Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 C 3 BÆKUR Kallast á við fortíðina BÓK Elínar Pálmadóttur, Með fortíðina í fartesk- inu, saga þriggja kynslóða íslenskra kvenna, er komin út. í henni rekur Elín örlagasögu þriggja formæðra sinna í gegnum sögupersónuna Unní sem hefur notið alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. „Til að líma söguna saman bjó ég til konu, nútímakonu af okkar kynslóð, sem fer að kynna sér sögu þessara kvenna. Hún var ung stúlka á stríðsárunum með glýju í augum yfir draumaheimi bandarískra bíómynda og miklar væntingar til lífsins, en væntingar kvenna á þess- um tíma voru allt aðrar en væntingar kvenna fyrri alda. Hún giftist síðan til Bandaríkjanna og upplifir drauminn. Hún er því gjörólík formæðrum sinum sem eyddu lífinu í þrengslum í umhverfi sínu og innan um allt sitt fólk og ég læt þessar konur kallast á,“ sagði Elín og kveðst hafa haft afskaplega gaman af því að vinna að bókinni. Unní kemur, í bókinni, upphaflega hingað til lands til að fara á ættarmót og heyrir þar fyrir- lestur um ættmæður hennar sem vekja áhuga. Hún fer að grennslast fyrir í handritum um líf þeirra og í bókinni er saga kvennanna sögð eins nákvæmlega og unnt er miðað við þær heimildir sem Elín gat náð í að hennar sögn, en hún viður- kennir að stundum sé afstætt að tala um stað- reyndir enda séu heimildir oft hvorki nákvæmar né samhljóða. „Víða eru þetta staksteinar og ég leyfði mér að nota hugmyndaflugið til uppfylling- ar inn á milli." Lifum á tímamótum Hugmyndin að sögunni kviknaði þegar Elín var beðin að halda fyrirlestur á ættarmóti, alveg eins og aðalpersóna bókarinnar verður vitni að í bók- inni. Aðspurð segist hún sjálf ekki vera fyrirmynd aðalpersónunnar enda hafi hún ekki lifað því lífi sem lýst er í bókinni. „Sjálfsagt blandast mikið af mínum upplifunum þarna inn í. Þessi mann- eskja hefði samt getað verið til, því amma mín eignaðist þrettán börn og missti eitt, Pál, og ég gef í skyn að Unní sé afkomandi hans.“ Elín vonar að bókin veki spurningar. „Nú lifum við á miklum tímamótum, með allt þetta frelsi og þá vakna spurningar um hvort við séum á réttri leið. Það er alveg augljóst að við erum ekki kom- in á viðunandi braut þrátt fyrir allt frelsið og allsnægtirnar. Það þarf að koma nýrri reglu á lífshættina því það geta ekki allir lifað átakslaust í vellystingum eins og söguhetjan í bókinni þó flestir óski þess,“ sagði Elín. „Eg held að íslensk- ar konur hafi alla möguleika á að vera í forystu Elín Pálmadóttir um breyttan lífsstíl enda kom nýlega í ljós á þingi Sameinuðu þjóðanna að við höfum mest réttindi og minnsta fordóma af öllum þjóðum og stöndum þvi vel að vígi. Það stendur allt opið og því er gott að líta aftur í tímann til að læra af því sem á undan er gengið.“ Bólusett blóð Aðspurð um hvað hún haldi um hamingju kvenna fyrr og nú segist hún jafnvel telja að á sumum svið- um hafi konur unnið betur úr sínu. „Það er sama blóðið í æðum kvenna og sama lífsflæðið og áður en það er spurning hvernig nýrri kynslóð vegnar með þetta bólusetta blóð og hvort það dugar eitt- hvað gegn fjölmörgum erfiðleikum í síbreytilegum heimi.“ í bókinni kemur hún inn á samband Hólmfríðar formóður sinnar við þjóðskáldið Jónas Hallgríms- son. „Það er talið að hún hafi átt bréf frá Jónasi sem hún brenndi áður en hún dó. Hingað til hefur verið talið að Jónas hafi samið ljóðið um stúlku „með rauðan skúf í peysu“ til Þóru í Laufási sem reið 14 ára gömul með Jónasi norður yfir landið þegar hann var stúdent. Allt sem hann samdi og sagt er nú að samið væri til Þóru er allt eins lík- legt að sé samið til formóður minnar enda ort stuttu eftir þeirra kynni. Það er víða altalað norður í landi auk þess sem sagt er að Jónas hafi eitt sinn beðið hennar." Nýjar bækur Frumstætt sveitasamfélag RIGNING með köflum heitir nýútkomin skáldsaga Ólafs Hauks Símonarsonar. Sögu- svið hennar er frumstætt sveitasamfélag í byrjun sjö- unda áratugarins. Jakob er sendur í sveit til Guðbjarts, kotbónda sem býr með fjöl- skyldu sinni á næsta bæ við héraðshöfðingjann. Sá ásæl- ist kot Guðbjarts og Jakob dregst inn í hatrömm átök þar sem hann verður fyrr eða síðar að taka afstöðu. Ólafur Haukur Símonarson „Rigning með köflum er áhrifa- bókband. mikil bók þar sem kjarnyrt mál höfundar nýtur sin til fulls. Persónurnar eru dregnar skýrum dráttum og hver setning vitnar um næma sýn á mannlegt eðli,“ segir í kynningu. Útgefandi er Orm- stunga. Bókin er 175 bls. og kostar 3.380 kr. Guðjón Ketilsson hannaði kápu. Bókin er prentuð í Steind- órsprenti Gutenberg og Félagsbókbandið Bókfell annaðist Saga úr Skagafirði GRAFAR-Jón og Skúli fóg- eti - Saga úr Skagafírði frá 18. öld er eftir Björn Jóns- son lækni. Björn Jónsson, læknir í Kanada (Bjössi bomm), sem lést í febrúar 1995, er þekktur fyrir endurminn- ingar sínar, Glampar á götu og Þurrt og blautt að vest- an. Nýja bókin er söguleg skáldsaga sem segir frá Grafar-Jóni, kotbónda í Skagafirði, sem fór ótroðnar slóðir. „Hann og Björn Jónsson kona hans tóku að sér mörg munaðarlaus börn og ólu upp, en kunnastur er Graf- ar-Jón fyrir að stela frá þeim ríku og gefa fátækum, líkt og Hrói höttur,“ segir í kynningu. Guðmundur Hansen, sagnfræðingur bjó bókina til prentunar og Jóhannes Geir, listmálari og bróðir Björns, myndskreytti. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin 187 bls. og kostar 3.480 kr. Dulrænar frásagnir HVAR endar veröldin? Dul- rænar frásagnir er ný bók eftir Jóhönnu Á. Stein- grírnsdóttur. í kynningu segir: „Hver er sá máttur eða afl sem framkallar heyrnir og sýnir og er ekki hægt að skýra með rökum? Hverjar eru orsakir drauma? Hvað með álfatrúna? Til eru margar þjóðsögur og reynslusögur miðla um þessi málefni en í þessari bók er lýst á sér- Jóhanna Á. Steingríms- dóttir stæðan hátt fyrirbærum úr samtímanum. Reynt er eftir föngum að leita heimilda og sögurnar bera með sér bæði hlýtt og gamansamt viðhorf höfundar til þessara hluta.“ Þetta _er níunda bók Jó- hönnu Á. Steingrímsdóttur en auk þess hefur hún gert fjölda útvarpsþátta sem náð hafa hylli hlustenda. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 150 bls. og kostar 2.980 kr. mitt af því að þau eru aldrei „þarna“, þau eru allsstaðar og hvergi án þess þó að blása anda sínum í allt sem hrærist. Þau eru einskonar skrípaútgáfa af Guði. Það þarf sérstaka blöndu af kjarki og út.haldi (eða þá hugsunarleysi) til að lifa við mótsagnir samtímans og í viðbjóði sínum á yfirborðsmennsku hans og blindu leita nú æ fleiri hinn- ar fullkomnu Návistar, að því sem er nauðsynlegt, að lífgildum. Bók ísaks er niðurstaða og þverskurður af straumum sem nú leika um vest- ræna menningu. Hún er ekki aðeins rökrétt framhald örvæntingarfullr- ar tilgangsleitar sem einkennir höf- uðverk hans allt frá því að fyrsta ljóðabók hans „Þriggja orða nafn“ kom út árið 1982. Hún kallast einn- ig á við kvikmyndir eins og „Brim- brot“ Danans Lars von Trier og hún kallast á við verk annarra íslenskra höfunda sem velta fyrir sér svipuð- um spurningum, höfunda eins og Gyrðis Elíassonar eða Péturs Gunn- arssonar. En lang athyglisverðast er að lesa hana með skáldsögu Guðbergs Bergssonar „Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma“ (1993) í huga. Þar er trúin einnig í fyrirrúmi en það er afhelguð trú sem aðeins opinberast í líkamanum, í samförum og ástaratlotum elsk- enda. Heimspekilegur grundvöllur þeirrar sögu er tilvistarstefnan og það frumspekilega húsnæðisleysi sem manninum er búið í nútíman- um; Guð er skroppinn saman í dauð- legan mannslíkama. ísak er yngri maður. Honum nægir ekki „hetju- skapur einsemdarinnar". Hann vill meira og eins og lesendur bókarinn- ar geta sannfærst um hefur hann svo sannarlega fundið það sem hann leitaði að. Kristján B. Jónasson Hugrökk Z BOKMENNTIR Skáldsaga Z. ÁSTARSAGA eftir Vigdisi Grímsdóttur. Iðunn, Reykjavík 1996.288 bls. Z ER hugrökk bók, bæði að efni og formi. Hún ijallar um mál sem lítið hefur verið skrifað um áður í íslenskum bókmenntum og islenska þjóðarsálin lítur jafnvel enn á sem svolítið tabú, það er að segja ástir samkynhneigðra. Hún fjallar líka á óvenju næman og opinn hátt um tilfinningar. Rauði þráðurinn í bókinni er ástar- samband tveggja kvenna, Önnu og Z sem hún er nefnd eftir. Anna er önnur tveggja systra sem hafa orðið í sögunni til skiptis, þær rekja sögu sína á kaldri örlaga- nóttu veturinn 1997. í ljós kemur að þrátt fyrir að þær hafi verið samrýndar allt frá æsku þekkja þær hvor aðra ekki svo ýkja vel; innstu tilfinningar eru afhjúpaðar og þegar birtir af degi hefur allt breyst. I sögunni er hið hefðbundna form skáldsögunnar brotið upp á ýmsan hátt, svo sem með ljóðum og bréfum sem Anna og Z skrifa til hvor annarrar. Textinn nýtir sér einnig ljóðrænar eigindir; línur hans eru brotnar upp þannig að stíllinn verður knappari og hraðari og sömuleiðis eru klifanir, upptaln- ingar og endurtekn- ingar notaðar til að skapa eins konar flæð- istíl og kalla fram ákveðna kennd í textanum, einhverja eilíflega sára kennd sem kviknar af afbiýð- isamri ást en hún er meginumfjöllunarefni sögunnar. Stíll bókar- innar er einnig mjög myndríkur þótt mynd- hugsun sé hér ekki jafnsterk og í fyrri bókum Vigdísar. Ef til vill mætti segja að sagan fjallaði um ástina sem innra eintal. Við upplifum ástina í gegn- um hugsanir systranna tveggja enda er þar hinn eini sanni bústað- ur ástarinnar. Eins og segir í upp- hafí bókarinnar fjallar sagan um ferð, þetta er innri ferð, einmana- leg ferð um lendur ástarinnar því að í raun er maður alltaf einn í ást sinni; „Ferð mín er hafin,“ segir í byijun sögunnar og enn- fremur; „En þótt ég tali til þín er einsog ég sjálf sé eini hlustandinn. Það er sannarlega tilfinning mín“ (9), Á þessu innra ferðalagi hitta þær systur báðar Z, reyndar við mismunandi kringumstæður og í mismunandi tilgangi en báðum er sögunnar vegna þess að systurnar miða sig báðar við hana. Hún verður eins og tilraun til að líkamna kennd- ina sáru sem kviknar líka fyrst í henni en afhjúpast síðar í orð- ræðum systranna. Samt er hún eins og óútreiknanleg stærð; við kynnumst enda aldrei ástinni í huga hennar; þessi bók er þannig ekki um ferða- lag hennar heldur kannski ferðalag um hana, um þessa óþekktu stærð sem ástin er, sem ástin vekur í huga okkar. Sagan fjallar um hina eilífu valdatogstreitu elskenda, hún fjallar um óöryggið sem ástin veld- ur, vonbrigðin og gleðina; hún segir frá varnarleysi afbrýðisem- innar, eyðileggingu hennar en jafnframt sælu. Sagan afhjúpar tilfinningar systranna hægt og hægt og þær hlaðast upp í eina sára kennd sem umlykur hana alla og það er eins og maður fyllist söknuði þegar lestri er lokið, sökn- uði eftir þessari kennd sem þarf svo mikið hugrekki til að leita hún eins og kennileiti sem þær reyna að átta sig á í víðáttum til- finninganna. Hún er miðpunktur uppi og takast á við. Z er hugrökk bók, umfram allt hugrökk bók. Þröstur Helgason Vigdís Grímsdóttir • AMETYS T - ljós da uflans er eftir Gústaf Gústafsson. Rúmenskum vísindamanni hefur tekist að smíða vopn sem breyta myndi öllum valdahlutföllum í heim- inum ef það kæmist í framleiðslu. Hann er í felum á íslandi og þegar í ljós kemur að vinnuveitendur hans eru ekki allir þar sem þeir eru séðir fer gamanið að kárna, ekki síst þar sem aðrir valdamiklir aðilar hafa áhuga á að koma höndum yfir vopn- ið og svífast einskis í þeim tilgangi. íslenskur blaðamaður og fleiri land- ar hans dragast inn í leikinn sem berst allt frá Vestfjörðum og inn á skrifstofu Bandaríkjaforseta. Sagan gerist að mestu leyti á íslandi. „Hér kveður nýr höfundur sér hljóðs með æsispennandi njósnasögu sem gefur bestu erlendu spennusög- unum ekkert eftir,“ segir í kynningu. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 261 bls. Verð 2.980 kr. • ÚTKALL á elleftu stundu er björgunarsagnabók eftir Óttar Sveinsson. Þetta er þriðja bók Óttars um slysfarir og bjarganir. Höfundur segist hafa valið að segja frá atburðum sem séu til þess fallnir að endur- spegla sem best ís- lenskan raunveru- leika - atburði sem sýni fram á hve bjarganir eru oft og tíðum stór hlekkur Óttar Sveins- > íslensku mannlífi. son Ú tgefandi erís- lenska bókaútgáfan ehf. Bókin er filmuð hjá Prentmet ehf. og prentuð hjá Prenttækni hf. Félagsbókbandið Bókfell annaðist bókband. Kápugerð var í höndum Arnar Smára. Bókin er 192 bls. og kostar m/vsk. 3.290 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.