Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÖRIM OG UNGLINGAR Hver er Gunnar Steinþórsson sem hefur sett 14 sundmet á árinu? Hefur komið af sjátfusér UNGUR sundmaður úr Mosfellsbæ, Gunnar Steinþórsson, hefur vakið athygli síðustu mánuði því hann hef ur sett 14 íslandsmet í sveinaflokki, þar á meðal eitt met sem var í eigu Eðvarðs Þórs Eðvarðssonar. Það þykja alltaf tíðindi er met hans falla því Eð- varð var einn allra fremsti sundamaður þjóðarinnar á sinni tíð. Gunnar er 12 ára og hefur æft sundíþróttina í sex ár, fyrst í Sandgerði undir handleiðslu Þórunnar Magnúsdóttur og síðar í Mosfellsbæ hjá Arnþóri Ragnarssyni. „Ég stefndi ekkert frekar á þessi met, þetta hefur meira komið af sjálfu sér,“ sagði Gunn- ar er Morgunblaðið hitti hann að lokinni æfingu ívikunni. Eg byijaði að fara á sundnám- skeið þegar ég var sex ára og fannst strax gaman og ákvað að halda áfram. Upp frá því fór ■■■■■■ ég að æfa hjá sund- ivar deild Reynis í Sand- Benediktsson gerði, hjá Þórunni skrifar Magnúsdóttur þjálfara," sagði Gunnar um sín fyrstu kynni af sundíþróttinni. „Þórunn er góður þjálfari og henni á ég mikið að þakka. Hún var ákveðin við okkur og hélt okkur þannig vel við efnið. Til að ná árangri þarf að hafa góðan þjálfara. Gunnar er sonur Steinþórs Gunnarssonar og Ágúst- ínu Andrésdóttur og á tvær syst- ur. „Pabbi æfði og keppti í sundi þegar hann var unglingur." A dögunum setti Gunnar §ögur met með skömmu millibili og þar með eru metin orðin fjórtán sem hann hefur sett eins og fyrr greindi. Fyrst er til að taka að á innanfélagsmóti UMFA í Sundhöll Reykjavíkur synti hann 50 m flug- sund á 31,10 sek., en gamla met- ið átti Guðmundur Ó. Unnarsson, 32,24 sek. í 100 m skriðsundi synti hann á 1.00,00 mín. og stór- bætti árangur Grétars Más Axels- sonar sem átti fyrra metið sem var 1.03,29 mín. Allt er þá þrennt er því á fyrrgreindu móti bætti hann einnig metið í 400 m bringu- sundi um tæpar 5 sek., synti á 6.21,16 mín. en gamla metið var 6.25,01 mín. í eigu Sævars Amar Siguijónssonar. Nokkrum dögum síðar stakk Gunnar sér til sunds á heimvelli í Varmárlaug á móti á vegum UMFA og syndi þar 100 m ijórsund á 1.10,63 mín. og bætti verulega fyrra met. „Mér finnst skemmtilegra að vera í einstaklingsgrein eins og sundi heldur en að vera í hópíþrótt- um, þar hef ég aldrei náð að fínna mig. Eigi að síður er félagsskapur- inn í kringum sundið skemmtileg- ur og hér í Mosfellsbæ er góður hópur sem æfir sund af miklum áhuga undir stjórn þjálfarans Arn- þórs Ragnarssonar. Æfir 5 til 6 sinnum í viku Gunnar sagðist æfa að jafnaði fimm til sex sinnum í viku en þeg- ar mest væri kæmi fyrir að æfing- ar væru átta í viku. „Ég held mig við að æfa fimm til sex sinnum í viku því ég er svo ungur og sú hætta fyrir hendi að ég ofþjálfi." Hann segist hafa verið í þrekæfing- um og lyftingum í haust en sé að mestu hættur nú. „Amþór þjálfari kynnti sér vel allar æfingar og vill ekki að ég lyfti mjög mikið vegna þess hversu ungur ég er. Amþór er vel menntaður þjálfari sem setur sig vel inn í alla hluti.“ Morgunblaðið/Ivar ÆFINGAFÉLAGAR Gunnars hjð UMFA, f.v.: Þorvaldur Árnason, Karl Már Lárusson, Geir Birgls- son, Ragnhelöur Slgurðardóttir, Eiríkur Lárusson, Sólveig Lára Sigurðardóttir, Gunnar Stein- þórsson, Birna Sif Magnúsdóttir og Eva BJörk Björnsdóttir. Á myndlna vantaði Gígju Árnadótt- ur, Kötlu Jörundardóttur og Evu Hrönn Jónsdóttur. GUNNAR Steinþórsson slakar á eftlr erflða aaflngu enda ekkl vanþörf á, aðalátökln verða um helglna þegar hann keppir í blkarkeppnl SSÍ í Sundhöll Reykjavíkur. Að sögn Arnþórs Ragnarssonar, sundþjálfara hjá UMFA, er Gunn- ar mjög metnaðargjarn og æfír íþrótt sína af samviskusemi enda næst árangur ekki með öðru móti. Hann sagði ennfremur Gunnar vera jafngóðan sundmann, engin grein væri annarri fremri og kem- ur það heim og saman við svar Gunnars er hann er spurður um sína uppáhaldssundgrein. „Það er tvö hundmð metra fjórsund, þar fæ ég notið mín,“ en þar era synt- ir 50 metrar í hverri hinna fjög- urra sundgreina. í keppnisliði UMSK Gunnar verður í keppnisliði UMSK í bikarkeppni SSÍ um helg- ina og tekur þátt í 100 og 200 m flugsundi. „Það verður mjög spennandi að keppa í bikarkeppn- inni og ég kvíði því ekki að glíma við eldri stráka.“ Um framtíðina segir Gunnar; „Ég stefni bara á að halda áfram að æfa af krafti og gera mitt besta. Um næstu áramót flyst ég upp úr sveinaflokki og þá taka við ný markmið.“ HM unglinga í badminton í Silkeborg Sveinn vann tvo fyrstu leikina ^ Uppbótarmót ÚRSLIT UNGLINGALANDSLIÐ íslands í badminton tekur þessa dagana þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Silkeborg í Dan- mörku. Liðið skipa þau Sveinn Sölvason, Magnús Helgason, Erla Hafsteinsdóttir og Katrín Atla- dóttir, en þau eru félagsmenn í TBR. Öll keppa þau i einliða- og tvíiiðaleik auk þess sem Sveinn og Erla annars vegar og Magnús og Katrín hins vegar keppa í tvenndarleik. Þjálfari og farar- stjóri er Þórdís Edwald. íslensku keppendurnir hófu keppni í tvenndarleik á þriðju- daginn en gekk ekki sem best í fyrstu umferð og eru úr leik. Magnús og Katrin léku á móti pari frá Hvíta-Rússlandi og töp- uðu 0:15 í báðum lotum. Sveinn og Erla tóku hins vegar á móti pari frá S-Kóreu, sem álitið er eitt sterkasta par mótsins. Þau Sveinn og Erla urðu að játa sig sigruð í tveimur lotum, 1:15, 5:15. Eigi að síður tókst þeim á köflum að sýna ágætis leik að sögn Þór- dísar þjálfara, en reynsluleysi og óöryggi varð öðru fremur þeim Magnúsi og Katrínu að falli í sín- um leik. Svelnn vann tvo leikl í gær hófst keppni í einliðaleik karla og í fyrstu umferð sigraði Sveinn, Roel Van Heukeiom frá Belgíu, 15:7,15:4. í annarri um- ferð lagði hann Skotann Graeme Smith í tveimur lotum, 15:11, 15:8. Sveinn er nú kominn í 64 manna úrslit, einn sextán Evr- ópubúa. Magnúsi Helgasyni gekk ekki eins vel og varð að bíta í það súra epli að lúta í lægra haldi í 1. umferð fyrir Bradley Graham frá Jamaíka 18:15, 10:15,7:15 í hörkuleik. Erla og Katrín hófu í gær keppni í tviliðaleik og léku gegn dönsku pari, Karinu Sörensen og Tinu Höy. Erla og Katrín töpuðu 5:15 og 11:15 ogeruþarmeðúr leik. Að þessu sinni verður í fyrsta sinn uppbótarmót fyrir þá kepp- endur sem falla snemma úr leik. Er þetta gert til að sem flestir keppendur öðlist meiri reynslu af að leika á stórmótum. Á þessu móti verður keppt í öllum grein- um, þ.e.a.s. einliða-, tvíliða-, og tvenndarleik. Uppbótarmót verð- ur leikið samkvæmt nýrri stigag- jöf sem Alþjóða badmintonsam- bandið hefur til reynslu. í stað þess sem nú er, að leiknar eru að hámarki þijár lotur í hveijum leik þar sem þarf að skora fimmt- án punkta hjá körlum og ellefu þjá konum, verða leiknar að há- marki fimm lotur þar sem skora þarf níu punkta til að vinna lotu. Þetta nýja keppnisfyrirkomulag á að auðvelda sölu á greininni í sjónvarpi. Leikurinn verður hraðari en áður auk þess sem tveggja minútna hlé verður gefið á milli lota. Verður fróðlegt að fylgjast með hvernig til tekst. Glíma Bikarglíma Reykjavíkur Bikarglíma Reykjavíkur fór fram í íþróttahúsi Melaskóla nýlega. Keppt var í einum flokki stúlkna og þremur flokkum drengja og vora keppendur 44. 8 og 9 ár stúlkur: Sigrún Ámadóttir, Fjölni...6 vinningar Eva Dröfn Ólafsdóttir, KR..5 vinningar Ruth Ingólfsdðttir, FJölni.4 vinningar 8 og 9 ára drengin Jón Andri Guðmundsson, KR..7.5 vinningar Alvin Þórsson, Fjölni......7 vinningar Sverrir Hermannsson, Fjöini.6 vinningar 10 og 11 ára drengir: SkúliJóhannsson, KR......8,5 vinningar ívar S. ívarsson, KR.....7,5 vinningar Helgi Jóhannsson, KR.......6 vinningar 12 og 13 ára drengir: Níels Magnússon, KR........7 vinningar Heimir Hansen, Fjölni......6 vinningar Ómar Óskarsson, Fjölni.....5 vinningar Handknattleikur 4. flokkur karla 1. deild, 2. umferð: Valur-FH.......................22:14 Valur-Fram.....................15:14 Valur- Haukar..................21:14 Valur-Grótta...................18:12 FH-Fram........................23:17 FH-Haukar......................20:17 FH-Grótta......................18:21 Fram - Haukar..................17:20 Fram-Grótta....................12:17 Haukar - Grótta................13:20 2. deild, A-lið, 2. umferð: ÍR - Fjölnir...................29:19 ÍR- Stjaman....................22:25 ÍR-UMFA........................25:19 ÍR - Breiðablik................24:20 Fjölnir - Stjaman...............11:26 Fjölnir- UMFA...................15:14 Fjölnir - Breiðablik............21:24 Stjaman - UMFA..................18:14 Stjaman - Breiðablik............21:16 UMFA - Breiðablik...............25:22 2. deild, B-lið, 2. umferð: HK-lBV...........................10:0 HK-Víkingur.....................16:15 HK-Fylkir.......................27:14 HK - Selfoss.................. 19:18 ÍBV - Víkingur................... 0:10 ÍBV - Fylkir................... 0:10 ÍBV - Selfoss.................. 0:10 Víkingur - Fylkir................21:15 Víkingur- Selfoss...............19:17 Fylkir - Selfoss................19:20 Stig til deildarmeistara eftir 2. umferðir: Valur...........................24 stig FH..............................18 stig Grótta..........................15 stig Fram............................14 stig Haukar..........................12 stig ÍR..............................11 stig HK...............................9 stig Stjaman..........................8 stig UMFA.............................7 stig 4. flokkur kvenna 1. deiid, 2. umferð: ÍR-Grótta.......................15:11 KR-Valur........................10:9 Stjaman - Grótta.................19:10 KR-ÍR...........................16:8 Vaiur - Stjaman.................13:8 KR-Grótta.......................11:4 ÍR-Valur...................... 12:18 KR-Stjaman......................16:9 Valur-Grótta.....................14:7 Stjarnan - ÍR...................15:11 Lokastaðan: KR 8 stig, Valur 6 stig, Stjaman 4 stig, ÍR 2 stig,-Grótta 0 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.