Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 2
2 D ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR STALDUR ■ BJARKI Gunnlaugsson skoraði eina mark Mannheim, er liðið tap- aði fyrir Rot-Weiss Essen í þýsku 2. deildarkeppninni í knattspyrnu um helgina. ■ KR-INGAR heiðruðu Guðna Guðnason þjálfara og leikmann KFÍ fyrir leik liðanna í úrvalsdeildinni á sunnudaginn, færðu honum inn- rammaða KR-treyju, en Guðni lék um áraraðir með félaginu. ■ ÞAÐ vakti athygi að búningar félaganna voru mjög líkir, báðir dökkir og það hlýtur að hafa verið erfitt að þekkja leikmenn í sundur í beinni útsendingu Stöðvar 2. Huga þarf að því að þegar leikir eru sýnd- ir í sjónvarpi sé annað liðið í ljósum búningi og hitt í dökkum. ■ MAREL Guðlaugsson lék ekki með Grindvíkingum á sunnudag- inn, var meðal áhorfenda með vinstri hendina í fatla. Hann fékk ígerð í olnbogann og var settur í gips sem hann þarf að vera í fram á fimmtu- dag. ■ VEGNA þessa var „gamalkunn- ur“ leikmaður, Friðrik Ingi Rún- arsson, þjálfari Grindvíkinga í keppnisbúningi, var í treyju númer ÍÞfémR FOLK 9. Hann var eini leikmaður liðsins sem fékk ekki að reyna sig. ■ LEIKMENN meistaraflokks Keflavíkur í úrvalsdeildinni ætla að ganga í hús í Keflavík í kvöld og selja miða á undanúrslitaleik Kefl- víkinga og Njarðvíkinga í Lengju- bikamum, en liðin mætast í Laugar- dalshöll á fimmtudagskvöldið. Fyrst mætast KR og Grindavík og síðar um kvöldið Keflavík og Njarðvík. Úrslitaleikurinn verður síðan í Höll- inni á laugardaginn. ■ ÞÝSKA sunddrottningin Franz- iska van Almsick hefur skipt um þjálfara. Hún sagði Dieter Linde- mann upp störfum um helgina og ætlar að æfa undir leiðsögn Gerds Essers næstu árin. „Ég hugsaði mig lengi um áður en ég ákvað að skipta. Lindemann reyndist mér vel og undir hans stjórn vann ég til 24 verðlauna á sex árum,“ sagði Van Alsick. ■ BERND Schuster, fyrrum leik- maður þýska Iandsliðsins í knatt- spyrnu, sem var rekinn frá Bayern Leverkusen sl. keppnistimabil, hef- ur gerst leikmaður með bandaríska liðinu San Jose. ■ CHELSEA og Everton eru bæði tilbúin að kaupa þýska markvörðinn Georg Koch frá Diisseldorf. Ensku liðin eru tilbúin til að borga 207 millj. ísl. kr. fyrir hann, en Diisseldorf vill fá 300 millj. kr. fyr- ir Koch, sem er talinn einn af bestu markvörðum Þýskalands. ■ BAYERN Munchen fær ekki Brasilíumanninn Elber, sem leikur með Stuttgart, til liðs við sig, eins og forráðamenn liðsins vonuðu. El- ber tilkynnti í gær að hann yrði áfram hjá Stuttgart. ■ BAYERN hefur einnig haft áhuga á að fá Brasilíumanninn Paulo Sergio hjá Leverkusen. Hann verður áfram hjá Iiði sínu, sem hefur ákveðið að greiða honum 72,9 millj. ísl. kr. í árslaun. Kannanir á fjárhagsstöðu knattspymudeilda í efstu deild sýna að víða er pottur brot- inn og ástandið er vægast sagt slæmt á sumum stöðum. í stórum dráttum er aðhaldsleysi um að kenna. Eytt hefur verið út á von- arpening en væntingar um tekjur hafa ekki orðið að veruleika. Lengi vel var sala að- göngumiða á ieiki ein helsta tekjulindin en jafnvel hún hefur brugðist - áhorfend- um í 1. deiid karla hefur fækkað um 15.000 síðan 1993, sam- kvæmt tölum félaganna. Með þessar staðreyndir { huga vekur tillaga, sem lögð verður fram á þingi KSÍ í næstu viku, um fjöigun liða í 1. deild athygli. Fieiri leikir, framfarir, aukin breidd og útbreiðsla, meiri tekju- möguleikar, eru rökin sem oftast heyrast hjá fylgjendum fjölgunar. Hljómar fallega en á þvf miður hvorki við í íslenska knattspymu- umhverfinu né þvi skoska, en í báðum löndum em 10 lið í efstu deild. Fyrir það fyrsta verða menn að gera sér grein fyrir því að leik- menn í 1. deild spila ekki lengur eingöngu ánægjunnar vegna. Greiðslur til þeirra í einhverju formi eru óumflýjanlegar og eng- inn ræður við til lengdar að hafa 18 menn á launaskrá auk annars kostnaðar ef tekjur ná ekki að brúa bilið. f öðru lagi gengur illa að manna 10 frambærileg lið, hvað þá 12, nema hugmyndin sé að finna menn í auknum mæli í út- löndum, en þá fer minna fyrir útbreiðslunni og uppbyggingu ís- lenskra leikmanna. Mikilvægi fjölgunar leikja hef- ur lengi verið í umræðunni. í 10 liða deild eru 18 leikir á lið miðað við tvöfalda umferð en 22 leikir í 12 liða deild. Fjórföld umferð í átta liða deild þýðir 28 leikir og 36 leikir í 10 Iiða deild. Fjórir leikir til viðbótar við ríkjandi fyr- irkomulag skipta ekki sköpum. í þessu sambandi er einnig vert að hafa í huga að fyrst og fremst vantar verkefni fyrir varamenn- ina og augaleið gefur að fleiri varamenn eru í 12 liða deild en 10 liða. Fyrir þinginu nú liggur tillaga um að færa Mjólkurbikarkeppnina { fyrra horf, að liðin 10 í 1. deild byrji í 16 liða úrslitum. Á ársþing- inu 1993 var samþykkt að liðin í 1. deild byijuðu í 32 liða úrslitum og var breytingin gerð með út- breiðslu knattspymunnar í huga. Þetta fyrirkomulag hefur ekki staðið undir væntingum. Það hef- ur aðeins fjölgað ieikjum lakari liða við sér betri lið og áhugi á þeim hefur verið lítill. Svo lítill að í mörgum tilfellum hafa félögin þurft að punga út háum fjárhæð- um ofan á leiðindin. Þetta er viti til varnaðar. Liðin í neðri hluta 1. deildar hafa yfir- leitt ekki dregið að sér marga áhorfendur og allra síst í innbyrð- is leikjum. Fleiri lið kalla á fleiri óáliugaverða leiki. Það er ekki uppbyggjandi fyrir þá sem eiga hlut að máli. Steinþór Guðbjartsson Ekki uppbyggjandi að fjölga óáhugaverðum leikjum í 1. deild Hvererþessi AIMNA BRYIMDÍS BLÖNDAL sem erað leika svo vel með ÍBA? Fyrsti sigurinn breytti miklu ANNA Bryndís Blöndal er í einu aðalhlutverkanna íhand- boltaliði Iþróttabandalags Akureyrar. Hún er örvhent og leikur í horninu. Meistaraflokkur kvenna úr höfuðstað Norð- urlands hóf keppni á íslandsmóti í fyrravetur eftir margra ára hlé, en liðsmenn voru flestir ungir að árum og liðið sigraði ekki f einum einasta leik. Nú þegar hefur IBA hins vegar sigrað f tveimur leikjum f vetur og gert jafnmörg jafntefli. Anna Bryndís er 18 ára og á þriðja ári á náttúru- fræðibraut Verkmenntaskólans. Foreldrar hennar eru Mar- grét Magnúsdóttir og Gunnar Blöndal, knattspyrnumaður með ÍBA og KA á árum áður. Anna Bryndís var um fermingu er hún hóf að æfa hand- knattleik með ijórða flokki KA. Svar hennar við Eflir þeirri spurningu Skapla hvers veKna hún Hallgrímsson hefði valið þessa íþrótt á sínum tíma er eins og klisja úr gömlu ævintýri: „Vinkona mín dró mig með sér á æfingu.“ Og hætti hún svo kannski fljót- lega, eins ogsvo oft virðist raunin? „Já, reyndar!" Frami þinn var skjótur. Varstu strax svona góð? „Þetta kom allt voðalega fljótt. Ég var fyrst valin í landslið 15 ára, hef leikið með unglinga- landsliðunum og svo var ég valin í A-landsIiðið í sumar. Eitthvað hlýt ég því að geta...“ Morgunblaðið/Kristján ANNA Bryndís Blöndal: Fólk var nelkvætt á fyrravetur en vlð sannfærðumst um að okkur gengl betur næst. Er handboltinn helsta áhuga- mál þitt? „Já, það er ekki mikill tími í annað en skólann og handboltann. Það eru æfingar eða leikir á hvetj- um degi. Þegar við keppum fyrir sunnan förum við alltaf í rútu og spilum þá tvo leiki. Það fer mikill tími í það, en er samt betra að spila tvisvar um hveija helgi, þó það sé erfitt, en að fara helmingi fleiri rútuferðir suður!“ Hvers vegna gengur ÍBA mun betur nú en á síðasta vetri? „Við vorum flestar mjög ungar í fyrra, en liðið er talsvert breytt nú. Þórunn Sigurðardóttir kom til dæmis heim frá Svíþjóð og með henni Gunnilla Almquist, sem þjálfar okkur. Þær léku saman í Orebro, þar sem Sigurður [Páls- son, eiginmaður Þórunnar] var þjálfari. Þær styrkja liðið mikið, og líka Brynja markmaður sem kom frá Haukum. Ég held því að betri árangur sé aðallega að þakka meiri reynslu í hópnum." Það hlýtur að hafa verið erfítt í fyrra þegar gekk svona illa. „Já, það tók á að tapa mörgum leikjum mjög stórt. Það hefur lík- lega bjargað okkur að við vorum margar að spila í yngri flokkunum líka, og okkur í þriðja flokki KA gekk vel - við urðum í þriðja sæti á íslandsmótinu.“ En jókst ekki sjálfstraustið eftir fyrsta sigurinn í vetur? „Jú, fyrsti sigurinn breytti miklu. Fólk var mjög neikvætt í fyrravet- ur, við vorum látnar heyra að við gætum ekki neitt en núna er annar hver maður að óska manni til ham- ingju. Það er því miklu skemmti- legra að standa í þessu í vetur. Sumum fannst tóm vitleysa að við skyldum vera með meistaraflokk í fyrra, og fólk velti því fyrir sér hvemig við nenntum að fara suður og tapa kannski með 30 marka mun. Ég man reyndar ekki úrslitin nákvæmlega en við töpuðum mörg- um leikjum stórt.“ Hvarfiaði aldrei að ykkur að best væri bara að hætta? „Nei. Það kom í ljós að aðrir höfðu lent í þessu sama. Haukastelpurn- ar - sem urðu reyndar íslands- meistarar í vor - sögðu til dæmis að svona hefði þetta verið hjá þeim fyrir fimm ámm, þegar þær voru að byija. Við sannfærðumst því um að hlutirnir hlytu að ganga betur næst. En þrátt fyrir að við værum alltaf að tapa var alltaf gaman að vera í handboltanum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.