Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1996 BÆKUR MORGUNBLAÐIÐ 1 Vilborg Dagbjartsdóttir Þóra Jónsdóttir Ágústína Jónsdóttir NÁTTÚRAN IMANNINUM BOKMENNTIR Ljóðabók LJÓSAR HENDUR eftir Agiistínu Jónsdóttur, Vilborgu Dagbjartsdóttur og Þóru Jónsdóttur. Fjölvaútgáfan 1996 - 95 bls. LJÓSAR hendur er tilfinninga- næmt og trúarlegt heiti á ljóðabók skáldanna Ágústínu Jónsdóttur, Vilborgar Dagbjartsdóttur og Þóru Jónsdóttur. Þetta er innihaldsrík bók í smáu broti, rikulega mynd- skreytt og fer vel í vasa. Það staf- ar talsverður ljómi af heiti hennar og útliti enda er hún sett saman af því tilefni „hvað sumarið var indælt með sólskini, yl og gróanda" eins og stendur aftan á bókarkápu. Þorsteinn Thorarensen valdi skáld- konumar í bókina en sjálfar völdu þær hver sín ljóð. í ljóðum Ágústínu Jónsdóttur er að fínna einkar sterka trúarlega og erótíska samlifun með öllu því sem býr í heimi manns og náttúru. Mælandi Ijóðanna speglar mynd sína, tilfínningar og hvatir í öllu því sem lífsanda dregur. Víða í ljóð- um sínum vefur Ágústína saman útlínum manns og náttúru og sýn- ir með því að allt líf er af sömu rót mnnið. Hvatalíf mannsins og fijósemi náttúrunnar myndar sam- fellda heild og springur út í tilfínn- inganæmri og oft lostafullri upplif- un. Um goshverinn yrkir hún með eftirfarandi hætti: Bandingi haldinn óþoli ástríðufull kvika ris hnígur ris frumkraftur Þyrstur í frelsi lostafull togstreita uns allar hömlur bresta ólgulindin brýst fram inn í þráðan heim og þorstinn sefast um stund Hið erótíska myndar baksvið flestra ljóða Ágústínu sem hún skynjar oft í hillingu eða draumi. Ljóðmál hennar býr fyrst og fremst yfír symbólskum áhrifamætti því styrkur þess liggur ekki endilega í efnislegri tilvísun heldur í því sem kalla mætti seíjunarmátt ljóðmáls- ins. Til marks um það beitir hún trúarlegum og goðsöguiegum táknum og blandar oft saman með áhrifaríkum hætti háspekilegri líf- sýn sinni og erótískri upplifun. Ljóðform hennar og tungutak er í vissum skilningi hreint eins og mjöll, kærleiksríkt eins og móðir og yndislegt eins og kona. Þau ljóð sem Vilborg Dagbjarts- dóttir hefur valið í þessa bók ein- kennast öðru fremur af myndríkri og ofurfínni náttúruskynjun. í ljóð- um hennar gætir ríkrar viðleitni til að treysta samband mannsins við. umhverfi. sitt og uppruna og vökva rætur þess. Vilborg er í senn þjóðlegt og móðurlegt skáld og hinar ýmsu myndir náttúru, lands, sögu og trúar eru henni einkar hugleiknar. Frá ljóðum hennar stafar sérstakri hlýju enda höfðar hún oft til bamsins í lesandanum, kveikir með honum hugrenningar um staði og stund og vekur í brjósti hans kenndir og tilfínningar sem ekki mega gleymast. í Maríuljóði sínu vefur hún bernskuminning- unni á áhrifaríkan hátt, saman við móðurlega hlýju og trúarlegt myndmál: Nú breiðir María ullina sína hvítu á himininn stóra. Maria sem á svo mjúkan vðnd að hirta með englabömin smáu. Fuglinn sem á hreiður við lækinn í hlíðinni sunnan við bæinn er kallaður eftir henni. Það er Maríuerla. í ljóðum Vilborgar sameinast hið bernska oft djúptækri lífs- reynslu. Ein af mörgum stoðum í ljóðagerð hennar snýr að ræktar- semi mannsins við sjálfan sig og náttúruna, land sitt og sögu. Með því að skynja og skilja hið liðna og setja það í nýtt samhengi, hlúir maðurinn að rótum sínum og er mun betur í stakk búinn að skilja heiminn í kringum sig og sitt eigið líí., Áhrifaríkustu einkenni ljóða Þóru Jónsdóttur má fínna í nátt- úrumyndum hennar sem oftar en ekki eru dregnar upp á mörkum árstíða og ástríðna, á mörkum dags og nætur eða á mörkum hins ókomna og hins liðna. Náttúru- myndir Þóru höfða afar sterkt til tilfínninga lesandans, líklega vegna þess að þær eru dregnar einföldum og skýrum dráttum en spegla um leið dulvitund manns- ins: þrár hans og óskir, ástríður og langanir. Ljóðið um strokuhest- inn brúna er gott dæmi um það: Söðlaðu mér strokuhestinn brúna þann sem gengur einn á heiðinni og hneggjar með styggð í faxi firrð í augum og allan gang í hófum. Söðlaðu mér strokuhestinn brúna Ljóð Þóru Jónsdóttur í þessari bók búa flest yfír seiðmögnuðum áhrifum. Við fyrstu sýn virðast þau einföld og láta lítið yfir sér en við aukinn lestur eykst margræðni þeirra og dulúð til mikilla muna. Ljósar hendur er að flestu leyti vel valin sýnisbók á ljóðum þessara þriggja skálda en því verður þó að bæta við, að þótt innihaldið sé ríkt að gæðum er skrautlegt útlit bókarinnar alveg á mörkum þess að bera það ofurliði. Stærsti galli þessarar bókar en hins vegar sá að fínna má prentviliur í nokkrum ljóðanna. Jón Özur Snorrason Það vestræn- asta af öllu vestrænu NEW ORLEANS árla morguns í desember er yfirskrift ljóðabókar sem hefur að geyma þanka og dagbókarbrot Janusar Jósefssonar miðils, sjá- anda og pípulagningarmanns frá Ameríkuför árið 1994, skráð af Þorvarði Hjálmarssyni. „Kveikjan að bókinni er sú að haustið 1994 gerði Janus þessi Jósefsson vart við sig í sálar- lífi mínu og þráði að komast í ferðalag til New Orleans. Ákvað ég að láta slag standa og skella mér með honum og fjallar bókin um það hvers hann varð vísari á ferðalaginu," segir Þorvarður. Janus er, að sögn Þorvarðar, venjulegur ís- lenskur alþýðumaður um þrítugt sem hefur ekki í annan tíma ferðast um framandi lönd. Meira fæst höfundurinn ekki til að gefa upp. „Söguhetjan og ferðin skýra sig sjálf í bókinni en hún er að mestu unnin úr endurminningunni og upplifun Janusar.“ En hvers vegna skyldu Bandaríkin hafa orðið fyrir valinu, eru þau ef til vill draumalandið? „Eg hef ferðast um Bandaríkin sjálfur og vissulega naut ég góðs af þeirri reynslu þegar ég samdi bókina,“ segir Þorvarður. „Ekki myndi ég þó segja að þau væru draumalandið en Bandarík- in eru tvímælalaust það vestrænasta af öllu vest- rænu og ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að þau urðu fyrjr valinu. I mínum huga er ísland draumaland- ið.“ ÞORVARÐUR Hjálmarsson Sársauki trésins Engin von um undankomu.. tijágarðurinn, hálfblint óminni, atlot gáskafullra litbrigða, óheft blæbrigði, einbeitni efafirrtrar fegurðar, hrörnun, altumlykjandi eyðingar og dauða. Sársauki trésins, umkomuleysi þess að eiga sér rætur, stígurinn opinn í báða enda. Úr New Orleans árla morguns í desember. Að skyggnast undir yfírborðið SNÆLJÓS er önnur skáldsaga Eysteins Björns- sonar, en hann hefur auk þess sent frá sér ljóða- bók og birt smásögur. í sumar hlaut hann önnur verðlaun í alþjóðlegri bókmenntasamkeppni fyrir smásöguna Hvalurinn. „ Aðaltákn sögunnar er snjórinn enda hefur hann margar skírskotanir svo sem til sakleysis, hrein- leika og jafnvel dauða,“ segir Eysteinn. „Snæljós er leiftur í lofti, snöggur birtugiampi. Aðalpersón- urnar lenda í ýmsum hremmingum og snæljósið er ef til vill ljós að ofan sem klýfur myrkrið. Á blöðum bókarinnar velti ég fyrir mér ýmsum hlið- um mannlegra samskipta og þá þeim reglum sem samskiptin lúta. Gera siðferðisreglur okkur lífið auðveldara? Þjóna þær okkur eða þjónum við þeim? Eru siðferðisreglur alltaf skynsamlegar? Er okkur ekki oft innrætt að tiltekin breytni sé ljót þó hún sé í reynd falleg? Að sjálfsögðu verða að vera til háttemisreglur en það má velta því fyrir sér hvort tabúin haldi okkur ekki í heljargreipum. Siðferði- leg vandlæting er oft á tíðum grimmileg. Það sem gerist á milli tveggja aðalpersónanna verður í huga þeirra eitthvað hræðilegt, líklega vegna þess hvemig á málunum var tekið og atburðurinn setur mark sitt á allt líf þeirra. Við komum i þennan heim án þess að biðja um það og stöndum sífellt frammi fyrir því vandamáli hvernig við eigum að fóta okkur. Við erum alltaf að brjóta heilann um hvað er gott og hvað er illt. Við erum síhrædd og getum í hvorugan fótinn stigið því við erum alltaf að skilgreina umhverfið og sjálf okkur. Það sem er erfiðast í lífinu er að efast í sífellu um sjálfan sig og eðli hlutanna. Dýr em öfundsverð því þau fara aðeins eftir eðlisávísuninni. Það er ekki auðvelt að vera maður í þessum krefjandi heimi. Mannskepnan á í mikilli innri baráttu þar sem hvatirnar og skynsemin takast á, það er „dýrið í manninum" og „hinn vitiborni rnaður". Það er ekki furða þó að menn gefist stundum upp á líf- inu og Ieggi á flótta undan raunveruleikanum. í sögunni koma fram fulltrúar ólíkra siðferðisvið- horfa. Til að mynda er tilvera aðalpersónanna mörkuð af fortíðaratviki sem gerir þeim lífið nánast óbærilegt á köflum. Þau eru fjötruð í viðjar siðferðis öfugt farið við aðra sögupersónu sem lætur ekkert hamla sér, svífst einskis og telur það ekki vera í samræmi við eðli mannsins að lúta slíkum lögmálum. Það sem vakir meðal annars fyrir mér með ritun þessarar sögu er að EYSTEINN Björnsson krefja lesandann svara við þeirri áleitnu spurn- ingu hvar mörk siðferðisins liggja. Ég reyni að vekja lesandann til alvarlegrar umhugsunar um hvernig nánum mannlegum samskiptum eigi að vera háttað. Margir láta sér nægja að lifa og hrærast á yfirborðinu, ganga að hlutskipti sínu sem vísu og sjálfsögðu en mér finnst freistandi að skyggnast undir yfirborðið. Oscar Wilde sagði einhverju sinni: „Þeir sem kafa dýpra taka áhætt- una.“ Ég tel það þess virði því það er ef til vill eftir miklu að slægjast. Auðvitað er þetta aðeins eitt af viðfangsefnum bókarinnar. Hún er þroskasaga ungs manns sem lendir í ýmsu, villist af leið og glatar dýrmætum hluta af sjálfum sér. Spurningin er hvort honum tekst að rata heim aftur inn að sinni eigin miðju. Lesandinn verður að svara því sjálfur hvort það tekst. Ef til vill á þetta við okkur öll. Við erum öll á leiðinni heim.“ Hann stóð kyrr við hliðið og virti fyrir sér húsið. Gamaldags bárujárnshús. Málningin farin af á stöku stað. Það stóð þarna og beið inni á milli tijánna. Beið eftir honum. Hafði beðið öll þessi ár. Heimilið sem hann hafði misst. Vindurinn bærði greinar tijánna. Skijáf í laufi. Hvískur um gest sem ber að garði. Gluggarnir störðu á hann spurulum augum. Daufur ilmur af birki og ösp barst til hans með golunni. Allt umhverfið í fasta svefni. Hann lyfti lokunni á hliðinu. Úr Smrljósi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.