Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 D 5 KNATTSPYRNA Ílirkir átti ekki í miklum erflðleikum. Jason McAteer er nr. r fyrir aftan hann. Reuter 10, Eyjólfur Birkir Kristinsson lékvel í markinu: „INIáðum því sem við ætluðum okkur" Við náðum því sem við ætluðum okkur, að halda markinu hreinu í Dublin. Við lékum mjög skynsamlega og allt það, sem Logi Ólafsson lagði fyrir okkur, heppnaðist Hann fór vel yfir leik- skipulag íra og sýndi okkur hvernig best væri að brjóta þá að bak aftur, með því að sýna okkur leiki íra á myndbandi. Við vissum að háar fyrirgjafir væru þeirra hættulegasta vopn," sagði Birkir Kristinsson, markvörður, sem var mjög ánægður með úrslitin í Dublin. „Ég veit vel að leikurinn var ekki fyrir augað. Það er aldr- ei nein skemmtun að sjá þegar leikið er svona. Við náðum að ergja írsku leikmennina, sem ætl- uðu að vinna okkur stórt. írarnir voru orðnir óþolinmóðir og þá sérstaklega þegar áhorfendur urðu það einnig er líða fór á leik- inn - fóru að baula á eigin leik- menn. Ég er ánægður og þegar maður las í írsku blöðunum eftir leikinn, að ,,ísbjörninn hefði skemmt fyrir Irum," sá ég svart á hvítu að ætlunarverk okkar tókst fullkomlega," sagði Birkir. Atli Eðvaldsson, þjálfari ungmennaliðsins, eftirsigurinn íDublin Eins og ég sé orð- inn átján ára aftur ÍSLENSKA ungmennaíiðið stóð sig mjög vel á Dalymount Park í Dublin, þar sem liðið lagði það írska að velli, 0:1. Atli Eðvalds- son, þjálfari ungmennaliðsins, var ánægður með sína menn og sagði að það væri stórkost- legt að umgangast leikmenn sína. „Það er eins og ég sé orðinn átján ára aftur." Strákarnir léku sterkan varnar- Ieik í fyrri hálfleik, en gáfu sér of lítinn tíma til að leika með knött- inn þegar þeir náðu honum, þannig að írar fengu hann fljótt aftur. Und- ir lok fyrri hálfleiksins fóru þeir að brjótast fram miðjuna og í upphafi seinni hálfleiks héldu þeir sóknarað-. gerðum sínum áfram og voru betri en írar. Þorbjörn Atli Sveinsson hélt knettinum vel og Bjarni Guðjónsson ógnaði með hreyfanleika sínum. Strákarnir náðu að skora sigurmark- ið á 63. mín. er Bjarnólfur Lárusson átti góða sendingu út á hægri kant til Sigurvins Ólafssonar, sem sendi knöttinn fyrir markið — Þorbjörn Atli var við nærstöngina og Bjarni fjærstöngina er sending Ólafs kom fyrir markið. Knötturinn barst til Bjarna, sem skoraði með skalla. Markið var gullfallegt og vel að því staðið á allan hátt. Eftir markið kom smáafturkippur í leik íslenska lisðins, leikmennirnir hugsuðu mest um að halda fengnum hlut. Irar fóru að pressa, en Árni Gautur Arason, sem var frábær í markinu - öruggur og lék óað- finnanlega, sá við þeim og bjargaði vel, eitt sinn á frábæran hátt. írsku leikmennirnir voru orðnir óþolinmóð- cis hafdi gód áhrif l landsliðsþjálfari, ánægður meðjafnteflið íDublin gegn liði eins og því írska, heldur en gegn rúmenska liðinu á dögun- um. Þeir stóðu sig mjög vel. Það er erfitt að eiga við Ólaf í skallaein- vígum og Eyjólfur ósérhlífinn og vinnusamur, sterkur leikmaður sem barðist allan tímann," sagði Logi. Verður erfítt fyrir Guðna Bergs- son að koma. aftur inn, eftir stórleik Sigurðar? „Nei, við leikum næsta leik okkar eftir nokkra mánuði. Guðni er hæfí- leikaríkur leikmaður og þeir Guðni og Sigurður getur vel leikið í sama liði. Það sást best í þessum leik, að við eigum ekki í vandræðum með að færa leikmenn til á vellinum. Við eigum marga góða hæfileikaríka leikmenn, sem gott lið þarf að haf a. Ef við komum í veg fyrir það að gefa mörk, eins og við gerðum gegn Litháen og Rúmeníu, þá get- um við staðið hvaða liði sem er snúning. Við náðum að gera frum lífið leitt fyrir framan rúmlega þrjá- tíu þúsund áhorfendur og það er góður árangur að ná jafntefli hér í Dublin. írsku leikmennirnir voru orðnir mjög ergilegir og það var óskemmtilegt að sjá hegðun Jasons McAteer á vellinum, sem var hon- um til skammar." Logi var mjög ánægður með þátt Birkis Kristinssonar í leiknum, hann stóð sig vel í markinu. „Birk- ir lék afar vel og öryggi hans hafði góð áhrif á varnarmennina, sem urðu öruggari fyrir bragðið. Það er alltaf hægt að treysta á Birki. Hann er mikill persónuleiki, sem hefur yfir miklum sjálfsaga að ráða og tekur á hlutunum er þeir eru ékki í lagi. Ég treysti Birki fullkom- lega, en hann hefur ekki fengið nægilegt traust hjá liði sínu, Brann. Þar hefur þjálfarinn verið að refsa honum fyrir að hann hefur farið í landsleiki, með því að taka hann úr liði sínu. Birkir sýndi og sannaði það gegn írum, að hann er trausts- ins verður," sagði Logi Ólafsson. ir, þeir náðu ekki að sækja hratt á íslenska markið, eins og þeir ætluðu sér og er þeirra sterkasta hlið. Árni Gautur átti stórleik, en ann- ars léku strákarnir vel og sigurinn var liðsheildarinnar. Glæsilegur árangur Atli Eðvaldsson sagði að árangur strákanna væri mikill og þá sérstak- lega þegar hugsað er um þær að- stæður sem þeir hafa verið að æfa. við síðustu sex vikurnar. „Við tók- um þátt í haustmóti og þá hlupu strákamir sjálfir þetta tvisvar til fjórum sinnum í viku, til að halda sér í sem bestri æfingu." Eftir leikinn í Dublin ræddi Atli við írska blaðamenn og sagði þeim frá þeim aðstæðum sem íslenskir knattspyrnumenn búa við yfir vetr- armánuðina. „Ég sagði við þá, að þjálfarar á íslandi kæmu með hvítu kúluna - boltann, til manna sinna fyrir æfingar og segðu: „Sjáið þið þessa hvítu kúlu. Það er engin að- staða til að leika með hana, þið verðir að fara út og hlaupa í rok- inu." Þegar hugsað er um þessar að- stæður, er sigur okkar sætari - við vorum að leggja leikmenn að velli, sem leika með atvinnuliðum í Eng- landi. Leikur okkar er mjög agaður og strákarnir eru þolinmóðir. Það er örugglega hundleiðinlegt að leika gegn okkur. Við höfum ekki fengið á okkur mark í þremur af fjórum leikjum okkar í Evrópukeppninni, unnið þrjá, en urðum að sætta okk- ur við tap fyrir Rúmeníu, í leik sem við áttum að fá annað stigið. Það stig getur orðið okkur dýrmætt, við verðum að vinna það upp í Rúmen- íu," sagði Atli. Atli hefur náð að byggja upp stemmningu hjá leikmönnum liðs- ins. Þegar hann var spurður hvort reynslan frá því að hafa leikið sjö- tíu landsleiki og verið fjölmörg ár sem atvinnumaður komi ekki að góðum notum, sagði hann: „Mér finnst mjög skemmtilegt að vinna með strákunum og yfirleitt missi ég röddina inni í búningsklefa fyrir leikinn. Ef maður heldur ekki mikla stemmningsræðu og tekur þátt í því sem þeir eru að eiga við af full- um krafti, get ég hætt að sjá um liðið. Ég hef svo gaman af að starfa með strákunum, það er eins og ég sé orðinn átján ára aftur." Atli sagði að á næstu dögum kæmu hann og þeir sem væru í ungmennanefndinni saman til að ræða framhaldið, hvernig væri best að skapa strákunum verkefni fyrir næsta ár. íslenska liðið leikur þá fjóra leiki í Evrópukeppninni, tvo heima - gegn írlandi og Litháen, og tvo úti - gegn Rúmeníu og Makedóníu. „Það væri gaman ef það verður hægt að fara með liðið út í æfingabúðir í janúar-febrúar og leika æfingaleiki. Við verðum að huga vel að strákunum sem eiga eftir að halda merki íslands á lofti næstu ár. Þegar við hófum keppni í sumar tefldum við fram þrettán nýliðum í sextán manna hópi. Átta af leikmönnum í byrjunarliði okkar leika einnig með ungmennaliðinu í næstu keppni, forkeppni fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000," sagði Atli. Irsku leik- mennirnir klæddust smóking Þ AÐ var all t annað en létt yfír leikmðnnum írlands eftir leikinn gegn íslandi. Eftir leiki nn mættu þeir allir í smóking í mikla veislu, þar sem menn fengu ýmsar viður- kenningar og leikmaður árs- ins útnefndur, Alan McLoughlin hjá Portsmouth. Upphaflega ætluðu þeir einn- ig að fagna sigri á íslending- um og því að vera með fullt hús stiga, íslendingar komu í veg fyrir að sá fögnuður færi fram. Johannsson sér ísland ekki tapa LENNARD Johannsson, for- seti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, var heiðurs- gestur á leiknum og í hófinu hjá írum eftir leikinn. Jo- hannsson hefur ekki séð í s- land tapa leik að undanförnu. Hann var heiður sgestur þeg- ar í slendingar gerðu jafntefli við Svia, 1:1, í Stokkhólmi í fyrra. Annar heiðursgestur á leiknum í Dublin var Mary Robinson, forseti írlands, sem heilsaði upp á leikmenn fyrir leikinn. Rúnar í bann RÚN AR Krist insson getur ekki leikið næsta leik tslands í undankeppni HM, í Makedó- níu 7. júní. Rúnar fékk að sjá gula spjaldið í Duhlin, hans annað gula spjald í keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.