Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 B 7 DAGLEGT LÍF HÚSGAGNASÝNINGAR Heimilið og nútímaskrifstofa í öndvegi Leiðandi fyrirtæki á sviði húsgagnaframleiðslu sýndu nýlega nýjungar á sýningum í Belgíu og Þýskalandi. Sigríður Heimisdóttir skoðaði þar húsgögn fyrir heimili og húsgögn. ANNAÐ hvert ár hópast leiðandi fyrirtæki á sviði húsgagnafram- leiðslu, til Belgíu til þess að taka þátt í skemmtilegri hönnunarsýn- ingu sem þar er haldin annað hvert ár; Interieur. Sýningin er haldin í bænum Kortrijk og var í fimmtánda skipti í lok október. Fyrirtæki þurfa að standast ströng inntökuskilyrði til þess að öðlast þátttökurétt á Interieur, en þar er sýndar helstu nýjungar og áhersla er lögð á heimilið og fram- leiðsluvörur tengdar því. Innrétt- ingar, húsgögn, ljós, vefnaðar- vara, rafmagnstæki og smávörur nutu sín vel á skemmtilega upp- settu sýningarsvæðinu. Interieur ’96 bauð líka upp á hvern hönnunarviðburðinn á fæt- ur öðrum. Á hverri sýningu er heimsfrægum hönnuði boðið að vera sérstakur gestur sýningar- innar. í ár var það franski arki- tektinn Jean Nouvel og voru verk hans sýnd í máli og myndum auk þess sem hann hélt fyrirlestur sem færri komust á en vildu. Einnig var sérstök sýning á verkum port- úgalskra hönnuða og yfirlitssýn- ing á borðum tuttugustu aldarinn- ar. Mestu athyglina á sýningunni vakti samkeppni sem haldin er meðal hönnuða víðsvegar úr heim- inum. Dómnefnd, skipuð heims- frægum hönnuðum, valdi síðan bestu hugmyndirnar. Meðfylgj- andi myndir sýna nokkrar verð- launahugmyndirnar, en veitt voru verðlaun í mismunandi flokkum. Skrifstofan Nýjungar á sviði skrifstofuhús- gagna voru áberandi á Orcatec hönnunarsýningunni sem haldin var í Köln í Þýskalandi í lok októ- ber. Um er að ræða eina stærstu ELDRI stólar fá and- litslyftingu, ný áklæði og litríka arma. og yfirgripsmestu sýningu á þessu sviði. I ár voru kynntar margar áhugaverðar nýjungar og vakti mikla athygli hversu mikið um- hverfi skrifstofunnar hefur breyst, frá hinu formlega og nær um- hverfi heimilisins. Framleiðendur gera sér grein fyrir því að með aukinni tækni er skrifstofa og bókhaldsvinna fjöl- skyldunnar komin inn á heimilin. Samræmi ætti að vera milli hús- gagna fyrir heimili og skrifstofur og af hveiju ekki að nota sömu húsgögn fyrir þessa tvo staði? Þessari hugmynd voru gerð góð skil á sýningunni og sýndi Vitra fyrirtækið snjallar og skemmtileg- ar lausnir. Möguleikar á breyting- um húsgagnanna; uppröðun, nýt- ing og skipulag, voru fróðlegir og athyglisverðir. Vinnuaðstaða er orðin önnur en var. I stað stóru skrifborðanna eru komin minni og handhægari vinnu- borð sem henta betur tækjakosti og starfsfólki. Snúrur og kaplar sjást ekki því þeim er haganlega komið fyrir úr augsýn. Öll tæknileg atriði eru falin, einnig á nýju skrif- borðsstólunum. Umhverfið er þannig einfaldara og aðgengilegra fyrir alla og heimilislegra. Það eru ánægjulegar og þægilegar breyt- ingar sem eiga sér stað í heimi skrifstofuhúsgagna í dag og góð þróun að tveir helstu íverustaðir mannsins séu að tengjast. ■ VALDIMAR Harðarson arkitekt FAÍ. ÞÓRDÍS Zoega húsgagna- hönnuður FHI. KÓR Menntaskólans að Laugarvatni í Langholtskirkju. Morgunblaðið/Golli spjalla um kórinn í safnaðarheimil- inu, kórinn sem stofnaður var af Hilmari Erni Agnarssyni, fyrrver- andi Þeysara og núverandi organ- ista í Skálholtsdómskirkju. Gildi þess aö vera í kór Hafsteinn reiknar: „Það eru 215 nemendur í skólanum, 65 í kómum sem er næstum þriðjungur nemenda.“ Jóhanna: „Kórinn er virkasta aflið í félagslífi skólans. Sam- heldnin er mikil og við förum oft í ferðalög og á böll saman.“ Hafsteinn: „Allur kórinn æfir einu sinni í viku og svo eru raddæf- ingar fyrir tiltekna hópa einu sinni í viku.“ Sjöfn: „Kórinn fer í æfíngabúð- ir í Skálholt á hverju ári og heldur tónleika tvisvar ári, á aðventunni og á vorin.“ Hafsteinn: „Fyrsta desember næstkomandi verða tónleikar í Skálholti og mun Sigrún Hjálm- týsdóttir (Diddú) að öllum líkind- um syngja með okkur.“ GUÐRÚN Margrét og Oddgeir húsgagna og innanhúsarkitektar FHÍ. íslenskir hönnuðir Jóhanná: „Menntaskólinn að Laugarvatni sá um að halda síð- asta kóramót framhaldsskólanna. Við héldum svo lokatónleika í Vestmannaeyjum." Sjöfn: „Kórinn er okkur nauð- synlegur. Hann þjappar nemend- um skólans saman og þeir verða vinir. Það eru allir á sama báti og bekkjardeildirnar blandast saman. Það skiptir engu hvort nemandi er á fyrsta ári eða Qórða.“ Gott aö vera upptekinn í kór Eftir að hafa fylgst með kór Menntaskólans að Laugarvatni og hlustað á Hafstein, Jóhönnu og Sjöfn er auðvelt að draga þá álykt- un að vænlegt sé fyrir nemendur að vera í kór. Gott að vera upptek- inn í kór, kynnast öðrum og vinna að listinni, jafnvel semja Ijóð eins og Sjöfn Þór gerði og lag við það eins og Hreiðar Ingi Þorsteinsson tónskáld skólans, lag sem frum- flutt var í Langholtskirkju á laug- ardaginn. ■ Gunnar Hersveinn SIGURJÓN Pálsson hús- gagnahönnuður FHÍ. HÖNNUÐIR úr íslensku fagfé- lögunum voru áberandi á bæði Orcatec og Interieur. Það var skemmtilegt að sjá íslenska hönnun á erlendri grund og mega íslendingar vera stoltir af árangri síns fagfólks. Á Orcatec sáust verk eftir húsgagnahönn- uðina Sigurjón Pálsson, Þórdísi Zoega og Pétur B. Lúthers- son sem eru í fjöldafram- leiðslu í Evrópu. Einnig sást húsgagn eftir Valdimar Harðar- son arkitekt. Á Int erieur gaf á að líta borð eftir húsgagna- hönnuðina Guðrúnu Margréti og Oddgeir. PÉTUR B. Lúthersson húsgagnahönnuður FHÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.