Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF MEÐ AUGUM LANDANS Hrekkjavaka að haustlagi Q Rúna Guðmundsdóttir býr í Hull á austurströnd Englands, þar sem hún stundar fyrirtækjarekstur. f NU ER haustið í hámarki hér í Eng- landi með öllum J þeim fallegu og sér- stöku litum sem einkenna það. Gróðurinn hér er w ótrúlega fjölbreytt- 1 ur og þótt ýmsar tegundir trjáa og runna keppist um Ofyrir veturinn að losa sig við laufin, semfalla nútiljarð- ar hvert á fætur öðru, þá eru greinar L»i..vy annarra tegunda sligaðar af þunga ^ j rauðra berja. í gegnum gluggann W-sé ég íkornana skjótast til og frá í garðinum, upp- tekna við að byggja upp forðabúr fyrir veturinn. Einstaka broddgeiti bregður fyrir, svona rétt til að minna á fjölbreytileika dýralífs- ins. Það virðist eiga svo sérstak- lega vel við á þessum árstíma að halda uppá Halloween eða Hrekkjavöku. Hrekkjavakan er ávallt haldin 31. október ár hvert, eða kvöldið fyrir allra heilagamessu, en þessi dagur var sá síðasti á ári Kelta og Engilsaxa. Margir siðir Hrekkjavöku eiga einmitt upp- runa sinn í heiðni. Þá snúa and- ar framliðinna til fyrrverandi heimkynna sinna og nornir og púkar ku vera á kreiki um nótt- ina. Svo Hrekkjavakan heppnist vel er góður undirbúningur nauðsynlegur. Auðvitað er mis- munandi hvað fólk leggur mikið á sig en mikill munur er á því frá einu landi til annars. Eng- lendingar taka Hrekkjavökuna ekki eins hátíðlega og Banda- ríkjamenn, en siðimir eru engu að síður mjög svipaðir. T.d. eru graskerin í aðalhlutverkum hér sem þar, en þau má telja helsta tákn þessarar hátíðar. Grasker em seld hér í öllum matvöru- verslunum í tilefni dagsins, sem og sérstök verkfæri til útskurð- ar. Til gamans má geta þess að grasker er notað sem græn- meti með mat og það má einnig vinna úr því ýmsa rétti eins og t.d. súpur eða graskerskökur. Ég ákvað að prófa nú að upplifa Hrekkjavöku sem ég hafði áður aðeins lesið um eða séð í bíómyndum. Til að kvöldið yrði sem eftirminnilegast varð ég að verða mér úti um sem mest af þeim hlutum sem þurfti til skreytinga á Hrekkjavök- unni. Það reyndist hinsvegar ekki eins auðvelt og ég hafði hugsað mér. Margir þeirra hluta sem til þurfti voru uppseldir í búðunum, en mér tókst að lok- um að næla í grasker. Vinsæld- ir Hrekkjavöku hér í Englandi eru greinilega miklar. Eftir að hafa þrætt búðirnar og kannað hvort ekki leyndist eins og ein beinagrind eða kóng- uló einhverstaðar, var ljóst að það eina sem virtist eftir var vampírublóð og ég varð því að gera mér þau að góðu. Það gæti svo sem komið sér vel að eiga smávegis vampírublóð í pokahorninu. Eftir mikla leit reyndist heppnin loks með mér og þegar ég hafði náð í allt sem ég taldi mig þurfa var þetta niðurstaðan: tvö graskerskerti, tvær beinagrindur, ein stór kónguló, tvær leðurblökur, tvær hauskúpur, nornagrímur og nornahattar. Og svo auðvitað tvö stór grasker. Þá hófst það sem ég hafði kviðið mest en það var útskurð- urinn á graskerinu. Ég hafði ekki einu sinni snert það fyrr, hvað þá séð inn í það. Þegar ég opnaði það blasti við mér hin undarlegasta sjón. Það verður að segjast eins og er að grasker- ið er alveg í samræmi við hátíð- ina sjálfa og hefur verið vel valið, með tilliti til útlits, bæði að innan og utan. Að innan er ávöxturinn fullur af einhvers- konar tefjum, sem iíta út einsog appelsínugulur kóngulóarvefur með fjölda af fræjum. Alveg ótrúlega draugalegt! Þegar ég hafði skafið tref- jarnar burt, hófst útskurðurinn sjálfur, en hann reyndist auð- veldari en ég átti von á. Eftir að ég skar út augu, nef og munn og hafði þar með formað andlit úr graskerinu, kom ég kerti fyrir inni í því. Þar með var það orðið að hinum fínasta lampa. Eftir það skreytti ég heimilið með beinagrindum og leðurblökum og matarborðið prýddi ég með svörtum dúk, logandi graskerinu og hauskúp- um, kóngulóm og öðrum viðeig- andi kvikindum. Vakti borðið mikla aðdáun og kátínu heima- manna og gesta! Það eina sem vantaði var gervikóngulóarvef- ur. Verð að ná mér í svoleiðis næsta ár! Þá var loks mál til komið að skreyta sjálfan sig með vampírublóðinu og klæða börnin í skikkjur og hatta og smella á þau nornagrímum útöt- uðum í vörtum. Utan dyra log- aði á öðru graskeri sem ég hafði komið fyrir til að gefa utanað- komandi börnum til kynna að þeim væri óhætt að hringja dyrabjöllunni og freista þess að biðja um sælgæti. Börnin klæða sig almennt upp eins og nornir, drauga eða einhver skrímsli og fara milli húsa og bjóða fólki „trick or treat“ (grikk eða gott) og yfirleitt fá þau nammi í poka. Halloween eða Hrekkjavaka er einn skemmtilegasti siður sem ég hef upplifað og voru börnin ekki síður ánægð, þegar þau höfðu vanist skriðkvikind- unum og beinagrindunum. Þó að mörgum íslendingum finnist nóg um eftiröpun hinna ýmsu siða frá útlöndum, verður að segja að það er í fínasta lagi að velja þá sem mesta skemmt- un veitir og láta arinað eiga sig. Því það veitir svo sannarlega ekki af að lífga upp á skamm- degið. Undirbúningurinn er óvenju- legur en árangurinn er svo sannarlega þess virði. ■ FYRSTU verðlaun á Interieur sýningunni hlaut borð eftir ungan þýskan hönnuð Jakob Gebert en borðfæturnir spennast í sundur og mynda þannig sterka undirstöðu fyrir borðplötuna. VERÐLAUNAHUGMYND á TVÆR hugmyndir að lýsingu á Interieur. Interieur af munstri í áklæði. ÍTALSKUR sófi frá Moroso. NÝJUNGAR ó sviði skrif- stof uhúsgagna voru óber- ondi á Orcatec hönnunar- sýningunni sem haldin var í Köln í Þýskalandi í lok október. Um er að raeða eina stærstu og yf- irgripsmestu sýningu á þessu sviði. HUGMYND Vitra að nýtingu vinnusvæðisins á Orcatec sýningunni. V ænlegt að syngja í kór Menntaskólans að Laugarvatni TRÍÓIÐ í stellingum, ungt fólk, teygir úr handleggjum, kórstjórinn gefur þagnarmerki og upptöku- stjórinn merki um töku. Söngurinn hefst: „Þú kveiktir von um veröld betri, mín von hún óx með þér og myrkrið svarta vék úr huga mér um stund, loks fann ég frið með sjálfum mér.“ Kór Menntaskólans að Laugar- vatni syngur undir stjórn Hilmars Amar Agnarssonar, Jasstríó Carls Möllers leikur undir og í upptöku- herberginu í Langholtskirkju er Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fiðla): „Þitt fyrsta bros“ festist á bandi. „Takk fyrir,“ segir upptöku- stjórinn en tilkynnir jafnframt að píp í tölvuúri hafí eyðilagt upptök- una. Taka tvö: „Þitt fyrsta bros, þín fyrstu skref, þitt fyrsta orð ...“ Upptakan tókst og söngurinn kemur einhvern tímann á hljóm- diski. Laugardagurinn 16. nóvember og söngvararnir fá matarhlé. Klukkan fimm verða tónleikar í tilefni af fímm ára afmæli kórs- ins. Hafsteinn Þórólfsson for- maður kórsins, Jóhanna Úrsúla Leifsdóttir varaformaður og Sjöfn Þór, fyrrverandi nemandi í ML, hvíla fætur í hléinu og SJÖFN, Hafsteinn og Jóhanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.