sagði Patrekur við Morgunblaðið en staðan í hálfleik var 12:6. Pat- rekur, sem skoraði úr sex vítaköst- um, sagði að áhersla hefði verið lögð á að stoppa Héðin. „Hann var yfirburðamaður í liðinu og gerði tvö mörk." Essen er í 5. til 6. sæti með níu stig eins og Niederwurzbach en Fredenbeck er með fjögur stig eins og Hameln, sem á leik til góða. Lærisveinar Kristjáns Arasonar hjá Massenheim unnu Grosswall- stadt 30:25 og eru með átta stig eins og Minden og Grosswallstadt en eiga léik til góða. Lemgo er með 14 stig eftir átta umferðir en síðan koma Flensburg, Kiel og Nettelstedt með 10 stig. Róbert Sighvatsson og félagar í Schutterwald eru í neðsta sæti með tvö stig. Erlingur Kristjánsson fyrirliði KA eftir sex marka sigur á Herstal Liege „Mátulega bjartsýnn ii KA vann öruggan sigur, 26:20, á Herstal Liege er liðin mætt- ust á Akureyri í 16 liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa um helgina. KAfer þvímeð sex mikilvæg mörk ífarteskinu íseinni leikinn sem fram fer í Belgíu um næstu helgi. Sigur KAvar síst of stór, en það hefði vissulega verið gott að vinna stærri sigur og vera með meira forskot. Leikurinn var jafn framanaf í fyrri hálfleik og jafnt á öllum tölum þar til staðan var 5:5, en þá kom góður leikkafli KA og lið- ið náði þriggja marka forystu. Leikurinn var nokkuð köflóttur fram að hálfleik en þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13:10, KA í vil. í upphafi síðari hálfleiks voru KA-menn mjög ákveðnir með Duranona í broddi fylkingar. Hann gerði þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og jók Reynir B. Eiríksson skrifar frá Akureyri forystu KA í 6 mörk og eftir það var aldrei spurning um hvers sig- urinn var, heldur einungis hversu stór hann yrði. Gestirnir náðu að klóra í bakkann um miðjan hálf- leikinn, gerðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í fjögur mörk en KA var sterkara undir lokin og góður sigur þeirra, 26:20, varð staðreynd. KA liðið lék nokkuð vel í þessum leik og verður að telja möguleika liðsins á að komast í 8 liða úrslit mjög mikla en þeir verða þó að halda vel á spöðunum í Belgíu því lið Herstal Liege er mjög gott og til alls víst á heimavelli. Duranona lék vel, var bestur KA-manna og gerði hann 13 mörk. Það er greini- legt að hann er að senda landsliðs- þjálfaranum skilaboð um að hann sé tilbúinn í slaginn, eftir að hafa verið settur út úr landsliðinu ný- verið. Vörn liðsins virkaði mjög sterk, fundu gestirnir oft ekki glufur nema helst þá í hornunum. Herstal Liege hefur á að skipa mjög léttleikandi liði en það vantar sárlega stórar og sterkar skyttur. Þeirra bestur var hornamaðurinn Robert Nijdam sem sýndi mjög skemmtilega takta og hreint frá- bæra tækni með knöttinn. Nokkuð sáttur „Ég er nokkuð sáttur með sex marka sigur okkar og leikinn í heild sinni," sagði Erlingur Krist- jánsson fyrirliði KA eftir leikinn. „Við vissum í raun ekkert um þetta lið og það tók nokkurn tíma að átta okkur á því hvernig það leikur. Leikurinn úti eftir viku verður örugglega erfiður og það þýðir ekkert fyrir okkur annað en að leggja allt í leikinn. Ég er mátulega bjartsýnn á framhaldið og tel helmings líkur á því að við komumst áfram í keppninni." Erfiður leikur „Þetta var mjög erfiður leikur," sagðir Raphael Crnjak fyrirliði Herstal Liege að leikslokum. „Leik- menn KA eru mun stærri og sterk- ari en við og það sagði mjög mikið til sín í seinni hluta leiksins. Ég tel það nærri ómögulegt að vinna upp forskot KA í seinni leiknum og sigra með meira en 7 mörkum, en allt er hægt á góðum degi." IMýr áfangi í sögu Stjörnunnar VALDIMAR Grímsson Stjarnan í Garðabæ braut blað í sögu félagsins þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum EFH-keppninnar í handknattleik en Stjarnan hefur ekki náð svo langt í Evrópukeppni. Garðbæingar léku á móti Spar- kasse og fóru báðir leikirnir fram í Bruck í Austurríki. Stjarnan vann fyrri leikinn 33:24 sl. föstudags- kvöld en tapaði útileiknum 35:32 í fyrradag. „Við vorum með leikinn í okkar höndum allan tímann en þegar við vorum þremur mörkum yfir í lok seinni hálfleiks slökuðu strákarnir á," sagði Magnús Andrésson, fararstjóri og stjórnarmaður, við Morgunblaðið. „Strákarnir spiluðu mjög sannfærandi og öruggt." Leikmenn Stjðrnunnar voru samtals í 16 mínútur utan vallar i fyrri hálfleik og einu sinni voru aðeins þrír útileikmenn inn á en engu að síður var liðið marki yfir í hálfleik, 16:15. í seinni hálfleik var munurinn mest þijú mörk en svo fór að heimamenn unnu með þriggja marka mun. „Eg var hræddur við þennan leik þrátt fyrir góðan sigur okkar á föstudaginn því austurríska liðið er með stóra, þunga og reynslu- mikla jaxla," sagði Valdimar Grímsson, þjálfari og leikmaður Stjörnunnar. „Leikurinn þróaðist líka eins og ég bjóst við. Allt var á móti okkur í fyrri hálfleik, ekkert mátti gera og menn voru reknir út af hvað eftir annað. En markvörður mót- herjanna hélt okkur á floti því hann varði nánast ekki neitt. En ég er ánægður með að strákarnir stóðust þessa prófraun."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.