Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 BLAÐ B ¦STAFRÆN TÖLVUMYNPAVEL/2BHEIMILI FULLT AF KAKTUSUM/2 ¦ MEÐ SKÆRIN TIL PANMERKUR/3BKAUPÆÐI ER HLUTI AF STÆRRI VANDAMÁLUM/4 ¦HREKKJAVAKA/6HHÖNNUN/7BSKÓLAKÓR/7K Ermahnappar eru líka flottir á konum KONUR í herraskyrtum og með ermahnappa! Því ekki? Konur virð- ast vera mun djarfari en karlmenn í fatavali og fara oftar ótroðnar leiðir. Til dæmis klæðast þær óhik- að hefðbundnum karlafötum eða herralegum buxnadrögtum, sér- sniðnum á konur. En þar láta þær ekki við sitja, því margar hverjar eru farnar að falast eftir skart- gripum eða skrauti sem hingað til hefur nær eingöngu sést á karl- mönnum. Sem dæmi um það má nefna að konur eru í æ ríkari um verslunum er hægt að kaupa aðsniðnar en herralegar bómullar- skyrtur, en þær eru flestar ef ekki allar með áföstum tölum á er- minni. Daglegt líf komst hins vegar á snoðir um það að konur sem vildu nota ermahnappa keyptu skyrt- urnar helst í herrafataverslunum. Sævar Karl Ólason hjá Sævari Karli & sonum samsinnir því og segir að það sé nokkuð algengt að konur komi til þeirra til að kaupa herraskyrtur á sjálfar sig. &ö*> mæli farnar að kaupa ermahnappa fyrir sjálfar sig og nota þá með hvítu herraskyrtunum. Daglegt líf kannaði þetta nánar og spurðist fyrir um hvernig skyrtur og hvern- ig ermahnappar nytu vinsælda meðal kvenna. Ekki virðist vera mikið úrval á herralegum skyrtum fyrir konur sem vilja nota ermahnappa í tísku- verslunum í Reykjavík. I einstök- „Skyrturnar sem þær kaupa aðallega eru beinsniðnar, hvítar bómullarskyrtur með löngum flip- um," segir hann. „Flestar kaupa þær skyrtur með tölum á ermun- um en einnig er eitthvað um það að þær kaupi herraskyrtur sem þarf að festa með ermahnóppum." Frá sjöunda áratugnum Anna Ringsted hjá Fríðu frænku segir að það sé aðeins farið að aukast að konur kaupi ermahnappa á sjálfar sig, en hún hefur flutt inn og selt mikið af gömlum og notuðum ermahnöpp- um. „Það hefur reyndar alltaf ver- ið ein og ein kona sem hefur keypt ermahnappa á liðnum árum, en þeim hefur fjölgað töluvert und- anfarið ár." Anna segist vera með erma- hnappa af öllum stærðum og gerðum, en þó séu stór- ir og skrautlegir erma- hnappar frá sjöunda ára- tugnum vinsælastir. „Marg- ar konur virðast reyndar kaupa ermahnappa til þess eins að halda skyrtunum sam- an, en aðrar eru greinilega að kaupa þá til skrauts," segir hún. Morgunblaðið/Golli SÓLEYJARMYNSTRIÐ á kjói dúkkunnar sem Steinunn heldur á, gerði Sigurður heit- inn Guðmundsson listmálari, en Steinunn saumaði kjólinn. Jólasokkar og dúkkusafn ÞAÐ er orðið jólalegt um að iitast heima hjá Stein- unni Ó. Thorlacius. Hún hefur frá því í desember sökkt sér niður í gerð jóia- sokka sem fjölskyldan fær í jólagjöf. Steinunn er ekki óvön slíkri handavinnu, allt frá því hún hóf nám í kjóla- saum árið 1929, þá sextán ára gömul, hefur þessi list leikið { höndunum á henni og heimiii hennar ber þess merki. Annað sem setur svip á heimili Steinunnar er safn hennar af dúkkum frá öllum heimshorn- um, en þær eru yfir þrjú hundruð talsins. Fallegustu búningana hefur Steinunn sjálf saumað eftir nákvæmum fyrirmyndum. ¦ I-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.