Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.11.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1996 B 3 DAGLEGT LÍF VILLI ÞÓR Morgunblaðið/Ámi Sæberg FLUTNINGAR yfirvofandi. Vilhjálmur Þór ásamt aðstoðarmanni. Með skærin til Danmerkur „ÉG er að láta gamlan draum rætast,“ segir Vil- hjálmur Þór, hársnyrtir, sem hefur selt stofuna sína í Ármúlanum og er farinn til Danmerkur ásamt fjölskyldunni. Vilhjálmur Þór er mörgum að góðu kunnur, en hann hefur rekið hársnyrtistofu í Reykja- vík í tuttugu og þijú ár. „Fyrir einu og hálf ári fékk ég blóðtappa við litla heila. í kjölfarið ákvað ég að breyta til.“ Vilhjálmur Þór, eða Villi Þór eins og hann er almennt kallaður, er búinn að leita víðar fyrir sér um kaup á hársnyrtistofu en í Danmörku. „Það kom til greina að kaupa stofu á Mallorka en ekkert varð úr því. Síðasta vor dvaldi ég á Ítalíu í bænum Sirmone við Gardavatnið hjá vinum og langaði að setja þar á laggirnar stofu, en húsnæði þar er mjög dýrt, svo það var ekki raunhæfur kostur. Undan- farna mánuði hef ég svo verið að leita fyrir mér í Danmörku. Ég setti auglýsingu í blað í Álaborg og fékk svar frá þessari konu sem vildi selja stof- una sína í Stövring, sem er rétt utan við borgina. Konan er orðin sextug og vill fara að sinna barna- börnunum." „Ég er mjög ánægður með stofuna. Hún er með níu hárgreiðslustólum og heitir Salon 2001. Stofan er fallega innréttuð og síðast en ekki síst er ég að kaupa virt og gott fyrirtæki sem er þekkt fyrir vönduð vinnubrögð. Ástæðan fyrir því að við völdum að vera í nágrenni Álaborgar er sú að ég og konan mín, Ásta Sigríður Stefánsdóttir, eigum þar góða vini og vandamenn." Fyrsta hálfa árið mun eigandinn fyrrverandi vinna hjá Villa Þór ásamt hluta starfsfólksins. Þá mun Ásta Sigríður einnig vinna á stofunni, en hún er að læra hjá eiginmanninum. Þá er það jafnvel líka inni í myndinni að ráða seinna íslenskt hár- greiðslufólk. Salon Islandus „Svo er bara að standa sig. Ætli ég verði ekki að læra nokkra danska brandara til að töfra Danina til mín. Ég hef líka heyrt að einhveijir af þeim rúmlega tvö hundruð íslendingum sem búa í Ála- borg bíði spenntir eftir íslenska hársnyrtinum, en það tekur um fimmtán mínútur að aka á milli Stövr- ing og Álaborgar. Ég vona líka að íslendingarnir sem búa í Hanstholm og vinna þar við fiskverkun komi til mín. Þeir eru um tvö hundruð og mér skilst að þeir versli í nýju og stóru vöruhús rétt utan við Álaborg. Þá er tilvalið að koma við hjá mér í leið- inni.“ Hann segist hafa í hyggju að breyta nafninu á stofunni síðar en þá er hann líka alveg viss um hvað hún á að heita: Salon Islandus, skal það vera. Hann ætlar samt að bíða með það í hálft ár meðan hann er að vinna hylli Dananna. Aðspurður segir Villi Þór að hann og fjölskylda hans muni leigja sér sumarhús fyrst um sinn á meðan þau leiti að framtíðarhúsnæði „Ég á eftir að sakna allra vina minna á íslandi, sem hafa styrkt mig og stutt í mörg ár. Helst vildi ég geta tekið þá með mér. Einnig á ég eftir að sakna góðra vi- skiptamanna en ég er bara að vona að í framtíð- inni verði hægt að semja við Flugleiði um flug og klippingu!“ ■ Hilduf Einarsdóttir Á heimili Þórðar og Bryndísar Höllu sambýlis- konu hans, eru hátt í þijú hund- ruð kaktus- ar. hundruð heimasíður þar sem þetta orð kom fyrir. Þarna fann ég meðal annars matreiðslubók en ég hef ekki haft tíma til að prófa mig áfram með hana,“ segir Þórður. „Enda tími ég varla að nota kaktusana mína til matargerðar því þeir eru flestir svo litlir." Hvar ætli Þórður hafi orðið sér út um alla þessa kaktusa, sem sitja í mörgum röðum úti í gluggunum hjá honum og sambýliskonu hans Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur, sellóleikara? „Ég kaupi fræ og rækta þá sjálfur. Ég fer líka stundum í leiðangra í blómaverslanir til að athuga hvað ég finn þar. Hér er til ágætis úrval af kaktusum. Svo var mér einu sinni gefið kaktusasafn af konu sem var að flytja til útlanda. Þaðan koma stærstu kaktusarnir mínir því hún var búin að rækta þá lengi.“ Næg blrta er lykllatrlðl Þórður segir að eftirlætis kaktusinn hans heiti Djöflakaktus. Þetta er vígaleg- ur kaktus, kúlulaga að lögun með þykka, massífa þyma sem enda eins og í krók. „Ef þeir ná taki á manni, þá er erfitt að sleppa frá þeim,“ segir Þórður og hlær. Er mikið umstang við kaktusuppeldið? „Ég þarf að vökva plöntumar einu sinni til tvisvar í viku frá því á vorin og fram á haust en það tekur mig um klukkutíma að vökva þeim öllum. Það gerir þó ekkert til þó ég fari í sumarfrí þær deyja ekki þó þeim sé ekki vökvað að staðaldri. Þá þarf að umpotta þeim einu sinni á ári. Ég geri það jafnt og þétt en það tekur í heildina um eina viku. Lykilatriðið í umönnun kaktusa er að gæta þess að þeir fái næga birtu en þeir þurfa helst að standa í suðurglugga. Þar sem ég bý núna er gluggaplássið fremur lítið. Ég hef því verið að velta því fyrir mér að koma mér upp gróður- húsi.“ Svo er það lokaspurningin; þegar þú gefur afmælisgjafir, Þórður, gefur þú þá kaktusa? „Það hefur komið fyrir.“ ■ Hildur Einarsdóttir pappír eftir hentisemi. Sumar fara til geymslu á disklingi, öðrum er einfaldlega hent. En það er líka hægt að nota myndirnar á internet, tölvupósti og öðm. Litla vélin Kodak DC20 er eiginlega hugsuð sem viðbót við tölvuna. Dæmi: Maður er að skrifa konunni sinni í útlöndum tölvubréf. Hann er nýbúinn að fara í klippingu og er spenntur að sýna henni klipp- inguna. Hann smellir því af mynd sem lesin er á rafrænu formi inn á tölvuna og fest við tölvubréfið. Andartaki síðar getur konan dáðst að nýju klippingunni. Ekki er lagt neitt sérstaklega upp úr myndgæð- um. Möguleikarnir eru fleiri, en for- ritið sem fylgir með myndavélunum skapar þá. Hægt er að stroka per- sónur út af myndum, setja aðrar í staðinn, skipta um höfuð og svo framvegis. Með öðrum orðum; falsa myndir. Einnig er hægt að afskræma myndir. Andlit má teygja og toga á alla kanta og búa til skrípamynd, eða fegra sjálfan sig. Fjölskyldualbúmið þarf því ekki lengur að segja allan sannleikann. Dæmi: Kona sem skilur við karl- inn sinn getur einfaldlega eytt honum af myndun- um og jafnvel sett nýja elskhugann í staðinn. Hennar heimur yrði að vísu merktur blekkingunni. Vélar almennlngs og fagmanna Svona virðist ljósmyndaiðja almennings ætla að þróast. Vélin verður filmulaus tölva. Ef ég ætti hana og allir væru tengdir rafrænt saman með tölvum, internet og rafpósti, gæti ég til dæmis stokkið niður í bæ, smellt jólamynd og sent öllum vinum og kunningjum raf- rænt jólakort með von um far- sælt komandi ár, og þeir gætu sjálfir prentað það heima hjá sér. Ég gæti jafnvel komist upp með að senda jólakortið á Þor- láksmessu. En það er ekki þar með sagt að ég myndi gera það! Ljósmyndir almennings virð- ast geta öðlast nýtt líf með fjölbreyttari notkun. Nú er bara að sjá hvað gerist á næstu árum. Lif- ir filman eða deyr? Fyrir almenning virðist ástæðu- laust að halda í filmuna. Hinsvegar er erfitt að ímynda sér að fagmenn og listamenn hætti að nota hana. Sennilega er svarthvítu filmunni, sem framkölluð er í myrkraherberginu á pappír með skuggum og ljósi, ætlað eilíft líf. En það er lika spádómur. ■ Ljósmyndir í heimn- safnið, raf- bréfin eða ó alnefið GÆS og álft sprottnar úr rafrænu minni án þess að filman eigi hlut að máli. ÓTUKTIN tekin á DC50 vélina. „Digital" í Síðumúlafangelsinu. endur bjóða nú stafrænar mynda- vélar. Ég stakk myndavélunum á mig og fór niður á Reykjavíkurtjörn. Gekk í gegnum Ráðhúsið og byij- aði að smella af göngubrú og fugl- um. Ráfaði um miðbæinn með vél- arnar á lofti og safnaði fólki og húsum í rafrænt minni vélanná. Seinna um daginn fór ég í tukthús- ið, á sýningu myndlistarmanna í Síðumúlafangelsinu og hélt þar áfram að safna. Myndavélarnar vöktu athygli sumra sem gutu augum að þeim meðan verkin voru fest á ... fest í minni: „Barnið í manninum", „Skrapp frá“ og líka lifandi tónlist. FjölskyIdualbúmlð þarf ekkl að segja sannleikann Laugardagskvöld og vélarnar fullar af myndum. Nú þarf ekkert myrkraherbergi eða framköllunar- þjónustu, aðeins dæmigerða tölvu. Myndavélin og tölvan tengjast með snúru og ljósmyndirnar hlaðast inn hver á fætur annarri. Fjölskyldan límist við skjáinn. Ljósmyndirnar er hægt að vinna, lýsa, dekkja, skipta, draga út atriði og prenta svo á góðan eða lélegan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.