Morgunblaðið - 15.11.1996, Side 6
& B FÖSTUDAGUR 15. JfÓYEMBER 1996_________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Með augum landans
„Virðing má
aldrei þverra..."
£
María Elínborg Ingvadóttir býr
í Moskvu þar sem hún gegnir starfi
viðskiptafulltrúa Útflutningsráðs
íslands.
SVALUR nóvember-
morgunn, þrír frídag-
ar framundan. Bylt-
ingarafmælið bar upp
á fimmtudag, því var
gefin út tilskipun um
frí á fostudeginum, en
T1 ^ í staðinn skal unnið á
I M J sunnudeginum. Lík-
JL lega væri ekki svo vit-
Olaust að færa afmæli
Októberbyltingarinn-
ar líka, fram til 25.
október til dæmis, þá
er von um betra veður
og þar með líklegra
að fleira fólk mæti í
kröfugönguna, sem að
þessu sinni var fá-
menn, of margir hafa
tekið hlýtt rúmið fram yfír súld
og grámósku afmælisdagsins.
Ég komst ekki hjá að taka þátt
í undirbúningi göngunnar, há-
talarakerfíð var í prófun frá því
snemma um morguninn á
Októbertorgi, torginu okkar
Lenins, þar með rauk öll morg-
unværð og leti út um gluggana,
en inn streymdu baráttusöngvar
og reiðilestur foringja fólksins.
Þrátt fyrir að allir gluggar væru
vandlega lokaðir, var lítill mun-
ur á að sitja við eldhúsborðið
mitt, eða standa við hlið Lenins
og styðja hann þennan nötur-
lega nóvembermorgun, þegar
hann gerði sér grein fyrir, að
flest börn byltingarinnar svæfu
enn fastasvefni, í stað þess að
safnast saman við fótstall hans
og raða sér upp í gönguna, sem
ætlaði svo að marsera í átt til
Kremlar og þaðan að torginu
við Bolshoi-leikhúsið, þar sem
Karl Marx beið, rólegur og yfír-
vegaður að vanda. Lenin ætti
kannski að skamma þessa sem
mættir eru fyrir alla þá sem
ekki láta sjá sig, eins og ungi
predikarinn, sem skammaði við-
stadda kirkjugesti fyrir að hafa
ef til vill látið sér detta í hug,
að kúra aðeins lengur í stað
þess að mæta til guðsþjónustu
og sagði, “Jesús Kristur reis upp
frá dauðum fyrir ykkur, en þið
nennið ekki að rísa úr rekkju
fyrir hann.“
Ég dreif mig út á torg, ætl-
aði að athuga hvort það gæti
verið að einhveijum hátölurum
væri beinlínis beint að gluggun-
um mínum. Af svip nágranna
minna, sem ég hitti á torginu,
mátti ætia að þeir væru þar í
svipuðum hugleiðingum. Varla
mun lyftast brúnin á Lenin þeg-
ar hann heyrir að frá sjúkrabeði
Jeltsins hafí frést, að þessi af-
mælisdagur byltingarinnar verði
í framtíðinni, dagur sátta og
samlyndis.
Minnlngar
Hvers er helst að minnast í
arfleifð kynslóðanna, hvað er
það sem kallar á virðingu við
hið liðna. Ekki eru allir dagar
gleðidagar í sögu þjóðar, sumir
dagar minna á slæma tíma,
svarta daga, sem ekki mega
gleymast, ekki er hægt að sópa
ryki gleymskunnar yfir óþægi-
lega atburði, en lyfta öðrum upp
úr raunveruleika og staðreynd-
um. Ætli misvitrir leiðtogar
geri sér alltaf grein fyrir því,
að þeir eru að skapa sögu þjóð-
ar sinnar, þeir eru að skapa
umhverfí og aðstæður, þar sem
fólk á að geta lifað, glaðst, grát-
ið og dáið með reisn, þeir eru
að draga upp svarta daga og
gleðidaga sögunnar, afmælis-
daga framtíðarinnar.
Hver þjóð fær þann þjóðhöfð-
ingja sem hún á skilið, stendur
einhversstaðar og þar sem fólk
kýs sér leiðtoga, er það líklega
rétt. Það er reyndar kald-
hæðnislegt að oftast eru stærstu
mistök í sögu þjóða, stofnana
og fyrirtækja, gerð af mönnum
sem réðu ekki við stöðu sína,
eða gerðu sér ekki grein fyrir
áhrifamætti stefnu sinnar og
ákvarðana. Góður stjómandi
þarf ekki að vera vinsæll, góður
stjórnandi er sá sem þorir að
taka erfíðar, en nauðsynlegar
ákvarðanir, sagan segir okkur
svo, hversu skynsamur og spak-
ur stjómandinn var.
Af spjöldum sögunnar má
einnig sjá, hversu oft menn sótt-
ust eftir ábyrgð sem þeir réðu
ekki við, en bára ekki nógu
mikla virðingu fyrir sjálfum sér
og embætti sínu til að standa
upp, finna sér þann sess sem
hæfði getu og áhugasviði, færa
þannig örlítið meiri hamingju
inn í sitt eigið líf og afstýra
svörtum dögum í lífi annarra.
Meðalmennska og lágkúra
era ekki glæsilegar fylgikonur
menningarsamfélags. Ef ein-
staklingurinn ber virðingu fyrir
sjálfum sér, ber hann einnig
virðingu fyrir trú sinni, um-
hverfí, sögu, menningu og list-
um, samborgurum sínum, lífí
þeirra, skoðunum og störfum.
Er ekki eðlilegt að hver þjóð
beri virðingu fyrir þjóðhöfðingja
sínum og æðri embættum, það
er ekki auðvelt nema að í þau
embætti veljist fólk, sem vex
með ábyrgð sinni, varðveitir
virðingu embættis síns.
Stjómmálamenn, þjóðhöfð-
ingjar, listamenn, þeir sem á
einn eða annan hátt skera sig
úr, fá sinn skammt í fjölmiðlum,
sem keppast við að ná athygli,
oftast með málefnalegri gagn-
rýni og umfjöllun, en einnig frá-
sögnum úr einkalífi fólks. Má
ekki segja um fjölmiðla eins og
stjómmálamenn, að við fáum
það sem við eigum skilið. Metn-
aðarfullur fjölmiðill hlýtur þó
að gæta virðingar sinnar.
Nýjasta uppákoman í menn-
ingarlífi borgarinnar er „sirkus
ballett", þar sem fjallað er um
síðasta kvöld og aftöku keisara-
fjölskyldunnar. Þetta fyrirbæri
hefur vakið mikla athygli fjöl-
miðla og hafa nokkrar sjón-
varpsstöðvar sýnt valda kafla
úr verkinu.
Hægt er að draga dár að
ýmsu, þekktar persónur verða
almenningseign, fátt eitt verður
heilagt, þegar um þær er fjall-
að, en hvemig farið er með eig-
ur almennings, hlýtur að draga
dám af sjálfsvirðingu hans. ■
N emendur
úr Fjölbraut í Breiðholti
tóku þátt í ráðstefnu á vegum ESB
RÁÐHERRARÁÐIÐ var leikið og ný lagafrumvörp lögð fram.
í LOK október síðastliðinn héldu
tólf nemendur og tveir kennarar
frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
af stað í nokkurra daga ferð til
Alden Biesen í Belgíu til að taka
þátt í samstarfsverkefni á vegum
Evrópusambandins (ESB) og Evr-
ópska efnahagssvæðisins (EES),
sem ber heitið „European Classes“.
Markmiðið var meðal annars að
kynnast starfsemi og uppbyggingu
ESB og skilja mismunandi skoðan-
ir annarra þjóða.
Blaðamaður Daglegs lífs hitti
nemenduma og kennara þeirra,
Guðjón Ó. Magnússon land- og
jarðfræðikennara, á dögunum,
ræddi við þau um ferðina og hler-
aði ýmsar skemmtisögur.
Tllviljun réð ferðlnni
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er
fyrsti skólinn utan ESB landa sem
hefur verið boðið að taka þátt í
fyrmefndu samstarfsverkefni, en
fjórir skólar frá jafnmörgum lönd-
um taka þátt hveiju sinni. „Það
má eiginlega segja að það hafí
verið tilviljun að okkur hafí verið
boðin þátttaka," segir Guðjón og
heldur áfram: „Ég tók þátt í kenn-
araskiptaáætluninni SOKRATES
síðastliðið vor og kenndi í þijár
vikur í Goch í Þýskalandi, en í stað-
inn kom þýskur kennari hingað til
lands og kenndi í FB. Nokkra síðar
hófst undirbúningur ráðstefnunnar
í Alden Biesen í Belgíu og hafði
fjóram skólum verið boðin þátt-
taka. Af óviðráðanlegum orsökum
hætti einn skólinn við og þurfti því
að fínna annan skóla í staðinn.
Einn samstarfskennari minn í Goch
var í undirbúningshópnum og stakk
upp á því að bjóða FB. Þeir hringdu
í okkur og við þáðum boðið,“ segir
Guðjón.
Hann segir að landafræðiáfangi
hafí verið búinn til í kringum þessa
ferð og nemendur áfangans ásamt
Guðjóni og Valgerði Halldórsdóttur
félags- og stjórnmálafræðikennara
lögðu síðan af stað í ferðina þann
20. október síðastliðinn. Þau gistu
á meðan á ráðstefnunni stóð í stór-
um og gömlum riddaraliðskastala
frá tólftu öld og væsti því ekki um
hópinn. „Við gerðum heilmikið á
þessum tíma. Til dæmis fóram við
til Maastricht og skoðuðum salinn,
þar sem Maastricht-samningurinn
var undirritaður á sínum tíma. Þá
fóram við til Brassel, þar sem Ráð-
herraráðið er til húsa og fóram á
söfn og sýningar," segir Guðjón.
Tókst að breyta stof nlögum
Evrópusambandslns
Nemendurnir segja að hápunkt-
ur fararinnar hafí verið síðasta
daginn þegar þau tóku þátt í hóp-
vinnu sem fólst í því að leika Ráð-
herraráðið og leggja fram ný fram-
vörp til laga og reyna að fá þau
samþykkt. Þau þurftu að fara eftir
fundarsköpum ráðsins í einu og
öllu og ávarpa til dæmis alltaf fund-
arstjóra ráðsins í upphafi máls.
„Við lögðum fram lagafrumvarp
sem fólst í því að breyta grandvall-
arlögum ESB á þann veg að nátt-
úraauðlindir sjávar, eins og til
dæmis fiskurinn og aðrar sjávaraf-
urðir, verði undir stjórn þess lands
sem landhelgina á,“ segja nemend-
urnir. „í upphafí vora öll hin löndin
Ljóð
og gjafakort
BLÓMAKARFAN heitir ný ljóða-
bók með 39 tækifærisljóðum á
jafnmörgum
blaðsíðum eftir
Unni Sólrúnu
Bragadóttur.
Bókin er frá-
bragðin flestum
ljóðabókum að
því leyti að hægt
er að taka hveija
einstaka síðu úr
bókinni og nota
Unnur sóirún sem gjafakort
Bragadóttír margvísleg
tækifæri.
Listamaður-
inn Kristín Am-
grímsdóttir
myndskreytti
bókina, sem hef-
ur að geyma ljóð
er fela í sér ýms-
ar ámaðaróskir;
afmæliskveðjur,
vinakveðjur, ba-
Kristín takveðjur, ástar-
Amgrímsdóttír kveðjur Og jóla-
kveðjur.
Útgefandi er Bókaútgáfan
Blómakarfan og Svansprent ehf.
sá um prentverk. Unnur Sólrún
Bragadóttir hefur áður gefið út Fyrir utan gluggann og Maríutás-
ljóðabækurnar Er á þetta lítandi?, ur í bandaskóm. ■
ituyatl* toér l iifjítadm'ríslwMnj
'.vvríS ótaÍtatu^M’ gutúr aó Jx'»s>v siimi,
þti befur þi'ifið h*k«ð briuð liptH i nétt,
svo krftðiBywbttigg j»ú fesfur )»óm.
Mtfð bttMÍ }mj gettumuti býiJur mm itui,
^i’idamií itwj$ð á Jiitttæiísdagittn þinti,
Uigtrtit Molt ttísfð típ J»ú icpur fið Itaki,
töfntt liatitingjti yfir jtct twíð vakí,
Unmr ÉHniu