Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima AII^Fú 67,9 tonn af þörsRi um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 11,5 tonn á 91,77 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 8,6 tonn á 62,35 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 47,8 tonn á 118,44 kr./kg. Af karfa voru seld 45,2 tonn. í Hafnarfirði á 75,97 kr. (3,11), á 60,00 kr. (0,31) á Faxamarkaði og á 69,56 kr. (41,81) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 98,6 tonn. í Hafnarfirði á 61,25 kr. (41,41), á Faxagarði á 49,53 kr. (0,61) og á 60,90 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (56,71). Af ýsu voru seld 95,3 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 63,47 kr./kg. Fiskverð ytra Þorskur« ..—> Karfi obmi Ufsi ■ Ekkert bárust upplýsingar um sölur í Þýskalandi í síðustu viku. Kr./kg 160 140 ■120 ■100 ■ 80 60 ■40 Október 41. vika 42,vika 46. víka Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 610,0 tonn á 149,88 kr./kg. Þaraf voru 133,9 tonn af þorski seld á 140,76 kr./kg. Af ýsu voru seld 278,8 tonná 114,95 kr./kg, 87,3 tonn af kola á 245,76 kr./kg, 21,9 tonn af karfa á 104,09 kr./kg og 14,8tonnafgrálúðu á 230,80 kr./kg. Sérhæfð framleiðsla vænleg leið fyrir minni fyrirtækin „GÆÐI, Samnorræn ráðstefna um hótSkaðu0g framleiðslu- oer markaðsmál möguieikar * ° eru efm, sem nýlega voru krufin til mergjar á norrænni ráðstefnu, er haldin var á vegum norræns samstarfshóps Norrænu ráðherranefndarinnar. Af hálfu íslands voru þau Guðrún Pétursdóttir og Grímur Valdimarsson frá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins í undirbúningsnefnd, sem Torger Borresen frá dönsku hafrannsóknastofnuninni stýrði. Viðfangsefni ráðstefnunnar voru margþætt og lutu meðal annars að framleiðslu sérhæfðra afurða í stað hálfunninna og að markaðsmálum. Hluti af valdi markaðarins er vald stórra kaupenda yfir litlum framleiðendum. En jafnvel litlir framleiðendur geta látið koma krók á móti bragði, ef marka má Odd Jarl Borch frá Nordlandsforskning í Bodo í Norður-Noregi. Leið er að þróa vörur, sem ekki fást annars staðar og skapa sér þannig sérstöðu á markaðnum. Um leið er horfið frá því að framleiða hálfunna vöru, sem dreift er í gegnum sölusamtök eða heildsala til fyrirtækja, en fullvinna vöruna þess í stað. Með vöruþróun stuðla fyrirtækin einnig að verð- mætasköpun í fyrirtækinu. En Borch undirstrikar að ekki sé um að ræða auðvelda leið fyrir fyrir- tækin, sem þurfi að læra að hugsa hlutina upp á nýtt og ekki síst þurfi þau að ná betri tökum á markaðs- setningu vara sinna. Mikil áskorun „Það er mikil áskorun á lítil og meðalstór fyrirtæki að koma sér undan þrýstingi markaðarins um lægra verð og hverfa frá fram- leiðslu hálfunninna vara. Til þessa þurfa fyrirtækin að finna aðferð til að laga sig að nýjum aðstæðum og finna vörur, sem gera það að verk- um að þau skera sig úr. Um leið uppskera þau hærra verð og minnka það álag, sem samkeppnin veldur þeim. Þessi leið er ekki auðveld og hún er enginn hvíldarstaður, heldur felur í sér stökk í áttina að nýrri tækni og nýrri framleiðslu." Borch leggur mikla áherslu á að framleiðsla vara, sem geri fyrirtæk- in einstök, feli einnig í sér að horf- ið sé frá því að nýta sér sölusamtök og heildsala til að koma vörunni á framfæri yfir í að fyrirtækið sjái sjálft um kynningu og um leið sam- band við viðskiptavinina, til dæmis stóru kjörbúðakeðjurnar. „Hingað til hefur verið yfir erfiðan þröskuld að fara að komast í samband við keðjurnar. En ein tegund sérþróaðr- ar vöru getur nýst í mörgum löndum og því opnað nýja markaði víða. Galdurinn liggur í markaðsfærslu Galdurinn liggur meðal annars í markaðsfærslu og sölu, sem knýr fyrirtækið til að taka á sig allt vöru- ferlið, ekki aðeins framleiðsluna, heldur einnig kynningu vörunnar og sölu. Áður gátu framleiðendur andað léttar um leið og varan var keyrð burtu frá verksmiðjunni, því þar með var hún horfin úr þeirra verkahring. í þeirri framleiðslu sem við tölum um gildir að laga vöruna að óskum viðskiptavinarins og því þarf framleiðandinn að efla sam- bandið við hann.“ En stórir viðskiptavinir eins og keðjurnar búa einnig yfir upplýsing- um sem geta verið framleiðendum gulls ígildi, að sögn Borchs. „Keðj- urnar búa yfir eða hafa aðgang að viðamiklum upplýsingum um óskir kaupenda. Framleiðandi, sem fylgir vöru sinni eftir alla leið til keðjanna í stað þess að láta staðar nema við sölusamtök og heildsala, á kost á ítarlegum upplýsingum um óskir kaupenda og þær getur hann nýtt sér til að laga vörur sínar að þeim óskum.“ Svipuð staða á íslandi Um aðstæður á íslandi hvað framleiðslu og markaðsfærslu af þessu tagi varðar segist Borch ekki vera nægilega staðfróður til að geta fullyrt nokkuð, en segist geta ímyndað sér að þar eigi margt við af því sem gildi í Norður-Noregi. „Ég get ímyndað mér að islensk fiskvinnslufyrirtæki hafi áhuga á að hverfa frá framleiðslu hálfunn- inna vara að fullunnum vörum líkt og er í Norður-Noregi. Og ég get líka ímyndað mér að á íslandi hafi markaðsfærslan verið veiki hlekk- urinn líkt og í Norður-Noregi, þar sem þekkingu og menntun hefur einfaldlega skort á því sviði. Úr því er þó verið að bæta í Fiskveiðihá- skólanum í Tromsö og víðar.“ Danski markaðurinn: Hvar liggja möguleikarnir? Fiskneysla á Norðurlöndum er misjöfn eftir löndum og reyndar einnig eftir svæðum þar. Finnar neyta helst ferskvatnsfisks, Norð- menn borða. almennt fisk og það sama gera íslendingar. í Danmörku er fiskneysla frekar lítil, aðeins helmingur þess sem Norðmenn leggja sér til munns, en á Jótlandi, þar sem heilu svæðin lifa af fisk- vinnslu, er meira borðað af fiski en á Sjálandi. Karen Petersen, sem vinnur fyrir markaðsdeild FDB, danskrar kjörbúðakeðju, álítur því að það sé til nokkurs að vinna að reyna að fá fleiri kaupendur á band fiskneyslu. í Noregi tíðkast að kenna krökk- um að matreiða fisk í skólaeldhús- unum, en þeir sem eiga börn í dönskum skólum geta borið vitni um að í dönskum skólaeldhúsum er fiskur óþekkt dýr, en því meira frætt um pizzu- og lasagnagerð. í kjörbúðunum er nóg til af sósum, sem kaupendur þurfa aðeins að hita og setja kjötbita eða kjöthakk saman við. Þessar sósur ku vera firna vinsælar meðal nejdenda, en fást ekki fyrir fisk, þó hugsanlega megi nota einhveijar þeirra til að setja fisk út í, ef áhugi væri fyrir hendi. Fiskur álitinn hollur Fiskur er almennt álitinn hollur matur og þar sem vaxandi hópur neytenda er áhugasamur um heilsu og hollustu er ekki ósennilegt að hægt væri að auka fiskvinnslu í Danmörku með duglegu markaðs- átaki og heppilegum fiskafurðum. Ýmsar kjörbúðakeðjur hafa spreytt sig á sölu fersks fisks og slíkt gæti lofað góðu, en enn sem komið er er of lítil reynsla af þessu og mistök í sölunni hafa einnig tafið framganginn. Það hefur einfaldlega gerst að fiskurinn hefur ekki verið nógu góður og þar sem þessi fiskur er dýr má slíkt ekki koma fyrir. Það þætti víst hátt verð í íslenskri fiskbúð að borga um 350 krónur íslenskar fyrir kvartkíló af þorski, en þetta er um það bil verðið sem gjalda verður fyrir nýjan þorsk í danskri kjörbúð. Þarf að kenna matreiðslu Allar athuganir benda til að það sé helst meðal stórborgarbúa með börn, sem vænlegast sé að að bera niður í leit að kaupendum fyrir fisk og fiskafurðir. í umræðunum á ráð- stefnunni komu fram áhyggjuraddir yfir að börn lærðu ekki lengur matreiðslu heima fyrir. Því væri nauðsynlegt að einbeita sér að matreiðslu í skólum og koma þvi svo fyrir að börn lærðu að matreiða fisk þar. Finnar gerðu fyrir nokkru myndarlegt átak til að auka fersk- fiskneyslu, sem virðist hafa borið árangur. Það er því víða hægt að sækja reynslu um hvernig hægt er að standa að slíku átaki. Fiskneysla — Nord Morue SA Seldar afurðir Afurða- Tonn Áæti. flokkur 1994 1995 1996 Blautverkaö flatt 3.090 2.880 2.S41 Þurrverkað flatt 3.580 3.975 3.967 Söltuð flök 916 1.262 1.205 Reyktar afuröir 695 763 747 Tilbúnar afurðir 663 910 1.014 Niöurlagn.afuröir 20 21 52 flnnað frosið 188 353 0 SAMTALS: 9.153 10.164 9.82S í takt við neytandann STJ ÓRNENDUR SÍF hf. stefna að því að færa starfsemina nær neytandanum með því að stunda sjálfstæða sölustarfsemi á salt- fiskmörkuðum og reka fyrir- tæki, sem þróa nýjar saltfiskaf- urðir í takt við nýjar kröfur neytenda. Þessu hlutverki gegn- ir m.a. franska fyrirtækið Nord- Morue í Jonzac sein SIF eignað- ist haustið 1990. Á tímabilinu, sem liðið er, hefur veltan aukist um 3,6 milljarða ísl. króna og í magni til hefur aukningin hart- nær þrefaldast. Verksmiðjan hefur nýlega verið endurnýjuð í hólf og gólf og þykir ein hin fullkomnasta sinnar tegundar í veröldinni. Verðmæti Nord Morue SA Velta 1988-1995 300 250 200 150 100 50 0 Milljðmr franka ~ t ■ ii ■m 1111 1111 11 11 11 11 11 11! 111 '88 ‘89 '90 '91 '92 '93 ‘94 '95 FRANSKA fyrirtækið selur um helming framleiðslu sinnar í Frakklandi, en flytur auk þess út vörur til 25 landa, þurrkaðan og blautverkaðan saltfisk, sölt- uð flök, reykta síld og tilbúna saltfiskrétti. Auk Nord-Morue eru dótturfélög SÍF hf.: Salt- kaup hf. á íslandi, NOR-MAR a.s. í Noregi og Union Islandia s.a. á Spáni. Á þessu ári eignað- ist SÍF 40% hlut í Icebrit Ltd. í Bretlandi og SÍF hf. rekur jafnframt söluskrifstofu í Mílanó á Italíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.