Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA msnnttbifrfr 1996 Arsenal yill skoða Árna Gaut Arason ÁRNI Gautur Arason, hefja ungmennaliðs íslands í 1:0 sigri á írum i Evrópukeppni U-21 liða í knattspyrnu á dög- unum, fékk í kjölfarið tílboð um að æfa með tveimur ensk- um liðum, Stoke og Arsenal, og gerir ráð fyrir að fá nán- ari upplýsingar frá Arsenal í dag. „Eftir leikinn við Ira talaði einn af þjálfurum Arsenal við Sigurð Jónsson og sagðist hafa áhuga á að fá mig á æfingar hjá liðinu," sagði Arni Gautur við Morgunblað- ið í gærkvöldi, en sem kunn- ugt er, er Sigurður fyrrum leikmaður enska úrvalsdeild- arliðsins. „Siggi sagði mér frá þessu og áréttaði það eftír að f élagið hafði aftur haft samband við hann. Talað hef- ur verið um að ég æfi með liðinu i tvær vikur og ég geri ráð fyrir að það verði í byrjun desember en mér stendur líka tíl boða að æfa með Stoke," sagði markmaðurinn, sem skipti nýlega úr í A í S1 jörn- una - gerði samning tíl eins árs - og æfði í fyrsta sinn með Garðbæingum f gær- kvöldi. KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER ISLANDSMOTIÐ I VAXTARRÆKT BLAÐ D Á hæsta þrepi ÍSLANDSMÓTIÐ í vaxtarrækt fór fram um helgina og var keppt i níu flokkum. Á myndinni að ofan er Magnús Bess Júlíusson, íslandsmeistari í opnum flokki karla, en á hinni myndinni eru þrjár efstu í opnum flokki kvenna. Nína Óskarsdóttir, f s- landsmeistari, er í miðjunni, Mar- grét Sigurðardóttir, sem varð í 2. sæti, er til hægri og til vinstri er Björg Einarsdóttir, sem hafn- aði i þriðja sætí. Tillaga um 12 lið í 1 ¦ deild og breytta bikarkeppni Um helgina sendi KSÍ út tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum sem verða lagðar fyrir ársþing sambandsins um aðra helgi. Þar er ma. tillaga frá Breiðabliki, Fylki og Þrótti um fjölgun liða í 1. og 2. deild karla úr 10 í 12. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að eftir deildarkeppnina 1997 leiki liðið í 9. sæti í 1. deild við liðið í 4. sæti 2. deildar og liðið í 10. sæti 1. deildar við liðið í 3. sæti 2. deildar um tvö laus sæti í 1. deild 1998. Leikið verði heima og að heiman en tvö efstu liðin í 2. deild færist upp í 1. deild. í tillögunni kemur fram að fjögur efstu lið 3. deildar færist í 2. deild 1998 og sigurvegarar fyrstu um- ferðar átta liða úrslita 4. deildar færist í 3. deild en leikið verði um tvö sæti í 2. og 3. deild á sama hátt og fyrr er nefnt varðandi 1. deild. Óbreyttur fjöldi hjá KSÍ Stjórn KSÍ leggur fram tillögu um breytingu á heiti deilda. Hún gerir ráð fyrir fjórum deildum í meistaraflokki karla og vill nefna efstu deild 0. deild, sem verði skip- uð 10 liðum, en stjórnin ákveði á hverju ári nafn hennar. Síðan komi 1. deild með 10 liðum, 2. deild með 10 liðum og 3. deild með liðum sem ekki eiga sæti í fyrrnefndum deild- um. Samsvarandi breyting er lögð til í meistaraflokki kvenna en í greinargerð með tillögunni kemur fram að breytingin sé sett fram til að styrkja stöðu KSÍ og samtaka 1. deildar félaga karla og kvenna í samningum við aðalstyrktaraðila deildanna og tryggja sem unnt er að niðurstaðan verði virt af öllum. Bikarkeppni í fyrra horf Knattspyrnufélag ÍA leggur til að í aðalkeppni bikarkeppni karla verði 16 lið, liðin í 1. deild og þau sex lið sem komast áfram úr svseða- skiptri undankeppni en slíkt fyrir- komulag var við lýði til 1993. STALDUR/D2 % ($!&)(£) UPPLYSINGAR -uvíts ¦:.;.: ••.-."; '•'<¦ :v •¦: :¦ .- •<V"-i . s¦, :¦ ¦ i Lottöi &¦ 3S. S|á nansr i ••' .».- ' • .:¦ :•.• .:-. ¦ - -.:. -. -- s lausaidag voru keypttr i Essó- .-;: s .= ••.: 1 vtnniftguf Vertu viöbúin(n) vtnningi 1. yinningur er áartlaðuríQ milljónir kf. HANDKNATTLEIKUR: KA í ÁTTA LIÐA ÚRSLIT EM / D3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.