Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER1996 C 3 KÖRFUKNATTLEIKUR Lftiðskorað í Cleveland Reuter CHARLES Barkley lék vel þegar Rockets vann Minnesota og hér skorar hann framhjá Tom Gugllotta. KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík eru hin fjögurfræknu Spennandi undanúrslít GUÐJÓN Skúlason, aðalskytta Keflvfklnga, verður í sviðsljós- inu f Laugardalshöll f kvöld. að var hörkuleikur í Portland þegar heimamenn unnu Sacramento Kings, 92:90, eftir framlengingu. Arvydas Sabonis gerði sigurkörfuna þegar 20 sek- úndur voru eftir af leiknum en ekki munaði miklu að skot Mitchs Richmonds færi í körfu heima- manna um leið og klukka tíma- varðar gall. Leikmenn Atlanta gerðu aðeins 26 stig í síðari hálfleiknum gegn Cavaliers í Cleveland og það dugði auðvitað ekki til sigurs. Terrell Brandon gerði 18 stig fyrir heima- menn og Danny Ferry 14. í Houston sigruðu heimamenn Minnesota auðveldlega þrátt fyrir 500 miðar á hvert lið HVERT félag fékk 500 miða til að selja í forsölu og fær hvert um sig ágóðann af sinni sölu. Ágóðinn af sölu þeirra miða sem seldir verða við innganginn í Laugardalshöll- inni í kvöld mun hins vegar skiptast á milli liðanna fjög- urra. Takist liðunum að selja sina 500 miða er ljóst að áhorfendur verða um 2.500 þvi um 500 miðar munu selj- ast í dag. Langt er síðan svo margir áhorfendur hafa komið til að sjá körfubolta- leik. Fríttí Lengjunni ÞEIR sem leggja leið sina í Laugardalshöllina i dag geta spilað frítt fyrir 100 krónur í Lengjunni, en þess má geta að báðir leikir kvöldsins eru á seðlinum. Á þeim bæ er frekar gert ráð fyrir að Grindavík vinni KR og einnig að Keflavík sigri Njarðvík. Keppnin hefur sannað sig FORRÁÐAMENN liðanna fjögurra sögðu að þeim litist vel á fyrirkomulag keppninn- ar, það væri gaman og nauð- synlegt að fá svona hápunkt fyrir áramótin og sögðu að spenningur væri meðal leik- manna og keppnin væri lögð að jöfnu við bikarkeppnina. Kristinn Benediktsson frá Grindavík var að vísu ekki alveg sáttur við fyrirkomu- lagið og sagðist til dæmis frekar viya Engin Ijósasýning AÐ fenginni reynslu verður ekki y ósasýning í Laugar- dalshöllinni í kvöld. Þar sem kastararnir i lofti Hallarinn- ar eru með gasperum líður langur tími frá þvi kveikt er á perunum þar til þæra skila fullri birtu. Sýning var reynd á bikarúrslitaleiknum í fyrra og varð það til þess að leikur- inn tafðist. að Olajuwon léki aðeins fyrri hálf- leikinn. Charles Barkley gerði 22 stig og tók 17 fráköst. Patrick Ewing gerði 24 stig og tók 16 fráköst þegar Knicks sigr- aði í Orlando. Hann varð um leið 23. leikmaður NBA til að skora 20.000 stig. John Starks gerði 15 stig og Charlie Ward 14. Miami gerði góða ferð til Denver og sigraði örugglega, náði góðri forystu strax í fyrsta leikhluta. Alonzo Mourning gerð 23 stig og P.J. Brown var með 18 auk 11 frákasta. Nick Van Exel gerði 27 stig og Shaquille O’Neal var með stigi minna og tók auk þess 12 fráköst er Lakers vann Golden State. La- trell Sprewell gerði 33 stig fyrir heimamann og Joe Smith 19. Milwaukee hafði betur gegn Dallas og þeir Armon Gilliam og Johnny Newman gerðu hvor um sig 27 stig og Glenn Robinson gerði 16. Vin Baker og Andrew Lang léku ekki með að þessu sinni. Seattle var í miklum ham í Tor- onto og Shawn Kemp gerði 26 stig, þar af 20 í fyrsta leikhlutan- um, en þá náði Seattle 27 stiga forystu. Gary Payton gerði 24 stig og Detlef Schrempf 17 en hinn snjalli bakvörður Raptors, Damon Stoudmaire, lék ekki með. UNDANÚRSLIT Lengjubikars- ins í körfuknattleik verða í Laugardalshöll í kvöld og þar gefst körfuknattleiksunnend- um tækifæri til að sjá tvo leiki sem báðir ættu að geta orðið spennandi og skemmtilegir. Fyrri leikur kvöldsins hefst kl. 19 og þá mætast KR-ingar og Grindvíkingar. Grindvíkingar eru í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, eins og þrjú Skúti Unnar önnur lið, og KR Sveinsson kemur þar á eftir skrifar með tíu stig. Liðin hafa ekki mæst í deildinni í vetur og því erfitt að spá um framvindu mála í leiknum. Það er skarð fyrir skildi að útlit er fyrir að lykilmenn vanti í bæði liðin. Fyrirliði Grind- víkinga, Marel Guðlaugsson, er með sýkingu í olnboga og KR-ing- urinn Hermann Hauksson er einn- ig meiddur. Allt verður þó gert til að piltamir geti leikið. Einhvem veginn segir mér svo hugur um að KR-inga muni meira um Hermann en Grindvíkinga um Marel. Hermann er næststiga- hæsti leikmaður KR það sem af er þessari keppni, aðeins stigi á eftir David Edwards, og hann tek- ur einnig mikið af fráköstum. Marel er einnig annar stigahæsti leikmaður síns liðs, en Grindvík- ingar eiga meira af sterkum skytt- um þannig að það kemur síður að sök. Hann tekur hins vegar mun færri fráköst en Hermann. Það verður fróðlegt að fylgjast með viðureign Myers og Bows undir körfunni, en þar ætti Myers að hafa betur miðað við stærð og þyngd, en Bow er þekktur fyrir allt annað en láta í minni pokann fyrir sér stærri og sterkari mönn- um. Edwards hefur fallið betur að leik KR með hveijum leiknum og er gjam á að halda uppi miklum hraða. Hjá Grindvíkingum heldur landsliðsþjálfarinn Jón Kr. Gísla- son hins vegar um stjórnartau- mana í sókninni og honum lætur vel að stjóma af festu og yfirveg- un. Hugsanlega gætu úrslitin ráð- ist á því hvort KR-ingar fái að halda sínum hraða eða hvort var- færni Grindvíkinga verður ofan á. Hafa ber þó í huga að Gindvík- ingar geta vel keyrt upp hraðann og hafa stundum sýnt að þeir era ekki verri þegar þeir era á fullri ferð. Grindvíkingar hafa til dæmis komist í þriggja stafa tölu í fjóram leikjum í deildinni í vetur en KR- ingar þrisvar. Barátta nágranna Nágrannarnir í Suðumesjabæ, lið Njarðvíkur og Keflavíkur, hafa leikið einn leik í deildinni og þar hafði UMFN betur, sigraði 94:82. Keflvíkingar hafa gert flest stig allra í vetur, 809, en Njarðvíking- ar hafa gert 100 stigum minna og fengið á sig 35 stigum minna en Keflvíkingar. Njarðvíkingar virðast ætla að standa sig vel þrátt fyrir að hafa misst lykilmenn eins og Teit og Rondey, og mun betur en margir töldu í haust. Keflvíkingar era með mikið lið, sannkallaðar stór- skyttur og því þurfa mótheijamir trúlega að leika öðravísi gegn þeim en flestum öðram. Damon Johnson er stigahæsti leikmaður liðanna sem enn era í Lengjubikamum, hefur gert 111 stig. Guðjón Skúla- son hefur gert 85 stig og Kristinn Friðriksson 71. Torrey John er stigahæstur Njarðvíkinga með 82 stig og næstur er Kristinn Einars- son með 47. Keflvíkingar era með 56% nýt- ingu í þriggja stiga skotum sínum í Lengjubikamum á meðan Njarð- víkingar era aðeins með 35%. Njarðvíkurliðið hefur hitt átján sinnum úr þriggja stiga skotum sínum í keppninni en Keflvíkingar 36 sinnum. Af þessari upptalningu sést að Keflvíkingar búa yfir miklu fleiri og betri skyttum. En séu fráköstin skoðuð koma yfirburðir Njarðvíkinga í ljós því þeir hafa tekið 141 frákast í keppninni á meðan Keflvíkingar hafa aðeins tekið 98. Hakeem Olajuwon á sjúkra- hús HAKEEM Olajuwon, stjörnu- leiksmiðheiji og leikmaður með Houston Rockets, var fluttur á sjúkrahús í leikhléi í fyrrinótt en þá tók Rockets á móti Minnesota. f leikhléi gengu menn til búningsher- bergja eins og tíðkast og fékk Olajuwon sér vatnssopa og svimaði talsvert í kjölfarið. Læknir liðsins skoðaði hann og sendi síðan á sjúkrahús. Tals- menn Houston-liðsins sögðu að hjartsláttur Olajuwons hefði verið óreglulegur og læknirinn ekki þorað annað en senda hann I frekari rannsókn. „Ég hef áhyggjur af heilsu Hake- ems,“ sagði Rudy Tonyanovich, þjálfari Houston. „Fyrir nokkr- um árum uppgötvaðist að hjartsláttur hans er stundum óreglulegur og greinilegt að þetta getur komið og farið. Við vonum hið besta,“ sagði þálfar- inn. Olajuwon fékk svipuð ein- kenni árið 1992 og var þá sett- ur á blóðþynningarlyf og hefur verið ágætur síðan. Hann hefur reyndar leikið með sérstakar hlífar á fótleggjunum til að auka blóðrennslið. Eins og venjulega þegar lið þessara félaga mætast er hart barist og ekkert gefíð eftir. Leik- menn liðanna íjögurra sem komin era í „Fjögur fræknu“ eins og undanúrslitakeppnin er nefnd, leggja einnig metnað sinn í að sigra, enda er hér um nýtt mót að ræða og öll félögin vilja hafa nafn sitt efst á bikamum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.